Þjóðviljinn - 26.07.1964, Síða 10
10 *»* ---------------------------------------------------ÞJÓÐVILIINN
sem Despiére sagði.
— Hún hætti að brosa til
gamalla vina. Despiére leit i
kringum sig og dró Jack út i
hom, sem var tómt í svipinn. —
Viltu gera dálítið fyrir mig.
Jack? spurði hann, hann var
léttur i rómi og kæruleysislegur
að venju, en augun sem horfðu
rannsakandi á Jack, voru alvar-
ieg.
— Já, auðvitað. sagði Jack.
— Hvað er það? Despiére stakk
hendinni í innri brjóstvasann og
dró upp langt, innsiglað um-
slag. — Geymdu þetta fyrir mig
dálítinn tima, sagði hann og
fékk Jack umslagið. — Feldu
það. feldu það.
Jack stakk umsiaginu,, sem
var stórt og fyrirferðarmikið, í
vasann. — Viltu segja mér hvað
ég á að gera við það? spurði
hann.
— Geymdu það bara fyrst um
sinn. Þegar ég kem aftur, get-
urðu látið mig hafa það.
— Kem aftur, hvað áttu við?
— Ég fer til Algier á morgun,
sagði Despiére. — Ég fékk sím-
skeyti' frá ritstjóminni í morg-
un. Það er frétt sem ég þarf
að reyna að ná i. Ég verð ekki
burtu nema sex eða sjö daga.
Þú verður hér enn þegar ég
kem til baka. er ekki svo?
— Jú.
— Blaðið vffl fá nokkur þús-
und um það, hversu grimmileg
grimmd Aligierbúa sé, sagði Des-
piére. — Ég er grimmdarrit-
6tjóri. öll almennileg tímarit
hafa einn slikan. Þakka þér fyr-
ir. Þú ert góður náungi.
— Er nokkuð fleira sem þú
ætlar að segja mér?
Despiére yppti öxlum. — Tja
. .V. sagði hann með hægð. —
Ef ég kem ekki aftur. þá opn-
aðu umslagið.
— Nei, heyrðu mig nú, Jean-
Baptiste. byrjaði Jack.
Despiére hló. — Já, ég veit
að þetta er ósköp lítið stríð,
sagði hann. — En að því er mér
skilst. þá nota þeir alvöru vopn.
Og auk þess verða grimmdar-
ritstjórar að taka allt með í
reikninginn. Og eitt enn. Segðu
engum að ég sé að fara til Alg-
ier. Engum. endurtók hann hægt.
— Hvar halda menn að þú
6ért? sagði Jack. — Ef einhver
spyr.
HÁRGREIÐSLAN
Hárgreiðslu og
snyrtistofa STEINXJ og DÖDÖ
taugavegi 18. III h. (lyfta)
SlMI 24616
P E R M A Garðsenda 21
SlMI: 33968 Hárgreiðslu- og
snyrtistofa
Dömurl Hárgreiðsla við
allra hæfi
T J ARN ARSTOFAN
Tjamargötu 10 — Vonarstræt-
ismegin — SlMI: 14662
HARGREIÐSLUSTOFA é
AUSTURBÆJAR
(Maria Guðmundsdóttir)
Laugavegi 13. — SÍMI: 14656.
— Nuddstofa á sama stað.
— I St. Moritz. Ég frétti að
þar væri góður snjór. Ég er
með einhverjum kunningjum. En
þú veizt ekki hverjum.
— Og hvað um greindna um
Delaney?
— Ég lýk henni þegar ég kem
til baka, sagði Despiére. — Þetta
er tuttugasta öldin — grimmdin
á undan listinni. Hann leit á úr-
ið sitt. — Ég er á seinni skip-
unum. sagði hann. Hann klapp-
aði á handlegginn á Jack og
brosti til hans, brosið var vina-
legt og drengjalegt, laust við
alla illgimi. Síðan sneri hann
sér við og gekk leiðar sinnar.
framhjá drekkandi gestunum til
litla, leynilega stríðsins sfns,
íítíll. þéttvaxinn náungi í nær-
skornum, ítölskum fötum. Jack
stóð kyrr og horfði á eftir hon-
um og tók eftír því að hann
kvaddi engan.
Jack kom við vasa sinn. Hann
var óhugnanlega úttroðinn.
Opnaðu umslagið ef ég kem ekki
til baka.
Allt í einu fór Jack að ryðja
sér braut gegnum gestaskarann
í átt að dyrunum tíl að fara á
efttr Despiére. Ef maður er að
fara í stríð, hversu lítíð sem það
er. hugsaði hann, þá ætti vinur
háns að minnsta kostí að geta
farið úr kokkteilvéizlú og fylgt
honum. Að minnsta kostí dá-
lítið áleiðis. Að minnsta kostí
að næsta leigubfl.
En þegar hann kom að dyr-
unurrr kom nýr gestahópur inn
og varnaði honum útgöngu, oe
áður en honum tókst að troðast
í gegn, fann hann að hönd tók
fast um olnbogann á honum og
hélt aftur af honum.
Jack sneri sér við og sá. að
það var Stiles sem stóð þama
og brosti eins og gervikarl.
— Hæ, bróðir, sagði Stiles. —
Ég hef ætlað að ná í yður í allt
kvöld.
— Afsakið mig. má það ekki
bíða þangað tíl seinna, sagði
Jack og reyndi að losa sig án
þess að það vekti of mikla at-
hygli. en Stiles. sem var stór
og sterklegur. tók fastar í hann.
— Svona er ekki hægt að fara
að ráði sínu við gamlan vin,
sagði Stiles. — Þér ætlið þó
ekki að segja mér, að þér mun-
ið ekki eftír mér. herra Royal.
— Jú, ég man vel efttr yður,
sagði Jack. Hann kipptí snögg-
lega að sér handleggnum og
losnaði, en Stíles var furðu
snöggur að smeygja sér milli
hans og dyranna. Mennimir
tveir ^stóðu auglití tíl auglitis.
Sttles var enn með drykkju-
mannsbrosið á andlitinu og hann
hlakkaði til að gera uppistand.
Ég nenni því ekki. hugsaði Jack.
Enda er ég búinn að missa af
Jean-Baptiste.
— Hvað viljið þér? spurði
Jack stuttur í spuna. Hann var
dálítið miður sín í návist leik-
arans, fann til hlægilegrar sekt-
arkenndar.
— Ég hélt kannski að við tveir
gætum rabbað saman í huggu-
legheitum, sagði Stiles. Hann
talaði á undarlega stírðlegan
hátt, hreyfði naumast munninn.
kvöldgrímu drykkjumannsins. —
Um list og leik og þvf íkt. Ég
er einn af yðar gömlu aðdáend-
um. Þegar ég byriaði að , leika,
reyndi ég að líta út og tala
eins og þér. Hann hló andstutt-
ur. — Og nú fáið þér peninga
fyrrr að tala eins og ég. Lífið
er svei mér skrýtíð, ha. Jack?
Hann riðaði dálítíð á fótunum,
rak andlitíð upp að andlití Jacks,
ginþefurinn stóð útúr honum og
drykkurinn i glasi hans sullaðist
yfir barmaná og blettaði bux-
umar hans án þess að hann tæki
eftíT því. — Þér ætlið þó ekki
að neita því. Jack? Þetta
lymskulega baktjaldamakk. Þér
voruð alltaf álitínn heiðarlegur
maður — þér ætlið þó ekki að
reyna að neita því, ha?
— Ég hef ekki hugsað mér að
neita einu eða neinu, sagði Jack.
— Þér hafið séð mig leika, —
já. — Þér ættuð að vera manna
dómbærastur á leik minn í dag,
sagði Stíles hárri röddu. — Haf-
ið þér engin smáheilræði svo að
ég gæti bætt mig?
— Jú, sagði Jack. — Gangið
í bindindisfélag.
— Þér eruð hjálparhella. sagði
Stíles. — Mikil hjálparhella.
Þér talið fjandakomið alveg eins
og hún mamma. Hann sötraði úr
Marttniglasinu. — Segið mér,
hvemig ég læt í eyrum! sagði
hann. — Verð ég hátíðlegur og
áhyggjufullur? Verð ég angur-
vær og harka af mér? Eða karl-
mannlegur og raunamæddur?
Verður kvenfólkið hrifið af mér,
Jack? örlög mín liggja í yðar
29
höndum, Jack. Kastið ekki tíl
þess höndunum!
— Ég kasta aldrei höndunum
til neins! sagði Jack.
— Þegar kvikmyndin er tílbú-
ín. get ég farið i skaðabótam-
m-m-ál. Stiles hló hátt að uppá-
tæki sínu. — Hálfa miljón doll-
ara. Ég gætí vel notað hálfa
miljón dollara. Einkum þegar
það fréttíst að þeir hafi orðið að
senda boð eftir skrifstofúblók til
að lesa inn hlutverkið mitt í
Róm. Ég hlýt að hækka í verði
við það, ha?
— Hættíð þessu voli, sagði
Jack, gramur út í þennan gin-
flekkaða leikara sem andaði
súrt framaní hann. klíndi sér
upp að honum og gretti sig uppí
andlitið á honum. — Þér getið
sjálfum yður um kennt.
— Þetta eru ömurlegustu orð
sem hægt er að hugsa sér, sagði
Stíles og brosti aulalega með
froðu í munnvikunum. — Þér
getíð sjálfum yður um kennt.
Hann hreyfði höndina klunna-
lega og kom við öxlina á Jack
með glasinu sínu. Glasið datt
glamrandi í gólfið. Stiles nennti
ekki einu sinni að gá að því.
— Þessu hafa þeir gott af, sagði
hann og leit þrjózkulega í kring-
um sig. — Þetta pakk bauð mér
ekki einu sinni. Ég er boðflenn-
an í partíinu. Ég er hinn útskúf-
aði í Róm. En ég kom samt. Og
þeir þora ekki gð segja við mig:
— Hypjaðu þig, félagi. þessi
veizla er fyrir dömur og pena
herra. Ég kom bara til að hitta
yður, Jack. Ég er einn af hin-
um gömlu aðdáendum yðar,
Jack. og ég kom aðeins yðar
vegna. Eruð þér ekki snortínn?
— Af hverju farið þér ekki
heim og sofið úr yður? sagði
Jack.
— Þér eruð fáfróðiir, Jack.
Stiles hristi höfuðið hryggur í
bragði. — Svona stór og sterkur
maður og þó svona fáfróður.
Mig vantar ennþá hálfan lítra
uppá að sofna, drengur minn,
hálfpott og vel það....
— Jæja. skemmtíð yður vel.
Jack bjóst til að fara, en Stiles
þreif aftur í hann. Hann var
skjálfhentur • en tak hans var
þétt.
— Bíðið andartak, Jack, sagði
Stiles. — Ég er með uppástungu.
Röddin varð að hásu hvísli og
munnurinn varð slappur. — Far-
ið héðan. Hverfið úr borginni.
Segið., bófanum honum Delaney
að þér hafið skipt um skoðun.
Segið að þér hafið ekki geð i
yður til þess. Segið að konan
yðar liggi fyrir dauðanum. Hvað
sem er. Farið í kvöld — gerið
það. Jack. Ég spyr ekki hvað
þér fáið mikið fyrir þetta, en
ég skal borga yður. Borga yður
fyrir að gera ekki neitt. Af
mínum eigin peningum, sagði
hann örvRnaður; hann deplaðd
blóðhlaupnum augunum eins og
hann væri að reyna að halda
aftur af tárum. Farið burt og
hvilið yður. Á minn kostnað.
Ef þér gerið það, þá lofa ég því
að ég skal ekki bragða áfengi
fyrr eh myndin er tilbúin....
Hann þagnaði. Hann sleppti
handleggnum á Jack. Hann hló
hátt og þurrkaði sér um munn-
inn. — Þvuh! Ég er bara að
gera að gamni mínu. Fjandinn
hafi það, mér dytti ekki í hug
að borga yður svo mikið sem
tíu sent. Þetta var spaug, dreng-
ur minn, ég vildi bara vita
hvemig þér tækjuð þessu. Hvaða
máli skiptír það fyrir mig,
fjandakornið? Myndin er nauða-
ómerkileg hvort sem er. Kannski
ræð ég yður sem minn einka-
dreng. Þér getið talað inn fyrir
mig í öllum mínum kvikmynd-
um. Það táknar kannski nýtt
Hf fyrir mig. Skemmtið yðup vel
í Róm. drengur minn. Hann
klappaði á öxlina á Jack og
gekk síf}an teinréttur að glugga,
opnaði hann með fyrirgangi og
stóð kyrr og starði niður á
dimma götuna og dró andann
djúpt og hægt og brosti út að
eyrum.
Jack hefði farið á þessari
stundu, þótt enn væri of
snemmt að hitta Veronicu, en
hann sá að Delaney gaf honum
merki að koma. Hann tróð sér
gegnum ilmvatnið og blaðrið í
fólkinu og gekk framhjá tveim-
ur læknum sem drukku greip-
fruitsafa úr kampavínsglösum.
— Hér er náungi, sagði annar
læknanna með Minnisota-fram-
burði, — sem fullyrðir að hann
notí mjög óvenjulega lækningu
á colitis. Hann gefur sjúkling-
unum kartöflumauk í fimm daga.
Á tveggja tíma fresti í fimm
daga. Ekkert annað. Fjögur kíló
á dag.
— Hvað sagði hann við þig?
spurði Delaney, þegar Jack
komst til hans og brosti tíl Tui-
cino og Barzelli og Tesseti. —
Stíles, á ég við.
— Hann kvartaði yfir því að
hann skyldi ekki vera boðinn
hingað í kvöld. sagði Jack.
— En það hindraði svínið ekki
í því að koma, sagði Delaney. —
Sagði hann fleira?
— Hann bauðst tíl að borga
mér fyrir að hverfa frá Róma-
borg í kvöld, sagði Jack. — Fyr-
ir að hætta að tala inn.
— Jæja, hann veit það þá.
sagði Delaney.
— En Maurice þó, sagði Tu-
cino og brosti með umburðar-
lyndi. — Hvemig gaztu búizt
við öðru? Við erum í Róm.
Enginn hefur getað haldið neinu
HiólbarðovlSgerSir
OPIÐ ALLA DAGA
(LlKA LAUGARDAGA
OG SUNNUDAGA)
FRAKL. 8TIL22.
Cnmmívinnustofan h/{
Skipholti 35, Rcykjavík.
minningarspjöld
•k Minningarspjöld Sjálfs-
bjargaT fást á eftirtöldum
stöðum I Reykjavík: Vestur-
bæjai Apótek, Melhagi 22.
Reykjavíkur Apótek. Austur-
stræti. Holts Apótek. Lang-
holtsvegi. Garðs Apótek.
Hólmgarði 32. Bókabúð Stef-
áns Stefánssonar, Laugavegi
8. Bókabúð Isafoldar, Austur-
stræti. Bókabúðin Laugames-
vegi 52. VerzL Roði, Lauga-
vegi 74. — I Hafharfirði: Val-
týr Sæmundsson, öldug. 9.
Sunanudagur 26. júlí 1964
Skrá yfir umboðsmenn
Þjóðviljans úti á iandi
AKRANES: Ammundur Gíslason Háholti 12. Sími 1467
AKUREYRI: Pálmi Ólafsson Glerárgötu 7 — 2714
BAKKAFJÖRÐUR: Hilmar Einarsson.
BORGARNES: Olgeir Friðfinnsson
DALVÍK: Tryggvi Jónsson Karls rauða torgi 24.
EYRARBAKKI: Pétur Gíslason
GRINDAVÍK: Kjartan Kristófersson Tröð
HAFNARF.TÖRÐUR: Sófus Bertelsen
Hringbraut 70. Sími 51369.
HNtFSDALUR: Helgi Biörnsson
HÓLMAVÍK: Ámi E Jónsson, Klukkufelli.
HÚSAVÍK: Amór Kristjánsson.
HVERAGERÐI: Verzlunin Reykjafoss h/f.
IIÖFN, HORNAFIRÐI: Þorsteinn Þorsteinsson.
ÍSAFJÖRÐUR: Bókhlaðan h/f.
KEFLAVÍK: Magnea Aðalgeirsdóttir Vatnsnesvegi 34.
KÓPAVOGUR: Helga Jóhannsd. Ásbraut 19. Sími 40319
NESKAUPSTAÐUR: Skúli Þórðarson.
YTRI-NJARÐVÍK: Jóhann Guðmundsson.
ÓLAFSF.TÖRÐUR: Sæmundur Ólafsson.
ÓLAFSVÍK: Gréta Jóhannsdóttir
P ATTPAPHnTPþJ- rtiiðrnirndllT Lúðvíksson.
REYÐARFJÖRÐUR: Biörn Jónsson, Reyðarfirði.
• SANDGERÐI: Sveinn Pálsson, Suðurgötu 16.
SAUÐÁRHPÓHUP • Hulda Sigurbiörnsdóttir,
Skagfirðingabraut 37. Sími 189.
SELFOSS: Magnús Aðalbiarnarson. Kirk'juvegi 26.
SEYÐISFJÖRÐUR: Sigurður Gíslason.
SIGLUFJÖRÐUR: Kolbeinn Friðbjarnarson,
Suðurgötu 10. Sími 194.
SILFURTÚN, Garðahr:. Sigurlaug Gísladóttir, Hof-
túni við Vífilsstaðaveg.
SKAGASTRÖND: Guðm. Kr. Guðnason. Ægissíðu.
STOKKSEYRI: Frímann Sigurðsson, Jaðri.
STYKKISHÓLMUR: Erl. Viggósson.
VESTMANNAEYJAR• Jón Gunnarsson, Helga-
fellsbraut 25. Sími 1567.
VOPNAFJÖRÐUR: Sigurður Jónsson.
ÞORLÁKSHÖFN: Baldvin Álbertsson.
ÞÓRSHÖFN: Hólmgeir Halldórsson.
Nýir áskrifendur og aðrir kaupendur geta snúið sér
beint til þessara umboðsmanna blaðsins.
Sími 17-500.
FERDIZT
MED
LANDSÝN
• Seljum farseðla með flugvélum og
skipum
Greiðsluskilmálar Loftleiða:
• FLOGIÐ STRAX - FARGJALD
GREITT SlÐAR
• Skipuleggjum hópferðir og ein-
stakiingsferðir
REYNIÐ VIÐSKIPTIN
FERÐASKRIFSTOFAN
L A N
TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 462 — REYKJAVÍK.
UMBOÐ LOFTLEIÐA.
— ■
Auglýsið í ÞjóðvHjanum