Þjóðviljinn - 09.08.1964, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.08.1964, Blaðsíða 2
( 2 SÍÐA HÖÐTHnNN mmimm Sunnudagur 9. ágúst 1964 ÞRIGGJA DAGA FERÐ í Leendmannalaugar Fararstjóri: ÁRNI BÖÐVARSSON ☆ Farið verður kl. 19.30 e.h. þanh 14. ágúst Qg ekið í Landmannalaugar að fjallabaki ☆ Á laugard. verður geng- ið á Brennistéinsöldu ög ekið í Eldgjá um kvöldið og tjaldað þar. ☆ Á sunnudag verður ekið að Kirkjubæjarklaustri, niður í Landbröt og Með- alland og komið til Réykja- vikrur kl. lft é.h. Þátttakendur þurfa að hafa niéð sér nésti óg við- léguútbunað. Rarmiðar afgreiddir í FERÐASKRIFSTOFUNNI L/\IM O SVM nr Týsgötu 3 — Sími 22890. Ódýr leðurskófatnaður fró Englandi Fyrir telpur og kvénfólk — Ný sending Fjölbréytt og fállégt úrVál. , i- Skóbúð Austurbœjar Laugavegi 100. SKÓVAL Austurstræti 18, Eymundssonarkjallára. ÓDÝRin KARLMANNASKÓR úr leðri með nylon-gúmmí og leðursóla. LVerð kr. 232,00 og kr. 296,00. Skóbúð Austurbœjar Laugavegi 100. Alúðarfyllstu þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför sonar mjns og þróður okkar GÚÐMUNDAE ÓUAFSSONAR, Njarðargötu 33. Vigdís Jónsdóttir og systkinin. Kynþáttaóeiriir í New Jerséy íkveikja i Sandgérði Sandgerffi í gær — Um kL 23.40 í gærkvöldi varð þess vart, að eldur hafði komið upp í hús- inu Fagurhlíð hér í þorpinu. Þetta er múrhúðað. timburhús, eign Miðness h.f., og hefur það staðið autt í tvö ár. Slökkvilið Sandgerðis kom strax á vett- vang og skömmu síðar komu tveir slökkviliðsbílar frá Kefla- vík með háþrýstidælur, aulíþess kom þriðji bíllirfn með slökkvi- liðsmenn og útbúnað þeirra. Mikill eldur logaði í húsinu og tókst ekki að ráða niðurlög- umi hans fyrr en eftir 3 klst. og var húsið þá að mestu brunn- ið. Eins og áður segir hafði hús- ið staðið lengi mannlaust og eng- in upphitun þar og ekkert raf- magn á húsinu. Það benda því allar líkur til að um íkveikju hafi verið að ræða, hvort sem það hefur veríð vísvitandi eða af óvitaskan gert. Kynþáttaólgan heldur áfram að magnast í Banda ríkjunum og alltaf fréttíst af óeirðum á nýjum stöðum. Síðast urðu miklar óeirðir í borginni J ersey City í New Jersey og er myndin tekin þá. Erfið sambúð Hindúa og Múhameðst rúarmanna Miljón manna á Indlandi hafa fláiS heimkynni sín ná í ár NEW DHELI. — Samkvæmt opinberum heimildum hefur ufh það bil ein miljón flóttamanna farið yfir landamæri Austur-Pakistans og Indlands síðan í janúar. Þetta fólk er að flýja raunvérulegar eða ímyndaðar trúarbragðaof- sóknir. Ótrúleg eymd og hörmungar fylgja þessum miklu þjóðflutn- ingum. sem eru með hinum meiri í sögunni. Því opinberar tölur eru hvergi nærri fullnægj- andi, og er álitið að ótaldar þúsundir hafi farið yfir landa- mærin í torfærum héruðum, þar sem opinbert eftirlit er fitið sem ekkert. Margir reyna eftir megni að forðast lögreglu og landa- mæraverði er þeir flýja til ætt- ingja eða kunningja yfir landa- mærin. Flótamannastraumurinn hófst eftir ógnartíð morða, brenná og arinarra ofbeldisverka sem kveikti mikið hatur milli Hindúa og Múhameðstrúarmanna bæði í Austur-Pakistan og Austur-Ind- landi — en Pakistan var einmitt greint frá Indlandi á sínum tíma vegna þess að Múhameðstrúar- menn treystu sér ekki til sam- býlis við Hindúa. Ekki hefur frétzt um alvarleg ofbeldisverk síðan í marz, en flóttamanna- straumurinn heldur ófram engu að síður. 1 Indlandi eru nú um 45 milj- MPMJrGtHD HiKISIN E S J A fer vestur um land í hringferð 13. ágúst. Vörumóttaka árdegis á laugardag og mánudag til Pat- reksfjarðar, Sveinseyrar. Bíldu- dals, Þingeyrar. Flateyrar, Suð- ureyrar. ísafjarðar, Siglufjarðar Akureyrar, Húsavíkur og Rauf- arhafnar. Farseðlar seldir á þriðjudag. SKJALDBREIÐ fer austur um land í hringferð 12. ágúst. Vörumóttaka árdegis á laugardag og mánudag til Hornafjarðar. Djúpavogs, Breið- dalsvíkur. Stöðvarfjarðar. Fa- skrúðsfjarðar, Reyðarfjarðar, Eskifjarðar. Norðfjarðar, Seyðis- fjarðar, Borgarfjarðar, Vopna- íjarðar, Bakkafjarðar, Þórs- hafnar og Kópaskers. Farseðlar seldir á þriðjudag. ónir Múhameðstrúarmanna, en íbúar ríkisins eru alls 465 milj- ónir. og leitar þetta fólk yfir til Pakistan. Frá Pakistan koma Hindúar, Búddatrúarmenn og aðrir. Frá Austur-Pakistan hafa þegar komið 506 þúsund flótta- menn, að því er indversk yfir- völd herma. Pakistanar segja hinsvegar að 221 búsund flótta- menn frá Indlandi hafi látið skrásetja sig, og auk þess hafa 176 þúsund Múhameðstrúarmenn verið reknir burt úr ríkjunum Assam og Tripura, sem eru í sambandi við Indland. Fólk þetta hefur aldrei haft úr miklu að moða, og flóttinn hefur endanlega rúið það inn að skinni. Yfirvöldin eiga í miklum erfiðleikum með að sjá því fyrir matvælum og öðrum nauðsynj- um og farsóttir eru mjög skæðar meðal þess. Flóttafólkið er heldur ekki beinlínis vinsælt — og má nefna það til dæmis. að er ind- verska stjómin flyturi, það- í sér- staðcir flóttamannabúðir, þá fer það í jámbrautarlestum sem ekki nema staðar á stærri stöðv- um-og aka aðeins að nóttu til. - Sumir halda, að ekki komist friður á í þessum héruðum fyrr en allir Hindúar era komnir yfir til Indlands og Múhameðstrúar- menn til Pakistan, en stjómir beggja landanna hafna slíkri lausn mjög eindregið. Iþróttir Framhald af 5. síðu. hafa verið á línunni ætti hún að verða virkari, og þá gert ráð fyrir því að EUert dugi eins og hann gerði í leiknum á miðvikudagskvöld. Að setja Ríkarð sem miðherja er svo- ( lítið vafasamt, en í þá stöðu er ekki um marga að velja. Ríkarður hefur leikið of lengi sem innherji til þess að hann allt í einu á f.iHorðinsárum geti haldið stað. Hitt er svo nál að í Ríkarði er nn ákafi baráttuvilji vafalaust smitar út frá ó hann ráði ekki yfir sama fjöri og hann gerði fyrr meir. Þó heimsókn þessi verði á- samt ýmsu öðra til þess að hræra í og rugla aðalmóti okk- ar í knattspymu, er gaman að kynnast knattspyrnumönnum fjarlægra landa, með önnur viðhorf og litarhátt. Það má því gera ráð fyrir að það verði margir sem koma til að horfa á leiki þessara ó- venjulegu gesta, og ætti það ekki að verða neinum von- brigði. Frímann. SIBYL URBANCIC Organtónleikar í Kristskirkju í Landakoti sunnudaginn 9. ágiisf. kl. 9 s.d. — Aðgöngumiðar við iniiganginn. Gerið skynsamleg, skjót og hagkvæm innkaup á alþjóðlegu Kaupstefnunni / Leipzig 6. til 13. september 1964 Yfirgripsmikill neyzluvörumarkaður. 800.000 sýningarínunir í 30 meginvöruflokkum. Upplýsingar og kaupstefnuskírteini, sem jafngildir vegabréfsárit- un veita: Kaupstefnan, Lækjargötu 6a, símar 1 15 76 og 3 66 76, og Pósthússtræti 13, Reykjavík, símar: 1 05 09 og 2 43 97. Ennfremur fást skírteini á landamærum Þýzka Alþýðulýðveld- isins. 800 ára afmafili kaupstefnunnar verður haldiff 28. febrúar til 9. marz 1965. f <

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.