Þjóðviljinn - 16.07.1964, Side 6
T
g SfÐA
ÞJÓÐVILJINN
Fimmtudagur 16. júlí 1964
ÆSK m
OGI SOSiA LISM m
ÚTG.: ÆSKULÝÐSFYLKINGIN — RITSTJÓRAR: HRAFN MAGNÚSSON OG
RÖGNVALDUR, HANNESSON.
HelgarferB ÆFR,út íb/áinn'
Nú um næstu helgi efna Fylkingurdeildirnar í
Reykjavík og Hafnarfirði til helgarferðar „út í
bláinn“. Ákvörðunarstaður verður ekki kynntur
fyrr en þangað er komið. Lagt verður af stað n.k.
laugardag kl. 2 frá Tjamargötu 20 stundvíslega.
Þátttaka tilkynnist í skrifstofu ÆFR, sími 17513,
og hjá ferðaskrifstofunni Landsýn, sími 22890.
Þetta verður ódýrasta helgarferð ÆFR og ÆFH
á þessu sumri og er öllu æskufólki heimil þátt-
taka.
Ari Jósefsson
F. 28/8 1939
D. 18/6 1964
Ari Jósefsson er dáinn. Það er undarlegt,
að svo mikill lífskraftur skuli allt í einu
vera horfinn. Það verður tómlegra á eftir,
Gamlir menn hafa lokið flestu, sem þeir
geta gert. Ungir menn eiga flest ógert.
Þeim er framtíðin mikilvægari en fortíð-
in. Þegar Ari dó, missti framtíðin efnileg-
an liðsmann.
Ari var góður félagi í Æskulýðsfylking-
unni. Við hörmum lát hans. Vandamönn-
um hans sendum4við samúðarkveðjur.
Ast
Varir okkar hafa gróið saman
utanum tvö lítil og skrítin dýr
sem iða af ást og njótast
inní heitum og rauðum heimi
sem varir okkar hafa iokast um
StriÍ
Undarlegir eru menn
sem ráða yfir þjóðum
Þeir berjast fyrir föðurland
eða fyrir hugsjón
og drepa okkur sem eigum
ekkert föðurland nema jörðina
einga hugsjón nema lífið
ARI JÓSEFSSON.
ER NATÓ Á GRAFARBAKKANUM?
HoH lexía
fyrir FUJ
og Varðberg
U Höfundur þessarar grein-
ar, sem birtist í „Tross Alt“
málgagni stúdentafélags
jafnaðarmanna við háskól-
ann í Osló (Arbeiderparti-
ets Studentlag), er Hans
Stokland, sem á sæti í rit-
nefnd blaðsins. Grein þessi
er holl lexía fyrir unga
krataforingja hér á landi,
sem og aðra Varðbergspilta.
Hún gefur fyrst og fremst
til kynna, að íslenzki krata-
flokkurinn hefur fyrir löngu
gefizt upp í baráttunni
gegn erkióvininum, þ.e. í-
haldinu, og er orðinn eins
konar hjáleiga stórgróða-
manna og annarra misind-
ismanna þjóðfélagsins.
Vonlaus aðstaða
„Postular kalda stríðsins eru
komnir í vonlausa aðstöðu.
hvað snertir rök til varnar
málstað sínum. Almenningur
gleypir ekki lengur hráa hverja
þá áróðursbeitu, sem að hon-
um er rétt. Söngurinn um út-
þenslustefnu kommúnismans og
yfirgang Sovétríkjanna á eng-
an hljómgrunn lengur. Rússa-
grýlan heyrir fortíðinni til.
t dag er NATO ekki svipur
hjá sjón; Full ástæða er til
að staldra við og íhuga þá
fullyrðingu, að NATO sé lif-
andi raunveruleiki. Vegna
stefnu de Gaulle er bandalag-
ið komið á fallandi fót, stefna
Mao hefur sýnt Kreml í nýju
Ijósi og Bonn-stjórnin notar
NATO til að koma óskum sín-
um fram.
de Gaulle hefur átt drjúgan þátt í því að koma NATO fyrir kattarnef. í fyrsta lagi tók hann
meginhluta franska hcraflans undan stjórn Kana, því næst mcinaði hann Bretum inngöngu í
Efnahagsbandalagið og viðurkenning á stjórn Kínverska alþýðulýðveldisins er siðasta ráðstöfun
hans í þá átt. — Myndin hér að ofan sýnir hvernig skopteiknari hugsar sér sambúð Breta og
Frakka um þessar mundir.
de Gaulle og Banda-
ríkin
de Gaulle hefur gerzt svam-
asti andstæðingur forystuhlut-
verks Bandaríkjanna meðal
vestrænna þjóða. Á skömmum
tíma hefur hann þvívegis hrellt
Bandaríkjastjórn. Fyrst tók
hann meginhluta franska her-
aflans undan stjórn NATO.
Því næst meinaði ■ hann Bret-
um inngöngu í Efnahagsbanda-
lagið. Og viðurkenning á
Pekingstjórninni er síðasta
hrollvekjandi ráðstöfun hans.
Endalok kalda
stríðsins
Mao hefur fyrir sitt leyti
hafið baráttu gegn forystuhlut-
verki Sovétríkjanna meðal
fiora að bugsa s/álfstætt'
D,
'r. Linus Pauling- hefur löngum
verið umdeildur maður, enda býr hann
yfir miklu hugrekki og fer aldrei í laun-.
kofa með sannfæringar sínar. Hann hef*
ur alla tíð beitt sér mjög gégn tilraunum
með kjarnorkuvopn, og fyrir það var
um tíma réyrit að koma á hann komm»
únistastimpli, eins og víða er mikill siðug
þegar menn þora -að hugsa sjálfstætt,
A’rMuðTrHge^riTiok'u“rh.'' gekk"’S’vo lángtT
íum var synjað um ve|
Þessi pistill hér að ofan er úr Lesbók Morgunblaðsins síðastlið-
inn sunnudag, Æskulýðssíðan hefur hér litlu við að bæta en spyr
aðeins: Hvernig væri að ungir íhaldsmonn reyndu að koma á
sig „kommúnistastimpli“? En til þess þurfa þeir að sjáifsögðu
að „búa yfir miklu hugrekki“ og „þora að hugsa sjálfstætt“.
sósíalísku landanna. Stefna
Mao hefur leitt til þess, að
nú virðist fremur stafa hætta
af stefnu Sovétríkjanna i
Austurálfu en á Vesturlöndum.
Hinu kalda stríði síðasta ára-<í>-
tugs er lokið. Reynslan hef-
ur leitt í Ijós, að kenningin
um órofa samheldni kommún-
istaríkjanna á ekki við meiri
rök að styðjast en þjóðsagan
um samheldni ríkja Atlanz-
hafsbandalagsins. Erindrekar
stórveldanna eru enn einu
sinni komnir á stúfana. Hin-
ar gömlu valdasamsteypur eru
að falli komnar.
^lgangur NATÓ?
Það er í dag harla erfitt
að sjá að Atlanzhafsbandalag-
ið þjóni nokkrum tilgangi.
Rússagrýlan sameinar þá ekki
lengur. Það örlar ekki á nein-
um sameiginlegum baráttu-l
grundvelli. Ahugamenn um
vestræna samvinnu eiga við
jafn erfitt verkefni að glima,
þegar skapa á eldmóð í þágu
varnarbandalagsins, eins og
„Folk og forevar" (e.k. norskt
Varðberg.-innsk.þýð.), þegar
um er að ræða að skapa hem-
aðaranda meðal þjóðarinnar.
Ofurlítinn baráttuneista væri
ef til vill mögulegt að tendra
við að sameina NATO og Var-
sjárbandalagið til mótstöðu
gegn Mao!
Öfl innan NATÓ
Sú hætta, sem í dag steðjar
að vestrænnm þjóðum á frem-
ur rætur sínar að rekja til
afla innan NATO en utan.
Þýzkalandsvandamálið verður
æ hættulegra. A þessu ári, 50
árum eftir að fyrri heimstyrj-
öldin brauzt út og 25 árum
eftir að Hitler hleypti af stað
síðari heimsstyrjöldinni, er það
enn á ný Þýzkaland, sem
skapar mesta ófriðarhættu í
álfunni,
Bonn-stjómin sviíst einskis
til að fá kröfum sínum fram-
gengt, vígbýst af kappi, og
hrifsar til sín æ meiri völd
Framhald á 9. siðu.
María Krist-
/ánsdóttir
form. ÆFH
María Kristjánsdóttir.
8. -júlí síðastliðinn hélt
Æskulýðsfylkingin í Hafnar-
firði aðalfund sinn. Kosið var
í stjórn og skipa hana þessir
félagar: María Kristjánsdóttir,
formaður, Páll Ámason, vara-
formaður, Þjóðbjörg Þórðar-
dóttir, ritari, Sveinn Frímanns-
son, gjaldkeri. Andrés Sig-
valdason, oiga Magnúsdóttir
og Örlygur Bencdiktsson með-
stjórnendur.
Nánar verður sagt, frá aðal-
fundinurn og starfsemi ÆFH
í næstu Æakulýðssíðu.
I