Þjóðviljinn - 05.08.1964, Side 6

Þjóðviljinn - 05.08.1964, Side 6
W g SlÐA HÓÐVILIINN Miðvikudagur 4. ágúst 1964 FRÁSÖGN FRÁ VÍGVÖLLUM SUÐUR- VIETNÁM EFTIR WILFRED BURCHETT Einvígi milli manns mei hríspoka og sprengjufíugvélar Ég hlustaði á litlu skæru- liðastúlkiuia kurteislega, en fjarska vantrúaður. Hún var gullfalleg með spékoppa, und- ur smávaxin og hét Thua, sem þýðir blóm. Hún var með vin- konu sinni, sem líka hét Thua, en hennar nafn var borið fram með öðru tónfalli og það brejrtti merkingunni svo þá þýddi það „liðug“. Hand- sprengjumar dingluðu . við belti þeirra, og hún hélt smá- um höndum sSnum fast um heimatilbúna byssu. Litla blóm „Blóm“ var 19 og „Liðug“ 22 en báðar litu þær út fyrir að vera 15 ára. Blóm hafði rétt lokið frásögn sinni af því, hvemig hún, vinkona hennar og fimm ungir menn úr heima- varnarliði sveitaþorpsins þeirra höfðu rekið herdeild úr Sai- gonhemum af höndum sér. Þetta var einkar einföld fró- sögn. Hún hafði þotið úr einni skotstöðu í aðra og skotið í gríð og erg til þess að óvin- imir héldu að þarna væri fjöldi hermanna. Þegar hún sá vélbyssu komið fyrir, varð hiín enn að skipta um stöðu og kasta handsprengju til að þagga niður í vélbyssunni. Eft- ir baráttu þessa unga fólks voru níu hermenn dauðir, ell- efu særðir og herdeildin á flótta. í fyrsta lagi fannst mér það óhugsandi, að svona lítil og sérlega kvenleg stúlka hefði getað gert nokkuð þessu líkt. í öðru lagi fannst mér ósenni- legt, að heil herdeild hefði dregið sig til baka eftir að hafa ekki misst fleiri en níu manns. Síðan heimsótti ég þorpið, eitt þeirra, sem þjóð- lega frelsisfylkingin kallar „Víggirt þorp“, það var á Binh Chanh héraði í næsta nágrenni Saigon. „Viggirt þorp“ er vissulega víggirt, en á allt annan hátt en ég hafði áður séð. Viggirðingin er völundar- hús neðanjarðarganga — þau voru næstum því 30 km á lengd, var mér sagt — og hér og þar opnast þau upp á yfir- borðið í vandlega falin skot- skýli, sem snúa að öllum veg- um sem til þorpsins liggja. Það hafði sem sagt ekki verið neitt vandamál fyrir litla blómið að hraða sér úr einni skotstöðu í aðra í fullkomnu öryggi. Ef óvinahermenn hefðu hætt sér nær hefðu þeir fall- ið i margar ægilegar gildrur, flestar djúpar gryfjur með bambus- eða stálteinum á botni, í öðrum voru sprengjur. Nú eru 5500 slík „víggirt þorp“ í Suður-Víetnam og fer fjölgandi dag frá degi. Sjálf Saigon er umkringd þessum þorpum og neðanjarðargöng tengja mörg þeirra innbyrðis. Þegar maður sér svona nokk- uð, rennur það upp fyrir manni að hugtakið „þjóðfrelsisbar- átta“ er ekki óhlutstætt slag- orð og íbúar Suður-Víetnam hafa fullkomnað svo skæru- hernaðarlist, að annað eins hef- ur hvergi í heiminum gerzt — ekki einu sinni í Kína. Ein ástæðan er náttúrlega sú, að svo sem Bandaríkja- menn hafa lært af reynslu samherja sinna í baráttu gegn skæruliðum, hafa skæruliðar í Suður-Váetnam notið góðs af baráttureynslu í Kína, Kóreu, Kúbu, Alsír og fleiri löndum. Baráttuaðferðir gegn þyrlum í Alsír var t.d. nákvæmlega numin. Orusta á gúm- plantekru í Norður-Kína færðu menn sér mjög neðanjarðargöng í nyt á stríðsárunum. Foringinn í þorpinu hennar „Blóms“ sagði mér, að til þessa hefðu hundrað þúsund vinnudagar farið í að fullkomna neðan- jarðargangakerfið þar. Engar loft- eða sprengjúárásir geta eyðilagt þetta varnarkerfi neð- anjarðar og fjöldi sprengju- gildra er til taks í göngunúm, ef óvinirnir komast niður í þau. Það var fullkomlega Ijóst, að örfáir ákveðnir varnarliðar gátu raunverulega haldið heilli herdeild í skefjum og væri farið að margfalda herdeildir með 5500 gerðist það auðskilj- anlegt, að það er ekki lítið /verkefni fyrir heila hernaðar- vél að reyna að vinna þessi „víggirtu þorp“. Nokkrum dögum síðar kom enn kröftugri árétting á sann- leiksgildi frásagnar „Blóms“. Klukkan var u. þ. b. 7 að morgni dags 18. febrúar og ég lá enn niðursokkinn í hugs- anir mínar í hengirúmi, sem var hengt upp á milli tveggja gúmtrjáa á plantekru í, u. þ. b. 5 km fjarlægð frá þjálfunar- stöð fyrir fallhlífaliða, sem Bandaríkjamenn reka í Trung Hua rétt hjá Saigon. Þá var ég varaður við, þar sem her- deild fallhlífaliða með þrem bandarískum ráðgjöfum hefði skyndilega komið í ljós í nokk- ,/ fyrstu sinn eigum við vini að grönnum' ..í fyista sinni í sögu 'sinni eiga Pólverjar vini að nágronnum'', sagði WlaJysiaw Gomulka þeg- ar þess var minnzt í Varsjá að 20 ár voru liðin frá því að Pólland var endurreist. Þrír Ieið- 1 agar nágrannaríkjanna voru komnir til hátíðahaldanna, þeir Krústjoff, forsætlsráðherra Sov étríkjanna, og Ulbricht, forseti Austur-Þýzkalands, sem sjást í bílnum fremst á myndinni, og Antonin Novotny, forseti Tékkóslóvakíu. Jafnframt því sem konur í Suður-Vietnam sinna sinum frið- samlcgu störfum cru þær einnig s.kæruliðar, rciðubúnar að verja sveitaþorp sitt og frelsi lánds síns með vopn í hönd, eins og konur á Kúbu og mörgum fleiri stöðum í veröldinni. ur hundruð metra fjarlægð. Mér var ráðlagt að koma mér í leynilega skotgröf í grennd- ' inni, því nú tækist orusta. Fallhlífaliðssveitin hafði tekið sér stöðu við plantekruna um miðnætti og hermennirnir voru farnir að sækja fram í morg- unsárinu. Ég kaus heldur að stökkva niður í eitt þeirra hálfhring- laga skotbyrgja, sem stóðu í fremstu víglínu. Af fyrri reynslu vissi ég, að hvorki holurnar né jarðgöngin voru^ nægilega víð fyrir mig. Um 100 metrar voru milli her- deildanna, þegar fallhlífalið- arnir komu auga á nokkra skæruliða, sem höfðu það verk- efni að vernda mig. Fallhlífa- liðarnir voru í tveim sveitum og höfðu bæði þungar vél- byssur og fallbyssur. Þeir fóru strax að skjóta úr tveim vél- byssum og fallbyssuáhöfnin fór að undirbúa sig. Þeim var samstundis svarað með vél- byssuskothríð úr skotstöðum, sem þeir höfðu ekki séð. Eins og elding voru bandarísku ráð- gjafarnir komnir niður í skot- gröf og reyndu með handa- pati að fá hersveitirnár til að sækja fram. En þrír fallhlífa- liðar höfðu særzt í fyrstu skot- hríðinni og hinir kröfðust þess að þegar í stað yrði hörfað. Tekið til fótanna Þeir voru reyndar svo fljótir að hörfa, að bandarísku ráð- gjafarnir urðu að skilja morg- unmatinn sinn eftir í skotgröf- unum. Ráðgjafarnif ættu ann- ars að senda mér þakkarbréf, því hefði ég ekki verið þarna hefði allur hópurinn verið 'drepinn. FLN-liðið, sem var þarna til að verja mig hafði fengið fyrirskipanir um „mestu öryggisráðstafanir". Þeir voru þarna til að hrinda sérhverri árás, en ekki til að gjörfella óvinina — þar sem það hefði óhjákvæmilega haft í för með sér víðtækar loftárásir með sprengjuregni og vélbyssu- skothríð. Skæruliðarnir á staðnum voru reiðir og spurðu seinna lífvarðarsveitina, hvers vegna hún hefði farið að skjóta af hundrað metra færi, en ekki beðið þar til það var orðið 15 metrar, eins og skæru- liðamir voru vanir að gera. Þeim var svarað, að skotið hefði verið til að hræða en ekki drepa. Fallhlífaliðarnir linntu ekki flóttanum fyrr en þeir voru komnir heim í þjálfunarstöð sína í Trung Hua. Ef ég hefði ekki séð undanhaldið með eig- in augum hefði ég aldrei trú- að að heil hersveit hefði lagt á flótta, aðeins eftir að þrír hefðu særzt. Meðal skæruliða var enginn særður. Skothríð þeirra hafði ekki verið svarað. Nokkrum vikum síðar varð ég sjálfur vitni að atburði, sem sýndi annars konar siðferðis- þrek. Það var um hádegi 8. marz um 20 km suður af bæn- um Tay Ninh. Tvær ADsteypi- flugvélar bar skyndilega að og steyptu sér hvað eftir annað, hentu sprengjum og skutu af vélbyssum rétt þar hjá, sem ég lá og hvíldi mig með hjóli mínu. Skyndilega tók ég eftir reykhala aftur úr annarri vél- inni þegar hún kom upp úr einni dýfunnL Nokkrar spreng- ingar heyrðust, flugvélin stakkst yfir sig og lenti til jarðar með ægilegum hvelli, þegar vélin og sprengjurnar sprungu í loft upp saman. Stáltaugar A Hvað hafði gerzt? Flug- mennirnir höfðu komið auga á þrjá menn, sem báru hrís- poka á bakinu og voru að fara í gegnum rjóður í skóg- inum. Þeir réðust til atlögu — eins og þeir ráðast ævinlega á allt sem hreyfir sig, allt sem lifir. En eins og allir, sem ég hef hitt á ferð í Suður- Víetnam voru þessir vopnaðir. Þeir köstuðu frá sér hríssekkj- unum og skriðu gegnum gras- ið. Þegar flugvélarnar steyptu sér og komust í skotmál, svör- uðu þeir í sömu mynt með sínum byssum. Happa- eða eða mjög nákvæmt skot, sem skotið var af frábæru öryggi hlýtur að hafa hæft benzín- tank annarrar vélarinnar. Þegar ég kom á staðinn, höfðu skæruliðarnir náð í fjór- ar þungar vélbyssur sem höfðu þeytzt úr vélinni við spreng- inguna. Þær höfðu fundizt hálfgrafnar í jörð en ó- skemmdar. Skömmu síðar komu 15 þyrlur á vettvang með hermenn, sem söfnuðu leifunum af bandarískum liðs- foringja í litla körfu. Hvernig vissu skæruliðarnir að það hafði verið Bandaríkjamaður? Þeir höfðu fundið höfuðkúpu- brot með ljósum hárlubba. Að leggja með byssu til or- ustu við steypiþotu, sem lætur vélbyssuskothríðina dynja yfir, krefst viss siðferðisþreks, þess sem fallhlífaliðarnir á gúm- plantekrunni ' voru svo gjör- samlega sneyddir. Það er þetta siðferðisþrek sem skilur milli sigurs og ó- sigurs í stríði. Þróunarsjóiur SÞ eflist til muna Alþjóðlegi þróunarsjóðurinn (IDA) tllkynnti 8. júlí s.l.. að formsatriðum í sambandi við aukningu sjóðsins um 750 miljónir dollara hefði nú ver- ið fullnægt. 12 ríki höfðu þá tilkynnt, að þau mundu leggja fram yfir 600 miljónir dollara, en sú lágmarksupphæð var skilyrðið fyrir aukningu hans. Af ríkj- unum 12 ætluðu Bandaríkin að leggja fram 312 miljónir, Bret- land 96.6 miljónir og Vestur- Þýzkaland 72,6 miljónir doll- ara. Framlag Danmerkur nem- ur 7,5 milj., Noregs 6,6 og Svi- þjóðar 15 miljónum dollara. Búizt er við að fjögur lönd , til viðbótar tilkynni síðar væntanleg framlög sín. þeirra á meðal Finnland með 2,29 miljónir dollara. Upphaflegur höfuðstóll Al- þjóðlega þróunarsjóðsins var 790,9 miljónir dollara. Til þessa hefur sjóðurinn veitt vaxtalaus lán, sem nema 778,3 miljónum dollara til vegagerð- ar, áveitugerðar, skólabygginga, orkuvera og annarra áþekkra framkvæmda í 22 vanþróuðum löndum. (Frá S. Þ.). Eftirfítsstarf SÞ í Jemen framlengt Eftirlit Sameinuðu þjóðanna í Jemen var framlengt um tvo mánuði til 4. september eftir viðræður við ráðamenn í Saudi- Arabíu og Arabíska sambands- lýðveldinu og við meðlimi ör- yggisráðsins, segir í skýrslu sem O Þant framkvæmda- stjóri birti 2. júh' s.l. Ástandið í Jemen var með tiltölulega kyrrum kjörum 5 maí og júní. segir í skýrslunni, en framkvæmdastjórinn kveðst sannfærður um, að ekki muni miða í átt til betra samkomu- lágs, friðar og aukins sam- starfsvilja nema því aðeins að hægt verði að koma til leiðar samningaviðræðum milli full- trúa ríkisstjómanna í Saudi- Arabíu og Arabíska sam- bandslýðveldinu, þ.e.a.s. milli Feisals krónprins og Nassers forseta. Ekkert bendir þó til þess, að slíkra viðræðna sé að vænta í náinni framtíð. U Þant telur, að eftirlit Sameinuðu þjóðanna hafi stuðlað að því að bægja frá hættunni á ófriði í Jemen, enda þótt það hafi verið mjög takmarkað. Hann benti hins vegar á, að sér mundi reynast torvelt að mæla með áfram- haldándi eftirliti S.Þ. í núver- andi mynd, ef ekki yrði gert neitt til að bæta sambúðina of finna lausn á vandanum i næstu tveimur mánuðum. (Frá S. Þ.t

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.