Þjóðviljinn - 09.08.1964, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.08.1964, Blaðsíða 4
4 SIÐA ÞJðÐVILJINN Sunnudagur 9. ágúst 1964 Ctgefandi: ' Sameiningarflokkur alþýðu — Sósiálistaflokk- urinn. — Ritstjórar: tvar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. ýréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsrrúðja, Skólavörðust. 19, Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð fcl. 90,06 á mánuði. Abyrgðarleysi Jpjrrir nokkrum dögum sendu Samtök hemáms- andstæðinga frá sér ályktun, þar sem rakin eru viðbrögð stjórnmálamanna og blaða bæði hér á landi og erlendis við þeim uggvænlegu tíðindum, sem gerðust á flokksþingi Republikana í Banda- ríkjunum fyrir skömmu með útnefningu Gold- waters sem forsetaefnis flokksins. Öll íslenzku dagblöðin hafa farið hinum hörðustu orðum um stefnu Go' Pva+e.rs og þær alvarlegu afleiðingar, sem menn óttast að hún muni hafa á gang heims- málanna, eins og raunar þegar er komið í ljós með árásum Bandaríkjanna á Norður-Vietnam. Engum dylst að Johnson forseti er þar í kapp- .hlaupi við hinar ábyrgðarlausu og ofstækisfullu kenningar Goldwaters og er það eitt út af fýrir sig alvarlegt íhugunarefni fyrir menn, að sigurlík- ur forsetaefna í Bandaríkjunum skuli þannig tengdar beinum styrjaldarrekstri, sem á hverri stundu gæti leitt til stórátaka. 011 íslenzku dagblöðin að Þjóðviljanum einum undanskildum hafa stungið ályktun Samtaka hernámsandstæðinga undir stól til þessa, og vilja hernámsblöðin trúlega undirstrika hinn „heiðar- lega“ fréttaflutning sinn enn einu sihhi með slíkri framkomu. Fréttastofa ríkisútvarpsins hefur haft sama hátt á ^úh sé undir beinni yfir- stjórn áróðursdeildar Atlanzhafsbandalagsins. En j það fer ekki á milli mála, að það sem hernáms- blöðin og þeirra líkar vilja ekki að komi fyrir augu lesenda sinna, eru þau rökréttu viðbrögð, sem krafiz't er af íslenzkum stjórnarvöldum vegna þeirra atburða er hér um ræðir. DRA UMURINN- Arnold Mostowicz, pólskur blaðamaður, lýs- ir hér á eftir merkileg- um draumi sínum, en hann dreymdi eitt sinn að hann væri aðalræðu- maður á ráðstefnu einni mikilli um réttarstöðu kvenna í nútímaþjóðfé- lagi. Helztu atriði draumræðunnar fara hér á eftir. Óþú hamingju- sama kona! A þessari stundu finnst mér ekki fráleitt að minna á að nær allar uppgötvanir sem ein- ] hverju verulegu máli skipta hafa verið gerðar. konur góð- ar, ykkar vegna. Af þessum sökum ættuð þið i að vera okkur karlmönnum af- ! ar þakklátar. I bessari stuttu ræðu get ég aðeins nefnt fá dæmi þessa, ég ' þykist þess ful'lviss að þau nægi fullkomlega til að sýna fram á að ég hef á réttu að standa. Við skulum byrja á þvotta- vélinni. Hver notar hana? Eng- ir nema konurnar. því að karl- ar þurfa ekki á þvottavélinni að halda. > Þær létta ykkur lífsstörfin, okkur karlmennina snerta þær ekki. Sama máli gegnir með ís- skápana. Hvaða not myndu arlmenn hafa af ísskápum? Einu notin sem mér koma í hug, er kæling á nokkrum bjór- flöskum, en ef öllu er á botn- inn hvolft myndi kalt vatn koma að sama gagni. En þið, kæru vinir, getið skorið innkaupatíma ykkar niður með þvi að gera fyrir- fram áætlun um kaup á mat- vælum og geymslu þeirra. Og tímann sem þið sparið á þenn- an hátt getið þið notað til að vinna eitthvað þarflegt. eins og til dæmis að nota þvotta- vélina. Einhverjum kynni að detta í hug að rafmagnsrakvélin hafi verið fundin upp handa karlmönnum. En- það er mikill misskilningur. Vegna þessarar uppgötvunar raka karlmenn sig oftar (jafn- vel um helgar) og .þessvegna eru miklu meiri líkur á að kinnar þeirrá séu ekki hrjúfar eða þaktar stinnum skegg- stubbum. Og hverjum er það í hag? ' Það er augljost mál. konum einum. Enn skulum við taka dæmi, — vélvæðinguna og sjálfvirkn- ina. í fyrstunni gæti hún virzt snerta bæði kynin jafnt, en svo er nú alls ekki ef betur er að gáð. Vélin vinnur sitt starf jafnt og þétt og maðurinn sem fylg- ist með henni þarf aðeins að líta öðru hvoru eftir því, hvort ekki sé allt með felldu. Hvað ætli karlmaðurinn geii á meðan? Fái sér sígarettu kannski, eða' kjafti við sam- starfsmann sinn um knatt- spymukappleikina um síðustu helgi. Konan fær hins yegar tíma til að stoppa í sokka, sauma tölur á skyrtur mannsins, jafn- vel grípa í prjónana og halda áfram með peysuna á manninn. Liggi _ ekkert slíkt bráðnauð- synlegt fyrir getur hún spjall- að við vinkonu sína um nýja kökuuppskrift. í stuttu máli: Það er hún sem hagnast á sjálfvirkninni og vélvæðing- unni. Við getum nefnt enn sem dæmi flugsamgöngurnar. Ætla mætti að þær væru báðum kynjum til hagsbóta, en svo er nú ekki alVeg. Hverjir ferðast oftast með flugvélum? Karlmenn, auðvit- að. En hverra er hagnaðurinn? Kvennanna, að sjálfsögðu. Konumar geta þakkað flug- samgöngunum það. að nú geta eiginmennimir komið heim uppfullir af skáldlegum og fjörugum frásögnum í stað hinna gömlu sagna um skrif- stofuna eða kaupuppbótina í síðustu viku eða herþjónust- una. Sem sagt: Vegna ferðalaga eiginmannsins getur konan hans kynzt undrum heimsins. Tökum geimferðirnar sem dæmi. Aðeins karlmenn hafa flogið í geimförum imihverfis jörðu með einni undantekningu þó, Valentínu Tséreskovu. Spyrjið um álit hennar á þess- um málum. Hún getur sagt ykkur hversvegna geimferðir eru fremur bundnar konum en karlmörinum. Það er vegna þess að geim- ferðirnar flýta fyrir því að sá tími komi, þegar konan þarf ekki lengur að gera við skyrtu bónda síns eða hlusta á frá- sagnir hans eða jafnvel gera innkaupin .. . Hún mun þá fá einstakt tækifæri til að eiga einhverja dagstund fyrir sjálfa sig. Þegar hingað var komið ræð- unni (skrifar Amold Mosto- wicz)vaknaði ég, eða svo við- höfð «é meiri nákvæmni: kon- an mín vakti mig eins og hún er vön. Á meðan ég át morgunverð- inn gaf hún mér gætur og var eitthvað cinkennileg á svipinn. ,,Er nokkuð að, elskan?”, sagði ég um Ieið og ég fór í frakkann. „Nei. ekkert sérstakt. Af- mælisdagurinn minn er á morgun” Ég kyssti hana og sagði: „Auðvitað mundi ég eftir hon- um”, en svipur hennar blíðk- aðist ekki að heldur. „Gætum við ekki farið í bíó eða á veitingahús”, sagði hún. (Það hefði orðið að gerast sama daginn og ég hafði ráð- gert að samgleðjast þeim Harry og Bill með kaupuppbótina). ..Elskan mín, en það er ó- mögulegt á morgun. Þá verð ég að mæta á afar áríðandi fundi í stjórn menningarhúss- ins okkar. Þú hlýtur að skilja að ég get. ekki látið mig vanta á þann fund, en í næstu viku skulum við endilega fara út”. Hún varð vonsvikin og hélt áfram að baka kökur og kex í gasofninum (enn ein uppgötv- unin sem sérstaklega var fund- in upp vegna konunnar). Ég gekk út léttur f skapi. Til allrar hamingju stóðst ekki allt í draumi minum raunveruleik- ans dóm. Að minnsta kosti ein uppgötvun var sérstaklega gerð fyrir karlmenn: — ráðstefnur og fundir! j^iðurlag ályktunar Samtaka hernámsandstæð- inga er svohljóðandi: „Við íslendingar erum ekki einungis aðilar að Atlanzhafsbandalagi, heldur bundnir samningi um bandarískan her og herstöðvar á íslenzkri grund. Hin nýju og háska- legu viðhorf í stjórnmálum Bandaríkjamanna hljóta því að verða til þess, að við tökum afstöðu okkar í þeim málum til gagngerrar endurskoðun- ar. Sú staðreynd, að herstöðvar á íslandi geta inn- an hálfs árs komizt undir yfirstjórn manns, sem telur notkun kjarnorkuvopna sjálfsagða og óum- flýjanlega, ætti að vera okkur næg viðvörun. Samtök hernámsandstæðinga skora því á íslenzku þjóðina og forustumenn hennar að draga rökrétt- ar ályktanir af framangreindum staðreyndum. Telja samtökin brýnna en nökkru sinni, að her- stöðvasamningnum við Bandaríkin sé sagt upp og herinn hverfi úr landi svo fljótt sem verða má, og íslendingar taki upp óháða. utanríkisstefnu". Menntamálaráðherra Danmerkur gaf á sínum tíma yfirlýsingu svipaða þessari, en viðbrögð Morgunblaðsins og Tímans við framboði Goldwat- ers hafa hins vegar verið þau að líkja stefnu hvors annars við öfgar kúrekans frá Arizona, og er slík framkoma í svo örlagaríku máli ekki aðeins á- byrgðarlau-t 'al heldur einnig siðleysi af versta t? rri «-* ' — ' ^+ur afdrifaríkar afleiðingar fyrir *ririnnar. — b. SKÁKÞÁTTURINN !★★★★★★★★★! Ritstjóri: ÖLAFUR BJÖRNSSON Æfingar hafnar hjá íslenzka Olympíuliðinu Heimsmeistaramót stúdenta Fyrir skömmu hófust æf- ingar hjá skákmönnum þeim er Skáksatnband íslánds hef- ur valið til þátttöku í olymp- íuskákmótinu sem verður, eins og flestum er kunnugt, haldið í ísrael. Þessir menn hafa ver- ið valdir: Helgi Ól.afsson nú- verandi íslándsmeistari, Björn Þorsteinsson, Jón Kristinsson, Trausti Björnsson, Magnús Sólmundarson, og Bragi Kristj- ánsson. Einnig hefur skáksam- bandið hug á að fá Freystein Þorbergsson í liðið og hefur hann látið í Ijós áhuga á að fara en getur hins vegar ekki gefið ákveðið svar sökum þess að hann er túlkur i síldarvið- skiptum við Rússa. Hann er þannig bundir.n síldinni eins og margir Siglfirðingar. Eins og áður segir eru æfing- ar hafnar og verða þær haldn- ar tvisvar í viku undir leið- sögn Friðriks Ólafssonar. Rétt er að geta þess að mót- ið mun heíjast i kring um 2 nóv. Hverri þjóð er heimilt að senda 6 keppendur og 1 far- arstjóra. Samhliðs mótinu er svo haldið þing alþjóðaskák- sambandsins, F.I.D.E., en það á einmitt 40 ára afmæli í ár og er þess að vænta að sér- staklega verið til þingsins vandað. Lítið hefur enn borizt af skákum frá heimsmeistara- móti stúdenta er haldið var í Kraká í Póllandi. Frétta- bréf hafa hinsvegar borizt og hafa þau birzt hér í blað- inu. Við skulum nú athuga nokkuð skákir er okkur hafa borizt. 2. nmferð, undanrásir Með þessari skák komst Bragi Biömsson í hinn fá- , menna hóp íslenzkra „Rússa- bana”. Þegar í byrjun hófust allmiklar sviptingar og virtist Rússinn ætla að ná sókn á h- línunni en Bragi varðist fim- iega og gat andstæðingur hans lítið hagnýtt sér h-línuna sök- um máthótana. Bragi fórnaði skiptamun og hrundi staða Rússans þá í rúst, glatgði hann manni og mátti gefast upp. Hvítt A. Kapengut, Sovétr. Svart: Braki Bjömsson, fsl. 1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 4. Be2 Bg7 5. h4 0—0 6. h5 c5 7. d5 b5 8. Bxb5 Rxe4 9. Rxe4 Da5+ 10. Rc3 Bxc3+ 11. bxc3 Dxb5 12. Re2 Dc4 13. Dd2 Ba6 14. hxg6 fxg6 15. De3 Dxd5 16. Rf4 Df7 17. Re6 Re6 18. f4 Hfc8 19. Rg5 Dc4 20. Rxh7 Hf8 21. Rxf8 Hxf8 22. g3 SHf6 23. Df3 Re5 24. Da8t Kg7 25. Dg2 Dxc3+ 26. Kdl RC4 27. Hel Dd4+ í Kraká 28. Bd2 Dxal+ 29. Bcl Dd4+ 30. Bd2 Dxd2+ 31. Dxd2 Rxd2 32. Kxd2 Kf7 33. 34. He3 Ha3 Bc4 Hvítur gafst upp. 2. umferð, úrslitakeppni. Byrjunin var allfrumleg og skipt upp á drottningum. Finn- inn lagði þá til öóknar með peðin á kóngsvæng og leit út fyrir að hann væri að ná frumkvæðinu. Stefán greip þá til þess ráðs að fóm i skipta- mun og fékk mikið spil fyrir. Skömmu síðar tókst honum að vinna skiptamun aftur og gerðu peðayfirburðir hans þá út um skákina. Hvítt: Stefán Briem, fsland. Svart: H. Westerlnen, Finnl. 1. e4 e5 2. Re2 Rf6 3 f4 exf4 Framhald á li, siSu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.