Þjóðviljinn - 16.08.1964, Blaðsíða 1
Hverju nema skattsvikin — 3. síða
MTÓ: Erlend tíðindi - 7. síða
Maðurínn með öríð — 6. síða
í dag er Þjóðviljinn aft-
ur 12 síður og auk þess
fylgja honum að venju
Sunnudagur og Óska-
stundin.
Sunnudagur flytur m.a.
frásögn Jónasar Jóns-
sonar af kornraektartil-
raunum Búnaðardeildar,
niðurlag greinarinnar
Sumardagur á Kili eftir
Halldór Pétursson,_
Fyrsta fríið á ævinni
eftir Svein Sveinsson,
Sunnudagspistil Árna
Bergmanns: Skoðanir og
skynsemi og Sögu rit-
höfundar eftir Allan
Sillitoe. Ennfremur eru
í Sunnudegi Bridgeþátt-
ur, Bistrupsteikning,
krossgáta, verðlauna-
getraun o. Ð.
| Óskastundin flytur að
venju fjölbreytt efni og
myndir handa yngstu
lesendunum.
Enn á ný berast fréttir af möðkunum sem voru fluttir
inn frá Bandaríkjunum í lest m.s. Brúarfoss fyrir nokkru.
Nú eru þeir ekki lengur í Brúarfosslestinni heldur búið
að flytja híbýli þeirra, þ. e. mjölpokana, inn í Mjólkurfélag
Reykjavíkur og þaðan er þeim dreift sem góðri og gildri
vöru út um bæinn.
Fyrir nokkru var flutt inn frá
Bandaríkjunum hveiti og fóður-
kom með m/s Brúarfossi. Fljót-
lega, er farið var að skipa
kominu upp, kom í ljós að tor-
kennileg smákvikindi höfðu að-
setur sitt 1 því. Borgarlæknir
fór þegar á stúfana og rann-
sakaði skepnumar og gaf síðan
út tilkynningu um að engar
skemmdir hefðu orðið af völd-
um skordýranna í neyzluvöru
en aftur á móti hefði þessa orð-
ið vart í fóðurkorni. Síðan var
frá því sagt af vísindamönnum
hvers konar dýr þetta hefðu
verið og voru þau mynduð og
fest á pappír dagblaðanna.
Svo skyldu kvikindin svæld
úr híbýlum sínum og var þvf
allt saman borið niður í lest-
ina Brúarfossi og eitrun hafin.
Kvikindin létu sér ekki segjast
við eitrunina en meindýraeyðir
hér í bæ, sem við svælinguna
vann féll í öngvit er eitrið fór
inn fyrir grfmu hans. Enn var
reynt að svæla og þá í skemm-
um í landi en síðan hefur ver-
ið hljótt um málið um sinn.
1 gær gengu svo sögur um
bæinn á þann veg að marg-
nefndir maðkar væru nú enn
komnir á kreik og í þetta sinn
í hænsabúi Bakarmeistarafélags
Reykjavíkur í gamla Herskála-
hverfinu.
Á mánudaginn var voru
keyptir 15 pokar af komi hjá
Mjólkurfélagi Reykjavíkur fyrir
alifugla Bakarmeistarafélagsins.
Merkið utan á pokunum er
G.E.F. og auk þess stendur á
þeim eftirfarandi: Exchange inc.
Ithaca, New York.
Forstöðumaður hænsabúsins
varð fljótlega var við kvikind-
in og reyndi þegar í stað að
ná í borgarlækni, sem sendi
mann á vettvang á miðvikudag-
inn er tók sýnishom af kominu.
Síðan hefur ekkert frétzt af
niðurstöðum borgarlæknis
þessu máli en starfsmaður bús-
ins hefur þeim mun meira feng-
ið að vita af möðkunum. Hafa
þeir skriðið um allt húsið, sem Myndin hér að ofan er af UverpoolUðínu sem er Bretlandsmeistari í knattspymu og mun keppa
Framhald á 9. síðu. við lslandsmeistarana KR á Laugardalsvell iuum á morgun. Sjá nánar á íþróttasíðu.
Brezku meistararnir Liverpool
Hefur stjórnin þingmeirihluta
fyrir skattheimtustefnu sinni?
Stálu bíl og
óku bonum
útaf
f FYRRINÓTT var bifreiðinni
R-14909 sem er fólksbifreið,
Ford árgerð 1947, stolið frá
verkstæðinu að Síðumúla 13.
Bifreiðinni var síðan ekið
austur fyrir skíðaskálann í
Hveradölum en þar snéri
ökumaðurinn við og hélt á-
leiðis í bæinn. Á beygjunni
skammt austan við skíðaskála
ÆFR Ienti bifreiðin út af
veginum. Hefur hún þá verið
á mjög mikilli ferð því
dekkjaförin á veginum áður
en bíllinn fór út af mældust
24 metrar.
BIFREIÐIN FÓR norður af veg-
inum en vegarkanturinn er
þar fimm metra hár. Tókst
hún á loft aftur er hún kom
niður og kastaðist nokkra
metra og kom niður á topp-
inn. Enn tókst hún á loft og
kastaðist fjóra metra og valt
að lokum átta metra óg hafn-
aði á hjólunum.
BIFREIÐIN ER öll í tætlum
eftir þessa flugferð sem von
Framhald á 9. síðu.
1 umræðum um skattamálin hefur komið greinilega fram að
mjög er hæpið — og raunar ólíklegt — að ríkisstjómin hafi
þingmeirihluta fyrir skattpíningarstefnu sinni. Annað aðahnál-
gagn ríkisstjómarinnar, Alþýðublaðið, hefur lýst yfir þvi dag-
lega í hálfan mánuð að skattheimtan sé óheiðarleg og herfilega
ranglát, að launþegar mótmæli henni og muni halda áfram að
mótmæla þar til leiðrétting hefur fengizt. Ýms dæmi um þessa
baráttu Alþýðublaðsins em rakin í grein Austra á 3ju síðu.
★ Stjórnmálaritstjóri Alþýðúblaðsins er Benedikt Gröndal, en
hann er einnig einn af fulltrúum Alþýðuflokksins á þingi.
Naumast lætur hann Alþýðublaðið túlka einkaskoðanir sínar;
barátta blaðsins hlýtur að vera í samræmi við skoðanir mjög
verulegs hluta flokksins, jafnt óbreyttra fylgismanna sem for-
ustumannanna. En meirihluti stjómarinnar á þingi er aðeins
tvö atkvæði; ef tveir stjómarþingmenn snúast gegn aðgerðum,
sem ríkisstjórnin beitir sér fyrir, hefur hún ekki þingræðislegt
vald til að framkvæma þær og verður annahvort að breyta
um stefnu eða fara frá völdum.
★ Þannig em allar Iikur á að skattpíningarstefna ríkisstjómar-
innar styðjist ekki við þingmeirihluta, heldur sé ólögleg ein-
ræðisaðgerð. Og allavega gera skrif Alþýðublaðsins það óhjá-
kvæmilegt að það verði kannað með því að kalla Alþingi sam-
an til aukafundar, hvort ríkisstjómin hefur lýðræðislega heim-
ild samkvæmt stjórnarskránni til hinnar skefjalausu og rang-
látu skattheimtu sinnar. Þetta er þeim mun sjálfsagðara sem
hér er ekki um neitt smámál að ræða, heldur stórfelldar efna-
hagsaðgerðir sem breyta til muna kjömm flestra launþega.
Hafnarverkfall
yfirvofandi
LONDON 14/8 — Líkur eru nú
á því að hefjist nær algjört
verkfall hafnarverkamanna í
Englandi. Leiðtogar hafnarverka-
manna hafa einróma hafnað sið-
asta launatilboði atvinnurek-
enda.
Gerðar verða þó nýjar til-
raunir til þess að ná samkomu-
lagi með deiluaðilum. Fulltrúar
verkamanna hafa krafizt launa-
hækkunar sem nemur um það
bil 150 fcl. krónum á viku. Síð-
asta tilboð atvinnurekenda nam
hinsvegar ekki nema tæpum 70
krónum.
Braggarnir að hverfa Ráðuneytisfundur á miðvikudag
20 ár em nú líðin síðan Reykjalundur hóf starfsemi sína og var
hún fyrst til húsa í bröggum sem nú er verið að rífa niður. Sjást
mennimir þrír sem að því vinna hér fyrir framan einn bragg-
ann en þeir heita talið frá vinstri; Jónatan Kristjánsson, Jón
Gestsson og Sigurjón Kjartansson. — Sjá 12. síðu.
Maíkarnir úr Brúarfossi eru
nú komnir ú stjú í Reykjavík
1Z3 Ályktun Alþýðusambands íslands um skatta-
•mál með kröfu um viðræður við ríkisstjórnina til
að rétta hlut verkafólks var í fyrradag send Gunn-
ari Thoroddsen, sem nú gegnir störfum forsætis-
ráðherra. í gær bárust Alþýðusambandinu boð frá
stjórnarráðinu þess efnis að vegna fjarveru ráð-
herra úr bænum væri ekki hægt að halda ráðuneyt-
isfund fyr en á miðvikudag, en þá yrði fundur
haldinn og erindi Alþýðusambandsins tekið fyrir.
Fékk 160%
hœkkun á
sköttunum!
* t gær hringdi tii okk-
ar iðnaðarmaður. Magnús
að nafni. Hann kvaðst
vera ehm af þessum
tveggja handa þrælum,
sem lagt hafa dag við nótt
síðustu ár, og hrökkva
tekjumar þó ekki alltof vel
til að standast óðaverðbólg-
una, sem stöðugt hefur
magnazt.
-Arl En þó keyrir um þver-
bak, þegar skattaálögum-
ar koma. Magnús kvaðst
hafa borgað 32.000.00 krón-
ur í opinber gjöld í fyrra,
en í ár er honum gert að
greiða 85.068,00 krónur.
Hækkunin er hvorki meira
né minna en 53.068.00
krónur, eða um 160%. Það
er hreint ekki furða þótt
Vísir og fleiri málgögn
stjómarinnar haldi því
fram, að skattalögunum
hafi verið breytt í þágu
launafólks! Að minnsta
kosti eru þær ekki svona
miklar hækkanimar á
kaupmönnum og forstjór-
um, eins og glöggt hefur
komið í Ijós í samanburði
Þjóðviljans undanfarið.
*
i
'I
4