Þjóðviljinn - 14.08.1964, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.08.1964, Blaðsíða 4
4 SIÐA HÓÐVILJINN Fðstudagur 14. ágúst 1964 Otgefandi: Sameinmgarflokkur alþýðu — SósíaUstaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sígurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjarnason. Fréttaritstjóri: Sigurður V Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust 19, Sími 17-500 (5 linur) Áskriftarverð kl 90,00 á mánuði. Synjað um rétt/æti JJíkisstjórnin hefur nú synjað öllum meginkröf- um stjórnarandstöðunnar um' endurmat á skött- um og útsvörum. Eru þessi viðbrögð ríkisstjórn- arinnar þeim mun óskiljanlegri og alvarlegri, þar sem jafnt málgögn stjórnarinnar sem stjórnar- andstöðunnar hafa staðfest að hækkanirnar á sköttum og útsvörum séu langt umfram það, sem heilbrigt geti talizt. Viðskiptamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, játaði þessa staðreynd í Alþýðublað- inu þann 8. ágúst sl. og segir þar m.a orðrétt, að út- svars- og skattstigarnir hafi „ekki verið lækkaðir eins mikið og nauðsynlegt hefði verið til þess að einstaklingar og félög greiddu yfirleitt hlutfalls- lega jafnmikið til opinberra þarfa, af tekjum sín- um og t.d. ári áður“. í þessu felst bein viðurkenn- ing þess, að skattarnir séu hærri en ríkisstjórnin hafi til ætlazt við lagabreytingarnar á síðasta þingi. Ekkert virtist því sjálfsagðara en að ríkis- stjórnin yrði þegar við kröfunni um endurmat skatta og útsvara. Synjun hennar verður því ekki skilin á annan hátt en full brigð á loforðum stjórn- arinnar frá því í vor um að tryggja launastéttum landsins óskertan kaupmátt tekna á þessu ári. Hér er þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar að rýra kaup- mátt launafólks því haldið áfram í formi skatt-! píningar. gin meginástæðan fyrir kröfunni um endurmat skatta og útsvara, er það hróplega ranglæti og misræmi í álögum, sem stafar af stórfelldari skatt- svikum nú en nokkru sinni hafa þekkzt dæmi til. Alþýðublaðinu fórust m.a. svo orð um það efni í leiðara sínum, að ekki væri „hægt að hækka op- inber gjöld um 50 — 100% á öllum þorra heiðar- legra íslendinga á sama tíma og fjöldi þeirra auð- manna, sem sjálfir geta ráðið framtölum sínum, sleppa að mestu leyti“. Og í öðrum leiðara Alþýðu- blaðsins um þessi efni segir svo: „Þegar jáfn stór- kostleg svik eiga sér stað og nú gerast fyrir allra augum, mótmæla fastlaunamenn og munu halda áfram að mótmæla, þar til úr er bætt“. / ^lger synjun ríkisstjórnarinnar á endurmati skatta og útsvara er því hnefahögg í andlit allra launþega, um leið og skattsvikurunum er hossað enn hærra og því lýst óbeint yfir, að þeir þurfi ekkert að óttast um sinn hag. Svar ríkis- stjórnarinnar er jafnframt alger hunzun á þeim skoðunum, sem Alþýðublaðið hefur sett fram und- anfarið. Hvemig bregzt Benedikt Gröndal ritstjóri þess og alþingismaður við hunzun ríkisstjórnar- innar á þeim sjónarmiðum, sem hann hefur túlk- að í blaði sínu og áreiðanlega eru í samræmi við skoðanir yfirgnæfandi meirihluta Alþýðuflokks- manna? En hver svo sem viðbrögð Alþýðublaðs- ins verða, mun það ásannast, að Alþýðublaðið hafði rétt fyrir sér, þegar það sagði, að fas'tlauna- menn mótmæli skattaálagningunni og „munu balda áfram að mótmæla þar til úr er bætt“. Og þau mótmæli hljóta nú að beinast gegn því, að ríkisstjórnin hefur með svari sínu synjað launa- fólki um réttlæti í skattamálunum. — b. Bermuda - KR 2:2 í jöfnum leik ■ Það verður ekki annað sagt en þessir dökku gestir okkar séu geðþekkir leikmenn, og á köfl- um sýna þeir tilþrif sem eru betri og knatt- spyrnulegri en hjá okkar mönnum. Þeir eiga til smáaðgerðir, sem sýna að þeir hugsa og hafa leikni til að útfæra þær. Leikur þeirra er líka meira leikandi en hjá okkar knattspyrnumönn- um. Þó verður ekki sagt að þeir hafi haft yfir- burði hvað snerti gang leiksins í heild í fyrra- kvöld, það lá ekki minna á 'Bermúda en KR. Það var sem sagt sótt og varizt á báða bóga. Hraði Bermúdamanna var samt mun meiri, þeir leika meir strax er þeir fá knöttinn og þessvegna var samleikur þeirra oft samfelldari en KR. Samt tókst þeim ekki að skapa sér opin tækifæri og það sama var um KR að segja, þótt leikmenn beggja liða gerðu nokkuð að því að skjóta í tíma og ótíma. Þó, voru Bermúdamenn heldur nær sigr- inum, ef allt er tekið með í reikninginn. Heldur gerðist lítið í leikn- um til að byrja með og fátt sem verulega var athyglisvert. Þó fékk hægri innherji Berm- udamanna klapp er hann tók strax knött úr hornspyrnu og þrumaði á markið, en skotið kom í varnarmann, og þar elti lánið KR, því að skotið var í góðri hæð. Litlu síðar fá Bermudamenn aftur horn, og er Daniels, mið- vörðurinn kominn fram og skallar mjög vel. Varð Heimir að slá knöttinn í horn. Þegar liðinn var rúmur stundarfjórðungur af leik varð Heimir að yfirgefa völlinn; hann hafði fengið högg á auga- brún og varð að sauma það saman. Guttormur Ólafsson úr Þrótti fór þá í markið. Eitt skemmtilegasta áhlaup sem kom í leiknum gerði Ber- múda-liðið á 27. mínútu leiks- ins. Var . þar bæði hraði og leikni sem var meistaralega sameinað. Endaði þetta með skoti, sem þó gaf ekki mark. A 30. mínútu eiga Bermúda- menn gott áhlaup, sem endar með því að miðherjinn skýtur hörkuskoti að marki KR, Gutt- ormur fær naumlega varið þannig að knötturinn lendir í þverslá og þaðan upp og út yfir til vinstri, en þá er sami maður þangað kominn og skallar að markinu aftur, og lendir knötturinn þá hjá vinstri innherjanum. sem tekst að koma honum innfyrir línuna. Á 37. mín er vinstri inn- herjinn að sleppa innfyrir vörnina en Bjarni bjargaði þar á síðustu stundu, og lauk fyrri hálfleik því 1:0 fyrir Bermúda- menn. ELLERT JAFNAR Síðari hálfleikur var ekki nema 5 mín. gamall þegar KR- ingar áttu áhlaup upp miðju vallarins, og sendi Ellert knöttinn út til Sigurþórs sem sendi hann aftur i góðri hæð fyrir Ellert sem skallaði óverjandi í mark óg jafnaði 1:1. Á 16. mínútu leiksins fær Gunnar Felixson bezta tæki- færi leiksins, er hann spymir að mannlausu- marki frá víta- teig, en markmaður hafði kom- ið langt út til að reyna að loka, en skotið fór framhjá markinu, eða réttara sagt knötturinn sveif framhjá, því að þetta var ekkí skot í þeirri merkingu. A 22. mín. voru Bermúda- menn í sókn, og hrökk knött- urinn úr KR-jngi til' vinstri innherja sem komst þá innfyr- ir og notaði sér tækifærið mjög vel og skoraði óverjandi fyrir Guttorm, og þar með hafði Bermúda tekið aftur for- ustuna 2:1. Leikurinn helzt stöðugt jafn og tvísýnn, og sækja KR-ing- ar stundum allfast og skellur hurð nærri hælum við mark Bermúda, en öllu er bjargað. Á 38. mínútu fær Gunnar Guðmannsson knöttinn og ein- leikur með hann upp að enda- mörkum og sendi hann þaðan fyrir, og nær Ellert því að skalla. Knötturinn lendir til Jóns Sigurðssonar sem er írír Hér á myndinni sézt Sveinn kljást við um knöttinn, en EUert (t.v.) fylgist með. cinn Bermudamanninn — (Ljósm. Bjarnleifur). á vítateig og skorar með hörku skoti óverjandi: 2:2. Og við það sat. „LOK AÆFIN G“ Þessi leiþur var að sjálf- sögðu kaerkomin „genéral- prufa“ hjá KR fyrir leikinn við Liverpool á mánudaginn kemur, en svo kemur spurn- ingin hvort leikur þessi svari nokkru um það hvort vel hafi tekizt eða ekki, og hvort hann lofi góðri frammistöðu og hreki hrakspárnar um mögu- leika KR í þeirri eldraun. Sennilega getur enginn sagt, að leikur KR lofi góðu, ef leikurinn í fyrrakvöld er lagð- ur til grundvallar, því að at- vinnumennirnir brezku eru engin lömb að leika sér við. Hitt er svo annað mál, að KR- ingar geta öllum iþróttamönn- um fremur selt sig dýrt og barizt þegar heiður og sæmd KR er annarsvegar. En þeir verða að setja upp meiri hraða, leitá meira hver annars, leika styttra, því að langspyrn- ur verða þeim brezku ekki erfiðar. Og þeir verða að fá leik sinn meira leikandi en á móti Bermúda, þó brá fyrif smá- köflum sem voru góðir. Jón Sigurðsson sést hér skora síðara niark KR í eo markvörður sem sést lengst t.h. fær ekkert leiknum við Bermuda. Bakvörður rcyolr að verja, að gert. — (Ljósm. Bjarnleifur Bjamlc-ifsson). Sigurdór er nú kominn aftur í KR-liðið og styrkir það liðið til muna. Hann var þó ekki eins virkur og áður, enda naumast kominn í þjálfun enn eftir hléið, en sótti sig er á leið. Þorgeir var nokkra stund að átta sig, en átti góðan síð- ari hálfleik. Bjarni átti í mikl- um erfiðleikum með útherjann sinn, sem var mjög leikinn og brellinn með knöttinn. Hreiðar var betri en í landsleiknum, en var ekki með í síðari hálf- leik, en í hans stað lék ungur maður, Ársæll Kjartansson, og slapp vel. Þórður átti einn bezta leik sinn til þessa. Sveinn Jónsson vann mikið. en það er eins og manni finn- ist hann ekki fá nóg útúr erf- iði sínu. Ellert var bezti mað- ur framlínunnar. Nafnarnir Felixson og Guðmannsson áttu einnig nokkuð sæmilegan leik. Jón Sigurðsson var oft óhepp- inn með sendingar sínar, eins og hann er þó leikinn með knöttinn. Guttormur í markinu stóð sig vel og fyllti skarð Heimis ágætlega. Sem heild ætti KR-liðið að geta fengið meira útúr leik sínum en það náði móti Bermúda. Varnarskipulagið sem mun verða móti Liverpool tókst nokkuð vel, og vafalaust bíða menn í ofvæni eftir mánudeg- inum, og þá fyrst fáum við sönnun fyrir því hvort vel hef- ur tekizt móti Bermúda eða ekki. Bermúda kom nú með nýjan markmann, sem virtist mun ör- uggari en hinn, annars var lið- ið lítið breytt. Beztu menn þeirra voru miðvörðurinn, miðherjinn, hægri bakvörður og hægri framvörður auk hægri útherjans sem áður var getið. Þótt knattspyrna þessara manna sé ekki sérlega stór- brotin er einhvern veginn gáman að horfa á þá, maður er sannfærður um, að þeir eru að leika sér og njóta þess. Enginn þeirra Bermúdamanna fékk sinadrátt að þessu sinni, og má vera að þeir séu farir að venjast þessum mjúka velli, en þeirra vellir í þurrkunum eru harðari og léttari að hlaupa á þeim., Dómari var Haukur Óskars- son og dæmdi vel. Frimann. I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.