Þjóðviljinn - 14.08.1964, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 14.08.1964, Blaðsíða 3
Pðstudagur 14. ágúst 1964 ■ — —— ....... ... .....» '■ i"" ■ vmrnsm SÍÐA 3 Óhæfa að þeir njóti forréttinda þegar Tyrkir eru ofsóttir á Kýpur, segir talsmaðu r Tyrkjastjórnar Hótað brottfíutningi Grikkja úr Tyrklandi Loftárásir Tyrkja á Kýpur ANKARA 13/8 — Talsmaður tyrknesku stjórnarinnar sagði í dag að allir grískir þegnar sem búsettir eru í Tyrk- landi myndu verða fluttir nauðugir úr landi heim til Grikk- lands ef gríska stjómin hætti ekki skilyrðislausum stuðn- ingi sínum við stjórn Makariosar á Kýpur. Talsmaðurinn sagði að Tyrkir gsetu ekki sætt sig við að þessir útlendingar fengju að hafa bú- sety í Tyrklandi og njóta þar forréttinda á meðan þúsundir Tyrkja væru ofsóttar á Kýpur og bannaðar allar bjargir, m. a. neitað um vatn. Hann tók þó um leið fram að tyrkneska stjórnin væri sann- færð um að þegar til lengdar léti myndi sambúð Grikkja og Tyrkja batna. Þeir þörfnuðust hvorir annarra. Inönii forsætisherra væri sérstaklega hugað um að viðhalda samvinnu Grikkja og Tyrkja og forðast hvers konar árekstra sem ekki yrði aftur fyr- ir bætt. Svar til Krústjoffs Inönú hefur sent Krústjoff, forsætisráðherra Sovétríkjanna, svar við boðskap þeim sem hann sendi Tyrkjum til að vara þá við afleiðingum af hernaðarof- beldi þeirra gegn Kýpurbúum. Inönú segir að Tyrkir hafi lagt sig alla fram við að leysa Kýp- urdeiluna með samningum, en begar þeir hafi farið fram á það við ö ryggisráðið að það fjallaði um deiiuna hefðu Grikkir hafið árásir á bæi Tyrkja á eynni. Friðvænlegra Eftir fréttum sem borizt hafa til Ankara frá Kýpur að dæma er ástandið þar nú friðvænlegra en verið hefur undanfarna viku. Hvergi hefur frétzt af átökum milli Grikkja og Tyrkja, en þeir siðarnefndu eiga í miklum erfið- leikum að sögn talsmanna tyrk- nesku stjórnarinnar. 1 Paphos hefur verið lokað fyrir al'lar vatnsleiðslur til tyrk- neska hveriisms og í Nikósíu og víða annar staðar fá Tyrkir ekki benzín eða annað eldsneyti. Tals- maðurinn sagði að ef þessu yrði haldið áfram mjmdi tyrkneska stjómin nauðbeygð að nota sér heimild í samningi frá 1923 til þess að reka alla gríska þegna úr landi. Grivas tekinn við Skýrt var frá því í Aþenu í dag að Grivas, sem á sínum tíma stjómaði skæruhemaði Kýpur- búa gegn Bretum, hefði tekið við stjórn þjóðvarnarliðsins á Kýp- ur. Karayannis hershöfðingi, sem verið hefur foringi þess, hefur sagt af sér og er ástæðan talin sú að hann hafi verið andvigur árásunym á þorp Tyrkja, sem þeir notuðu sem átyllu fyrir loft- árásimar á eyna. Bandarísk tillaga Dean ' Acheson, fyrrverandi ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, sem verður viðstaddur viðræð- umar um Kýpur í Genf sem á- heymarfulltrúi er sagður munu leggja fram tillögu til lausnar deilunni á þann veg að Kýpur verði sambandsríki Grikklands, en Tyrkir fái herstöð á eynni. Skoðanakönnun í Bretiandi Ihaldsflokkurinn er aftur ai sækja sig LONDON 13/8 — Verkamanna-1 ar sú að flestir hinna óráðnu flokkurinn í Bretlandi hefur kjósa þann flokkinn sem situr aftur misst mest af því forskoti | við völd. sem hann hafði fcngið fram yf- Myndirnar eru teknar þegar Tyrkir gerðu árásir s ínar á Kýpur um síðustu helgi. Efri myndin er af einu skipi Kýpurstjómar sem varð fyrir spren gjum Tyrkja. Á þcirri ncðri sjást skipverjar bera særðan fé laga sinn. --------------------------------<*> Kynjþáttaóeirðir enn í New Jersey PATERSON 13/8 — Aftur í gær urðu kynþáttaóeirðir í New Jersey ríki í Bandaríkjunum, í þetta sinn í bænum Paterson, en þar höfðu einnig orðið upp- þot í fyrrakvöld. Óeirðirnar í gær urðu sam- tímis þvi sem *borgarstjórinn, Frank Graves. sat á fundi með leiðtogum blökkumanna í borg- inni. Minnstu munaði að hann yrði sjálfur fyrir tómri flösku þegar hann kom á fundinn. Lög- reglustjórinn í Paterson sagði að það hefðu einkum verið ungling- ar, bæði hvítir og dökkir. sem staðið hefðu fyrir ólátunum og hefðu þeir notað tækifærið til að brjótast inn í verzlanir og ræna og rupla. Nokkrir voru handteknir í Paterson og bænum Elisabeth í ''vrrakvöld, sakaðir um innbrot. Engin uppþot hafa orðið síð- ustu daga í Jersey City í New Jersey þar sem blóðugar óeirðir urðu í síðustu viku, en lögregl- an þar hefur enn mikinn við- búnað. ir íhaldsflokkinn, ef trúa má niðurstöðum skoðanakönnunar sem birtar voru í London í dag. Fyrri skoðanakannanir höfðu sýnt að Verkamannaflokkurinn hafði það mikið fylgi fram yfir íhaldsflokkinn að hann gat gert sér vonir um að fá um 100 þing- sæta meirihluta í kosningunum í haust, en samkvæmt þesari síð_ ustu könnun er sá meirihluti nú ekki meiri en sem samsvarar 0,6 prósentum Það myndi ekki nægja flokknum til meirihluta á þingi vegna hinnar ranglátu kjördæmaskipunar sem er í- haldsmönnum i vil heldur myndi íhaldsflokkurinn fá um 30 þing- sæta meirihluta. ef atkvæði féllu þannig. Á það er þó bent að ekki sé fýllilega að treysta þessum nið- urstöðum, einkum þar serþ tæplega fjórðungur kjösenda (24%) heíur enn ekki skipað sér í flokka. Venjan er hins veg- Einn af lestarræningjunum er sloppinn úr fangelsinu Afplánaði 31 árs fangelsisdóm, er nú leitað um.allt Bretland, en hefur sennilega þégar komizt úr landi LONDON 13/8 — Scotland Yard leitar nú um allt Bret* land að einum höfuðpaurinum 1 hinu mikla lestarráni Sem ir framið var við London í fyrra, Charles Frederick Wilson, en honum tókst að sleppa úr fangelsi við Birmingham í gær, þar sem hann afplánaði 31 árs fangelsisdóm. > , Lögreglan leitar einnig ljós- hærðrar konu á fertugsaldri, sem sást í kyrrstæðum bíl skammt frá fangelsinu rétt áður en Wil- Uppreisnarherinn í Kongó á undanhaldi ELISABETHVILLE 13/8 r- Upp- reisnarherinn sem síðan i byrj- un júní hefur haft bæinn Al- fcertville í Norður-Katanga á valdi sínu virðist nú í þann veg- inn að halda burt þaðan. Fréttir sem borizt hafa til El- isabethville i Suöur-Katanga herma að uppreisnarmenn séu mjög eirðarlausir, en ekki er ljóst hvernig stendur á því að þeir ætla að hörfa frá bænum. Sagt er að þeir séu famir úr samgöngumiðstóðinni Kabalo í Norður-Katanga og stefni þaðan til Kasongo og Kindu i Kívú- fylki. Uppreisnarmenn höfðu annars komið frá Kasongo og tekið Kabalo fyrir nokkrum vik- son flúði úr fangelsinu. Hún hafði sézt í slagtogi með tveimur karlmönnum hálftíma fyrir flótt- ann. Sennilegt er talið að þetta hafi verið eiginkona Wilsons, sem fyrir mánuði sagði að það fangelsi væri ekki til í Bretlandi sem maður hennar myndi ekki geta flúið úr. ) Kominn úr landi? Enda þótt WÚsons sé ieitað um allt Bretland og þó einkum í Birmingham og nágrenni, er tal- ið sennilegt að honum hafi þeg- ar tekizt að flýja land og hafi flugvél beðið ferðbúin að flytja hann burt strax eftir flóttann úr fangelsinu. Hættulcgir Lögregluforinginn sem stjómar leitinni, Gerald Baumer, segir að Wilson og félagar hans sem að- stouuðu hann við flótann séu hættulegir menn og til alis vís- Þeir séu vafalaust vopnaðir og muni ekki hika við að beita vopnum sínum, ef þer komast í hann krappan. 300 miljónir Ránsfengurinn var 2,5 milj- ónir sterlingspunda eða um 300 miljónir króna og hefur aðeins hafzt upp ,á óverulegum hluta hans. Grunur leikur á að megn- inu hafi verið komið úr landi og nokkrir ræningjanna eru enn lausir og áreiðanlega erlendis. Flestir þeirra hafa þó náðst og voiu dæmdir í óvenju þungar fangélsisrefsingar. Orðrómur Fangi einn sem verið hafði i næsta klefa við Wilson í fang- elsinu en látinn var laus í dag segir að orðrómur hafi verið á kreiki um að Wilson ætlaði að flýja, en allt hafi verið með eðli- legum hætti í fangelsinu þegar flóttinn átti sér stað. Hann sagði að Wilson hefði verið kyrrlátur og fáskiptinn. Hann vann á klaxð- skerastofu fangelsisins og hafði þar 20 krónur á viku í kaup. Goldwater segir að Johnson hafí heimilað að beitt sé kjarnavopnum í Vietnam WASHINGTON 13/8 — Barry Goldwater, forsetaefni Repúblik- ana, sagði í gær á fundi með foringjum Repúblikana í bænum Hershey í Pennsylvaníu að greinargerð Johnsons forseta um þær fyrirskipanir sem hann hefði gefið vegna stríðsins í Vietnam bæri með sér að forsetinn hefði heimilað herforingjum Bandaríkjanna þar að beiita kjarnavopnum ef þeir teldu það nauðsynlegt. Þessari túlkun Goldwaters á ummælum Johnsons forseta var neitað afdráttarlaust í Hvíta húsinu í dag,. 1 gærkvöld gáfu þeir Dean Rusk utanríkisráðherra og Ro- bert McNamara landvarnaráð- heiTa út sameiginlega yfirlýs- ingu þar sem sagt var að túlk- un Goldwaters á ummælum for- setans væri bæði ástæðulaus og ábyrgðarlaus, og í dag sagði blaðafulltrúi Johnsons, George Reedy, að í greinargerð forset- ans hefði ekki verið minnzt einu orði á notkun kjarnavopna. 1 fyrirmælum forsetans til yfir- manna sjöunda flotans og bandaríska hersins í Suður-Asíu hefði heldur ekki verið minnzt á kjarnavopn. ♦ i i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.