Þjóðviljinn - 18.07.1964, Side 4
SiÐA
ÞI6ÐVILJINN
Laugardagur 18. júlí 1964
Sigraði í Tour de France í 5. sinn
Otgelandi: Sameiningarflokkur alþýöu — Sósíalistaflokk-
urinn. —
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.),
Sigurður Guðmundsson.
Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19,
Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 90.00 5 mánuði
Iskyggilegar
horfur
jþegar Kennedy Bandaríkjaforseti var myrtur í
illræmdri afturhaldsborg í heimalandi sínu,
var því spáð víða um heim að það voðaverk yrði
mikið áfall fyrir ofstækismenn vestanhafs; þeir
stjórnmálamenn sem hefðu hamazt gegn sam-
komulagsstefnu Kennedys í alþjóðamálum og
auknu jafnrétti í innanlandsmálum ættu sér ekki
viðreisnarvon, allra sízt hinn ruddafengni og al-
ræmdi Barry Goldwater. En þessir spádómar hafa
sannarlega ekki ræ’tzt. Öllu heldur virðist morð-
ið á Kennedy hafa magnað ofstækismenn í Banda-
ríkjunum; morðum og hryðjuverkum linnir ekki
gegn þeim sem berjast fyrir auknum mannrétt-
indum; og Barry Goldwater sem í upphafi var
talinn vonlaus í sókn sinni til framboðs hrósar
nú eftirminnilegum og algerum sigri í flokki
sínum.
Jþví skyldu menn varlega trúa spádómum um það
að stríðsæsingamanninum frá Arizona muni
aldrei takast að ná húsbóndavaldi í Hvíta hús-
inu í Washington. Á bak við þennan ófrýnilega
stjórnmálamann standa öfl sem eru ofursterk í
bandarísku þjóðlífi, auðhringar sem æskja harð-
vítugrar útþenslustefnu um heim allan, hergagna-
framleiðendur sem óttast afleiðingarnar ef frið-
samleg sambúð festist í sessi, forréttindaöfl sem
vilja koma í veg fyrir aukin mannréttindi og jafn-
ræði í Bandaríkjunum. Þetta eru nákvæmlega
sömu öflin og á sínum tíma lyftu Adolf Hitler til
valda í Þýzkalandi, þessum fráleita stjórnmála-
manni sem heimurinn 'taldi hlægilegt fyrirbæri
unz hann hafði allt í einu náð valdi á örlögum
mannkynsins. Og reynslan hefur þegar sýnt að
Barry Goldwater á auðvelt með að skírskota til
sjúkdómseinkennis sem virðist furðulega algengt
í Bandaríkjunum, minnimáttarkenndar sem
magnast þrátt fyrir völd og auðlegð og birtist
einatt sem ranghverfa í ofstæki og voðaverkum.
því mun öruggast fyrir menn að búas't við öllu
illu, og það þeim mun fremur sem Barry Gold-
water myndi ekki aðeins ná tökum á heimalandi
sínu heldur á öllu herstöðvakerfi Bandaríkjanna,
valdastöðum sem spenna um hálfan hnöttinn.
Einnig herstöðvarnar á íslandi yrðu þá tæki í
hendi þess manns sem hefur tilkynnt að hann
vilji beita vopnavaldi til þess að ákveða þjóð-
skipulag allra ríkja á hnettinum. Þeir íslendingar
eru — enn sem komið er — fáir sem vilja af ráðn-
um hug tengja þjóð sína þvílíkri stefnu, en sá
háski blasir óhiákvæmilega við okkur ef við höld-
um áfram að láta nota okkur sem viljalaus
verkfæri í höndum erlendra afla. Hin ófrýnilega
stjórnmálaþróun í Bandaríkjunum er áminning til
allra íslendinga um það hver nauðsyn það er okk-
ur að vera frjálsir og óháðir í heiminum, velja
og hafna einvörðungu í samræmi við skoðanir
okkar og lífsviðhorf, en láta aldrei andlega van-
þróuð stórveldi taka af okkur ráðin. — m.
ANQUETIL, HJÓLREiÐA
KAPPI0G ÞJÓÐHETJA
Margir halda því nú fram, að Fransmaðurinn
Jacques Anquetil sé mesti hjólreiðakappi allra
tíma. Ástæðan er sú að hann hefur nú sigrað í
hinni frægu hjólreiðakeppni „Tour de France“ í
fimmta sinn í röð.
Vegalengdin í þessari erf-
iðu hjólreiðakeppni er 4500
km., en keppendur eru jafnan
frá mörgum löndum.
Antjuetil er 30 ára að aldri,
ljóshærður og ættaður frá
Normandie. Hann er nú dýrk-
aður sem þjóðhetja í landi sínu,
þar sem mikill og aimennur
áhugi rikir fyrir hjólreiða-
íþróttinni. Anquétil er ekki
aðeins góður hjólreiðamaður,
heldur þekkir hann leiðina í
þessari keppni mjög vel og
er mjög ,,taktiskur“ í keppni
sinni. Stundum fer þessi hag-
kvæmni hans út yfir allt vel-
sæmi. Þannig hvílir sá skuggi
yfir sigri hans nú, að hann
var dæmdur í 50 franka sekt
og 20 sekúndna tímatap fyrír
að láta félaga sína ýta sér
upp bratta brekku í Pyrenea-
fjöllum.
Loðinn um lófana
Anquetil mun vera manna
ríkastur í hópi atvinnumanna
í hjólreiðum. Keppninni lauk
sl. þriðjudag, en það er þjóð-
hátíðardagur Frakklands. Þeg-
ar Anquetil kom inn á ieik-
vanginn, þar sem keppninni
lauk í París, æpti mannfjöld-
inn í ofsahrifningu: ,,Guð, guð” '
Guðinn vann keppnina í þetta
sinn á nýjum mettíma.
Fyrir þennan sigur hlaut
hinn nýi guð Frakka 3,5 milj-
ónir króna. Margar sögur eru
á kreiki um það hvaða Anque-
til hafi auðgazt á atvinnu-
mennsku sinni í íþróttum, en
engin þeirra verður staðfest.
Það mun þó varlega áætlað
að hann hafi grætt 120 milj-
ón krónur á síðustu 7 árum.
Þetta fé hefur runnið í sjóð
hans ýmist sem sigurlaun,
samningsþóknun eða auglýs-
ingafé. Fé sitt hefur hjól-
reiðakappinn fest í fjölmörg-
um hlutafélögum og gróðrafyr-
irtækjum, þannig að fjárhagur
hans stendur traustum fótum.
Hann er einn af fimm rík-
ustu atvinnu-íþróttamönnum
heimsins.
Feímínn guð
Anquetil er maður hógvær og
af hjarta lítillátur. Hann er
mjög hlédrægur og leiðist allt
stússið i kringum afrek hans.
Meira en miljón manns er í
félagi því, sem stofnað var af
æstustu aðdáendum hans í
þeim tilgangi einum að dýrka
hetjuna. Hefur hann oft vald-
ið félagsmönnum miklum von-
brigðum fyrir að standa sig
illa í stöðunni sem þjóðhetja,
þegar hylling hefur átt að fara
fram.
Úrslit í Tour de France að
þessu sinni:
Anquetil (Fr.) 127.09,44
Poulidor (Fr.) 127.10,39
Bahamontes (Spáni) 127.14,28
Anglade (Frakkland)
Groussard (Frakkland)
Foucher (Frakkland)
Jimenez (Spáni)
Desmet (Belgíu).
í Fœreyjum
Islenzka landsliðið í hand-
knattleik kepp'r í kvöld við
lið Færeyinga í Þórshöfn. Is-
lenzka liðið fór til Færeyja í
gær. I því eru allir landsliðs-
mennirnir frá því í vetur,
nema Ragnar Jónsson og Einar
Sigurðsson.
Á morgun keppir svo B-
landslið íslands í knattspýmu
við færeyska landsliðið.
Þessir kappleikir eru háðir
í tilefni 25 ára afmælis íþrótta-
sambands Færeyja.
Tugþrautar-
landskeppni
Island, Noregur og Svíþjóð
heyja landskeppni í tugþraut
í Reykjavík dagana 8. og 9.
ágúst n.k. Tveir menn frá
hverju hinna þriggja landa
munu keppa.
Norðmenn munu efna til úr-
tökumóts hjá sér til að velja
þátttakendur 25. og 26. júlí.
Hvíldarstund í Tour de France. Anquetil situr uppréttur,
Hærra og hærra í
stangarstökki
Hin tíðu met í stangarstökki fyrir tilstuðlan
glerfíberstangarinnar eru orðin mörgum íþrótta-
leiðtogum og íþróttamönnum þymir í auga. Nú
eru þeir famir að skipta tugum, sem stokkið
hafa yfir 5 metra í stangarstökki.
Það eru örfá ár síðan
að það þóttu lygilegir
framtíðarórar, að
nokkrum tækist
að stökkva yf-
ir 5 metra
í stangar-
stökki, en
nu er
heimsmetið
komið upp í
5,23 m. Vest-
ur-Þjóðverjinn
Wolfgang Rein-
hardt setti ný-
Evrópumet í stangarst.,
m. Hann er nú þriðji á
Drengiamótið
Drengjamestaramót íslands í
frjálsum íþróttum fer fram á
Akureyri 25. og 26. júlí næst-
komandi.
Keppnisgreinar:
Fyrri dagur: 100 m. hlaup,
kúluvarp, hástökk, 800 m. hl.,
spjótkast, langstökk og 200 m.
grindahlaup. — Síðari dagur:
110 m. grindahlaup (91,4 cm.),
kringlukast, stangarstökk, 300
m. hlaup, þrístökk, 1500 m
hlaup og 4x100 m. boðhlaup.
afrekaskrá heimsins í ár. —
Skráin lítur þannig út, og
geta menn nú spreytt sig á að
spá einhverjum þessara af-
reksmanna olympíusigri í
Tókíó f haust:
Fred Hansen (USA) 5,23 m.
John Pennel (USA) 5,15 m.
Wolfgang Reinhardt (Þýzkal.)
5,11 m.
Don Meyers (USA) 5,10 m.
Dave Tork (USA) 5,08 m.
Manfred Preussger (Þýzkal.)
5,02 m.
Pentti Nikula (Finnl.) 5,00 m.
Sjúan Kvang-Jang (Foimósu)
5,00 m.
Mel Hein (USA) 5,00 m.
Ron Morris (USA) 5,00 m.
Þessi listi er nokkurnveginn
samhljóða heimsafrekaskrá
allra tíma. Br:an Stemberg
(USA) stökk þó í fyrra 5,08 m.,
og átti heimsmetið um tíma, en
hann slasaðist alvarlega og
keppir aldrei framar. Ron
Morris stökk 5,02 m. í fyrra.
Búast má við því að ýms-
ar nýjar stangarstökksstjömur
taki að skína á næstunni, því
margir nýir menn hafa komið
óvænt fram á sjónarsviðið i
þessari grein undanfarið.
sitt af hverju
★ Á austurþýzka meistara-
mótinu í frjálsum íþróttum,
sem háð var í Jena fyrir
skömmu, setti sveit SC Leip-
zig nýtt austurþýzkt met i
4x100 m. boðhlaupi á frá-
bærum tíma — 39,8 sek. í
sveitinni voru: Eberstrosser,
Berger, Wallach og Krebs.
Joachim Singer frá Karl
Marx-Stadt vann 400 m.
grindahlaup á 50,9 sek, Man-
fred Losch frá Leipzig sigr-
aði í sleggjukasti með 64,36
m. Annar varð Baumann
með 63,68 m. Gertrud Schm-
idt setti austurþýzkt met í
400 m. hlaupi kvenna — 54,3
sek.
★ Margir eru farnir að spá
því hver muni sigra í hin-
um ýmsu greinum frjáls-
íþrótta á olympíuleikunum í
haust. Fyrir skömmu vakti
Norðmaðurinn Terje Petersen
heimsathygli fyrir nýtt met
í spjótkasti, 87,12 m. Gamla
kempan, Janusz Sidlo frá
PóIIandi, hcfur einnig vakið
athygli fyrir að vera enn
einu sinni kominn í frcmstu
röð spjótkastara. Skráin yfir
beztu spjótkastarana í ár til
þessa lítur þannig út; Peter-
sen (Nor.) 87,12 m.; Sidlo
(PóII.) 8,03 m,; Kinnunnen
(Finnl.) 84,42 m.; Kulcsar
(Ungvl.) 8/,24 m.; Salomon
(Þýzkal.) 81,90 m.; Aksenov
(Sovétr.) 80,87 m.; Nevala
(Finnl.) 80,74 m.; Tipton
(USA) 80,42 m.; Macquet
(Frakkl.) 80.25 m., Covelli
(USA) 79,83 m.
★ Danir unnu Svía i ung-
lingalandskeppni í knattsp.
3:0. Höfðu dönsku piltarnir
mikla yfirburði í leik. Þetta
var 400. Iandslcikur Dan-
merkur í knattspyrnu, þegar
bæði Iandsleikir fullorðinna
og unglinga eru taldir nvð.
Þótti þetta góður afmælis-
leikur af þessu tagi fyrir
Dani, og skemmtileg afmæl-
isgjöf fyrir danska knatt-
spyrnusambandið, sem er 75
ára í ár. Unglingalandsliðin
á hinum Norðurlöndunum fá
mörg tækifæri til að spreyta
sig í keppni. Þetta var t.d.
15. unglingalandsleikur Norð-
manna og Dana í knatt-
spyrnu.
utan úr
i