Þjóðviljinn - 14.08.1964, Blaðsíða 8
út eins og hann hefði verið að
ræða náið við háttsettan stjóm-
málamann. Hann stanzaði og
brosti til Jacks hálfóþægilegu
brosi sínu. Ég hef kynnt mér
mál vinar yðar, sagði hann.
— Hvað þá? spurði Jack ringl-
aður. Hann hafði hugsað svo á-
kaft um Veronicu að hann varð
að taka á því sem hann átti til,
tii þess að skilja, hvað Kern var
að tala um.
— Holts vinur yðar, sagði
Kem. Hann kom til mín og ég
sagðist skyldi gera það sem í
mínu valdi stæði.
— Já, ójá, sagði Jack. Þökk
fyrir. Hann var búinn að gieyma
öUu um Holt og tilraunir hans
til þess að. ættieiða barn. Það
hafði gerzt svo mikið síðan hann
átti tal við Kem, að þetta virt-
ist allt saman fjarlægt og þoku-
kennt.
— Ég átti eiginlega von á því
að þér hringduð til mín, sagði
Kem með hægð og laut gulleitu
hpfðinu. Við gætum drukkið glas
saman.
— Já. ég hafði líka hugsað
mér það. sagði Jack sem óskaði
þess eins að komast leiðar sinn-
ar. En ég hef haft svo mikið að
gera.
— Það kemur dálítið af fólki
til mín eftir kvöldmatinn. sagði
Kem. Þér hefuð kannski áhuga
á því. Það eru allt ítalir; ég
býst ekki við að þér þekkið
marga ítali, eða hvað?
— Alltof marga, sagði Jack.
gramur manninum Tyrir þetta
sjálfumglaða tilboð hans um að
hitta Itali, alveg eins og veiði-
maður sem býður manni heim í
mat að éta fasana sem hann er
nýbúinn að skjóta.
— Þér eruð víst að gera að
gamni yðar, sagði Kem.
— Já.
— Ég geri alltaf mikið til þess
að umgangast og hafa sambarrd
við fólk frá því landi sem ég er
staðsettur í, sagði Kern og orð
hans létu eins og ásökun til
Jacks og annarra af hans tagi.
sem sóuðu trúlega tíma sínum
í aðra Bandaríkjamenn. Jafnvel
f Austurlöndum nær, þar sem
það var mun erfiðara, hélt ég
fast við þetta. Langar yður til
að koma?
— Ég er hræddur um að ég
HÁRGREIÐSLAN
Hárgreiðslu og
snyrtistofu STEINU og DÓDÓ
Laugavegi 18. III. h. (lyfta) —
SlMI 23 616.
P E R M A Garðsenda 21. —
SlMI: 33 9 68. Hárgreiðslu og
snyrtistofa.
D ö M U R !
Hárgreiðsla við allra hæfi —
TJARNARSTOFAN. — Tjamar
götu 10 — Vonarstrætismegin —
SIMI: 14 6 62.
HÁRGREIÐSLUSTOFA
AUSTURBÆJAR — (María
Guðmundsdóttir) Laugavegi 13
— SlMI: 14 6 56. — Nuddstofa á
sama stað.
geti það ekki í kvöld, sagði Jack.
— Hvað sem því líður....
Kem stakk hendinni í vasann,
tók upp vefeki sitt og fann fram
spjald. Hér er heimilisfang mitt.
Reynið að koma ef þér getið-
Við verðum lengi frameftir.
— Þökk fyrir. sagði Jack og
stakk spjaldinu í vasann. — Ég
ætla að reyna. Jæja, við sjéumst
aftur. Ég—.
—. Ég komst að dálitlu um
hann vin yðar, sagði Kem. Ég er
að velta því fyrir mér hvort
yður sé kunnugt um það.
— Hvað var það? spurði Jack
óþolinmóður.
— Hann hefur verið í fangelsi,
sagði Kern. Vissuð þér það?
Jack hikaði og honum leið
ekki of vel undir þessu gulleita
háðslega augnaráði. Fjandakom-
ið sem hann fær mig til að
Ijúga, hugsaði hann. Já. sagði
hann. Ég vissi það.
Kem kinkaði kolli. harm-
þrunginn og glaður. í senn. Og
samt þótti yður ekkú.ástæða til
að segja mér það? sagði hann.
Þér hikuðuð við að láta mig tala
máli hans við hina ítölsku vini
mína j þessj: yiðkvæma. máli?
— Fjandinn hafi það. Kern.
sagði Jack 'óþolinmóður. Hann
var í fangelsi þegar hann var
tuttugu ára gamall. Það er eld-
gömul' saga. Hann er fmynd
heiðarleikans nú orðið. Er það
svo mikilvægt?
— Þér hafið undarlegar hug-
myndir um hvað sé mikilvægt
og hvað ekki, Andrus, sagði
Kem.
— Sagði Holt yður þetta sjálf-
ur? '
— Nei. Kem brosti ánægju-
lega. Ég komst að því sjálfur.
Með rannsókrrum mínum. Hann
leit tortryggnislegu augnaráði á
Jack. Ég er að velta fyrir mér
hvort þér búið yfir meiri þýð-
ingarmiklum upplýsingum, And-
rus, sem ég ætti að fá í hend-
ur áður en rrtálið fer lengra.
Konan hans er fyllibytta,
hugsaði Jack. Það er mikilvægt.
En fjandakomið sem ég fer að
segja þér það. Hafðu upp á því
sjálfur með rannsóknum þínum,
lagsi. Hann hefur gott og gjaf-
milt hjarta, sagði Jack. Er það
mikilvægt?
Kern «hugsaði. Nei, sagði hann.
Hann rétti fram höndina. Reyn-
ið að koma í kvöld ef þér getið.
Það er hvergi annað eins út-
sýni í Róm og úr íbúð minni.
Hann gekk hátíðlega og sendi-
herralega inn i sendiráðið.
Jack flýtti sér burt, hræddur
við að hitta fleiri sem myndu
sóa tímanum fyrir honum. Hann
hélt áfram að hringja heim á
hótel sitt og spyrja eftir skda-
boðum og loks urðu símastúlk-
umar úrillar þegar þær þekktu
rödd hans. Hann drakk ótal
kaffibolla fyrir utan Doney á
Via Veneto, þótt úti væri kalt
og ónotalegt. vegna þess að hann
vonaði að ungfrú Henkén sem
hann hafði hitt þar um leið og
Veronicu. liti kannski inn og
gæfi honum þær upplýsingar
sem hann vildi fá. En ungfrú
Henken leit ekki inn.
Það var meðan hann sat við
litla borðið og drakk tíunda
kaffibollann þennan dag og
fannst hann næstum ölvaður af
ÞIÖÐVIIIINN
Föstudagur 14. ágúst 1964
ðlln þessu samþjappaða koffeini
sem hann hafði látið ofaní sig,
að hann mundi eftir dr. Gilder-
meister.
— Klukkan fimm á hverjum
degi fer hann til sálfræðingsins
síns, mundi hann að Veronica
hafði sagt. Og í annað skipti á
stöndinni hjá Fregene: Dr. Gild-
ermeister hann er Austurríkis-
maður frá Innsbruck. Ég verð
að aðvara yður, ungfrú góð. Ró-
bert er mjög viðkvæmur per-
sónuleiki. Það voru þá fréttir,
splunkunýjar frá Innspruck.
Jack jspratt á fætur og lagði
fimmhundruðlíruseðil fyrir kaff-
ið sitt undir disk á borðinu til
þess að hann fyki ekki burt.
Hann gekk innfyrir og að síma-
klefanum og beið þolinmóður
meðan ungur maður i leður-
jakka fletti í símaskránni og
skrifaði nöfn og heimilisföng í
litla. kámuga, svarta vasabók.
Jack hugsaði með sér að hann
væri eins og vinnuþjófur sem
væri að gera lista yfir fómar-
lömb næsta árs. Loksins var
maðurinn í leðurjakkanum bú-
inn og Jack fletti upp í G-un-
um. Að vísu var aldrei hægt að
finna neitt í símaskrám í borg-
um Evrópu. en læknir. meira
að segja sálfræðingur. verður að
hafa þar nafn sitt og heimilis-
fang, svo að sjúklingamir geti
44
fundið það. Jack varð undrandi
þegar hann varð þess var að
hendur hans skulfu. og þegár
hann fann loksins nafnið, átti
hann óhægt með að lesa staf-
ina í lélegri birtunni og hann
varð að reka nefið alveg niður
að síðunni til að geta lesið Gild-
ermeister. Dr. J. C. og heimilis-
fang á Via Monte Parioli og
sfmanúmerið.
Hann byrjaði að velja númer
læknisins en hætti. Hann leit á
úrið sitt. Klukkan var fimmtán
mínútur yfir þrjú. Kiukkan
fimm á hverjum degi hafði Ver-
onica sagt. Hann hikaði. en svo
ákvað hann að bíða til klukkan
fimm svo að hann gæti sjálfur
talað við Bresach.
Á leiðinrri heim á hótelið
munaði minnstu að maður á
vespu æki á hann, og maðurinn
brosti til hans vingjamlega og
með fyrirgefningu í svipnum
um leið og Jack hentist upp á
gangstéttina aftur. I París hefði
maðurinn áreiðanlega hvæst
Sal con undir svipuðum kring-
umstæðum. Það hafði svo sem
sína kosti að vera í ítalíu.
Á hótelinu beið hans flugpóst-
bréf frá syni hans. Hann opn-
aði bréfið um leið og hann var
kominn upp í herbergi sín og
las það standandi hjá opnum
glugganum, og sólskinið féll á
vélritaðar síðumar.
— Pabbi, byrjaði bréfið. Ég
var einmitt að lesa bréfið sem
þú skrifaðir mér úr flugvélinni.
og það er ástæðulaust að þegja
yfir því hvað mér finnst um
bréfið eða að reyna að vera
kurteis.
Ég hef andstyggð á því.
Og það sem meira er, ég hef
andstyggð á því líferni sem ger-
ir það að verkum að faðir skuli
getað skrifað syni sínum á þenn-
an hátt.
Ö, guð minn góður. hugsaði
Jack, ekki í dag! Sem snöggvast
langaði hann mest til að vöðla
bréfinu saman og fleygja því i
bréfakörfuna. En svo nsyddi
hann sjálfan sig til að lesa það.
— Fyrst og fremst í sambandi
við ungfrú Mac Carthy. Ég full-
vissa þig um, að ef við giffcum
okkur munum við sjá til þess að
það sé til framhúðar. Ég frábið
mér að kaldhæðinn munaðar-
seggur sem hefur flakkað milli
kvenna gefi mér heilræði í sam-
bandi við ástina. Láttu þér ekki
detta í htig, þótt þú hafir varla
nennt að hafa samband við mig,
að ég sé algerlega fáfróður um
þig.
Það fóru sársaukaviprur um
andlitið á Jack þegar hann las
þetta. Móðir hans hefur frætt
hann um staðreyndir lífsins.
Míns lífs, Ef hann vissi bara
hvernig það hefur verið f raun
og veru. Kannski skrifa ég h->n-
um sannleikann — að ég iðrist
ekki lausungarinnar, heldur
allra þeirra fjölmörgu skipta
sem ég hef haldið -aftur af mér.
Hvað skyldi hreinlífismaðurinn
segja við því?
— Og hvað viðkemur hinni
svokölluðu pólitísku starfsemi
minni. hélt bréfið áfram, þá
hefurðu greinilega fengið upp-
lýsingar frá móður minni. sem
er móðursjúk1, taugaveikluð
kona, og ég efast ekki um að
bú hefur átt þinn þátt í að fram-
kalla það ástand. Hún er gift
kúguðum. þriðja flokks manni
sem sæmilega gefinn tíu ára
krakki. getur ekki tekið alvar-
lega. Hvað þig snertir. þá ger-
ir staða þín sem þú virðist vera
svo hreykinn af, allt sem þú seg-
ir harla tortryggilegt. Atvinna
þín. laun þín. þægilegt líf þilt
í París með léttúðarfullri eigin-
konu, allt þetta byggist á því gð
þú sért vikalipur gervikarl.
Heimta hershöfðingjarnir stærri
sprengjur og fleiri tilraunir? Þú
neyðist til að samþykkja það.
Eykst geislavirknin óhugnanlega
um allan heim? Þú neyðist til
að láta sem það sé kommúnista-
áróður og blaður óábyrgra að-
ila. Finnst flestu venjulegu fólki
það vera álíka viturlegt að fá
Þjóðverjum atómvopn og að fá
geðveikum afbrotamanni hlaðna
skammbyssu? Þú neyðist til að
vera þeirrar skoðunar að Þjóð-
verjar séu vingjarnlegt og gott
fólk sem hafi fengið heiður sinn
flekkaðan af illu umtali. Eg
fór í skyndi frá París i fyrra-
sumar vegna þess að ég vildi
ekki segja þér allt þetta. En nú
hefur þú með bréfi þínu neytt
mig til að segja álit mitt.
Þú ráðleggur mér að vera hóf-
samur. Eins og þú sjálfur, er
ekki svo? Hófsemi þín er keypt
og í bréfi þínu nefnir þú launin
sem ég get vænzt að fá fyrir
mína. Ég skal þér. að ef
allir væru eins ir og þú, þá
myndi hófsemi okkar fljótlega
gera heiminn að óskapnaði van-
skapninga og rústa.
Þú skrifar að ríkið sé albúið
til að refsa þeim mönnum sem
ráðast gegn stefnu þess i stjóm-
málurp. Ég veit að með þessu
gerðirðu þér vonir um að stöðva
mig í að ráðast gegn stefnu,
sem mér finnst ómannúðleg og
stappi sjálfsmorði næst. Sem
svar vil ég nota nákvæmlega
sömu röksemdimar til að reyna
að fá þig til að losa þig úr
kerfinu, þar sem hver athöfn
þín, þótt hún sé einskis virði og
meinlaus í sjálfri sér. er þegj-
andi stuöningur og samþykki.
Þú ert ekki nógu hátt settur til
að beita þér gegn stefnunni inn-
an frá. Hið eina sem þú getur
gert er að hlýða.
Ef þú heldur að þú hlýðir
heilbrigðum og skynsamlegum
skipunum sem muni leiða til
betri og friðsamlegri heims ertu
auli og ég vil ekkert hafa sam-
an við þig að sælda. Ef þú hlýð-
ir af ótta og vegna þess að þú
ert hneigður fyrir munað, ertu
huglaus og ég viþ ekkert hafa
saman við þig að sælda. Ef þú
ákveður einhvem tíma að losa
þig úr þessu og snúa aftur heim
til Bandaríkjanna og segja álit
þitt þar sem það skiptir málf,
þá jnun ég með gleði líta á þig
sem föður minn. Steven.
Flugpóstsarkimar skulfu í
-höndum Jacks þegar hann var
búinn að lesa. Hann var niður-
dreginn og yfirbugaður. Þessu
kom ég af stað, hugsaði hann.
kvöldið sem ég horfði niður í
vögguna í Tólfta stræti og var
leiður yfir því að hann skyldi
nokkum tíma hafa fæðzt.
Þetta eru endalokin, hugsaði
hann og vöðlaði bréfinu saman
í kúlu og fleygði henni í bréfa-
körfuna og settist á skrifborðs-
brúnina og hendur hans skulfu.
Það kom ekki til greina að
svara þessu á neinn hátt. Það
var risinn á milli þeirra múr
af hatri og yfirlæti, sem ekki
yrði brotinn niður.
Hann minntist með ógeði lýs-
ingar sonarins á Helenu: Héra-
lega konan þín. Fífl getur hann
verið, hugsaði hann, hún er
kát og geðgóð. ekki héraleg.
Jafnvel tuttugu og tveggja ára
maður ætti að geta gert grein-
armun á því.
Ég ætti að vera ennþá sorg-
bitnari, nu.gsaði Jack og horíði
á samartvöðíað bréf'ð í bréfa-
körfunni. Raunverulegur faðir
væri örvílnaður. Sjálfur var
SKOTTA
„Hefurðu nokkurntívna séð jafn fallegan og glæsilegan mann, stelp-
urnar verða vitlausar í hann, þegar hann fær sér bíl“.
Flugsýn hJ. sími 18S23
FLUGSKÖLl
^ Kennsla fyrir einkaflugpróf — atvinnuflugpróf.
Kennsla I NÆTURFLUGI
TFIRLANDSFLUGI
BLINDFLUGI.
Bókleg kennsla fyrir atvinnuflugpróf byrjar í nóvember
og er dagskóli. — Bókleg námskeið fyrir einkaflugpróí,
vor og haust.
FLUGSÝN h.f. sími 18823.
FERÐIZT
MED
LANDSÝN
• Selium farseðla með flugvéfum og
skipum
Greiðsluskilmálar Loftleiða:
• FLOGIÐ STRAX — FARGJALD
GREITT SÍÐAR
• Skipuleggjum hópferðir og ein-
staklingsferðir
REYNIÐ VIÐSKIPTIN
FERÐASKRIFSTOFAN
LANDSViN.^
TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — REYKJAVÍK.
UMBOÐ LOETLEIÐA.