Þjóðviljinn - 09.08.1964, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 09.08.1964, Blaðsíða 3
Sunnudagur 9. ágúst 1964 HtemiÐiN SlBA 3 SKATTAARASIN A LAUNÞEGANA r A HVÍLDAR- DACINN Undrun og reiði Skattaseðlamir frá gjald- heimtu ríkis og bæja hafa aldrei verið sérlega vinsæl plögg, en þeir hafa ,naumast nokkru sinni fyrr vakið jafn almenna undrun og reiði og að þessu sinni. Þeir sem festa trúnað á áróður stjómarflokk- anna eiga erfiðast með að standast staðreyndir veru- leikans, því ekki eru ýkjamargir mánuðir síðan jafnt Alþýðublaðið sem Morg- unblaðið birtu um það marg- ar og stóryrtar greinar aö nú hefði enn einu sinni verið fram- kvæmd ‘iækkun á tekjuskatti og útsvari; þar héldi ríkis- heimta með aðstoð söluskatts- ins reyndist miklu stórfelldari en nam heildarlœkkun á tekju- skatti hjá öllum almenningi; þegar fólk keypti sér soðningu í matinn var það ekki aðeins að borga fyrri tekjuskattana sína heldur og gjöidin fyrir fjáimálaráðherrann og félaga hans. Og þótt það sé vissulega rétt að enginn kemst hjá því að greiða söluskatt, ef hann kaupir einhverja vöru. er hitt jafnrétt að margir af inn- heimtumönnum skattsins kom- ast hjá því að skila honum öll- um í ríkissjóð, því söluskattur- inn er einmitt innheimtur af þeim fésýslumönnum og at- vinnurekendur sem eru orðnir einstakir snillingar í að falsa framtöl sín og stunda þá iðju af sívaxandi ósvífni óáreittir af valdhöfunum. Svikamylla En jafnvel sú skattastefna að taka ríkistekjumar með sölu- skatti í stað tekjuskatts, hefur annan upp eru nú hækkaðír samtimis, unz almenningur stendur uppi með margfalt þungbærari byrðar.. en áður var. Stórhækkuð útsvör Otsvörin eru mun hærri en tekjuskatturinn hjá flestum og sérstaklega þeim sem hafa lág- ar tekjur. Þar er einnig um sömu þróun að ræða. æ þyngri byrðar. Eins og áður er get- ið hafa nettótekjur einstaklinga í heild samkvæmt skattafram- tö'um hækkað um tæp 80% síðan 1960. Á sama tíma hefur heildarupphæð útsvara hækkað um 124%. Þannig hefur út- svarsbyrðin hækkað meira en 50% örar en krónuupphæð launanna, svo að enginn þarf að deila um það að útsvör eru nú þyngri -en nokkru sinni fyrr. Og jafnframt hefur útsvars- lögunum verið breytt á þá lund að almennir launþegar. AHan daginn er Skattsitofan full af mönnum se m vilja ganga úr skugga um að gjöld þeirra séu vísvitandi stefna valdhafanna — en ekki reikningsskekkja. stjómin enn tryggð við þá stefnu sína að tryggja almenn- ingi „raunhæfar kjarabætur”. En hinar raunhæfu kjarabæt- ur hafa reynzt svo stórfelld hækkun á álögum, að hjá mörgum launþegum er um tvöfö'ldun eða jafnvel þreföld- un að ræða; fjölmörgum verka- mönnum er gert að greiða tugi þúsunda þannig að tekjur fyrir eðlilegan vinnutíma héð- an í frá til áramóta hrökkva naumast fyrir álögunum ein- um. Blekkingavefur Áróður stjórnarflokkanna um skattamál á undanfömum ár- um hefur verið samfelldur blekk ingavefur. Árið 1960 kváðust stjórnarflokkarnir ætla að framkvæma mjög.mikilvæga breytingu á skattakerfinu, lækka tekjuskattinn til muna en taka í staðinn upp söluskatt. Var lækkun tekjuskattsins tal- in mikil hagsbót fyrir almenn- ing, en söluskatturinn var sagður hafa það til síns ágæt- is að ekki væri hægt að svíkj- ast um að borga hann. En tekjuskatturinn var um þær mundir léttbær fyrir allan þorra launþega, og lækkun á honum varð fyrst og fremst til hagsbóta fyrir auðmenn og, hátekjúmenn; þar á meðal lækkuðu tekjuskattar á ráðherr- um öllum og öðrum fyrirmönn- um stjórnarflokkanna svo að nam tugum þúsunda króna á mann, á sama tíma og verkamenn fengu eftirgjöf sem nam einu til tveimur þúsundum. Ekatt- ekki staðizt stundinni lengur hjá stjórnarflokkunum fremur en önnur stefnumið þeirra. Ár- ið 1960 var tekjuskattur ein- staklinga í Reykjavík 18,4 milj. króna. 1 ár er tekjuskattur ein- staklinga 113 miljónir króna, Hann hefur þannig meira en sexfaldazt á fimm árum. Á sama tíma hafa nettótekjur þær sem á er lagt aðeins hækk- að um tæp 80% að krónutölu, eða svipað því sem verðgildi krónunnar hefur rýmað á þessu árabili. Heildarupphæð tekjuskattsins er nú 33.6 milj- ónum króna hærri en hún var 1959 — áður en stjórnarflokk- arnir tóku til við hinar marg- umtöluðu „skattalækkanir” sínar. Það er þannig búið að taka alla lækkanirnar á tekju- skatti aftur og vel ríflega það. En sá er munur á að breyting- amar frá 1960 valda því að það eru nú aðrir hópar þjóð- félagsins sem bera tekjuskatt- inn uppi, verkamenn og opin- berir starfsmenn greiða nú hærri tekjuskatt en dæmi eru um áður, en ríkismönnum er hlíft í samanburði við það sem áður var. Og á sama tíma sem tekjuskattur einstaklinga hefur sexfaldazt hefur tekjuskattur félaga ekki einusinni ivöfaldazt að krónutölu. En hvað þá um söluskattinn sem átti að taka við af tekjuskattinum sem rétt- látari innheimtuaðferð? Einmg hann var hækkaður til mikilia muna um síðustu áramót. Þannig er svikamyllan leikin af valdhöfunum, tekjuskattur- inn og söluskatturinn sem upp- haflega áttu ad vega hvor sneffl. af skattaeftirliti tfl að koma upp um þær, en stjórn- arflokkarnir hafa fellt allar tillögur um þvílíkt aðhald af jafn mikilli einbeittni og þeir hækka álögumar á almenning jafnt og þétt. Á þvf er enginn vafi að með skattsvikum er hundruðum og aftur hundruð- um miljóna króna stolið und- an, en gjöld skattsvikaranna eru greidd af verkamönnum, opinberum starfsmönnum og öðium launþegum. Það er ekki sízt þetta þjóðfélagslega siðleysi sem veldur þeirri reiði sem þessa dagana næðir um léiðtoga stjómarflokkanna. Víst em heildarupphæðir skatta og útsvara háar, en þær væru engan veginn óbærilegar ef þeim væri skipt niður á þegn- ana af réttlæti og heiðarleik. En eins og nú er ástatt eru svik og prettir þeir eiginleikar sem hreykja sér hæst í ís- lenzku þjóðfélagi og mestra verðlauna njóta. Svikin fyrirheit launþegasamtakanna að verða í samræmi við það. Sameiginlegt baráttumál Þessi framkoma valdhafanna ber vott um þá miklu ósvifni, sem einkennir Sjálfstæðisflokk- inn á íslandi þegar hann þyk- ist vera öruggur um sinn hag. En skyldu valdhafarnir ekki hafa gengið full langt í stæri- læti sínu? Það er mjög athygl- isvert að Alþýðublaðið hefur undanfarna daga flutt hina hörðustu ’gagnrýni á skatta- stefnu stjómarvaldanna og þau ofboðslegu skattsvik sem hér eru látin viðgangast. Sú gagn- rýni hittir ráðherra Alþýðu- flokksins og þingmenn hans, þar á meðal stjórnmálaritstjóra Alþýðublaðsins, því þeir somdu skatta- og útsvarslögin og stóðu fast gegn öllu framtals- eftirliti á þingi; en hún er ör- ugglega í samræmi við skoðan- ir allra þeirra launþega sem veitt haía flokknum brautar- verkamenn og opinberir starfs- menn, bera meiri hlut en áð- ur, en fésýslumönnum og gróðafyrirtækjum hafa verið veittar stórfelldár ívilnanir. Þegar þvílíkt gerist í útsvars- málum á sama tíma og tekju- skattur sexfaldast, söluskattur hækkar stórlega ár frá ári og önnur tollheimta magnast, þarf sannarlega ekki að undra þótt skattborgaramir kveinki sér undan þeim ósköpum sem þeim' er ætlað að bera. Þjóðfélagslegt siðleysi Tölur þær sem hér hafa ver- ið raktar eru miðaðar við heildarupphæðir, nettótekjur alla framteljenda, tekjuskatía þeirra og útsvör í heild. Þær sýna ótvírætt að áróður stjóm- arflokkanna um lækkun á beinum sköttum er ósannur með öllu. jafnt útsvör sem tekjuskattur hafa hækkað mun örar en krónutala kaupsins. En með þessu er sagan aðeins hálfsögð. Hver maður hefur það fyrir .augunum að skatt- svik eru stórfelldari og sið- lausari en nokkru sinni áður hefur gerzt á íslandi; lang- flestir þtir sem hafa með höndum einhverskonar atvinnu- rekstur, stóran eða smáan, hagnýta þá aðstöðu til þess að falsa framtöl sín, og margir starfrækja pappírsfyrirtaeki ! því skyni einu. Margar þessar faisanir eni svo augljósar að ekki þyrfti nema einhvern Stórauknar gjaldabyrðar ^ launþega eru þeim mun alvar- legri sem í vor var gert sam- komulag milli verkalýðssam- takanna og ríkisstjómarinnar um kjaramál. Auk lagfæringa á nokkrum kjaraákvæðum var meginatriði samkomulagsins það að kaupmáttur launa skyldi haldast óskertur á þessu ári; stjómarvöldin hétu því að halda óðaverðbólgunni í skefj- um og tryggja það með niður- greiðslum ef ekki viidi betur að vísitala framfærslukostnaðar hækkaði ekki. Þetta samkomu- lag var gert í trausti þess að stjómarvöldin hefðu lært eitt- hváð af "réynslúnhi fraín-’ kvæmdu fyrirheit sín af heil- indum. En skattaálögurnar nú verða að teljast alger svik á loforðum stjómarherranna frá því í vor; þær skerða til mik- illa muna þær raunverulegu tekjur sem reiknað var með þegar samkomulagið var gert og skammta launafólki rýr- ari hlut en þá var um samið. Að visu mun ríkisstjómin neyðast til að auka eitthvað niðurgreiðslur sínar til þess að koma í veg fyrir að vísitala framfærslukostnaðar hækki af völdum skattaáþjánarinnar, en sú endurgreiðsla verður aðeins brot af því- sem tekið er auka- lega af öllum þorra launþega. Skattheimtan er sá mistilteinn sem ékki var tekinn í eið þeg- ar samkomulagið var gert í vor, og ráðamennirnir hika ekki við að beita honum gegn launþegum af 'algeru tillits- leysi. r #■' Ohjákvæmilegar ályktanir Augijóst er að verklýðshreyf- ingin kemst ekki hjá því að draga sínar ályktanir af þess- ari reynslu. Enn er ósamið við fjölmörg verklýðsfélög, þar á meðal iðnaðarmannafélögin, og vandséð er að þau geti nú samið án þess að taka hinar síhækkandi skattabyrðar með í reikninginn; kröfur þær sem verklýðsfélögin gera næst þeg- ar til almennra samninga kem- ur hljóta að verða þeim mun hærri sem skattabyrðunum nemur. Það hefur áður verið rakið í þessum pistlum að verklýðshreyfingin tefldi á tæpasta vað með því að sem’ja um mikið til óbreytt kjör, gegn ' því að verðbólgan yrði stöðv- uð, á sama tíma og þjóðar- tekjur hafa hækkað mjög stór- lega án þess að verkafólk njóti góðs af. En þegar í ljós kemur að stjórnarvöldin koma siðan aftan að launþegum á ódrengilegasta hátt — þvert ofan í hinar hátíðlegustu yfir- lýsingar — hlýtur eftirleikur gengi. Það er auðvelt að af- greiða þessi skrif sem einbera hræsni, enda kunna valdhaf- ar Alþýðuflokksins að beita þeim eiginleika í mjög ríkum mæli, en þess ber einnig að minnast að nú um skeið hafa ýms þau verklýðsfélög sem AlþýðuÐokkurinn stjórnar ris- ið gegn stjómarstefnurmi af sívaxandi djörfung. Eigi að hnekkja skattaárás ríkisstjóm- arinnar og tryggja rétt- láta og heiðarlega rnn- heimtu á opinberum gjöldum þurfa verklýðssamtökin að beita sér sameiginlega og af alefli fyrir þeim rættlætiskröf- um, á sama hátt og þau hnekktu ofbeldisfrumvarpinu í nóvember í fyrra og leiddu desemberverkfallið sameigin- lega til sigurs. Á Alþýðusam- bandsþinginu í haust hljóta skattamálin að verða ofarlega á dagskrá, og þar þarf að finna leiðir til sameiginlegrar baráttu fyrir heiðarlegri skatt- heimtu sem er stórfellt hags- munamál allra launþega, jafnt siðferðilegt sem fjárhagslegt. Austri. Skrá yfir umboðshienn ÞjóBviljuns úti á inndi AKRANES: Ammundur Gíslason Háholti 12. Sími 1467 AKUREYRI: Pálmi Ólafsson Glerárgötu 7 — 2714 BAKKAFJÖRÐUR: Hilmar Einarsson. BORGARNES: Olgeir Friðfinnsson DALVÍK: Tryggvi Jónsson Karls rauða torgi 24. 5on Tröð HAFNARFJÖRÐUR: Sófus Bertelsen Hringbraut 70. Sífni 51369. HNÍFSDALUR: Helgi Bjömsson HÓLMAVÍK: Ámi E. Jónsson, Klukkufelli. HUSAVIK: Amór Kristjánsson. HVERAGFRÐI: Verzlunin Reykjafoss h/f. HÖFN, HORNAFIRÐI: Þorsteinn Þorsteinsson. ÍSAFJÖRÐUR: Bókhlaðan h/f. KEFLAVÍK: Magnea Aðalgeirsdóttir Vatnsnesvegi 34. KÓPAVOGUR: Helga Jóhannsd. Ásbraut 19. Sími 40319 NESKAUPSTAÐUR: Skúli Þórðarson. YTRI-NJARÐVÍK: Jóhann Guðmundsson. ÓLAFSFJÖRÐUR: Sæmundur Ólafsson. ÓLAFSVÍK: Gréta Jóhannsdóttir. RAUFARHÖFN: Guðmundur Lúðvíksson. REYÐARFJÖRÐUR: Biöm Jónsson, Reyðarfirði. SANDGERÐI: Sveinn Pálsson, Suðurgötu 16. SAUÐÁRKRÓKUR: Hulda Sigurbjörnsdóttir, Skagfirðingabraut 37. Sími 189. SELFOSS: Magnús Aðalbiamarson. Kirk'juvegi 26, , SEYÐISFJÖRÐUR: Sigurður Gíslason. SIGLUFJÖRÐUR: Kolbeinn Friðbjarnarson, Suðurgötu 10. Sími 194. SILFURTÚN, Garðahr:. Sigurlaug Gísladóttir, Hof- túni við Vífilsstaðaveg. SKAGASTRÖND: Guðm. Kr. Guðnason. ZEgissíðu. STOKKSEYRI: Frímann Sigurðsson, Jaðri. STYKKISHÓLMUR: Erl. Viggósson. VESTMANNAEYJAR- Jón Gunnarsson. Helga- fellsbraut 25. Sími 1567. beint til þessara umboðsmanna blaðsins. VOPNAFJÖRÐUR: Sigurður Jónsson. ÞORLÁKSHÖFN: Baldvin Albertsson. ÞÓRSHÖFN: Hólmgeir Halldórsson. Nýir áskrifendur og aðrir kaupendur geta snúið sér — Sími 17-500. I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.