Þjóðviljinn - 15.08.1964, Blaðsíða 5
Largardagur 15. ágúst 1964 --
Vi/ja stuðning
Ku klux klun
Dean Burch, formaður Repú-
blikanaflokksins bandaríska,
hefur nú slegið því föstu, að
flokkurinn hafi ekkert á móti
þvi að njóta stuðnings Ku
klux klan, þó með þeim fyrir-
vara, að samtökin séu ekkert
að burðast við að reyna að
steypa stjóm landsins af stóli.
„Við aettum nú ekki annað
eftir en biðja einhvem um
að vera svo vingjarnlegur og
kjósa okkur ekki“, sagði flokks-
formaðurinn í sjónvarpsviðtali
nýlega.
Burch var að því spurður i
umræddu viðtali, hvernig
Goldwater hefði hugsað sér
að hljóta atkvæði blökku-
manna ef hann nyti stuðnings
Ku klux klan og hefði þar að
ajuki greitt atkvæði gegn
Mannréttindalöggjöfinni. Því
svaraði flokksformaðurinn á þá
leið, og mun flestum þykja
nokkuð langsótt skýring, að
Goldwater myndi hljóta at-
kvæði þeirra blökkumanna. er
„þráðu betri stjóm“. For-
maðurinn kvaðst þess ella full-
viss, að Goldwater myndi tak-
ast að vinna bug* á „tilfinn-
ingavandamálum" i sambandi
við afstöðu hans til Mannrétt-
indalöggj afarinnar.
Svo kveða
Svíar
Vandamálið er, að hún vill
nærri því alltaf hjónaband en
hann aukaaðild.
(Salon Gahlin).
ÞlðÐVILIINN
SlÐA
Myndin er af hvíturn unglingaskríl I Suðurríkjum Bandaríkjanna,
sem gerir aðsúg að blökkumönnum. Það er siíkt og þvílíkt glóru-
la’ust ofstæki sem Goldwater hyggst Iáta verða sér til fram-
dráttar í þessum hlutum landsins við forsetakosningarnar.
Verkalýðsleiðtogar
gegn Goldwater
Ferðaðist til ísrael og fékk
nazistaáróður í veganestið
Samtimis því sem fréttir ber-
ast af auknu fylgi Goldwaters
meðal hvítra ofsatrúarmanna j
Suðurrjkjum Bandaríkjanna,
hafa verkalýðsleiðtogar Iands- *
ins lýst andstöðu við forseta-
framboð hans.
í yfirlýsingu sem gefin var
út eftir stjórnarfund í verka-
lýðssamböndunum American
Federation of Labor og Con-
gress of Industrial Organiza-
fions, segir, að stefnuskrá
Repúblikanaflokksins eigi að-
eins fyrirlitningu skilið og sé
sjálfsagt að hafna henni með
öllu. Verkalýðssambönd þessi
telja yfir 15 miljónir félags-
manna.
- í- yfirlýsingunni- var oð vísu
Goldwater ekki nefndur á
nafn, en talsmaður verkalýðs-
sambandanna lét svo um mælt, j
að ef taka skyldi ummæli !
frambjöðandans alvarlega væri i
svo helzt að sjá, að hann teldi I
Bandaríkjunum bezt borgið án
allra verkalýðsfélaga yfirleitt. j
Þá kvað talsmaðurinn verka- ■
lýðssambðndin mundu styðja I
með ráðum og dáð Mannrétt-
indalöggjöfina og gera það sem
í þeirra valdi stæði til þess
að tryggja framgang hennar.
332
wállsmor8 úr
Eiffelfurni
332 manns hafa nú frpmið
sjálfsmorð með því að varpa
sér út af Eiffelturninum í Par-
ís Turninn er nú 75 ára gam-
afl.
Siðasta sjálfsmorðið framdi
26 ára. r^amall Frakki og kast-
aði hann sér út af neðsta palli
turnsins. Daginn áður hafði
rúmlega þrítug kona framið
sjálfsmorð með því að kasta
sér frá sama stað.
Enda þótt strangur vörður
sé hafður um turninn tekst
iafnan nokkrum rhönnum ár-
lega að svipta sig lífi á þenn-
an hátt.
Danskur ferðamaður, stadd-
ur i fsrael. varð ekki alls fyr-
ir löngu fyrir óvæntri reynslu.
Er hann tók að glugga í pésa
þá, er ferðaskrifstofan hafði
látið honum í té er hann hé't
til Landsins helga, komst hann
að raun um það, að einn þeirra
hafði inni að halda hreinan
nazistaáróður gegn Gyðingum.
Hér gaf meðal annars að
líta eftirfarandi:
Robert Kennedy
í framboði
I
NEW YORK 13/8 — Það er nú
talið vist að innan skamms muni
Robert Kennedy dómsmálaráð-
herra láta af embætti og til-
kynna jafnframt að hann muni
bjóða sig fram í New York til
öldungardeildarinnar í kosning-
unum í haust. Framtíð Kenne-
dys hefur verið óráðin síðan
Johnson forseti tilkynnti að
hvorki hann né aðrir ráðherrar
kæmu til greina sem varafor-
setaefni Demokrata.
Hár aldur er helvíti konunn-
ar. — (Ninon de Lenclos).
Eins og ég var að segja hér
aðan ...
(Luis de León, hann tók aftur
til við fyrirlestur sem rofinn
hafði verið af fimm ára fang-
elsisvist).
AHir hafa einhvern brest,
á ölluvn hittist galli.
og öllum getur yfirsézt
— einnig þeim á Fjalli.
(Þingeysk vísa).
— ísrael hefur í sannleika
sagt ruðzt inn í hús annars
manns, rutt húsgögnum fyrir
dyrnar en komið byssum fyri>'
við gluggann af ótta við héim-
komu eigandans og fjölskyldu
h?ms. Þetta gífurlega rán á
ættlandi einnar miljónar
Araba verður aldrei viður-
kennt.....
— Grimmileg ógnarherferð
er Israel beitti í viðureigninni
við hina arabísku íbúa Pales-
tínu, var fordæmd af Bema-
dotte sáluga greifa, sem myrt-
ur vap af Gyðingum í Jerú-
salem í september 1948. Þessa
ógnarherferð kalla nú Gyð-
ingar í kaldýðgi sinni „sigur-
inn í stríðinu gegn Aröbum. .“
furðulega ferðaskrifstofubæk-
lngi talað um fjöldamorð Gyð-
inga, sem hvergi komist í hálf-
kvisti við framferði SS. Bæk-
lingnum lýkur með þeim orð-
um, að lausn Palestínuvanda-
málsins sé ekki fólgin í skaða-
bótum, heldur þurfi breytingar
á landamæraskipun að koma
þar til.
Sá heitir Henry Cattan. sem
skráður er höfundur að þessu
„upplýsingariti". og er ritið
prentað í Jerúsalem í prent-
.verki hinnar grísku kirkju þar
í borg. Það var í Árósum, sem
ferðamaðurinn fékk ritið í
hendur og kom í ljós, að
ferðaskrifstofan hafði ekki haft
fyrir því að kynna sér efni
þess og innihald. Upplagið
verður nú eyðilagt. _
Ennfremur er í þessum
Skutu Natófánann
\
í Færeyjum niður
■ í herstöð Atlanzhafsbandalagsins, sem staðsett er í
Dimmadal í Faereyjum, skeði ekki alls fyrir löngu
hádramatískur atburður. Tveir óbreyttir danskir her-
menn, sem löngu voru leiðir á stöðu sinni sem út-
verðir hins vestræna lýðræðis í Færeyjum, héldu smá-
vegis hóf og þótti viðeigandi hápunktur veizlunnar
að skjóta niður Natófánann sem yfir herstöðinni blakti.
Þeir tóku sér sinn hvorn riffilinn í hönd, skutu á
fánalínuna úr 300 m fjaríægð — og hittu. Hægt og
einkar virðulega sveif fáninn til jarðar, eyjaskeggj-
um til óblandinnar ánæg’ju.
■ Blaðið 14. september í Færeyjum, sem frá þessu skýr-
ir, segir að soldátarnir hafi fyrst um sinn mátt dúsa
nokkra daga í myrkrastofu herstöðvarinnar. Síðan
voru þeir sendir heim t’il Danmerkur — og hver 'ú’eit
nema til þess hafi leikurinn verið gerður.
■ Krafan um það að þetta vígbúnaðarhreiður Atlanz-
hafsbandalagsins í Færeyjum verði niður lagt hefur
undanfarin ár verið borin fram af æ meira afli. Von-
andi er þetta fánamál fyrirboði þess, að við þeirri
kröfu verði orðið áður en langt um líður.
I
,,Og hefur þú þá f-yrirgjört bæði fé og friði. En ef þú sigr-
ast á Haraldi konungi, 'þá muntu heita drottinsviki". Jarl
studdi og þessa ræðu með Finni. En er Hákon hugsaði þetta
fyrir sér, þá lauk hann það upp, er honum bjó í skapi; segir
svo: „Ég mun sættast við Harald konung, ef hann vill gifta
mér Ragnhildi, dóttur Magnúss konungs Ölafssonar, frænd-
konu sína, með þvílíkri heimanfylg.iu, sem henni sómir og
henni líkar" Finnur segir að hann vill þessu játa af konungs-
hendi. Staðfesta þeir þetta máí milli sín. Síðan fer Finnur
norður aftur til Þrándheims. Settist þá niður þessi ófriður og
agi (óró), svo að konungur hélt þá enn ríki sínu í friði innan
lands, því að þá var niður drepið sambandi því öllu, er frænd-
ur Indriða höfðu haft til mótstöðu við Harald konung.
En er sú stefna kom, er Hákon skyldi vilja þessara einkamála,
þá fór hann á fund Haralds konungs. En er þeir taka tal sitt,
þá segir konungur, að hann vill halda allt það af sinni hendi,
sem í sætt hafði komið með þeim Finni. „Skaltu, Hákon“, seg-
ir konungur ,,tala mál þetta við Ragnhildi, hvort hún vill sam-
þykkja þetta ráð. En eigi er þér og engum öðrum að ráðanda
(fært að ráðast í það) að fá Ragnhildar, svo að eigi sé henn-
ar samþykki við“.
Siðan gekk Hákon á fund Ragnhildar og bar upp fyrir hana
bónorð þetta. Hún svarar svo: ,,Oft finn ég það, að mér er
aldauði Magnús konur.gur, faðir minn, ef ég skal giftast bónda
einum, þó að þú sért fríður maður eða vel búinn að íþrótt-
um. Ef Magnús konungur lifði, þá mundi hann eigi gifta
mig minna manni en konungi. Nú er þess eigi von, að ég
vilji giftast ótignum manni“.
*
i
t
*
4