Þjóðviljinn - 18.07.1964, Side 10
Ferðamá/aróð j
fullskipað i
Samkvæmt 11. grein laga um
ferðamál • hefur samgöngumála-
rá'ðuneytið skipað eftirtalda
menn í ferðamálaráð. til 1. júlí j
1967.
Formaður: Lúðvík Hjálmtýs- I
son framkvæmdastjóri, Hátúni |
37. Reykjavík.
Varaformaður: Albert Guð-
mundsson, stórkaupmaður.
Aðilar þeir. sem um getur í
11. gr. laga um ferðamál hafa
tilnefnt eftirtalda ^fulltrúa:
H.f. Eimskipafélag íslands:
Sigurlaugur Þorkelsson, full-
trúi.
Til vara: Kolbeinn Ingólfsson.
Félag sérleyfishafa: Ágúst
Hafberg, forstjóri.’
Til vara: Helgi Geirsson.
Ferðafélag Islands: Lárus
Ottesen, framkvæmdastjóri. f
Til vara: Einar Þ. Guðjohnsen.
Flugfélag Islands h/f: Birgir
Þorgilsson, sölustjóri.
Til vara: Ingvi M. Árnason.
Loftleiðir h/f: Sigurður Magn-
ússon. fulltrúi.
Til vara: Islaug Aðalsfeinsd.
Ferðaskr'fstofa ríkisins: Þor-
leifur Þórðarson, forstjóri.
Til vara: Stefán Haukur Ein-
arsson.
Samband veitinga- Qg gisti-
húsaeigenda: Pétur Daníelsson,
hótelstjóri.
Til vara: Sigurjón Ragnarsson.
Félag íslenzkra ferðaskr;fstofa:
Geir H. Zoega, forstjóri.
Til vara: Niáll Sfmonarson.
Leitað styrk/a
úr horgarsjóði
Karl O. Runólfsson hefur far-
ið fram á styrk úr borgarsjóði
til endurnýjunar á hljóðfærum
bama- og unglingaskólalúðra-
sveitanna. Þá hefur Hannes
Flosason óskað eftir styrk til
rekstrar Hljóðfæraskólanum og
stúdentaráð Háskóla íslands beð-
ið um styrk til utanfarar á
heimsmeistaramót stúdenta í
skák sem háð verður í sumar í
Varsjá. Öllum þessum styrk-
beiðnum vísaði borgarráð til
sparnaðarnefndar á fundi sín-
Um sl. þriðjudag.
rUnga Reykja-
vík'-Upp/ýs-
ingarít ÆR
Æskulýðsráð Reykjavíkur hef-
ur nýlega gefið út myndskreytt-
an bækling er nefnist Unga
Reykjavík. Þar er að finna ýms-
an fróðleik um störf Æskulýðs-
ráðs og aðra fclagsstarfsemi
ungs fólks í Reykjavík.
Fremst í ritinu eru skáldleg-
ar hugleiðingar um Reykjavík
og næsta nágrenni. Næst er
kafli um starfsemi Æskulýðs-
ráðs, sem' starfað hefur síðan
um haustið 1955 Ráð ð hefur til
umráða húseignina að Fríkirkju-
vegi 11. og er þar öllum ung-
lingum opið hús. Annað tóm-
stundaheimili ráðsins 'er Golf-
skálinn á Öskjuhlíð. Helzta
starfsemi ráðsins er að skipu-
leggja tómstundaiðju æskufólks,
þar er starfað að ferðamálum.
ýmis námskeið haldin og auk
þess starfa ýmsir klúbbar inn-
an ráðsins. Þá er sagt frá starfi
hinna1 ýmsu æskulýðsfélaga í
borginni; Islenzkra ungtemplara,
skáta, Farfugla, kirkjulegu
æskulýðsstarfi, Æskulýðsfélagí
hjálpræðishersins og íþróttafé-
laga. Auk þess er í ritinu grein-
argóð frásögn um ferðamál og
ferðafélög og upplýsingar um
helztu söfn sem t'l eru í borg-
inni.
Ritið Unga Reykjavík verðU'-
afhent endurgjaldslaust í Bóka-
búð Sigfúsar Eymundssonar og
skrifstofu Æskulýðsráðs að
Fríkirkjuvegi 11, þar er opið
daglega kl. 2—6 og 3—9, sími
15937. Framkvæmdastiór’ Æ-sku-
lýðsráðs er Reynir Karlsson í-
þróttakennari.
SÍLDARPLAN í ÓNÁÐ KIRKJUNNAR
Hér er mynd af síldarplani á Raufarhöfn og ber það nafnið Síldin. Þetta er einmitt planið, sem
hefur gert kirkjunnar mönnum á staðnum gramt í geði og þrengir að guðshúsinu. Síldarplanið
er hinsvcgar byggt eftir nýjustu kröfum og er fullkomið á allan hátt. Aðaleigendur eru Jón Gísla-
son í Hafnarfirði og Jón Einarsson á Raufarhöfn og er hann framkvæmdastjóri plansins. Þarna
eru stæði fyrir áttatiu stúlkur. — (Ljósm. Þjóðv. G.M.).
Sovézkir ferðamenn
í 11 daga heimsókn
Tuttugu og fimm ungir sov-
ézkir ferðamenn koma hingað
í kvöld á vegum sovézku æsku-
lýðsferðaskrifstofunnar Spútn-
ik og ferffaskrifstofunnar Land-
sýn.
Þeir dvelja hér á landi í 11
daga og byrja á því að heim-
sækja myndhöggvara hér í bæ
og svo listasöfn. Annars munu
leiðir þeirra liggja víða, og
lengst komast þeir norður til
Þingeyinga og skoða fugla við
Mývatn og Dettifoss og síldar-
söltun á Húsavík.
Sovézkir ferðamenn eru frem-
ur sjaldséðir á Islandi — en áð-
ur hefur komið hingað einn hóp-
ur á vegum Ferðaskrifstofu
ríkisins og svo einn hópur ung-
menna á vegum Spútnik og
Landsýnar. Spútnik býðst ann-
ars til að skipuleggja ferðir
ungs fólks til Sovétríkjanna og
munu þær sýnu ódýrari en aðr-
ar ferðir og hefur Landsýn hug
á að skipuleggja slíka ferð næsta
sumar.
Fólk það sem nú kemur er úr
ýmsjum hlutum Sovétríkjanna
og þó furðumargt frá því sól-
ríka fjallalandi Grúsíu suður í
Kákasus. Fararstjóri er Eyvind-
ur Erlendsson.
SILDIN SERVERKUÐ A RAUFARHOFN
Verzlanasamband-
ið flytur í Skipholt
unarinnar er Kolbeinn Kristins-
son, sem um alllangan tíma
hefur verið verzlunarstjóri í
Egilskjör.
Húsið, sem Verzlanasambandið
og Kostakjör eru í er ekki al-
veg fullgert en framkvæmdum
mun haldið áfram og er von til
að þeim Ijúki innan skamms.
Húsið teiknuðu þeir Ásmundur
Ölafsson og Gunnar Hannesson.
en Skúli Norðdahl arkitekt teikn-
aði innréttingu og réði 'öilufyr-
irkomulagi kjörbúðarinnar.
Bifreiðastöðu-
bannáenn
f/eiri götum
Á fundi borgarráðs Reykja-
vikur s.l. þriðjudag voru sam-
þykktar tillögur umferðamefnd-
ar um bifreiðastöðubann við
eftirtaldar götur: Sunnan megin
Sölvhólsgötu frá Kalkofnsvegi
að Klapparstíg. Vestan megin
Klapparstígs milli Sölvhólsgötu
og Skúlagötu. Vestan megin
Frakkastigs frá Njálsgötu að
Skólavörðustíg. Leifsgötu, sunn-
an megin götunnar. Norðaustan
megin Nönnugötu. Norðvestan
megin Bragagötu og norðvestan
megin Baldursgötu. ennfremur
féllst borgarráð á tillögu um-
ferðamefndar um biðskyldu á
Baldursgötu gagnvart umferð
um Laufásveg.
Banaslys
á Akureyri
f fyrrad. kl. 3.30 varð það slys
í sundlauginni á Akureyri að 7
ára telpa, Þórey Guðmundsdótt-
ir, Þingvallastræti 39 á Akur-
eyri, drukknaði. Telpan hafði
verið ásamt fleiri krökkum að
iðka sföklc af lágum palli við
dýpri enda laugarinnar. Allt í
einu sagði eitt barnanna við
konu sem þama var nærstödd
að það lægi e:tthvað á botnin-
um í lauginni. Stakk konan sér
þegar í laugina og kom upp
með telpuna og voru begar hafn-
ar á henni lífgunartilraunir og
hún síðan flutt í sjúkrahús, en
ekki tókst að vekja hana til
lífsins. Þórey litla var dóttir
hjónanna Jónu Pedersen og
Guðmundar Valgeirssonar.
Verzlanasamband Islands var
stofnað 1954 og voru í fyrstu
stjórninni þeir Tónias Björnsson
Akureyri, formaður, Sígurffur
Óli Ólafsson, Sclfossi og Friffrik
Þórffarson Borgarnesi.
Félagið hefur siðan fært nokk-
uð út starfsemi sína og er þess
fyrst að geta er það festi kaup
á skipi. Var þar um stofnað
skipafélagið Hafskip h.f., sem
nú á þrjú skip í gangi og eitt
1 smíðum. Annað fyrirtæki á
vegum sambandsins er Verzlana-
tryggingar h.f. Ennfremur hafa
þeir með höndum rekstur fyrir-
tækisins Fóðurblöndunnar h/f.
Verzlanasambandið hefur
skrifstofur sínar í Skipholti 37
og framkvæmdastjóri þess er
Sigurður Helgason lögfræðingur.
Sambýlingur Verzlanasam-
bandsins í Skipholtinu er kjör-
búðin Kostakjör. Gólfflötur
verzlunarinnar er mjög stór og
innréttingar þokkalegar. Aðal-
eigandi og verzlunarstjóri verzl-
Myndin scm hér fylgir er tekin fyrir skömmu á Raufarhofn, er veriff var að serverka síld hjá
söltunarstöðinni Hafsilfri, cn fyrsta síldin sem söltuff var fór mest í sérverkanir. Þrekna konan
fremst á myndinni er að blanda kryddið, en hún heitir Sjöfn Hclgadóttir og er kryddmeistari
hjá Hafsilfri. Er hún mörgum kunn þvi hún hefur ferðazt mikið um landið á undanförnum árum
og selt Eldhúsbókina. — (Ljósm. Þjóðv. G.M.).
Pan American opn-
ar í Reykjavík
ÆFR og ÆFH
•fr Fylkingardeildimar í R-
vík og Hafnarfirði efna til
helgarferðar út í bláinn í dag.
Lagt verður af stað frá Tjam-
argötu 20 kl. 14.
-ir Þátttökutilkynningar í
síma 17513 og hjá ferðaskrif-
stofunni Landsýn í síma
22890.
★ ATHUGIÐ að þetta er
ein ódýrasta helgarferðin,
sem völ er á um þessa helgi.
Morræna lýðháskól-
anum lauk í gær
í gær var síðasti dagur Nor-
ræna lýðháskólans sem starf-
ræktur hefur verið hér í Reykja-
vík um tíma. Viff skólaslitin
talaði Gunnar Thóroddsen fjár-
málaráðherra. formaffur Nor-
ræna félagsins, og einnig talaði
Christian Brönding, forstöðu-
maffur Nordisk Pressebureau,
sem annazt hefur daglega stjórn
skólans.
Gunnar Thóroddsen ræddi
nokkuð um Norrænahúsið sem á
að reisa hér í Reykjavík og
skýrði hann m.a. frá því að á-
ætlaður kostnaður við byggingu
hússins væri nú orðinn 20
miljónir króna, en í fyrstu var
áætlað að það myndi kosta 12
miljónir. Upphaflega var ætl-
unin að ísland tæki ekki þátt
í byggingarkcstnaðinum en af
Islands hálfu hefur verið ósk-
að eftir því að svo verði. Ætlun-
in er að hefja byggingarfram-
kvæmdir á næsta ári.
Christian Brönding skýrði frá
því að á hinum Norðurlöndun-
um væri mikill áhugi fyrir nor-
rænum lýðháskóla á Islandi og
væri í ráði að halda hér þrjú
eða fjögur námskeið á næsta
sumri. Er m.a. í ráði að halda
hér námskeið fyrir norræna
kennara, norræna blaðamenn og
fl.
Forstöffumenn aðalumboðs Pan
American á íslandi opnuðu í
gær nýja skrifstofu að Hafnar-
stræti 19 í Reykjavík. Þeir eru
Ragnar Borg viðskiptafræðingur,
sem er forstjóri G. Helgason og
Melsted og framkvæmdastjóri
aðalumboffsins, Bolli Gunnars-
son.
Þotur Pan American fljúga nú
til 114 borga í 86 löndum. Að-
eins þetta eina erlenda flug-
félag heldur uppi reglubundn-
um ferðum til Islands. Vélar
félagsins koma á þriðjudags-
morgnum frá N. Y. Síðan er
farið héðan til Glasgow og Berl-
ínar með stuttri viðkomu og
svo hingað aftur og þá til New
York um kvöldið.
Allar þotur félagsins fara um
Keflavíkurflugvöll og það hefur
þar skrifstofur.
28. júlí 1939 fór fyrsta flug-
vélin frá Pan American með
farþega yfir Atlanzhaf, frá New
York til Marseille í Frakklandi.
1 fyrstunni fóru vélar félagsins
aðeins eina ferð í viku yfir Atl-
anzhafið, en nú eru ferðirnar
orðnar 222 á viku, auk þess sem
félagið hefur í notkun sinni
vélar um allan heim.
G. Helgason og Melsteð hafa
haft aðalumboð fyrir Pan Am-
erican allt frá 1947 og yfirmaður
þess fyrirtækis hefur verið Ein-
ar Faretsveit.
Pan American er stöðugt að
bæta við sig nýjum' leiðum og
má þar nefna flugleiðina New
York — Moskva, sem lengi hef-
ur verið i undirbúningi.
Fjal/skilagjald
í Reykjavik
25 kr. á kind
Fjallskilagjald fjáreigenda í
Reykjavík hefur verið hækkað
í 25 krónur á kind. Var þetta
samþykkt á síðasta borgarráðs-
fundi, þar sem ennfremur var
lögð fram reglugerð um búfjár-
hald í Reykjavik með áritaðri
staðfestingu félagsmálaráðu-
neytisins.
i