Þjóðviljinn - 05.08.1964, Qupperneq 5
r.liðvikudagur 4. ágúst 1964
ÞlðÐVIUINN
siða 5
HEIMSMETIN FUKU Á BANDA-
RÍSKA SUNDMEISTARAMÓTINU
Frábært
heimsmet
■ Afburða góður árangur náðis't' í mörgum grein-
um á sundmeistaramóti Bandaríkjanna, sem háð
var í Los Altos s.l. föstudag og laugardag. Sett
voru sjö ný heimsmet og nokkur landsmet að
auki. Er ljóst að bandarískir sundmenn verða
harðir í horn að taka á olympíuleikjunum í Tokíó
í haust, ekki síður en frjálsíþróttamennimir.
Fyrri mótsdaginn í Los Alt-
os í Kaliforníu voru sett þrjú
ný heimsmet. Fyrsta 1 metið
setti 18 ára gamall skólapilt-
ur, Don Schollander, í 400 m
skriðsundi, synti vegalengóina
á 4.12.7 mín. og bætti eldra
metið, sem Ástralíumaðurinn
Murray Rose setti fyrir 10
árum í Chicago, um 7/10 sek.
Murray Rose tók þátt í sund-
inu á föstudaginn og varð
annar í sundinu, fékk 3 sek.
lakari tíma en sigurvegariim
og hinn nýi methafi.
Annað heimsmetið setti Dick
Roch. 17 ára gamall, í 400 m.
fjórsundi. Synti hann vega-
lengdina á 4.48,6 mín og várð
á undan Roy Saari í mark, en
Roy er frægur sundmaður og
var talinn sigurstranglegri. Roy
Saari synti einnig á betri tíma
-én eldra heimsmetið, sem V-
Þjóðverjinn Gerhard Hetz setti
í Tokíó í fyrra og var 4.50,2
mín.
þriðja heimsmetið á föstudag-
inn setti boðsundssveit Santa
Clara félagsins í 4x100 metra
skriðsundi kvenna. Syuti sveit-
in á 4.08,5 mín. og bætti eldra
metið um 4/10 sek., en það
met 'átti sigursveit Bandaríkj-
anna á olympíuleikunum í
Róm 1960.
Síðari dag sundmeistaramóts-
ins í Los Altos bætti Don Sch-
ollander heimsmetið í 200 m.
Murray Rose tapaði heims-
metinu.
skriðsundi, synti vegalengdina
á 1.57,6 mín, sem er 8/10 sek.
betri tími en eldra met Þjóð-
verjans Joachims Klein.
R laugardaginn bætti Marl-
ym Ramenofsky eigið heims-
met í 400 metra skriðsundi,
synti á 4.41,7 mín, sem er 3/10
sek. betri tími en eldra metið.
1 þessu sundi varð 13 ára göm-
ul stúlka, Patsy Caretto, að
nafni, sjöunda, en fyrri dag
mótsins hafði Hún sett tvö
heimsmet, í 800 og 1500 metra
skriðsundi. 1500 m. synti Patsy
á 18.30,5 mín., en millitími
.hennar á 800 metrunum var
9.47,3 mín. Eldri heimsmetin,
sem sett voru fyrir tveim ár-
um, átti Carolyn House og
voru þau 18.44,0 á 1500 m. og
9.51,6 á 800 m.
Handknattleiksmótið:
Fyrsti leikur Ár-
menninga í kvöld
■ íslandsmótinu í úti-
handknattleik verður hald-
ið áfram á íþróttasvæðinu
á Hörðuvöllum í Hafnar-
firði í kvöld og annað
kvöld.
1 kvöld, miðvikudag fara
Tékkneski íþróttamaður-
inn Ludvik Danek setti s.l.
sunnudag nýtt heimsmet í
kringlukasti, kastaði hvorki
meira né minna en 64,55
metra og bætti þar með
eldra metið, sem Banda-
ríkjamaðurinn Alfred Oert-
er átti, um 1 metra og 61
sentímetra.
Alfred Oerter vann
kringlukastið á olympiu-
leikunum í Melbourne 1956
og Róm 1960 og hann hefur
þegar verið valinn í banda-
riska olympíuliðið i þriðja
sinn. Bendir allt til þess,
að olympíumeistarinh frá
Bandaríkjunum fái harð-
skeyttan keppinaut í Tokío
í haust þar sem Tékkinn
Danek er, en sá síðarnefndi
kastaði kringlunni í fyrsta
skipti yfir 60 metra á síð-
astliðnu ári, en fyrr á
þessu ári setti hann nýtt
Evrópumet í íþróttagrein-
inni. er hann kastaði 62,45
metra.
Bikarkeppnin
hófst í gœr
Bikarkcppni KSÍ hófst í gær
með leik milli Hauka og Vík-
ings suður í Hafnarfirði. Þetta
er í fjórða sinn sem slík bik-
arkeppni er haldin og hefur
KR sigTað í öll skiptin.
Þátttaka er nú meiri en
nokkru sinni fyrr og senda 13
félög alls 19 lið til keppninn-
ar. 1. deildarliðin senda öll
A og B-lið, en hin félögin eitt
hvert; þau eru: ÍBA, ÍBÍ, ÍBV,
Breiðablik, FH, Haukar og
Vikingur.
Mótið er hrein útsláttar-
keppni og það félag sem tap-
ar er þar með úr leik í keppn-
inni. Fyrri hluti mótsins fer
fram nú í ágústmánuði, en A-
lið 1. deildarfélaganna koma
ekki í keppnina fyrr en í síð-
ari hluta mótsins í september.
76,22mkast
Einna athyglisverðasti á-
rangurinn á unglingameistara-
móti Noregs í frjálsum íþrótt-
um um helgina var spjótkast
Arne Os, en hann kastaði
spjótinu 76,22 metra.
FINNAR UNNU SVÍA f
KNATTSPYRNU: 1-0
fram þessir leikir: IR—Árm.
í meistaraflokki karla. FH—
Breiðablik í meistaraflokki
kvenna. Þróttur—Ármann i
meistaraflokki kvenna. Annað
kvöld, fimmtudag, verða þess-
ir leikir: Keflavík — FH í 2.
flokki kvenna. Fram—Víkingur
í 2. flokki kvenna. Haukar —
IR í meistaraflokki karla.
Keppnin hefst bæði kvöldin
klukkan 8.
■ Sl. sunnudag sigraði finnska landsliðið í knatt-
spyrnu sænska A-landsliðið í fyrsta skipti á
heimavelli í 30 ár. Skoruðu Finnarnir eitt mark,
en Svíar ekkert.
Landsleikurinn fór fram á
olympíuleikvanginum i Hels-
inki að viðstöddum 15 þúsund
áhorfendum, sem fögnuðu hin-
um kærkomna sigri heima-
liðsins mjög.
-r-e>
Akureyri - KR 4:1
Eiga Akureyringar
sterkasta liðið?
Akureyringar sigruðu Is-
landsmeistara KR mcð 4:1
norður á Akureyri á laugar-
dag. Leikurinn var haldinn
til ágóða fyrir minningarsjóð
um Jakob Jakobsson knatt-
spyrnumann frá Akureyri, sem
léat snemma á þessu ári.
Eins og kunnugt er féllu
Akureyringar úr 1. deild í
fyrra, en samt sem áður er
það álit margra að þeir eigi á
að skipa einu sterkasta knatt-
spyrnuliði landsins nú. Fyrri
leikir þeirra í sumar hafa bent
til þess að svo væri og úr-
. slitin á laugardag virðast
staðfesta það. Verður gaman að
sjá hvað Akureyringar standa
sig í bikarkeppni KSl sem nú
er að hefjast.
Geir Kristjánsson úr Fram
lék í marki KR og eftir aðeins
5 mín. mátti hann hirða bolt-
ann úr KR-markinu. KR-ingar
jafna um stundarfjórðungi síð-
ar og stóð svo þar til í lok
" hálfleiksins, að Skúli Ágústs-
son setti annað mark Akureyr-
inga. 1 síðari hálfleik skoruðu
Akureyringar svo tvö mörk til
viðbótar en KR ekkert.
Verðskuldaður sigur
Fyrri hálfleikurinn var all-
jafn og tókst hvorugu liðinu að
skora mark.
Strax í upphafi síðari hálf-
leiks hófu Finnar þunga sókn
að sænska markinu og á 14. .
mínútu hálfleiksins tók^t þeim
að skora sigurmarkið. '
Markið kom upp úr góðri
fyrirgjöf finnska miðherjans,
Arto Tolsa, sem hægri útherj-
fnn, Semi Nuoranen, notfærði
sér viðstöðulaust með hörku-
skoti. Sænski markvörðurinn,
Arvidsson, hálfvarði; hafði
hann hendur á knettinum, en
hélt ekki og Jervi, vinstri út-
herji Finnanna kom brunandi
að og sendi boltann í netið.
Sjö mínútum síðar tókst
Svíum að senda knöttinn í
marknet Finnanna, en markið
var ógilt, þar eð dómarinn
hafði áður flautað vegna brots
eins leikmanna. Það sem eftír
var hálfleiksins áttu Finnar
meira í leiknum og var sigur
þeirra verðskuldaður.
Bezti liðsmaður Finna var
talinn vera Aarno Rinne, mið-
framvörður, en af Svíunum
var beztur Roger Magnusson,
vinstri útherji.
Sem fyrr var sagt unnu
Finnar nú Svía í fyrsta skipti
á heimavelli í 30 ár. Síðast
unnu Finnar sænska landsliðið
13. júní 1952 í Osló.
Fyrir le'kinn var val finnska
landsliðsins mjög til umræðu
og gagnrýnt, ekki hvað sízt
vegna þess að margir leik-
manna voru settir í stöður á
vellinum sem þeir leika ekki í
jafnaðarlega. Voru Svíar fyr-
irfram vissir um að þessi til-
raun Finnanna myndi mis-
heppnast, og spáðu sænsk blöð
því að hið leikreynda og gam-
alkunna sænska landslið myndi
sigra með allt að þriggja
marka mun.
Finnskur ungl-
ingur 15,63 m
/ þrístökki
Á unglingameistaramóti Finn-
lands í frjálsum íþróttum um
síðustu helgi setti Peratti Pousi
nýtt finnskt unglingamet í
þrístökki, stökk 15,63 metra.
Af öðrum góðum afrekum má
nefna 400 m. grindahlaup
Jaakko Tuominen á 51,5 sek.,
stangarstökk Erkki Mustakari
4,50 metra. kúluvarp Antero
Juntto 17,03 meíra og langstökk
Heikki Mattila 7,40. Er ekki
annað sýnna en langstökk
verði áfram ein af hinum
,.finnsku” greinum, þv£ að 2.
maður í langstökkinu var
Pertti Pousi með 7.38 og sá
þriðji var með litlu lakari á-
rangur.
Landslið gegn pressuliði á
Laugardalsvellinum í kvöld
I kvöld fer fram á Laugar-
dalsvellinum leikur milli liðs.
sem landsliðsnefnd KSl hef-
ur valið, og liðs, sem íþrótta-
fréttaritarar dagblaðanna
velja.
í Þjóðviljanum á laugardag
var frá því skýrt hvemig lið
landsliðsnefndar verður skip-
að, en hér á eftir fer lið í-
þróttaf réttaritara:
Geir Kristjánsson, Fram
Ámi NjáUson, Val
Sigurður Einarsson Fram
Magnús Jónatansson. IBA
Þórffur Jónsson, KR
Sveinn Jónsson, KE
Gunnar Guðmannsson, KR
Skúli Ágústsson, ÍBA
Gunnar Felixson, KR
Kári Árnason, lBA
Valsteinn Jónsson, IBA
Fyrirliði er Sveinn Jónsson,
KR. Eins og sjá má er lið
íþróttafréttaritara borið uppi
af Akureyringum og KR ing-
um, en lið landsliðsnefndar
er skipað eins og í landsleikn-
um við Skota að öðru leyti
en því að Keflvíkingamir
Karl og Rúnar koma nú inn
í liðið. Mikil forföll eru nú
meðal knattspyrnumanna og
hefur það valdið erfiðleikum
við val manna í lið'n.
Landsliðsnefnd KSl hefur
valið eftirtalda menn sem
varamenn fyrir bæði liðin:
Björgpiin Hermannss., Val
Jóhannes Atlason, Fram
Sigurffur Albertsson, ÍBK
Einar Helgason. IBK
Baldur Scheving, Fram
Aðesins
☆ Mjúkur
oddur
☆ Falleg
skrift
☆ Blekiff
dofnar
ekki
■ir Vandað
smíði
HEIMS-MET
f SÖLU KÚLUPENNA
KRYDDRASPIÐ
FÆST i NÆSTU
BÚÐ