Þjóðviljinn - 30.07.1964, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 30.07.1964, Blaðsíða 7
Wmmtudagur 30. Jiilí 1904 ÞJðÐVUHNN SlÐA 7 ...gæti máíai á hverium degi Dagur Sigurðarson er nýkom- inn frá Sikiley. ViS vit- um ekki hvað hann hefur skrifað þar suður frá, en hitt er nú ljóst, að hann hefur málað þar myndir, því þær hefur hann fest upp á Mokka nú um helgina. — Og þurftirðu endilega að vera að mála myndir þama á Sikiley? spyr ég, rétt eins og það væri hægt að hafa eitt- hvað skynsamlegra fyrir stafni. — Þetta er verk sem einhver verður að taka að sér, segir Dagur. — En er ekki nóg til af málurum? — Það getur verið, en þeir mála ekki mínar myndir. — Þínar myndir segirðu — en hvað um áhrif frá öðrum? ) — Jú, jú. ég er alltaf að verða fyrir áhrifum. Og tek það sem ég get brúkað og hef þörf fyrir. Og það er svona beggja blands að þau komi frá fólki sem ég sé, og listaverk- um sem hafa verið unnin. En þau áhrif eru áreiðanlega ó- beinni en þau sem maður verður fyrir af mannlífi. Tvær litlar stelpur sem þora ekki yfir götu af þvi þær eru hræddar við hund á götunni, eða heildsali sem telur pen- inga — þetta er mér meira virði sem áhrif en beztu mynd- ir Breughels og Oroszo með fullri virðingu fyrir þessum meisturum. — Og aðferðin við að festa þetta á mynd? — Mynd er vel kompóneruð þegar það tekst að koma þess- um áhrifum til skila svo og afstöðu manns til viðfangsetn- isins. Svo eftirlætur maður listfræðingum að reikna ein- hverja geníala og frumlega kompósisjónsformúlu inn í myndina. Aðferðin þróast við vinnu og vegna þess að maður þarf að ná tökum á viðfangsefni — en_ ekki öfugt: að maður nái tökum á viðfangsefni vegna þess að maður kunni einhverja helvítis aðferð. ★ En hvað hefur Sikiley annara helzt sér til ágætis? — Ef við fæium að tala um Sikiley þá yrði úr þvi heil bók. En ég gæti til dæmis nefnt tvennt til. Eitt er það: Sikil- eyingar flengja sitt pólití á nokkurra ára fresti. Og ann- að er, að engipn Sikileyingur étur i návist þinni án þess að bjóða þér af mat sínum. Ekki nema þá heldra fólkið. — Þér hefur ekki dottið i hug að mála þar landlags- myndir? — Neí, það hefði verið næsta óþarft. Pálmar eru til að mynda ekki merkilegri tré en bjarkir. Hitt er satt að það eru þama smávaxnir pálmar sem eru skemmtilegir. þeir eru að öllu leyti mjög svip- aðir stórum pálmum, jafngild- ir meira að segja, og það er gaman að þessum Íitlu kríl- um sem þykjast' vera tré. En nú getur þú spurt mig um myndirnar. Þú getur til dæmis spurt af hverju sumir krakkamir á myndinni þarna í horninu eru ljóshærð'r en aðrir dökkir. Og ég gæti svar- að og spurt: af hverju geta svartar beljur eignazt rauða kálfa? — Þá geturðu lika alveg eins útskýrt það. af hverju það eru miklu skærari litir í myndinni af stráknum með blöðrumar en í öðrum mynd- um? — Þegar ég gerði þessa mynd var ég að hugsa um að gera mynd sem krakkar hafa gaman af, og krakkar eru mikið fyrir skæra liti. Skipan í aðalræðismannsstöðu, veiting læknaleyfa og fleira Kristjáni B. Gíslasyni, stór- kaupmanni og rseðismanni Belga í Reykjavík, hefur ver- ið veitt nafnbót aðalræðis- manns. ★ Páil Ásg. Tryggvason, sem verið hefur sendifulltrúi ís- lands i Svíþjóð og Finnlandi, ér kominn heim og hefur tek- ið við stöðu deildarstjóra í ut- anrikisráðuneytinu. ★ Gunnar Björnsson, ræðismað- ur við sendiráð Islands í Kaupmannáhöfn. hefur jafn- framt verið skipaður verzlun- arfulltrúi (attaehé eommerciai) við sendiráðið. ★ ölafur Stephensen cand, með et chir. héfur fengið leyfisbréf ráðuneytis til þess að mega stunda almennar lækningar hér á landi. ★’ Kjartan Oddur borbergsson cand, odont hefur fengið ráðu- néytisleyfi til þess að mega stunda tannlækningar hér á landi. * Eða þá: af hverju er myndin af betlaranum kölluð Mað- urínn er musteri? — Því get ég svarað með kvæði, segir Dagur — palermó prýða prýðishallir Og pólití prúð maðurinn musteri mðrg og musterisverðir maðurinn brenndur blindur á bánkahomi bíður blánkur maffurinn kalinn krepptur á kirkjutröppum krýpur með kryppu maðurinn við musteri mammons musteri maríu meyjar maðurinn Iamaður Ioppinn liggur tryggUr lappalaus maðurinn borgina blóðlitli I betlarinn prýðir maðurinn maðurinn musteri maðurinn — Og að lokum, Dagur. hvort finnst þér skemmtilegra og skrifa eða mála? — Ég gæti málað á hverj- um degi. En hinsvegar gæti ég ekki hugsað mér að skrifa á hverjum degi. — Á.B. Neytendasamtökin og afgreiðslutímar 1 nýútkomnu „Neytenda- blaði“ gera Neytendasamtökin ítarlega grein fyrir gangi af- greiðslutíma-málsins og afstöðu þeirra til þess. Eins og kunnugt er hafa þau barizt ósleitilega fyrir breyttum afgreiðslutím- um í áratug,. fyrst og fremst fyrir þeirri grundvallai'breyt- ingu, að losað væri um þær viðjar, sem koma i veg fyrir það. að fyrirtæki þau, er verzlanir nefnast, fái hagað rekstri sínum þannig, að þau þjóni hlutverki sínu sem bezt. Á það er bent, að í umræðum um þessi mál hafi að undan- fömu yfirleitt verið talað um „lokunartímamálið“. en það sé óheppilegt orð og villandi og aðgreina beri hugtökin af- greiðslutími, lokunartími og vinnutími. Neytendasamtökin hafa á- vallt lagt áherzlu 1 á það. að afgreiðslutímum yrði breytt, þannig að fyrirtækin „verzl- anir“ væru starfræktar, þeg- ar þau gerðu mest gagn, og það færi eftir vöruframboði hverrar verzlunartegundar, hver sá tími væri, og hvaða kaupendur það væru. sem önn- uðust • vöruvalið. Nú þegar sem mest er rætt um hagræðingu á hinum ýmsu sviðum atvinnu- lífsins, er um stöðnun og aft- urför að ræða á sviði vöru- dreifingar að þessu leyti. Með reglugerð þeirri um afgreiðslutíma verzlana o.fl., sem borgarstjórn samþykkti í sept. f.á., var loks nýtt sjón- armið lagt til gmndvallar. Neytendum hefði verið gert kleift að kaupa matvæli eftir kl. 6, þótt það væri ekki alltaf í næstu búð, og verzla í sér- verzlunum hvert föstudags- kvöld. Það var aðalatriðið og hið merkasta spor í þá átt. sem Neytendasamtökin höfðu bent á, þótt ýmsir agnúar væru á reglugerðinni að þeirra dómi, sem þau hiklaust mótmæltu. Þó var grundvallarbreytingin aðalatriðið að sinni, og þau mæltu því með staðfestingu reglugerðarinnar. Neytendasamtökin kröfðust þess þó, að sá fyrirvari væri gerður um gildistöku rea'm- gerðarinnar, hvað matvöru- verzlanir og söhituma snerti, að fyrst hefði náðst samkomu- lag um hvei-faskiptinguna, en Neytendasamtökin áttu að vera ráðgefandi um það mál. Yrði sá fyrirvari ekki settur, gæti illa farið og framkvæmdin táknað minnkun þeirrar þjón- ustu við neytendur, sem fyr- ir var. Sá fyrirvari var illu heilli ekki settur. og því fór s.em fór, að einungis afturför átti sér stað. Ástandið er með öllu óvið- unandi, og ef ekkert breytist til batnaðar á næstunni, eftir að hin nýju ákvæði reglugerð- arinnar hafa verið staðfest af ráðherra, ,,þá eru það neyt- endur einir, sem sameinaðir geta haft áhrif á gang mál- anna“. eins og segir í lok hinnar ítarlegu greinar í Neyt- endablaðinu. Frá Æskulýðs- nefnd Mýra og Borgarfj-sýslna 1 ágúst og september er eft- irfarandi starfsemi ráðgerð á vegum nefndarinnar: 1. Hinn 1. og 2. ágúst þátt- taka í fjölbreyttu samkomu- haldi bindindismanna í Húsa- fellsskógi. 2. 16. ágúst, þátttaka í skemmti- og fræðsluferð Skóg- ræktarfélags Borgfirðinga. Eft- ir veðurhorfum verður valið milli tveggja leiða, annars veg- ar ferð kringum Vatnsnes og í Vatnsdal og hinsvegar til R- víkur og nágrennis, Heiðmerk- ur og fleiri staða. 3. Æskulýðssamkomur fyrir unglinga milli fermingar og tvítugs, hinn 30. ágúst í Brún í Bæjarsveit og 20. sept.' að Hlöðum á Hvalfjarðarströnd. Dagskrá nánar auglýst síðar. 4. Skemmti- og . fræðsluferð á Snæfellsnes er í undirbún- ingi. Dagsetning og nánari at- hugun hefur enn eigi verið gerð. Æsþulýðsnefndin minnir alla þátttakendur á þær leikreglur sem gilda gagnvart öllum sam- komum á vegum nefndarinnar, en það er prúðmannleg fram- koma, þokkalegur klæðnaður, og meðferð áféngis bönnuð. 25. DAGUR „Þér veittuð oss fyrra dag ríki mikið, er þér höfðuð unnið áður af óvinur.i yðrum og vorum, en tókuð oss til samlags við yður. Var það vel gört, því að þér hafið mikið til unn- ið. Nú er hér í annan stað, að vér höfum verið útlendis og höfum þó verið í nokkrum mannhættum, áður en ég hefi saman komið þessu gulli. er þér munuð nú sjá mega. Vil ég þetta leggja til félags við yður. Skulum við eiga lausa- fé allt jöfnum höndum, svo sem við eigum rikl hálft hvor okkar í Noregi. Ég veit, ad skaplyndi okkar er ólíkt. Ertu maður miklu örvari ect ég. Munum við skipta fé þessu með okkur að jafnaði. Fer þá hvor með sirm hlut sem vHl“. Síðan lét Haraldur breiða niður nautshúð mikla og steypa óar á gullinu úr töskunum; síðan voru skálir teknar og net og reitt í sundur féð, skipt öllu með vogum, og þótti öllum mðnn'um, ér sáu, mikil furða, er f Norðurlöndum skyldi vera svo mikið gull saman komið í einn stað. Þetta var þó reyndar Grikkjakonungs eiga og auður, sem allir menn segja, að þar sé rautt gull húsum fullum. Konungamir voru þá allkátir. Þá kom upp staup dtt; það var svo mikið sem mannshöfuð. Tók Haraldur konung- ur upp staupið og rnælti: „Hvar er nú það gull, Magmís frændi, er þú neiðir í móti þessum knapphöfða?"

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.