Þjóðviljinn - 09.08.1964, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.08.1964, Blaðsíða 6
X 6 SlDA ÞIÓÐVILJINN Sunnudagur 9. ágúst 1964 Þessir vlnna við mjölmóttökuna í verksmiðjunni og kalla þctta galeiðuna. Þeir hcita talið frá vinstri: Kristinn Ragnarsson Reykjavík og Valgarður Sigurðsson Hafnarfirði, annar fimmtubekk- ingur í M. R, og hinn fimmtubekkingur í M. A. Þórhallur Sigurðsson Hafnarf. og Halldór Bjarna- son, Reykjavík. Sá síðastnefndi, var í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar í vetur. [RALLTÍ SKRALLI? Nú er síldveiðiflQtinn búinn að ausa upp síldinni í rúma fjörutíu sólarhringa á Seyðis- fjarðardýpinu og ekkert lát virðist vera á síldarmagninu á þessum slóðum. Þetta er gullkista sumarsins og merkilega óþrjótandi fram á þennan dag; það er eins og síldin þjappist saman á þenn- an eina púnkt dögum saman. Þetta er fyrir utan bæjar- dymar á Seyðisfirði. Þrýstingur flotans hefur beinzt með ofurþunga inn á þennan lognsæla fjörð í kapp- hlaupinu um að losna við afl- ann. Allra augu hafa beinzt að þessu gamla höfðingjaplássi á Austfjörðum og sérstaklega að fimm þúsund mála verksmiðju á staðnum. Enginn blettur á landinu hefur verið sveipaður öðrum eins tilfinningaofea og reiði- öldum þessa fjörutíu daga enda eru allir með hiksta í síldarverksmiðjunni á Seyðis- firði. Hver minnsta töf í rekstrin- um kostar sjómennina tugi þúsunda króna í töpuðum afla- verðmætum, og verksmiðjan bræddi aðeins þúsund mál fyrstu dagana á vertíðinni. --------------------------------3> Nýtt hefti of „Vinnunni" Vinnan, tímarit Alþýðusam- bands íslands 5—8. hefti, er nýlega komin út. Af efni hennar má nefna afmælisgrein um Her- mann Guðmundsson formann Hlífar í Hafnarfirði 'fimmtugan, greinar um uppgjör launamála 6.1. vor, reynslu af hóplíftrygg- ingum, sjómannakjörin. ráð- stefnu um vinnuhagræðingu í íslenzku atvinnulífi, verkakonur á Bretlandseyjum, starfsgreina- samböndin þrjú, sem stofnuð voru hér s.l. vor. Hannibal Valdimarsson ritar um Davíð Stefánsson látinn, grein er um' listasögu Bjöms Th. Björnssonar og hin nýju orlofsheimili verka- lýðs"amtakanna. sem eru að risa austan fjalls. Ritstjómargreinin nefnist „Allir vildu Lilju kveðið hafa“ og fjallar um samkomu- lagið í launamálunum. og loks eru í heftinu nýjustu kaupgja'lds- tíðindi. ( _________ ■ 5 milj. í bæfur fyrir meiðyrði LONDON 6/8 — Boothy lávarður sem var atkvæðamikill þingmað- ur Ihaldsflokksins áður en hann tók við aðalstign hefur fengið greiddar um 5 miljónir króna í miskabæt.ur frá blöðunum „Daily Mirror“ og Sunday Mirror“ sein höfðu gefið í skyn að hann væri kynvilltur og hefði verið í tygj- um við glæpaforingja í London og klerka úti á landsbyggðirmi. Síðan hefur verksmiðjan verið undir smásjánni hjá blöð- •unum og þau endurspegla á vissan hátt ofsa sjómannanna og þegar lítið hjól hættir að snúast um stundarsakir ér rekið upp skaðræðisvein um allt land og allir vita að þjóð- Þess vegna verður maður hissa að rekast á rólegan pípumann, sem situr á göml- um trékassa fyrir utan einar verksmiðjudytnar og sleikir sólskinið eins og köttur, — Hér er allt í skralli, eða hvað? Hann tekur út úr sér píp- una, er seinn til svars og hann spýtir fyrst firnalangt: — Þeir segja það. — Mikið er nú ausið upp af síldinni. — Það er sagt svo. Fæ mér sæti á öðrum tré- kassa og tek upp pípu mína og við sitjum þegjandi dágóða stund. Svo lítur hann rannsak- andi á mig og segir svo: — Við erum búnir að bræða hundrað og þrjátíu þúsund mál. Það trúir því bara eng- inn. Mikið er lítill sannfæring- arkraftur í röddinni. — Hér er fólk alltaf að koma og skoða fyrirbærið. Það er um gættina og virðir fyrir sér vélamar í rökkrinu. Hér er víst allt í skralli, segir það. Héma komu tvær fínar frúr á dögunum. Mér heyrðist þær vera reykvískar, — minnsta kosti var bíllinn þelrra merfct- ur errinu. Þær snussuðu hérna inn um gættina og önnur segir sem svo: — Þama snýst nú eitthvað. Það getur ekki verið, segir hin. Hér er allt í skralli. Þær fóru með það. — * — Einn maður er uppi á háa c-inu inni í verksmiðjunni, og er það verksmiðj ust j órinn sjálfur. Hann heitir Einar Magnússon og vann lemgi í Véismiðjunni Héðni í Reykja- vik. Þetta er landsfrægt jötun- menni að burðum og hressi- legur til munnsins, — hefur hann ekki látið standa upp í bólið sitt í laglegum orðaskipt- um við menn um ævina. En spjótin hafa verið mörg á lofti í sumar og beinzt að þessari gömlu kempu. Hann er kominn með hæsi. Ég kom að honum á eins- konar verkstjórnarskrifstofu; var hann að hella sér yfir einn kranamanninn og hressilegra orðskrúð h’ef ég ekki heyrt á ævinni. Ég fölna ennþá yfir lýsingarorðunum og fingumir fara í ávíl á ritvélinni. En hann er ekki alltaf svona málgefinn. Rukkari kom einu sinni í heimsókn tíl hans í höfuðborg- inni og var hann þá á vist hjá Héðni. Hann vaf skuldum vafinn eins og mörgum hætt- ir til í þessari borg. ■ Rukkarinn snaraðist inn úr dyrunum með fulla skjalatösku af reikningum, skellti hermi á borðið og sagðist vilja fá borg- að. Einar sat á legubekk og mælti ekki^orð af vörum. Rukkarinn opnaði töskuna með þessum einbeitta hörku- svip sem fylgir stéttinni og tók að tína upp reikningana. Hann var búinn að leita marga daga að Einari og ævin- lega hafði íbúðin hans verið lokuð. Ekki hraut Einari orð af vör- um að heldur. En allt { einu beygði Einar sig undir bekkinn og tók fram sveðju eina mikla og fór að brýna. Nú hægði rukkarinn á sér og tók svona upp einn og einn reikning á stangli. Einar hélt hinsvegar áfram að brýna og var alvaran upp- máluð. Þetta var víst áhrifamikil stund. Allt í einu fóru reikningarn- ir að hverfa aftur upp í tösk- una, — fyrst hægt og hægt og síðan með sívaxandi hraða<S> og að lokum sást i iljarnar á rukkaranum. Einar er mikið karlmenni að burðum. Það er 'sagt að hann hafi stundum stungið gashytkjunum undir sinn hvom handlegg og haldið á þeim niður að höfn. Iiann er ekki hrifinn af fréttamönnum. Allir mega þeir fara til andskotans. — Það hefur enginn neitt eftir mér. Minn timi er ekki kominn ennþá. En ég lúri á ýmsum at- hugasemdum. Einhverntíma kemur að því, að ég opna mig. Svo var hann rokinn i burtu. g.m. Myndir og texti eftir G.M. arbúið tapar á þessum mínút- mikill ferðamannastraumur um um. Seyðisfjörð núna. — ★ — Það rekur hérna nefið inn Þessir vinna i skilvinduhúsinu I verksmiðjunni og heita talið frá vinstri: Sigmar Friðriksson frá Seyðisfirði, Sævar Gunnarsson og Barði Þórhalisson, báðir frá Reykjavfk. Hérna situr Einar Magnússon við símann’ og er nýbúinn að helia sér yfir einn kranamanninn, Fyrir aftan hann er Baldur Guð- mundsson, útgerðarmaður og síldarsaltandi á Seyðisfirði, með Baldur son sinn. Hann gerir út v.b. Guðmund Þórðarson og geng- ur stundum undir nafninu Baldur blanki. Fyrstu tíu dagana bræddi síldarverksmiðjan á Seyðisfirði þúsund mál á sólarhring og stafaði það ekki sízt af óvönum mönnum á pressunum. Svo komu færir mcnn á vettvang og hefur verksmiðj- an brætt með eðlilegum afköstum síðan. Hér er mynd af öðrum pressumanninum við vinnu sína og heitir hann Gautur Stefáns- son og er búsettur á Hörpugötunni í Reykjavík. Pressurnar e>ru tvær og afkasta þær tvö þúsund og fimm hundruð málum hvor á sólarhring. Það var Gautur, sem fékk þær til þess að skila eðlilegum afköstum. Froskmenn leita fornra minja í Færeyjum 1 Færeyjum hafa froskkaf- arar meö sér félagsskap og blaðið 14. september segir frá því sl. laugardag. að hinn 25. júlí sl. hafi Torshavnar Froskmannafélag efnt til keppni í „spjótfiskiskapi" f Sandagerði, þ. e. veiðum með Spakmæ/i frá fímm löndum ★ „Þvi hærra sem bambus- reyrinn vex. þeim mun dýpra er hægt að beygja hann’’ (Filippseyjar). ★t „Mjög fáir menn trúa þvl nokkum tíma, að þeir kunni að hafá á röngu að standa” (Nýja Sjáland). ★ „Hatur verður ekki flæmt burt með hatri, heldur með góðvild.. Það er hið eilífa lög- mál” (Ceylon). ★ ..Alveg á sama hátt og blek og pappír. er einn maður ekki til neins gagns án ann- ars” (Malajsía). ★I ,Það er betra að varðveita frið en koma 4 friði” (Holland) stunguspjótum, en slíkar veið-. ar eru vinsælt sport víða í suð- lægari höfum. Keppendur voru fjórir og veiddu samtals 12,25 pund. þar af einn 5 punda steinbít. Tórshavnar Froskmannafé- lag virðist starfa vél. því að félagið gefur út sérstakt blað. Froskmannatíðindi. 1 viðtali við 14. september segir félags- formaðurinn, Arnbjörn Thom- sen, að félagamir ráðgeri að fara til Kirkjubæjar og kánna hvort nokkuð leynist sögulegra og fornra minja á hafsbotnin- um þar í grennd. 1 aprílmánuði síðastliðnum köfuðu frosk- mennimir utan við Skansinn i Tórshavn og fundu þá nokkr- ar gamlar fallbyssukúiur, en Skansinn var um aldaraðir virkisstaður bæjarins og þar hafa löngum verið fallbyssu- stæði. Síðustu sjö árin hafa froskmennimir reyr.t að finna fallstykki sem vitað er að eru sokkin einhversstaðar þama framan við Skansinn en sú leit hefur ekki borið árangur. SkólavorSustíg 36 5íml 23970. INNHEtWA*""""""1 Í.ÖÖFWEQiaTðlZV

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.