Þjóðviljinn - 16.07.1964, Side 4

Þjóðviljinn - 16.07.1964, Side 4
4 StiÐA Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: tvar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19, Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 9Ö.0Ó 5 mánuði Aætlunarhúskapur ||agskýrslur sýna að íslendingar eru sú þjóð í Vestur-Evrópu sem ver hæstu hlutfalli af þjóð- artekjum sínum í fjárfestingu. Engu að síður hef- ur hagþróun hér verið hægari en í flestum öðr- um löndum. Ástæðan er sú að fjárfesting hér er skipulagslaus og vanhugsuð; tugum og hundruð- um miljóna króna er varið í framkvæmdir sem ekki verða þjóðinni lyftistöng heldur baggi á framleiðslunni. Qlöggt dæmi um þetta er kæliskipafloti lands- manna sem Þjóðviljinn hefur gert að umtals- efni undanfama daga. Svo er nú ástatt að Eim- skipafélag íslands á skip sem geta annað því að flytja út alla útflutningsframleiðslu frystihúsanna. Jöklar h.f., fyrirtæki Einars riká og félaga hans, eiga einnig skipakost sem gæti annað öllu þessu verkefni. Og enn bætast við skip í eigu Sambands íslenzkra samvinnufélaga og annarra fyrirtækja. Kæliskipaflotinn er þannig orðinn meira en tvö- falt stærri en þörf er á og skipin skrölta hálftóm milli l'anda. Á sama tíma og Eimskipafélag ís- lands hefur aukið frystirými skipa sinna um 200 þúsund teningsfet hafa flutningar þeirra minnk- að úr 40 þúsund tonnum af frysturn fiski niður í 14 þúsund tonn! Svo er nú komið að Eimskipa- félagið hefur enn lækkað farmgjöld á frystum fiski um allt að því þriðjung, en Sölumiðs'töð hraðfrystihúsanna neitar að þiggja kostaboðið til þess að Jöklar h.f. verði ekki gjaldþrota. Jjarna: er um að ræða óþarfa fjárfestingu sem nemur hundruðum miljóna króna og hefur þau ein áhrif að rekstur skipanna verður miklu kostnaðarsamari en ella og hvílir sem baggi á sjómönnum, útvegsmönnum og allri þjóðinni. Og hliðstæð fyrirbæri blasa við á öllum sviðum. Nú berjast valdamenn Sölumiðstöðvarinnar til að mynda fyrir því að koma upp kassagerð, þótt fyrir sé í landinu fyrirtæki sem annar öllum þörfum landsmanna á því sviði og meira en það. í flest- um greinum iðnaðar er vélakostur sá sem keyp't-! ur hefur verið fyrir ærið fé aðeins hagnýttur að litlu leyti, og í fiskiðnaðinum blasir hvarvetna við í senn stórfelld yfirfjárfesting og ákaflega frum- stætt skipulag. gtjórnlaus fjárfesting af þessu tagi er sfórfelld- asta veilan í íslenzku atvinnulífi. Braskarar sem af skammsýni hlaupa eftir fljótteknum auði án þess að hugsa um hagsmuni þjóðarheildarinnar eru engir menn til þess að ákveða það í hvað þjóðm ver fjármunum sínum; sá persónulegi gróði sem þeir hafa að leiðsögn reynist alltof oft villu- ljós fyrir þjóðina í heild. Áætlunarbúskapur með lýðræðislegu skipulagi er augljósari nauðsyn fyr- ir íslendinga en nokkra þjóð aðra. Eigi góðæri? að lyfta þjóðinni á hærra stig efnahagslega o- tryggja öllum almenningi batnandi lífskjör r fyrirhyggja 00 bekking að koma í stað handab-' og skammsýni. — m. ÞI0ÐVIUINN HIÐ ISLENZKA FRÆÐIFÉLAG 75 pimmtudagur 10. júlí 1904 4T Vorið 1887 var stofnað „Is- lenzkt náttúrufræðisfjelag'' meðal Islendinga í Kaup- mannahöfn í þeim tilgangi „að koma upp sem fullkomnustu náttúrugripasafni á Islandi, er sé eign þess og geymt í Reykja- vík“. Hugmyndina að stofnun þessa íélags átti Bjöm Bjarn- arson. síðar sýslumaður í Dalasýslu. Hann færði þessa hugmynd í tal við Stefán Stefánsson, síðar skólameistara á Akureyri, og tóku þeir sam- an höndum um að hrinda henni í framkvæmd. Á fundi hinn 7. maí var það félag stofnað og kosin stjórn, en hana skipuðu Bjöm Bjarnar- son, Stefán Stefánsson, Móritz Halldórsson Friðriksson, Ölaf- ur Davíðsson og Bertel E. Ó. Þorleifsson. Viku seinna var haldinn framhaldsfundur og félaginu sett lög. Það var svo fljótlega hafizt handa um framkvæmdir og keypt nokk- uð af náttúrugripum, sem •Stefán Stefánsson varðveitti fvrir félagið, þangað til hann fór heim alfarinh seinni hiuta sumars sama ár. Björn B.jarn- arson fór líka aifarinn til Is- lands þetta sama sumar og var engin furða þó dofnaði mjög yfir starfsemi hins ný- stofnaða félags við að missa báða frumstofnendur sína frá störfum strax á fyrsta ári. I viðaukaákvörðun við lög félagsins var það • ákvæði. að begar félagsmönnum heima á Islandi fjölgaði og þeir yrðu orðnir eins margir í Reykja- vík og í Höfn. þá skyldi k.iósa stjórn í Reykjavík og hún taka við störfum Hafnarstjórn- arinnar. Stjómin skrifaði því þeim Benedikt Gröndal og Þorvaldj Thoroddsen vorið 1887 ■ og’- skoraði á þá að koma upp náttöruffæðifélagi í Reykja- vík, en ekkert varð úr þvi þá. Það var ekki fyrr en tveim- ur árum seinna, sumarið 1889 að hreyfing komst á málið hér heima og þá fyrir atbeina Stefáns Stefánssonar. Á stofn- fiindi kennarafélags í Reykja- vík vakti Stefán máls á að stofna hér náttúrufræðifélag og fékk það góðar undirtekt- ir. Stefán fékk í )ið með sér bá Benedikt Gröndal, Þorvald Thoroddsen, Björn Jensson og J. Jónassen og skrifuðu þeir bréf um stofnun slíks félags og létu ganga til undirskrifta meðal bæiarbúa. Undir bað skrifuðu 80 manns og þrið.iu- daginn 16. júlí 1889 var fé- lagið stofnað í leikfimihúsi barnaskólans. I stjórn voru kosnir aðalstofnendurnir fimm og skiptu þeir þannig með sér verkum, að Benedikt Grön- dal var formaður, Jónassen gjaldkeri og Bjöm Jensson ritari, en þeir Stefán Stefáns- son og Þorvaldur Thoroddsen voru einskonar meðstjórnend- ur. Á stofnfundinum voru félag- inu sett lög og voru þau í öllum aðalatriðum samhljóða lögum Hafnarfélngsins. sem var svo lagt niður síðla þetta sama sumar og náttúrugripir þess sendir hinu nýstofnaða Revkja- víkurfélagi, og urðu þeir þann- ig fyrstu gripir þess. Framan af beindust störf fé- lagsstjórnarinnar nær eingöngu að vexti og vörzlu náttúru- gripasafns félagsins og mædd: bar mest á formanni, bó aðrir stjórnarmenn og ýmsir fleiri náttúrufræðingar legðu þar hönd á plóginn Einkum vann Biarni Sæmundsson mikið og ‘'eigingjamt starf við safnið '■'au 35 ár sem hann var for- maður félagsins og mest af seim endurgjalds’aust. Frá ár- mu 1927 voru bó lengst af (PT.fs-r,-!; --anú- starfsmenn við rnrmanns félags- ins. sern iafnframt var for- stöðumaður safnsins. Hluta af safni sínu hafði félagið til sýnis fyrir almenning frá ár- inu 1905 og fram til ársins 1947, að það afhenti ríkinu safnið til eignar og umhyggju. Aðsókn að sýningarsalnum var Þorvaldur Thoroddsen jafnan mikil. Húsnæðismál safnsins voru lengst af erfið viðureignar og félaginu ofviða að leysa þau á viðunandi hátt. Árið 1927 voru fyrst lagðar fram teikningar af væntanlegu húai fyrir náttúrugripasafmð og re.vnt var að fá lóð undir það. Árið 1939 var málið tekið upp á ný og 1942—1946 starf- aði nefnd að rannsókn máls- ins. Nefndin sendi sérfróða menn til útlanda að athuga safnabyggingar, útvegaði lóð undir væntanlega náttúru- gripasafnabyggingu, og réð arkitekt til að gera uppdrætti að byggingunni. Þannig stóðu byggingamálin þegar. rikinu var afhent náttúrugripsafnið í ársbyrjun 1947. Síðan hefur verið lokið við teikningar og líkan að byggingunni, en ekki er enn byrjað að byggja. Ái’ið 1923 var tekin upp sú nýbreytni i starfsemi félags- ins að halda samkomur þar sem flutt voru erindi um nátt- úrufræðileg efni, og sumarið 1941 voru fyrstu fræðsluferð- irnar farnar á vegum félags- ins. Samkomurnar og fræðslu- ferðirnar hafa átt stöðugt vax- andi vinsældum áð fagna með- al félagsmanna. Síðastliðinn' vetur voru t.d. haldnar 7 slík- ar samkomur og I sumar hafa verið farnar 5 fræðsluferðir. Félagið hefur alla tíð haft með höndum nokkra útgáfu- starfsemi. Það hefur gefið út skýrslu um starfsemi sína frá upphafi; fram til ársins 1946 sem sérstakt rit. en síðan hef- ur hún birzt í tímariti fé- lagsins, Náttúrufræðingnum. 1 sumum skýrslunum eru auk þess ritgerðir um ýmis nátt- úrufræðileg efni. Á 25 ára af- mæli félagsins 1914 gaf það út afmælisrit. 1929 gaf það út leiðarvísi um söfnun og með- ferð náttúrugripa. Félagið hefur styrkt árlega tímaritið Náttúrufræöinginn frá því hann hóf göngu sína árið 1931; árið 1941 keypti fé- lagið útgáfuréttinn að Nátt- úrufræðingnum og hefur hald- ið honum úti síðan sem sínu tímariti. Flytur hann bæði al- þýðlegar frœðslugreinar og vísindalegar greinar um nátt- úrufræði. Félagið hóf árið 1945 út- Eáfu ritsins Acta Naturalia Islandica, sém flytur niðurstöð- ur íslenzkra náttúrufræðirann- soknn n oinhvm anna. Ritið var afhent ríkinu um leið og náttúrugripasafnið. Stefáns Stéfá nsson meistara, félaginu . útgáfurétt- inn að Flóru Islands. Félags- stjórnin hófst brátt handa um undirbúning að nýrri útgáfu Flóru og kaus nefnd til að annast hana. III. útgáfa Flóru kom svo út á vegum félagsins árið 1948. Auk þessarar útgáfu- starfsemi hefur félagið stuðlað að útgáfu ýmsra rita um nátt- úrufræðileg efni með því að veita til þeirra styrki úr Minn- ingarsjóði Eggerts Ólafssonar, sem félagið stofnaði á 200 ára afmæli Eggerts. Árið 1932 gerði félagið ráð- stafanir til að koma á fót fuglamerkingum hér á landi og hefur náttúrugripasafnið síðan verið miðstöð þeirra. Undanfarin ár hefur félagið veitt bókaverðlaun fyrir bezta úrlausn í náttúi*ufræði á lands- prófi. Þá hér hafi verið gerð grein fyrir helztu þáttunum í starf- semi félagsins er þó enn ótal- ið eitt mikilsvert atriði. Það er þau áhrif sem það hefur með starfsemi sinni og söfnun haft í þá átt að auka og efla áhuga manna og þekkingu á náttúru landsins. Auk þess hafa söfn félagsins verið uppi- staðan I fjölmörgum vísinda- legum ritgerðum. Á 'stofnfundi félagsins gerð- ust 58 manns félagar þess og á fyrsta starfsárinu fjölgaði þeim í 116. Á 25 ára afmæli þess voru þeir 168, á 50 ára afmæli 172, á 60 ára afmæli 276, á 70 ára afmæli 694 og nú á 75 ára afmæli félagsins eru þeir 820, þar af 3 heiðurs- félagar. Félagið hefur notið starfs- krafta fjölmargra ágætis- manna; að öðrum ólösfúðúm hafa íslenzkír, náttúrufragðing- ar, sem vön er, þjónað, því mést og bezt. 12 menn. hafa verið formenn félagsins þessa þrjá Framhald á 9. síðu. Seilabankinn vill takmarka nýbyggingar á íbúðarhúsum Þjóðviljanum hefur borizt eftii’farandi fréttatilkynning frá Seðlabankanum varðandi samn- inga bankans, ríkisstjórnarinn- ar og húsnæðismálastjórnar um lán til íbúðabygg'nga: I samkomulagi um launa- mál, sem gert var 5. júní sl. milli ríkisstjórnarinnar og sam- taka launþega og atvinnurek- enda, hél; ríkisstjórnin því að gera ráðstafanir til öflunar lánsfjár til íbúðabygginga. 1 samræmi við þetta voru hinn 30. júní sl. sett lög um launa- skatt, er renna skyldi til íbúðalána, en jafnframt hafa farið fram viðræður milli fé- lagsmálaráðherra og banka- stjórnar Seðlabankans um, að bankinn hlaupi undir bagga til þess, að hægt verði að veita þau íbúðalán á þessu ári. sem fyrrgreint samkomulag gerir ráð fyrir. Nú hafa tekizt samningar um það, milli Seðlabankans ann-~' urs, vegar og ríkisstjórnarinn- ar ög húnæðismálastjórnarinn- nr h'ns vegar, að bankinn lám 60 milj. kr. til íbúðalána, en rneð því á að vera kleift að úthluta nú á pæstu vikum 100 milj. kr. S íbúðalánum til beirra, sem fullgildar umsóknír e'ga hjá húsnæðismálastjóm. Jafnframt því sem Seðla- bankinn gerir þennan samn- 'ng vill bankastjórn hans leggja áherzlu á. að allt sé gert sem unnt er til að tryggja. að aukin útlán til ibúðabygg- inga nýtist sem bezt og verði ekki til. að auka þá þenslu, sem nú er á vinnumarkaðinum. og þá e’nkum í byggingariðn- aðinum. Af þessari þenslu staf- ar nú hætta fyrir almennt jafnvægi í þjóðarbýskapnum, jafnfrámt því sem hún veld- ur hækkun byggingarkostnað- ar og lélegri nýtingu vinnu- afls og fjármagns. Bankastjórn- in telur því eftirfarandi atriði mikilvæg til þess að tryggja bann grundvöll, sem lagður var með samkomulaginu um. launamál 5. júní sl. I fyrsta Iagi er nauðsynlegt, að á móti hinum nýju lán- um Seðlabankans t:l íbúðalána komi eftir því sem unnt er, h’utdeild í sparifjármyndun bjóðarinnar. Bankastjórn Seðla- bankans hefur því ákveðið, að innlánsstofnunum verði á ár- inu 1964 gert að binda sér- staklega í Seðlabankanum 5% 'nnlánsaukningar, auk þeirrar almennu innlánsbindingar, sem fyrir er. Áætlað er. að með bessari sérstöku bindingu fá- ist á árinu um helmingur be'rra upphæðar, sem Seðla- bankinn nú veitir til fbúða- lána. f öðru Iagi leg«:,- Seðlabank- ;ínn megináherz'ía á vntð, að hið nýja lánsfé, sem nið al- ,-nenna veðlánakerfi fær á ’æssu ár- og fvrri hluta næsta ’ts, en gert er ráð fyrir, að ■'nð verði 250 milj. kr.. gangi allt til að ljúka þeim íbúð- um, sem nú eru vel á veg komnar. svo að framboð á í- buðum aukizt sem örast. Jafn- framt séu aðrir, sem hyggjast byrja nýjar íbúðabyggingar, hvattir til að fresta frarn- . kvæmdum til næsta árs, enda geti þeir þá notið hinna hækk- andi íbúðalána, sem þá eru fyrirhuguð. Augljóst er, að nú eru fleiri íbúð'r i byggingu en vinnuafl og fjármagn leyfir að lokið sé á hæfilegum tíma. Er því æs.kilegt, að sem fæstir til viðbótar héfji byggingu nýrra íbúða á þessu ári. Vill Seðlabankinn beina þeim ein- dregnu tilmælum til húsnæð- ismálastjórnar, svo og lífeyris- sjóða. sparisjóða og banka, að þeir beini fjármagni til þess eingöngu á næstunni að full- ljúka ’ íbúðum í byggingu, en veiti ekki fjármagn til nýbygg- inga. I Þriðja lagi telur banka- stjórn SeSlabankans nauðsyn- legt, að reynt sé að draga $r öðrum byggingaframkvæmd- um bæði ríkisins. sveitarfélaga og fyrirtækja. Hér á hið sama við og um íbúðir, að það er sérstaklega mikilvægt, að ekki sé hafizt handa um nýbygg- ingar, heldur lögð megin- ■ áherzla á að Ijúka og gera arðbærar þær miklu bygging- ar, sem í smíðum eru. Er þeim tilmælum beint SCi banka og annarra lánsstofnana. að þeir stuðli að því að þessari meg- instefrxu verði fylgt. I

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.