Þjóðviljinn - 21.07.1964, Page 5
I»riÖjuéagur 21. júlí 1964 " ' i .'n'r ; ., ------------------ M6SVUIINH ------------------------------------------------------------------------------------— ----------- SlÐA J
HLUTAFÉLAGIÐ MORD
f Friedentihal-höll hafðist við
fjöldinn allur fasistisks æsku-
lýðs. Þýzka var aðeins eitt af
tungumálunuxn, sem þar voru
notuð. Það var eins og væri
verið að byggja smámynd af
Babelstumi, munurinn var að-
eins sá að hér beindist ekki á-
kefðin að jákvæðu marki. en
var eingöngu liður í eyðilegg-
ingarverki.
Einn hópur lagði stiund á
persnesku. Rússneskur liðsfor-
ingi úr keisaraliðinu. sem flú-
ið hafði eftir byltingu. rannsak-
aði nákvæmlega einkennisbún-
inga og virðingartákn Rauða
hersins. Sérstaklega útvaldir
þýzkir Bandaríkjamenn lærðu
nýjustu tækni í meðferð tíma-
sprengja. Þjóðverjar frá Rúm-
eníu æfðu sig í mismunandi
tökum til að kyrkja væntan-
leg fómarlömb.
Úkraínskir föðurlandssvikar-
ar laprðu að nota og lesa úr
dulmáli. Hver og einn þátt-
takenda í námskeiðmu varð
eftir fjögurrn vikna veru í
búðunum að geta tekið enskar
og rússneskar vélbyssur sund-
ur og sett þær saman á á-
kveðnum tíma og það með
bundið fyrir augun.
Að kyrkja, skera fólk hljóð-
laust og nota morðvopn með
hljóðdeyfi voru skyldufög. Svo
og- fallhlifastökk og meðferð
sprengiefnis neðansjávar.
Skorzeny sá jafnframt um
það að neðanjarðarherinn, sem
hann var að byggja upp hlyti
tilhlýðilega þjálfun í hug-
myndafræði nazista. Útsendar-
ar Himmlers áttu að ráðast
aftan að því fólki. sem barðist
gegn fasismanum.
Stríðsástandið varð viku aí
viku og dag eftír dag.erfiðara
fyrir Þýzkaland og bandamenn
þess. En öfgamennimir í Fried-
enthal þekktu ekkert „of seintí’.
Skemmdarverkamennimir. sem
Skorzeny þjálfaði áttu að
leggja sitt fram til að lengja
dauðastrið fasismaskrímslis-
ins.
Fyrsta viðfangsefni þeirra
var að koma af stað skelfing-
aræði með sprengjutilræðum
og morðum, kaupa hugsanlega
valdaræningja með stórkostleg-
um mútum og skipuleggja
neðanjarðardeildir. Hópar
komu og fóam. Kafbátar og
flugvélar færðu þá viða um
veröldina.
Skorzeny lagði sig fram um
að búa menn sína vel úr garði.
Þeir fengu fölsuð persónuskil-
rfki, sem sannað gátu ævifer-
il. sem þeir höfðu lært utan
að og þeir voru vel vopnaðir,
birgir af eitruðum skotfærum.
16. maí 1961 játaði ákærður
fyrrum SS-Stormsveitarforingi,
Albert Widmann eðlisfræð-
ingur fyrir rétti í DUsseldorf,
að hann hefði tekið þátt í til-
raunum með eitruð skotfæri,
sem Skorzeny hafði pantað og
sjálfur unnið að, sem gerðar
voru á föngum í fangabúðun-
um í Sachsenhausen.
Widmann, sem á sínum tíma
var yfirmaður deildarinnar
VD2. sem annaðist efna- og líf-
íræðilegar rannsóknir í tækni-
stofnun öryggislögreglu Himml-
ers, skýrði frá því, að Skorz-
eny hefði átt mestan þátt í
því, að framleidd var eitur-
byssa, sem var sérstaklega ætl-
uð til pólitískra morða og
starfsemi útsendara hans.
Skorzeny lét ekki útsendara
sína vera í neinum vafa um
hvað biði þeirra, ef þeir lentu
í höndum andstæðinganna,
Fyrirskipanir Himmlers um
slík tílfelli voru ekki tvíræð:
,,Ekki má nokkur starfsmaður
ör-yggislögreglunnar lenda lif-
andi í óvinahendur.” Það var
skilyrðislaus skylda sérhvers
útsendara að taka leyndarmál
Himmlers, Kaltenbrunners og
Skorzeny með sér í gröfina.
Þess vegna var hver og einn
útbúinn með blásýruhylki, sem
auðvelt var að fela og koma
fyrir í eldspýtum, sauma inní
uppbrot á frakka, eða setja í
fingurgull. Það hafði einnig
verið reynt á föngum að þau
kæmu að fullu gagni. áður en
þau voru flutt í þirgðastöð
Skorzeny í Friedenthal.
Áður en nazistamir hurfu
af sjónarsviði sögunnar vildu
þeir láta dauðann sigra í öll-
um myndum. Það var frekari
árétting þeirrar glæpsamlegu
hugmyndafræði. sem þeir
höfðu gert að ríkistrú.
*
Útsendarar Skorzeny voru
ekki með tvær hendur tómar.
Þar sem þeir áttu samkvæmt
skipun Himmlers að skipu-
leggja heila neðanjarðarheri
urðu þeir líka að geta borið
kostnaðinn.
Það var í fullkomnu sam-
ræmi við hugsunarhátt villi-
mannanna, sem þýzki stóriðn-
aðurinn hafði tekið í þjón-
ustu sína, að Mammon var<5
að koma í stað hugmyndafræð-
innar, þegar glamuryrðin
dugöu ekki lengur. 1 kapítal-
ískum heimi er hægt að kaupa
hvað sem vera skal, vinnuafl
og konur, nafnbætur, dómara,
lærdómstitla, samkeppnisfyrir-
tæki og glæpamannafélög. Hvi
skyldi þá ekki mega kaupa
njósnara, skemmdarverkamenn,
launmorðingja og valdaræn-
ingja?
En Þýzkaland var einangrað
og mjög illa á vegi statt i
þessum efnum. Utanlands var
ríkismarkið ekki metið sem
fullgildur gjaldmiðill. Þýzkur
innflutningur hafði minnkað i
stríðinu. utanríkisverzlunin
var gjöreyðilögð, gjaldeyris-
sjóðir voru svo til uppurnir.
Og Þýzkaland var löngu búið
að missa allt lánstraust. Það
litla sem eftir var af gjald-
eyri var notað til að kaupa
hernaðarlega þýðingarmikil
hráefni frá vissum hlutlausum
ríkjum.
En leyniþjónusta Hitlers
fapn ráð út úr ógöngunum.
Þeir áttu sér áætlun, sem hafði
verið samin í samyinnu við
æðstu ráðamenn rikisbankans
og helztu einokunarhringa:
Peningafölsun í stórum stíl.
Margt og mikið mundi vinn-
ast með því að koma þessari
áætlun í framkvæmd.
I fyrsta lagi væri hægt með
dálitlu af pappír að kaupa
ht-áefni, sem nauðsynleg voru
í striðsreksturinn. Enginn var
eins reyndur á þessu sviði og
Hjalmar Schacht rikisbanka-
stjóri og ráðherra. Þegar í
fyrri heimstyrjöldinni keypti
hann í Belgíu, sem Þjóðverjar
höfðu þá hernumið. mikið
magn aí belgískum vamingi,
sem hann borgaði með fölsk-
um peningaseð'lum.
1 öðru lagí var hægt að grafa
undan fjárhag og efnahagslífi
þess rikis, sem notaði mynt-þá
sem fölsuð skyldi og æsa þann-
ig almenning upp á móti stjóm-
arvöldunum. 1 stuttu máli,
valda því verulegu tjöni.
Síðast en ekki sízt, gerðu
Hitler og Himmler ráð fyrir
því. að losna úr gjaldeyriserfið-
leikum, sem þrengdu mjög kosti
útsendara og fimmtuherdeild-
anna. sem þeir stjómuðu.
Fasisminn, sem var skírust
mynd af yfirráðum einokunar-
hringa í Þýzkalandi, notfærði
sér ekki aðeins alla fyrri
reynslu í peningafölsun, en
ætlaði að neyta hennar. í miklu
stærri stíl en nokkm sinni
hafði þekkzt.
Skorzeny, sem var þurftar-
frekastur i notkun falskra
skjala, kynntist brátt eftir
komu sína í höfuðstöðvar ör-
yggisþjónustunnar, yfirmanni
peningafölsunarmiðstöðvar SS,
Bemhard Krtiger.
Skorzeny þurfti stöðugt að
hafa samvinnu við Kriiger, því
það var hann sem sá útsend-
urum SD fyrir fölskum per-
sónuskilríkjum. Hjálpargögn-
in við fölsunina, sem bárust
í stórum stíl til Kriigers voru
úr öllum áttum: Passar myrtra
gyðinga. hermannaskilríki sov-
ézkra, enskra og amerískra
fanga, suður-afríkönsk fæðing-
arvottorð, japönsk trúnaðarbréf
og vegabréfareglur frá Perita-
gon í Washington.
Umfangsmesta peningafölsun
í mannkynssögunni hófst 1940
og gekk undir nafninu ,,opera-
tion Andreas”. SD einbeitti sér
fyrst og fremst að fölsun sterl-
ingspunda, því auðvelt var að
fá þeim skipt bæði í hlut-
lausum ríkjum svo sem og í
brezkum nýlendum. Sterlings-
Framhald á 7. síðu.
Otto Skorieny, sérlegur erindreki Iiitlers og hæst setti hermdar-
verkamaður, sést hér á mynd með Foringjanum,
□ f annarri greininni um manninn með
örið, sem birtist í blaðinu á fimmtudag var
sagt frá þátttöku Otto Skorzeny í innlimun
Austurríkis og skjótum frama hans í fas-
istahreyfingunni. Síðan tók hann þátt í árás-
um Hitlers á grannríkin í vestri, var her-
námsforingi í Belgíu og hafði djöfullega
ánægju af pyntingum júgóslavneskra skæru-
liða. Þegar nazistar réðust inn í Sovétríkin
var Skorzeny einnig þar. Hann komst alla
leið til Nikolajev, sem er ekki langt frá
Moskvu, en þar varð hann að viðurkenna —
eins og harm skrifar í dagbók sína — að
herir Hitlers kæmust ekki lengra. Og Skorz-
eny fékk því fljótt nóg af lífinu á vígvell-
inum. Hann veiktist og var fluttur á heilsu-
hæli langt frá vígstöðvunum. Þar fékk hann
tilboð frá Kaltenbrunner um að taka við yf-
irstjórn sérstakrar deildar SS og tók hann
tilboðinu með sannri ánægju. — Þessi grein
fjallar um starfsemi þá, se™ hann stjórnaði
í Friedenthal — höll skammt frá Sachsen-
hausen og gekk undir nafninu „Sérlegt nám-
skeið í Oranienburg.“
\
19. DAGUR.
Magnús konungur Ólafsson hélt um haustið norður í Nor-
eg eftir Helganessbardaga. Þá spurði hann þau tíðindi, að
Haraldur Sigurðarson, frændi hans, var komimn til Svíþjóð-
ar, og það með, að þeir Sveinn Úlfsson höfðu gjört félag
sitt og höfðu her mikinn úti og ætluðu enn að leggja undir
sif Danaveldi, en síðan Noreg.
Magnús konungur býður leiðangri út úr No.regi, og dregst
honum brátt her mikill. I-Iann spurði þá, að þeir Haraldur
og Sveinn voru komnir til Danmerkur, brenndu þar allt og
bældu, en landsmenn gengu viða undir þá. Það var og sagt
með, að Haraldur væri meiri en aðrir menn og sterkari og
svo vitur, að honum væri ekki ófært og hann hafði ávallt
sigur, er hann barðist; hann var og svo auðugur að gulli,
að engi maður vissi dæmi til.
Menn Magnúss konunfis, Jreir er voru í ráðagjörð með
honum, tala það, að þeim þykir í óvænt e.fni kotnið, ef þeir
Haraldur frændur skulu berast banaspjót eftir ;<elta hvom
annan vopnaðir). Bjóðast margir menn til þess að fara og
leita um sættir með þeim, og af þeim fyrirtolum samþykktist
konungur því. Voru þá menn görvir á hleypiskútu, og fóru
þeir sem skyndilegast suður til Danr.rerkur.