Þjóðviljinn - 16.08.1964, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.08.1964, Blaðsíða 7
Sunnudagur 16 ágúst 1964 HðÐVIUINN SlÐA GENGNIN VID STADREYNDIR Viðbrögö Kínverja við loftárásunum á Norður-V ictnam hafa helzt verið þau, að fjöldafundir hafa verið haldnir um allt Kína í mótmælaskyni og ermyndin tekin á þeim fyrsta sem haldinn var f Peking og um hundrað þúsund manns voru á. bienphu, svo þeir tóku þann kost að yfirgefa Indó Kína, hefur aldrei verið til. Viet- minh, stjórnmáleforinginn Ho Chi Minh og Giap hershöfð- ingi eru samkvæmt frásögn fréttastjóra Vísis helber hugar- burður. Það sem gerðist var þetta: . . kínverskur inn- rásarh. (svo) hafði líkt og i Kóreu nokkrum árum áður iagt undir sig helminginn af því landi sem kallast Viet- nam. . .“ Yið þessa endileysu er svo prjónað í sama dúr. Til- vera Pathet Lao í Laos er kennd rétt einum „innrásarh." kommúnista og sú „inn- rás“ tilfærð sem hróplegt dæmi um hversu kommúnistar hafi rofið Genfarsamningana sem gerðir voi-u þegar Frakkar af- söluðu sér yfirráðum í Indó Kína. Hefði greinarhöfundur Vísis gert sér það ómak að kynna sér Genfarsamninginn um Lacs myndi hann hafa séð að eitt meginatriði samnings- ins fjallar einmitt um hversu sameina skuli yfirráðasvæði Pathet Lao öðrum hlutum landsins. Sameiningin var kom- in vel á veg þegar, uppreisn hægri manna. gerð með áeggj- an og íulltingi bandarísku leyniþjónustunnai; CIA, steypti stjóm hlutieysissinnans Sou- vana Pouma af stóli, með þeim afleiðingum að vopnaviðskipt’ hófust á ný og hefur vart slot- að sfðan. Sókn Pathet Lao í sumar fyigdi á eftir nýrri valdaránstilraun hægri manna, Hvernig sem menn annars líta á atburðarásina í Laos, og margt er vissulega á huldu um framvindu flókinnar valdabar- áttu í þessu frumstæða ríki, getur. ekki orkað tvímælis að í Vísisgreininni er gengið í berhögg við alkunnar og óum- deilanlégar staðreyndir. Sama verður uppi á teningn- um þegar Þorsteinn Thor- arensen fer að ræða Genfar- samninginn um skiptingu Viet- nam. Eitt aðalatriði þess samnings var að landið skyldi sameinað með almennum kosningum innan ákveðins tíma. Þetta samningsákvæði rauf stjórn Ngo Dinh Diem i Saigon með fulltingi Banda- ríkjanna, þverneitaði að efna til atkvæðágreiðslunnar sem ráð var fyrir gert í Genfarsamn- ingnum. Eftir þetta samnings- rof hófst skæruhernaðurinn í Suður-Vietnam á ný. Herseta Bandaríkjamanna í Súður- Vietnam, þar sem þeir hafa nú 16.000 manna lið og hyggj- ast fjölga því enn uppí 21.000, er freklegt brot á 19. gr. Genf- arsamningsins um bann við því að hin nýju ríki gerist að- ilar að hernaðarbandalögum. Á þetta atriði er sérstáklega bent í skýrsld alþjóðlegu eft- irlitsnefndarinnar i Vietnam sem birt var í júni 1962, Nefnd þessi, sem á að fylgjast með hvort Genfarsamningurinn sé haldinn, er skipuð fulltrúum frá Indlandi, Kanada og Pól- landi. Þessar staðreyndir eru virtar að vettugi í Vísisgrein- inni, en harmað hvað Banda- ríkjamenn hafi verið deigir að herja á kommúnista. Sérstak- lega er þeim hallmælt fyrir að láta afskiptalausa „innrás" þá í Laos sem aldrei hefur átt sér stað nema í frjórri ímynd- un greinarhöfundar. Aldrei þessu vant hefur Morgunblaðið heimskað sig einna minnst íslenzku NATÓ- blaðanna í skrifum um síðustu atburði í Suðaustur-Asíu, lát- ið sér nægja að slá því föstu að „Johnson forseti hafi gert rétt“ í að fyrirskipa árásirnar á N-Vietnam og í þeim að- gerðum njóti hann „stuðnings hins frjálsa heims". Eins og ritstjórnargrein úr Guardian, sem tilfærð var i upphafi þessa máls, ber með sér er þetta ofmselt hjá Morgunblað- inu, og sú grein er ekkert eins dæmi. Til ''dæmis sagði Verkamannaflokksblaðið New Statesman í forustugrein sinni 7. ágúst: „Allt styöur það álit að aðgerðir Bandaríkjanna séu misráðnar og háskalegar. Aug- ljóst er að stjórnmálaviðhorf hei'mafyrir hafa ráðið ékvörð- un Johnsons forseta að hefna með árásum á stöðvar á landi fyrir að því er virðist lítil- fjörlega árekstra á Tonkinflóa”. m.t.ó. Prestskosning Fyrir nokkru fór fram prests- kosning i Kálfastaðaprestakalli í Austur-Skaftafellssýslu. Taln- ing atkvæða fór fram á skrif- stofu biskups 11. þ.m. Kosninga. þátttaka var mjög góð. Greiddu 105 atkvæði af 160 sem á kjör- skrá voru. Umsækjandi, séra Fjalar Sig- urjónsson settur prestur þar, hlaut 104 atkvæði, 1 seðill var auður. Kosning var lögmæt. 39. DAGUR Síðan gekk Hákon á fund Haralds konungs og segir honum ræðu þeirra Ragnhildar, innir þá upp einkamál þeirra Finns. Var þá og Finnur hjá og fleiri menn, þeir er við raeðu þeirra Finns höfðu verið. Segir Hákon svo til allra þeirra vitnis, að svo var skilið, að konungur skyldi svo Ragnhildi heiman gera, að henni líkaði: „Nú vill hún eigi eiga ótiginn mann, þá megið þér gefa mér tignamafn. Hefi ég til þess ætt, að ég má heita jarl. og nokkra hluti aðra, að því er menn kalla“. Hákon fór þá þegar úr landi og hafði langskip vel skipað. Hann kom L-am suður í Danmörk og fór þegar á fund Sveins konungs, mágs síns. Tók konungur feginsamlega við hon- um og fékk honum þar veizlur miklar. Gerðist Hákon þar landvarnarmaður Sveins konungs fyrir víkingum, er mjög herj- uðu á Danaveldi, Vindur og aðrir Austurvegsmenn og svo Kúrir. Lá hann úti á herskipum vetur sem sumar. Konungur segir: „Ólafur konungur, bróðir minn, og Magn- ús konungur, sonur hans, þá er þeir réðu ríki, létu þeir einn jarl vera senn í landi. Hefi ég og svo gjört, síðan er ég var konungur. Vil ég eigi taka tign af Ormi jarli, þá er ég hefi áður gefið honum". Sá þá Hákon sitt mál, að það myndi ekki við gangast. IÁkaði honum þá stórilla. Finnur var og .allreiðu". Sögðu þeir, að konungur héldi ekki orð sín, og skildust að svo búnu. Frægasta boðorð vandaðrar blaðamennsku er reglan Scott ritstjóri Manchester Gu- ardían setti starfsmönnum sín- um: „ÍTtskýringar eru frjálsar en staðreyndir friðhelgar". Mönnum er frjálst að leggja út af atburðunum eins og hver héfur vit til, en það er afbrot gagnvart lesendum að rangfæra staðreyndir eða stinga undir stól atriðum sem máli skipta. Langt er nú síðan Scott gerði garðinn frægan í Manchester, blaðið sem hann aflaði heims- frægðar er flutt til London og heitir rétt og slétt Guardian, að nafninu til er það enn mál- gagn Frjálsljmdá flokksins, en síðan hann varð áhrifalaus í brezkum stjómmálum hefur það í rauninni stutt hægra arm Verkamannaflokksins. Var það einkum áberandi í átökunum milli Gáitskells og Bevans á sínum tíma. Guardian hefur alltaf verið mjög hliðhollt Bandarikjunum og stutt At- lanzhafsbandalagið af kappi. Þeim mun athyglisverðari er forustugrein þess 6. þessa mán- aðar. Þar segir meðal annars. undir fyrirsögninni „Johnson forseti færir út stríðið": Bandaríkin geta ekki vænzt þess að loftárásum þeirra á tundurskeytabátastöðvar og olíugeyma í Norður-Vietnam verði vel tekið í öðrum hlut- um heims. 1 fyrsta lagi verða þau að búast við að frásögn þeirra sjálfra af hvers vegna þær áttu sér stað mæti tölu- verðum efasemdum. . .. Her- stjóm Nofður-Vietnam segir að árásin á sunnudag hafi átt sér stað innan landhelgi sem Maddox hafi skert og engin árás hafi verið gerð á þriðju- daginn. Enga nauðsyn ber til að fallast á þessa frásögn, en fyrri reynsia. af „fréttastjórn- un“ frá Washington — til dæmis meðan Kúbuátökin stóðu og alltaf öðru hvoru síð- an stríðið í Vietnam hófst — gerir ráðlegt að taka hinni út- gáfunni einnig af varfæmi. Svb mikið er víst að margir — og ekki eingöngu kommún- istar — hljóta að freistast til grunsemda um að bandarísku árásimar, og þeir miklu flutn- ingar herafla til Suðaustur- Asíu sem nú fara fram, haíi verið ráðgert fyrir löngu ,og ekki þurft annað en hæfilegt tilefni (sem auðvelt var að búa til) svo framkvæmd gæti hafizt. Þegar öllu er á botninn hvolft er ekki búið að ræða svo sjaldan um árás norður á bóginn i Washington undanfarna mánuði, og nú er búið að gera hana, . . Yfirgnæfandi aflsmunur Bandaríkjunum i vil næg- ir þeim samt sem áður ekki TSÐINDI til sigurs í Vietnam. Stríðið vinnst eða tapast í Suður- Vietnam. og þar myndi það halda áfram enda þótt sérhver herstöð í NorðuiyVietnam væri moluð mélinu smætra. öll út- færsla á stríðinu er reyndar til þess fallin að stappa stál- inu í Vietcong; þar að auki er ekkert líklegra en að her- ská framkoma Bandaríkjanna verði til þess að almenningur fylki sér fastar um kommún- istastjómina í Norður-Vietnam, en á slfkri hressingu þurfti hún sannarlega að halda, jafn nöturleg og hún er orðin og árangúfsfýr í efnáhh'gsíriá'lúm. Með meiriháttar hernaðarað- gerðum eins og loftárásinni leikur Bandaríkjastjórn þann háskalega leik að leggja virð- ingu sína að. veði í uppátækj- um sem hljóta að misheppn- ast, og í því skyni að bjarga henni lætur hún leiðast út i enn verri ófærur næst þegar á reynir. Sú hefur verið saga stríðsins í Vietnam fram til þessa“. Þannig farast Guardlan orð um ástand og horfur i Vietnam. Fróðlegt er að bera niðurstöður hins brezka blaðs saman við það sem sum ís- lenzk blöð láta sér sæma að bera á borð fyrir lesendur sína um sama efni. I ritstjórnar- grein Alþýðublaðsins 8. ágúst segir til dæmis: „Svokailaðir skæruliðar, sem herjað hafa í Laos og Suður-Vietnam, eru fullþjálfaðir hermenn frá kommúnistaríkinu Norður-Viet- nam.“ Ekki reynir Alþýðu- blaðsritstjórinn að styðja full- yrðingu sína neinum rökum, enda yrðu þau vandfundin. Skæruherinn í Laos, Pathet Lao, hefur verið við lýði allt frá því um 1950 og barðist við nýlenduher Frakka árum saman áður en ríkið Norður- Vietnam varð til, Svipuðu máli .gegnir um Suður-Vietnam. Kjarni skæruhersins Vietcong hlaut þjálfun í frelsisstríðinu gegn Frökkum. Víðáttumikil svæði í óshólmum Mekongár- innar hafa verið á valdi skæruliða frá því þeir hófu baróttuna gegn Japönum í heimsstyrjöldinni síðari með öflugum stuðningi 1 bandarísku leyniþjónustunnar OSS. Þessir menn hafa barizt látlaust á föðurleifð sinni í tvo áratugi við erlenda óvini, fyrst Jap- ani. síðan Frakka og nú Banda- ríkjamenn. Aftur á móti er Nguyen Khanh, forsætisráð- herra í Saigon. gamall foringi úr franska nýlenduhernum. Hafi það verið ætlun Al- þýðublaðsritstjórans að setja met í óvandaðri um- gengni við staðreyndir um at- ' burðina í löndunum sem óður nefndust einu nafni Indó- Kína, er ekkert efamál að starfsbróðir hans við Vísi, Þor- steinn Thorarensen,' hefur orð- ið honum hlutskarpari. Hann hefur nefniléga unnið það af- rek að umturna í einni grein heilum kafla heimssögunnar síðustu áratugi. í fyrsta lagi hefur hann gert þá uppgötvun að herinn sem Frakkar héldu að hefði sigrað sig við Dien- i * i t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.