Þjóðviljinn - 16.08.1964, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.08.1964, Blaðsíða 4
4 SIÐA HOÐVIUINN Sunmidagur 16. ágúst 1864 Otgcfandi: Sameiningarflokkur alþýöu — Sósialistaflokk- urinn. — Ritstjórar: tvar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Siguröur Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V Friðþjófsson. Ritstjóm, gfgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust 19, Sími 17-500 (5 línur) Áskriftarverð kl 90,00 á mánuði Prófsteinn ^lþýðusamband íslands hefur nú farið fram á viðræður við ríkisstjórnina um skattamálin, enda ganga hinar gífurlegu hækkanir opinberra gjalda með öllu í berhögg við fyrirheit ríkisstjórn- arinnar í vor, eins og bent er á í bréfi ASÍ en þar segir svo: „Með þeim drápsklyfjum skatta, sem launþegum er nú.ætlað að bera, er algerlega rask- að grundvelli þeim, sem griðasáttmáli ríkisstjórn- arinnar og Alþýðusambandsins byggðist á. Þegar hann var gerður, voru allir fulltrúar verkalýðs- samtakanna, sem að honum stóðu, í góðri trú um að skattar myndu lækka, en ekki hækka a.m.k. á lágtekjum og miðlungstekjum. Ffrir því höfðu menn hátíðlegar yfirlýsingar og fyrirheit sjálfs fjármálaráðherrans, sem nú eru að engu oðin“. Þá er og á það bent í erindi Alþýðusambandsins, að greiðsluþoli vel flestra launþega er svo mjög of- boðið með hinum miklu skattaálögum, að í sum- um tilfellum verður ekkert eftir af tekjum manna 'til lífsframfæris, en á sama tíma er það augljóst, að „skattsvik vaða uppi og stórgróðafyrirtækjum og auðmönnum er hlíft við réttmætum skatta- byrðum“. Blöð ríkisstjórnarinnar hafa opinberlega játað þær staðreyndir, sem settar eru fram í bréfi Al- þýðusambandsins til ríkisstjómarinnar. Morgun- blaðið sagði f.d. í leiðara sínum s.l. föstudag, að fjöldi launamanna fengi nú „hærri skatta en til- ætlunin var“ með breytingunum, sem gerðar voru á skattalögunum í vetur. Þar með er játað, að fram- kvæmd laganna er andstæð anda þeirra og til- gangi, og því beinlínis siðferðileg skylda ríkis- stjórnarinnar að.gera ráðstafanir, sem hindra slíkt. Undirtektir ríkisstjómarinnar við bréfi Alþýðu- sambandsins verða því prófsteinn á siðferði henh- a í skattamálum, en þó umfram allt pröfsteinn á það, hver heilindi bjuggu að baki fyrirheita henn- ar um óskertan kaupmátt launa við samningaborð- ið í vor. Þetta eru atriði. sem launþegar munu fylgjast vel með. og á viðbrögðum ríkisstjórnar- innar nú veltur framkvæmd griðasáttmála Al- þvðusambandsins og ríkisstjórnarinnar frá því í .vor. ,Ranglætið stenáur' |jað eru augljósar blekkingar, þegar ríkisstjórnin og málgögn henna halda því fram, að endur- mat skatta og útsvara. byrfti að hafa í för með sér röskun og tafir á framkvæmdum bæjar- og sveit- arfélaga Á bað hefur verið bent. að ríkisstjórninni væri í lófa lasið að nota binn mikla tekjuafgang ríkissióðs sem ekki er annað en umfram álögur á landsmenn tii bess að framkvæmdir þvrftu ekki að tefiast meðan endurmat færi fram. Synjun ■^ikisstiórnarinnar á endurmati er árétt.ing bess að ..ranojætið stendur“ eins og Hannes á Horninú c-crTír í ATi-i•>r*ijt-ilaAinii í (jflpr A/Tönn sovria bví mí jvonr+ ,-■» V * qc+'Í ó vn i n cotli vór oð ^tart.io ,no toilo np? V. ran <rl ætim J «•*-' fellst hún á óhjákvæmlegar leið-1 réttingar. — b. SKÁKÞÁTTURINN EXS * -fr * -fr * j Tvær skákir Þótt alllangt sé nú liðið frá því að svæðakeppninni lauk langar mig til að sýna ykkur eina stutta vinnings skák Tais frá því móti. Fórnarlambið er Perumaðurinn Quinones. Hvítt: Tal Svart: Quinones Spánskur leikur 1. e4—e5 2. Rf3—Rc6 3. Bb5—Rf6 4. 0—0—Bc5 (Þetta afbrigði spánska leiks- ins hefur verið teflt nokkuð á undanförnum árum og má sér- staklega benda á Spasskí í því sambandi). 5. c3—0—0 6. d4—Bb6 7. dxe5—Rxe4 8. Dd5—Rc5 9. Bg5—Ret 10. Ddl—Re4 11. Bh4—d5 (Lykilleikurinn, svartur stendur nú allvel). 12. Rbd2—c6 13. Bd3—f5 14. exf6—Rxf6 15. Dc2—g6 16. Hael—Bf5 (Fram að þessu hefur skák- in teflzt eins og skák þeirra Bronsteins og O’Kelly í Hast- ings 1953—’54. Hvítur stendur ögn betur en um beina yfir- burði er ekki að raeða). 17. Re5—Bxd3 18. Dxd3—Rf5 19. Bg5—Dc7 20. He2—Dg7 Svartur má gæta sín nokkuð. Hér var t.d. 20. — Hae8 algjört sjálfsmorð vegna 21. Bxf6 — Hxf6 22. Rg4 og svartur glat- ar skiptamun). 21. Hfel—Rd6 22. Bxf6—Hxf6 (Fram að þessu hefur svart- ur teflt vel en nú verða hon- um á mistök, betra var að drepa með drottningunni ef þá 23. Rd7 — Df5 og 23. Rg4 myndi hann svara með Df4). 23. Rg4—Hf7 24. He6—Hd8 25. Hle2—Rf5 26. Rf3—Hd6 27. Rg5—He7 • Ekki var heilsusamlegt að drepa á e6 27. — Hxe6 28. Rxe6 — Dh8 29. — gxf5 30. Rh6 mát). 28. Hxe7—Rxe7 29. Re6—Gefið. (Svartur verður að gefa skiptamuninn strax annars verður hann mát eða missir drottninguna). * Gheorgihu, unglingaheims- meistarinn, gaf mótherjanum peð í byrjuninni en blés síð- an til sóknar með sporglaðan riddara í broddi fylkingar og varð staða hvíts brátt mjög varhugaverð og mátti hann að lokum gefast upp þar eð máti varð ekki forðað. 3. umferð, úrslitakeppni Hvítt P. Jongsma, Holland. Svart: Gheorgihu. 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3 Re3 Bg7 4. e4 0—0 5. Bg5 c5 6. d5 h6 7. Bh4 d6 8. f4 b5 9. cxb5 a6 10. bxa6 Da5 11. Dd2 Bxa6 12. Bxa6 Rxa6 13. Rf3 c4 14. 0—0 Rb4 15. Khl Rd3 16 Habl Hfb8 17. Rel Rxb2 18. e5 Rxd5 19. Dxd5 Dxc3 20 exd6 exd6 21 Dxd6 He8 22. f5 g5 23. Bg3 Df6 24. Ðc5 c3 25. Rc2 Hé2 26 Rb4 Dd4 27 Dd5 De4 28. HgL Hxg4 29. Dd5 Hxglt Hvítur gefur. 777 þús. sauífjár, 60 þús. nautgrípir og 30 þús. hestar ■ í ársbyrjun 1963 áttu landsmenn nær 60 þúsund naut- gripi, tala sauðfjár var 777 þúsund og hross liðlega 30 þúsund. Nautgripirnir voru álíka margir í byrjun síðasta árs og árið á undan, sauðfé fækkaði hinsvegar um 52 þús- und og hrossum um 626. Þessar upplýsingar er að finna í grein sem Arnór Sig- urjónssqn ritar um landbúnað- inn á fslandi á síðastliðnu ári ..f hýjásia hefti Arbókar land- búnaðarins. Þar segir m.a. um búfjáreignina og mjólkurfram- leiðsluna og sölu mjólkurvara. Búfjáreignin Tala búfjár í ársbyrjun 1963 (s. s. árslok 1962) reyndist sam- kvæmt talningu til búnaðar- skýrslu: Nautgripir: Fjölgun Kýr 39.960 1962 435 Geldnevti 8.751 1962 162 Kálfar 7.190 1962 116 Samtals 59.90) Fjöigun 1962 157 Sauöfé: Fækkun Ær 674.816 1962 30.034 Sauðir 947 1962 257 Hrútar 14.100 1962 438 Gem’. 87.437 1962 21.745 Samtals 777.300 Fækkun 1962 52.474 Fækkun Hross 30.482 1962 626 Nautgripum fjölgaði í Skaga- fjarðarsýslu um 204, Eyjafjarð- arsýslu um 151. Árnessýslu um 147. Dalasýslu um 115. Vest- ur-Húpavatnssýsiu um 57, Snæ- fellssýslu um .45, Suður-Þing- eyiarsýslu um 28. Borgarfjarð- arsýslu um 18- Vestur-Skafta- fellssýslu' um 1. Hins vegar fækkaði naritgripum um 107 í kaupstöðunum samanlagt. f Kjóssrsýslu um 123 j Gull- bringusýslu um 88. og lítils háttar i þeim sýslum, sem eigi hafa þeaar verið upp taldar. — Sauðfé fiölgaði um 432 ' Dalasvsiu. en fækkað’ í öll- um sýslum öðnim mest í Norð- ur-MúlasýsIu. alls um 753,> kindur eða rúmlega 1l°4i, bar næst í Árnessýslu um 6126 kindur eða tæplega 8°/n og * Suður-Þingeviarsýslu um 3566 kindur eðn 9n/n af fjártölunni árið á undan. Eigi er enn unn't að ' gera sér fullljóst, hvaða breytingar hafa orðið á bústofninum 1963. Þó er auðsýnt af vexti innveg- innar mjólkúr í mjólkurbúin, að kúm hefur fjölgað verulega og líklegt má telja, að kálfum og geldneytum hafi einnig fjölgað. Hins vegar er ljóst af sláturskýrslum frá sl. hausti. að sauðfé hefur fækkað. lík- lega ekki miklu minna en 1962. En að þessu sinn var fækkun sauðfjárins að verulegu leyti, líklega að einum þriðja hluta, i Suður-Dölum vegna niður- skurðar gegn mæðiveiki. Mjólkurframlciðslan og sala mjólkurvara Um framleiðslu mjólkur og sölu mjólkurvara 1963 skal aðallega vísað til skýrslu Framleiðsluráðs landbúnaðarins í 1. h. Arbókarinnar um þetta efni. Það skal þó endurtekið. að innvegin mjólk til mjólk- ursamlaganna á árinu nam 94.657 þús. kg, og var það rúmlega 6 milj. kg meiri mjólk en árið 1962, og f hundraðs- tölum 6.77% meiri- Auk inn- veginnar mjólkur í mjólkur- samlög nam önnur seld mjólk um 6.2 milj kg. Þá má gera ráð fyrir, að notuð hafi verið a.m.k 3.5 milj. kg mjólkur til skepnufóðurs, aðallega handa kálfum, og rúmlega 14 milj. kg til manneldis heima hjá framleiðendum. Alls hefur bví mjólkurframleiðslan á ár- inu verið um 118.5 milj. kg. er til nota hefur komið. en gera má ráð fyrir, að nál. 5% mjólkurinnar fari til spillis. frá þvf er hún kemtir úr spenanum bar til hún er vegin til sölu eða tekin til heimaneyzlu. Sala mjólkur og mjólkurvöru hélzt. f Hku horfi og undanfarin ár, og var neyzla mjélkur eins og hún er allra mest í öðrum bióðlöndum, iafnvel meiri en f nokkru landi öðru. Þó fóru smjör- og ostabirgðir talsvert vaxandi á árinu og voru smjör- bírgðimar 724 tonn í árslok 1963 en ostabirgðir 340.6 tonn. Seld voru á árinu ri! útlanda 220.5 tonn af osti og var út- Hutningsverð ostsiris kr 21.50 kg. eða um % heildsöluverðs ostsins innan lands. Kjötframleiðslan Aukning sauðfjárslátrunar- innar var mjög ör fyrstu árin eftir að fjárskiptunum lauk fram til ársins 1959. Árin 1959 og 1960 jókst slátrun í slátur- húsum lftið. fyrra árið a.n.l. vegna þess, að fénaður hafði ekki gengið vel frám um vorið, en a.n.l vegna nokkurrar fjölg- unar * ■sauðfjárins’ vm , haustið. SÍðara árið. 1960. vegna mikill- ar fjölgunar fjárins um haust- ið. Hins vegar varð mikil aukn- ing sauðfjárslátrunar haustið 1961. Þá voru fjárhöld mjög góð um vorið, lömb. er upp komust. óvénjulega mörg, en tala ásetningarfjár að haustinu þvf nær óbreytt frá haustinu á undan, og þó heldur fækkun en fjölgun sauðfjárins. Haustið 1962 var enn slátrað nærri 30 þús. fjár fleira en haustið á undan. 1961, en sú fjölgun slát- urfjárins var öll á kostnað þess að ásettu fé var fækkað, og var #þó fækkun líffjárins 22 þúsund- um meiri en fjölgun sláturfjár- ins. Hér kom það til. að lömb voru óvenjulega fá um haustið móts við ær veturinn á undan/ En síðast liðið haust varð slátr- un í fyrsta sinn síðan fjár- skiptunum lauk talsvert minna en næsta haust á undan, 1962. Og í þetta sinn er það ekki vegna þess, að sauðfé hafi fjölgað að nýju. heldur mun hafa verið talsvert færra fé á fóðrum síðast liðinn vetur ea veturinn 1962—63. Ástæðan til fækkunar sláturfjárins 1963 frá næsta hausti á undan er ein- faldlega sú, að sauðféð var miklu færra haustið 1963 en haustið 1962. Ærnar höfðu ver- ið 30 þús. færri 1962-—’63 en veturinn á undan. Þar við bættist. að tvílembur voru með færra móti vorið 1963 og lambahöld víða slæm. Því rná gera ráð fyrir, að lörrib er upp komust 1963, háfi .vérið- 50—60 búsundum færri en 1962. Auk bess var fullorðið fé 52 þús. færra. Alls hefur þá fjárfjöld- inn haustið 1963 verið 100—110 þús. minni en 1962. áður en slátrun hófst. Þó að slátrað væri nærri 71 þús. færra 1963 en haustið áður, hefur sauðfé sem á var sett, þó verið 30— 50 þús. færra 1963 en 1962. Þetta boðar enn minni slátrun næsta haust en síðast liðið haust. og þó einkum ef sumar- ið verður gott og sauðfé fjölg- ar að nýju á komandi hausti. Heimaslátrun sauðfjár var mjög svipuð 1963 og tvö naestu ár á undan, og má gera ráð fyr- ir. að kjöt af heimaslátruðu sauðfé hafi verið um 1050 tonn. Kjöt af nautgripum mun og Framhald á 9. síðu. RERJAFERÐ Verður sunnudaginn 23. ágúst kl. 8.30 f.H. Farið verður á Dragháls. Berjaleyfi innifalið. Lagt verður af stað frá Týsg. 3, stundvíslega. Þátttakendur þurfa að hafa með sér nesti. Þátttaka tilkynnist í skrifstofuna. ■ Getum séð hópum fyrir berjaferðum í ágætis berjalönd. Hafið samband við okkur tímanlega. FERÐASKRIFSTOFAN LAN □ SVN Týsgata 3. Sími 22890. P t r k L * I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.