Þjóðviljinn - 11.08.1964, Qupperneq 2
/
SlÐA
HÖÐVIUINH
Þriðjudagur 11. .ágúst 1964
Togveiðar Norðmanna
Góðri veiði spáð við
Yestur-Grænland
Nýlega var sagt frá því í
norskum blöðum að skut- og
síðutogararnir frá Norður-
Noregi hefðu veitt sæmilega
vel fyrri helming yfirstand-
andi árs. Hér er um að ræða
togara sem veitt hafa fyrir
frystihús á nærliggjandi mið-
um.
Sem dæmi um, hvað Norð-
menn kalla sæmilega góðan
afla á stóra togara, hálft ár,
þá set ég hér aflatölur sem
voru tilgreindar í blaðafréttun-
um.
Skuttogararnir Vágtind og
Hekktind sem eru eign útgerð-
arfélagsins A/S Melbutrál
fiskuðu þetta hálfa ár 1050 og
1100 smálestir af hausuðum og
slægðum fiski eða kringum
1260 og 1320 tonn ^f slægðum
fiski með haus.
í viðtali sem fréttaritari frá
blaðinu Fiskaren átti við Arn-
old Reinholdtsen framkvæmda-
gtjóra hjá fyrirtækjunum A/S
Melbutrál og A/S Havfisk,
segist framkvæmdastjórinn
vera ánægður með veiðina,
bæði hjá skut- og síðutogur-
unum. Framkvæmdastjórinn
segir að hásetahlutur úr þess-
um afla togaranna hálft árið
sé kringum 18.000 kr. norskar.
í íslenzkum krónum kringum
108.000,00.
Blaðið Fiskaren segir að afli
annarra togara í Norður-Nor-
egi sé svipaður og afli þeirra
tveggja togara sem tilgreindir
eru; þó segir blaðið að hæsti
togarinn sem veitt hafi fyrir
frystihúsin, sé með 1350 tonna
<«>
Eldur í sumarbústað
Á sunnudagskvöldið var
slökkviliðið í' Reykjavík kallað
að sumarbústað í Mosfellsdal
skammt frá Laxnesi. Hafði
kviknað þar í á milli þilja og
1 varð eldurinn mestur í eldhús-
inu en bústaðurinn var ein-
angraður með sagi.
Nærstatt fólk k6m á staðinn
og hafði hafið slökkvistarfið er
slökkviliðið kom á staðinn og
hafði m.a. borið út öll húsgögn.
Tiltölulega litlar skemmdi)
urðu sökum snarræðis sjálf-
boðaliðanna.
afla þetta tímabil. Þetta er
togarinn Kr. Trönder frá Har-
stad. Afli þessa togara, miðað
við slægðan fisk með haus eins
og hér er að jafnaði miðað
við, verður knngurri 1620 tonn.
Þetta kalla Norðmenn sæmi-
lega og góða veiði, og eru á-
nægðir með útkomuna. Þeirra
útgerðargrundvöllur og fisk-
verð er hvorutveggja miðað
við meðalveiði í meðalári.
Nokkrar reglur um
búnað fiskiskipa
Þann 12. júní s.l. sendi
skipaskoðunarstjóri Noregs frá
sér tilkynningu þess efnis að
kraftblakkarútbúnaður síldar-
skipa svo og allur annar veiði-
útbúnaður um borð í fiskiskip-
um heyri undir reglur skipa-
eftirlitsins um öryggi á haf-
inu. í þessu sambandi vitnar
skipaskoðunarstjóri í lög um
slysavarnir á sjó frá 8. júlí
------------------------------<S>
1955 og viðauka við þau lög
frá 5. september 1962.
Skipaskoðunarstjórinn minn-
ir á, að á vetrarsíldveiðunum
í Noregi s.l. vetur hafi orðið
slys á mönnum um borð í síld-
veiðiskipum sem notuðu kraft-
blökk, vegna þess að reglur
um öryggi hafi verið brotnar.
Þá hafi skip einnig sokkið
vegna þess að réttu jafnvægi
þess hafi verið raskað með
niðursetningu á kraftblökk.
Að síðustu lýsir skipaskoðun-
arstjóri fullri ábyrgð á hendur
skipstjórum sem uppvisir verði
að því að sniðganga reglurn-
ar um öryggi á hafinu, við
niðursetningu á kraf-tblökk á
skipum sínum, svo og hverjum
öðrum veiðiútbúnaði. Þá segir
hann að þessi ábyrgð verði
ekki aðeins látin ná .yfir búnað
og staðsetningu kraftblakkar-
innar heldur yfir alla notkun
hennar um borð. Skipstjóri
verði að sjá um á öilum tím-
um að öryggi skipshafnar og
skips sé ekki stofnað í tví-
sýnu. En það álítur skipaskoð-
unarstjóri að hafi komið fyrir
á vetrarsíldveiðunum, þegar
skipin fengu stór köst, svo að
þau jafnvel lögðust inn á keis.
Þá segir hann að kraftblakkir
hafi brotnað í slíkum átökum,
um það séu til dæmi. Skip-
stjóri er á öllum tímum ábyrg-
ur 'fyrir því að lög um öryggi
á hafinu séu ekki brotin um
borð í því skipi §em hann
ræður, segir skipaskoðunar-
stjórinn.
- Það getur verið fróðlegt
fyrir okkur íslendinga að
fylgjast með því á komandi
tímum hvernig Norðmenn
bregðast við þeim vanda sem
óhjákvæmilega hlýtur að vera
fyigifiskur hinnar öru tækni-
þrjunar sem nú á sér stað,
sérstaklega við síldveiðar.
Við þekkjum og vitum um
sömu hætturnar og norski
skipaskoðunarstjórinn bendir á,
og við ættum að geta tekið
þessi mál föstum tökum ekki
síður en Norðmenn.
Þorskveiðarnar við Vestur-
Grænland hafa gengið óvenju
vel á þessu ári. Og eftir því
sem danski fiskifræðingurinn
dr. phil. Paul M. Hansen upp-
lýsir eftir að hafa lesið úr
rúnum hafsins á grænlenzku
miðunum, þá má líka gera ráð
fyrir góðri þorskveiði við
Vestur-Grænland næsta ár og
einnig 1966. Fiskifræðingurinn
byggir þennan spáöóm sinn á
þorsk — árgöngunum 1960 og
1961. Þessir árgangar báðir eru
geysilega sterkir segir hann.
Að undanförnu hafa það verið
þorsk — árgangarnir 1956-1957
sem hafa verið stærsti hluti
aflans.
Þá gerir fiskifræðingurinn
einnig ráð fyrir aukinni laxa-
gengd við Vestur-Grænland á
næstu árum. Hann segir að
margt merkilegt hafi komið í
ljós viðvíkjandi rannsóknum á
laxinum við Grænland. Af 25
merktum löxum sem veiddust,
sagði dr. Hansen að 8 hefðu
verið enskir og 2 sænskir. Þá
segir hann ennfremur að skil-
yrðin séu alveg sérstaklega
góð fyrir laxinn í grænlenzku
ánum, sökum þess hve mikið
áé þar um mýflugulirfur.
Þá segir dr. Hansen einnig
að rannsóknir viðvíkjandi
karfastofninum standi nú yfir
við Vestur-Grænland og telur
skilyrðin frá náttúrunnar
hendi alveg sérstaklega góð til
þess að hægt verði að fá vís-
ihdalega niðurstöðu til að
byggja á.
Þessar og ýmsar fleiri upp-
lýsingar gaf dr. Hansen í er-
indi sem hann flutti á vegum
dönsku Grænlandsverzlunar-
innar nýlega.
til þess að stækka sjónvarps-
stöðina enn og fá aukið hús-
rými fyrir veizlur þær sem
að sögn Morgunblaðsins eru
hámark barnslegs sakleysis og
kristilegs siðgæðis. Og auð-
vitað hafa íslenzkir valda-
menn ekkert við þessar bygg-
ingarframkvæmdir að athuga
sízt af öllu bankastjórar
Seðlabankans,
Það leynir sér ekki hvorri
þjóðinni er ætlað áð erfa
landið.
Áður
en haninn galar
Sigurður A. Magnússon
skrifar í Lesbók Morgun-
blaðsins ágæta grein um
hneykslismsl það sem kennt
er við skatta og útsvör, rök-
fasta, beinskeytta og harðvít-
uga. Raunar hlýtur maður að
hæla Sigurði af nokkurri
feimni, því sjónarmið hans
öll, röksemdarfærsla og vand-
læting er orði til orðs tekin
upp úr Þjóðviljanum. Þeim
mun kyniegra er að sjá inni í
miðri grein svohljóðandi at-
hugasemd: „IJitt er svo annað
mál, að ósvífnar falsanir
„Þjóðviljans" á sköttum ein-
stakra-hátekjumanna eru sízt
til þess íallnar að skýra þessi
mál og stuðla að raunhæfri
lausn þeirra”.
Maður skilur svosem hvað
Sigurði gengur til. En hann
ætti að vera svo biblíufróður
að minnast þess, að þeir sem
afneita meistara sínum eiga
eftir að ganga út fvrir og
gráta beisklega. — Austri.
Þér getið engu ráðið um ástand eða gerð vegarins
. . . en þér getið ráðið því hvaða bíl þér kaupið.
Nú bjóoum við
árgerð 1965
ÁRGERÐ1964 U PPSELD!
Ó-
líkar reglur
Þegar Seðlabankinn neydd-
ist til þess að afhenda Hús-
næðismálastjórn lán svo að
hún gæti veitt húsbyggjend-
um eiphverja úrlausn á
þessu ári, létu stjórnendur
bankans frá sér fara grein-
argerð þar sem svo var fyrir
mælt að ekki mætti byrja
á neinum nýjum íbúðum á
þessu ári, aðeins vinna að því
að fullgera þær sem nú eru
í smíðum. Sýndu bankastjór-
arnir fram á það hvílíkur
þjóðarlöstur það væri að
koma í sífellu upp nýjum í-
búðum; þvilík iðja myndi ríða
frjálsu og heilbrigðu efna-
hagslífi að fullu, enda trú-
lega runnin undan rifjum
hins alþjóðlega kommúnisma.
Er sízt að efa að valdamenn
láta sér varnaðarorð banka-
stjóranna að kenningu verða
og komi i veg fyrir að þeir
innbomu ráðist i nýjar íbúð-
arhúsabyggingar um sinn.
En hér á landi er sem
kunnugt er tvíbýli. Súður á
Miðnesheiði dvelst önnur
þjóð og hreiðrar þar æ bet-
ur um sig. Morgunblaðið
skýrfr svo frá í fvrradag að
fjárveitinganefnd Bandarikja-
þings hafi ákveðið að leggja
fram 92 milj. króna á þessu
ári til þess að iáta byggia
100 nýjar íbúðir handa
starfsmönnum flotans á Kefla-
víkurflugvelli, en alls leggur
nefndin 173 miljónir króna
til nýrra framkvæmda á vell-
inum í ár, væntanlega m.a.
— Eftir Jóhann J.E.Kúld
Alltaf fjölgar Volkswagen
S'imi
21240
HEILDYERZLUNIK
HEKLA hf
t