Þjóðviljinn - 09.08.1964, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 09.08.1964, Blaðsíða 7
V Sunnudagur 9. ágúst 1964 StÐA ^ HðÐVUIlNN ,J)aphne‘‘-kaffistcll frá VEB Porsellanwerk „Graf von Henncberg“, Ilmenau. Um efnahagslegar fram- farir í Norður-Vietnam Á Genfarráðstefnu stórveld- anna 1954 var Vietnam skipt og sjálfstaeði Norður-Vietnam viðurkennt. Þá hafði frelsis- styrjöld geisað í landinu í 9 ár eða frá ósigri Japana 1945, sem lagt höfðu landið undir sig 1941 og þannig bundið endi á hálfrar aldar franska ný- lendustjórn. * Eins og að líkum lætur, var Norður-Vietnam illa á sig kom- ið efnahagslega, er sjálfstæði þess var viðurkennt 1954. Samt sem áður tókst landsmönnum á þremur árum, 1954—1957 að koma framleiðslu landsins á sama stig .og hún var á 1939. Á þessum þremur árum var lénsskipulagið upprætt og miklar umbætur gerðar í jarð- næðismálum. Grundvölhjr að sósíalistísku hagkerfi var lagð- ur 1958—’60. Hlutur sósíalist- iskra fyrirtækja, þ.e. ríkis-, bæjar- eða samvinnufyrir- tækja, var í iðnaði 79,3% og í vörudreifingu 91,8%, þegar liðið var fram á árið 1961, og þá var 85,3% ræktaðs lands í AFERLENDUM VETTVANGI eigu samyrkjubúa eða ríkis- búa. Hlutur sósíalistískrar framleiðslu í þjóðartekjunum nam 76,1% það ár. Á þriðja þingi Verkamanna- flokksins í september 1960 var gengið endanlega frá .fyrstu fimm ára áætlun Norður-Viet- nám, er ná skyldi yfir árin . 1961—’65. Framkvæmd þess- arar fyrirhuguðu fimm ára á- ætlunar var miklum örðug- leikum háð. Landbúnaður var allur frumstæður. Hörgull var á mörgum nauðsynlegum og einföldum ræktunartækjum. Fimm ára áætluninni voru þessi takmörk sett: 1. Tvöföldun fjárfestingar, miðað við næstu fimm ár á undan. Til hlutkenndrar fram- leiðslu skyldi renna 86% fjár- festingarinnar, þar af 48% til iðnaðar. 2. Aukning framleiðslu iðn- aðar og handverks um 17% árlega. 3. Aukning búsafurða um 6,5% árlega. í Norður-Vietnam eru nú 1103 iðnaðarfyrirtæki, en þau voru 41 í lok nýlendutímabils- ins. Ráðstjðrnarríkin hafa byggt 165 þessara iðnfyrir- tækja. Kína og alþýðulýðveld- in’. .hafa einnig lagt drjúgan skerf að mörkum. Vélaiðnað- ur landsins, sem stofnsettur var 1958, .fullnægir nú 38% . vélanotkunar landsins. ' Um 90% neyzluvarnings er fram- leitt innanlands. Yfirlit yfir framfarir í iðn- aði er sýnt í töflu I. f landbúnaði hefur mikið á- unnizt. Ræktað land var árið 1963 þriðjungi stærra en 1939. Hins vegar er aukning rækt- Framhald á 9. siðu Eftirsóttur iðnvarningur f rá Þýzka alþýðulý&veldinu ■ Leipzig hefur löngum verið miðstöð alþjóð- legra viðskipta og nú hin síðustu ár hafa árlegar kaupstefnur, einhverjar hinar stærstu og um- fangsmeátu í heimi, sett svip sinn á þessa gamal- kunnu borg í suðurhluta alþýðulýðveldisins vor og haust. Þúsundum saman leggja kaupsýslu- menn og verzlunarerindrekar leið sína þangað hvaðanæva úr heiminum og þá er gengið frá fjölmörgum viðskiptasamningum milli einstakra þjóða og milli fyrirtækja. Kristall frá VEB Glasverk, Annahiittc, N-L. Eftir mánuð eða svo verðirr haustkaupstefnan í Leipzig opnuð að þessu sinni og er bú- izt við mikilli þátttöku eins og jafnan áður. A-ÞÝZKAR YÖRUR Sýningar gestgjafanna, Aust- urþjóðverja, á hverskonar iðn- aðar- og framleiðsluvarningi ,munu að sjálfsögðu vera áber- andi í haust, en þar er um að ræða margvíslegan iðnaðar- varning/ eins og til dæmis: fataefni og ýmiskonar vefnað- arvönj. teppi. húsgögn, eldhús- innréttingar, hljóðfæri, pappírs- vörur margskonar, leikföng, sportvörur og íþróttavörur, raf- magnsvörur, sjónvarpsviðtæki, útvarpsviðtæki, skrifstofuvélar, húsbúnað, ljósmyndavélar og Ijósmyndavörur hvei-skonar, glervörur og kristal o. fL o. fl. POSTULÍNIÐ 1 þessu sambandi mætti geta þess hér, að postulínsvörur frá Austur-Þýzkalandi eru nú fluttar út til liðlega 60 landa heims, og þær þykja yfirieitt gæðavara, eins og veruleg aukning útflutnings á þessari vörutegund síðustu árin bendir reyndar til, en útflutningsaukn- ingin á fimm ára tímabili, frá árinu 1958 til 1963, varð rúm- lega 160 af hundraði. Austur? þýzkir framleiðendur postulíns hafa gert sér far um að koma 1 fram með nýjungar. kynna ný form og brydda upp á nýjum skreytingum. KRISTALLINN „Daphne“ er nafnið á kaffi- ,.stellinu“ sem myndin hér á síðunni er af og var það fyrst sýnt á kaupstefnunni í Leipzig sl. vor. Vakti það þá þegar talsverða athygli. Teikningar að því gerði Use Decho, en fram- leiðandi er „Graf von Henne- berg“ postulínsverksmiðjurnar í Ilmenau. Kristalsvöiurnar frá Áustur- þýzkalandi hafa einnig gott orð á sér og eru eftirsóttar víða um lönd, þykja í senn nýtízkulegar og þó bundnar gamalli hefð í formi og skreytingu. Dvaldist þá eftirróðurinn. En er Sveinn konungur kom eft- ir þeim með sín skip, eggjaði hann og kvað skömm mikla vera, svo mikinn her sem þeir höfðu, ef þeir skyldu eigi fá tekið þá, er þeir höfðu lið lítið, og eiga vald þeirra. Þá tóku Danir og hertu róðurinn í annað sinn. En er Haraldur kon- ungur sá, að meira gengu skipin Dana, þá bað hann sína menn- létta skipin og bera fyrir borð malt og hveiti og flesk og höggva niður drykk sinn. Stóð þá við um hríð. Þá lét Haraldur konungur taka víg- gyrðla og verpla (Víggyrðlar voru úr fjölum og festir á borð- stokk til varnar. Verplar merkja kúta) og tunnur, er tómar voru, og kasta fyrir borð og þar með herteknum mönnum. En er það rak allt saman á sjónum, þá bað Sveinn konungur hjálpa mönnum, og var svo gjört. 1 þeirri dvöl dró sundur með þeim. Sneru þá Danir aftur, en Noregsmenn fóru leið sína. Einar þambarekelfir var mest forstjóri fyrir bændum allt út um Þrándheim. Hélt hann upp svörum fyrir þá á þingum, er konungs menn sóttu. Einar kunni vel til laga. Skorti hann eigi dirfð til að flytja það fram á þingum, þó að sjálfur kon- ungur væri við. Veittu honum lið allir bændur. Konungur reiddist því mjög, og kom svo að lyktum, að þeir þreyxtis kappmæli með sér. Segir Einar, að bændur vildu eigi þoll honum ólög, ef hann bryti landsrétt á þeim. 1 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.