Þjóðviljinn - 14.08.1964, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 14.08.1964, Blaðsíða 2
SlDA ÞJÓÐVILIINN FSstudagur 14. ágúst 1964 Félagsráðgjafi (social worker) óskast til starfa við sjúkrastofn- anir borgarinnar frá 1. íjan. 1965. Umsóknir með upplýsingum um nám og fyrri störf sendist sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur, Heilsu- verndarstöðinni fyrir 1. sept. n.k. Reykjavík, 13. ágúst 1964 Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur. Aðstoðarlæknir Vantar að sjúkrahúsinu á Selfossi 1. október næst- komandi. Upplýsingar um starfið gefa yfirlækn- irinn og ráðsmaður sjúkrahússins. Umsóknir sendist stjórn sjúkrahússins fyrir 1. september næstkomandi. Sjúkrahúsið á Selfossi. Aövörun um stöðvun atvinnurekstrar vegna vanskila á söluskatti 1964. Samkvæmt kröfu tollstjórans í Reykjavík og heimild í lögum nr- 10, 22. marz 1960, verður at- vinnurekstur þeirra fyrirtækja hér.í umdæminu, sem enn skulda söluskatt 2- ársfjórðungs 1964, svo og söluskatt eldri ára, stöðvaður, þar til þau hafa gert full skil á hinum vangreiddu gjöldum ásamt áföllnura dráttarvöxtum og kostnaði. Þeir sem vilja komast hjá stöðvun, verða að gera full skil nú þegar til tollstjóraskrifstofunnar, Arnarhvoli. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 13. ágúst 1964. Sigurjón Sigurðsson. Nessókn Reykjavík Safnaðarfélög Nessóknar efna til kirkju- og skemmtiferðar fyrir safnaðarfólk n.k. sunnudag 16- ágúst rrteð m.s- Akraborg til Akraness. Messað þar, séra Frank M. HalLdórsson prédikar en séra Jón Thorarensen þjónar fyrir altari, síðan ekið um Borgarfjarðarhérað. Þátttaka tilkynnist, og nánari upplýsingar í síma 16783, föstudag kl. 1—5, laugardag. kl. 10—12, á öðrum tíma í síma 17736. Farseðlar seldir í Nes- kirkju á sama tíma. Safnaðarfélög Nessóknar. FERÐABÍLAR 9 til 17 farþega Hlercedes-Benz hópferðabílar af nýjustn grerð, til leigu 1 lengrri og skemmri ferðir — Afgrreiðsla alla virka daga. kvöld og um helgar i síma 20969 HARALDUR EGGERTSSON, Grettisgötu 52. Sýningar LR á liðnu ieikárí 150 í iðnó, sætanýtingin 82% ■ Á síðasta leikári hafði L-eikfélag Reykjavíkur alls 150 sýningar í gömlu Iðnó eða fleiri en nokkru sinni áður á einu leikári. Aðsókn að leiksýning- unum var mjög mikil eða 82% sætanýting. Þetta kom fram á nýafstöðn- um aðalfundi Leikfélags Reyk.ia- víkur, en svofellda fréttatilkynn- ingu hefur félagið sent Þjóðvilj- anum; „Nýlega var haldinn aðalfund- ur Leikfélags Revkjavíkur. For- maður, Helgi Skúlason, setti fundinn, en Sveinn Einarsson leikhússtiórj flutti síðan skýrslu um starfsemi leikhússins í vetur. Það var góðæri hiá Leikfélagi Reyk.iavíkur í vetur eins og leik- árið áður Sýnd voru samtals 6 leikrit. tvö þeirra íslenz'k og leikið samtals 150 sinnum í Iðnó. en iafn margar hafa sýn- ingar félagsins aldrei« verið á einu leikári I fyrra voru þær 120. Það bar við á úmánuðum að f.iögur leikrit voru • í sýningu samtímis, en það mun ekki hafa gerzt í Iðnó áður. Höfuðástæð- an var sú. að i vetur voru bætt nokkuð skilyrði til leiktjalda- geymslu. Auk sýninganna í Reykiavík voru þriár sýningar -utanbæiar og í vor var efnt til leikfarar tii Eæreyia með Hart í bak Sú ferð var bin mesta sig- urför og var leikið 5 sinnum í Havnar Siónleikarhúsi. Um 30 leikarar komu fram í sýningum félagsins í vetur. en alls um 40 manns að nemendum og aukaleikurum meðtöldum. Leikstiórar voru fiórir, einn þeirra erlendur, Thomas Mac Anna, sem var fyrsti gestaleik- stióri Leikfélagsins í fimmtán ár. Auk leiksýninganna stóð Leik- félagið fyrir kvikmyndasýning- um, umræðufundum og fyrir- lestrahaldi á leikárinu. Það starfrækti leiklistarskóla; kenn- arar við skólann voru 9„en nem- endur nálega 30 í tveimur flokkum, byriendaflokki og fram- haldsflokki Fiórir nemendur luku í vor burtfararprófi eftir þri.ggia ára nám. Á leikárinu lét hússtiórn Iðnó gera miklar breytingar á fata- geymslu og aðgöngumiðasölu. 02 skrifstofa leikhússins fluttist í ný húsakynni. Sýningar félagsins hlutu í heild góða dóma og undirtektir^ áhorfenda, enda var aðsókn m.iög mikil, sætanýting 82%. Að lokinni skýrslu leikhús- st.ióra voru umræður um hús- byggingarmál félagsins og mál- inu vísað til leikhúsráðs. Stióm félagsins skipa nú Helgi Skúlason formaður, Stein- dór Hiörleifsson ritari og Guð- mundur Pálsson meðst.iómandi. f varastiórn: Karl Sigurfisson og Gissur Pálsson, en frestað var kosningu varaformanns til fram- haldsaðalfundar í haust. íslendingur Esper- antohöfundur ársins Baldur Ragnarsson. ■ Heimsþing esperant- ista, hið 49. í röðinni, var haldið í Haag dagana 1. til 8. ágúst. Þingið sóttu hálft þriðja þúsUnd esper- antistar frá fjörutiu lönd- um. í sambandi við þing- ið starfaði hinn árlegi KODACHROMEII (lSdin) KODACHROME X (19 din) Þér getið treyst Kodak filmum — mest seldu filmum í heimi — LITFILMUR KODAK litfilmur skila réttari litum og skarþari myndum en nokkrar aðrar litfilmur. wsé IPETM Bankastræti - Sími 20313 sumarháskóli Almenna Esperantosambandsins, þar sem háskólaprófessor- ar og kennarar frá ýms- um löndum heims fluttu fyrirlestra á esperanto. Jafnhliða aðalþinginu voru haldin í Haag. 34. alþjóða- þing blindra esperantista og 9. alþjóðamót barna og unglinga, sem tala esper- anto- I lok þingsins til- kynnti dómnefnd, að ís- lendingur, Baldur Ragn- arsson, hefði hlotið viður- kenninguna „Esperanto- höfundur ársins" fyrir þýðingar sínar á esperanto úr íslenzkum fornbók- menntum og á tveimur ljóðabókum Þorsteins frá Hamri. Eftir Baldur Ragn- arsson hafa áður komið út tvær frumsamdar ljóðabækur, önnur á esp- eranto, hin á íslenzku- (Frá Sambandi ís- lenzkra esperantista). Enn auðgast Ford Ford Motor Company í Detroit hefur nú tilkynnt þaö, að nettótekjur félagsins fyrir annan fjórðung þessa árs hafi verið hvorki meira né minna en 179.700.999 dalir. Er þetta 15% hærra en upphæð tilsvar- andi ársfjórðungs í fyrra. Sýning Lcikfélags Rcykjavíkur á leikriti Jean Paul Sartre „Fang- amir í AItona“ vakti mikla athygli, hlaut góða dóma og var vel sótt. Á myndinni sjást þau Sigríður Hagalín og Helgi Skúla- son í hlutvcrkum sinum í leiknum. Áköf herferð gegn Jaumukomnta' NEW YORK 12/8 — Nú er mögnuð hörð áróðurshrífl gegn Jakob Javits öldungardeildar- þingmanni Republikana, «em hefur neitað að styðja forseta- efni flokksins Barry Goldwater. f umfangsmikilli póst- og síma- áróðursherferð gegn Javits er því haldið fram að hann sé laumukommi. Það er skorað á almenning að hringja í ákveðin símanúmer í New York, Fíladelfíu og öðrum bandarískum boirgum þar sem hægt er að heyra segulbands- upptöku, þar sem sagt er frá því að Javits sé hundrað prós- ent laumukommúnisti og standi hann í stöðugu sambandi við þekkta leiðtoga kommúnista. Röddin, sem kallar sig rödd frelsisins, skýrir frá því að frekari upplýsingar um Javits sé hægt að fá með því að skrifa ákveðnu pósthólfi. Síðustu daga hefur prentuðum áróðri einnig verið dreift ’í New York með samsvarandi árásum á öldungadeildarfþingmanninn. Á sama tíma er verið að reyna að brúa bilin innan Repúblik- anaflokksins eftir sundrungina, sem varð. í flokknum, þegar Barry Goldwater var útnefndur forsetaefni hans. í dag kemur saman fundur æðstu leiðtoga flokksins sem haldinn verður í Hershey í Pensylvaníuriki. Með- al þeirra sem fundinn sitja verða Eisenhower og William Scranton, sem var einn helzti andstæðingur Goldwaters í bar- áttunni fyrir forsetaframböðið. Skammt- að frelsi Morgunblaðið kveðst hafa tekið upp þann hátt „að leyfa frjálsa hugsun á síð- um sínum”, og á þar við pistla þá sem Sigufður A. Magnússon fær að birta á afviknum stað í Lesbók Morgunblaðsins. Kveður Morgunblaðið ekki hafa ver- ið vanþörf á þessari ný- hreytni því önnur skrif hafi verið til marks um þá skoð- un „að þroski íslenzks al- mennings hafi ekki þokazt lengra inn í nútímann en gömlu fjallvegirnir, sem farn- ir voru fyrir þúsundum ára”, enda hafi engum verið „liðið að stíga fæti út af öræfaslóð þess gamla þrönglyndis, sem allt of lengi hefur þjakað íslenzka blaðamennsku”. Skuli skrif Morgunblaðsins nú vera „opinn vet'vangur en ekki kalkaðar grafir þrönglyndra skoðana” Það fagnaðarríka frelsi sem Morgunblaðið talar um hefur birzt í því að Sigurður A. Magnússon hefur til að mynda barizt gegn dátasjón- varpi, beitt sér gegn því að hermennimir af Keflavíkur- flugvelli fengju að flæða eft- irlitslaust um landið og gagn- rýnt skattpíningu stjómar- valdanna og óheiðarleg skrif stjórnarblaðanna í því sam- bandi. Þannig verða hvers- dagslegustu sannindi Þjóðvilj- ans að háleitu frelsi um leið og þau birtast á síðum Morg- unblaðsins. En hvers vegna er frelsið svona nauwit skammtað? Hinn frjálsi dálk- ur Sigurðar A. Magnússönar hefur að meðaltali birzt einu- sinni í hálfum mánuði að undanförnu, en á sama tíma birtast 1499 dálkar af öræfa- slóð þrönglyndisins. Er hin- um eina dálki Sigurðar ekki einmitt ætlað að fá lesendur Morgunblaðsins til að sætta sig við að hírast áfram x kölkuðum gröfum þröng- lyndra skoðana, á svipaðan hátt og öryggisloki kemur í veg fyrir að ketill springi? Austri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.