Þjóðviljinn - 16.08.1964, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 16.08.1964, Blaðsíða 2
2 SlÐA ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 16. ágúst 1964 heimiliö Húsráð ■ Hvað er hægt að gera, þeg- ar maður verður fyrir því ó- happi að stór hluti af form- kökunni situr eftir í forminu, þegar henni er hvolft úr? Týn- ið brotin úr forminu, penslið þau með eggjahvítu og þrýstið þeim laglega á þeirra stað i kökunni. Að því lokpu látið kökuna bíða i um það bil hálf- tíma. B Það er engin ástæða að vera hræddur um pottaplönt- umar sínar. ef lagt er af stað í ferðalag út á land. Grafið aðeins pottana niður á skugg- saélum og skjólgóðum stað og gefið þá á vald regni og dögg. ■ Sendið húsráðið til Þjóð- viljans, Skólavörðustíg 19 og merkið umslag. ið „Heimilið og við”. Sænskur kvenrithöíundur skrifur um Konur—og annað fólk Eva Moberg er 32 ára sænsk- ur rithöfundur. sem varð fræg um alla Sviþjóð fyrir grein sína „Hin skilyrðisbundna lausn konunnar“ er birtist í bókinni „Ungt frjálslynt fólk“ vorið 1961. Grein þessi vakti mikið umtal og fjöldi fólks greip penna í hönd og mót- maelti þeim skoðunum er þar komu fram. Frk. Moberg, sem er ritstjóri tímaritsins ,.Hertha“ reis upp til varnar í blaði sínu og spunnust af þessu hin- ar skemmtilegustu rideilur. Nú er komin út í Svíþjóð bók, sem nefnist „Konur og annað fólk“, og hefur að geyma þann hluta er Eva lagði til ritdeilnanna, svo og nokkrar aðrár greinar um ýmiss kven- réttindamál 1 ofannefndri grein er helsta viðfangsefnið staða konunnar í nútímaþjóðfélagi. telur frk Moberg að það sé aðeins i orði kveðnu að konur hafi fullt jafnrétti á við karlmenn. Máli sínu til sönnunar bendir hún á að því sé haldið fram að þær hafi fullt frelsi til þess að þroska hæfileika sína, og velja hvaða starf og hvaða menntavegi, sem hugir þeirra girnast. En því sé alls ekki svo varið pví það hvíli óneit- anlega mest á herðum konunn- ar að fá þjóðféláginu í hend- ur nýjar. hraustar og siðmennt- aðar kynslóðir og þar af leið- andi hafi þe'm konum er óska að þroska aðra hæfileika sína verið gefin tvö hlutverk í líf- inu; en karlmaðurinn hafi nær alltaf aðeins einu hlutverki að gegna. „Auk þess, segir h.ún, er alltaf litið á karlmann, sem vitsmunaveru, en á konuna fyrst og frernst sem kynveru og í öðru lagi sem vitsmuna- veru. Hún er vanin við frá blautu barnsbeini af almenningsálit- inu, kvikmyndum. vikublöðum og auglýsingum að sjá tak- mark lífsins í karlmanninum -<S> UPPÞVOTTAVEL Á SÉRHVER GÓÐ HÚSMÓÐIR SRILIÐ..AU..EIGA. SÖLUUMBOU: DRÁTTARVÉLAR H.F. OG KAUPFÉLÖGIN VELADEILD og álíta að að aðalverkefni sitt sé að finna í hjónabandinu, að halda saman heimilinu og ala upp bömin". Því sé það að flestar konur séu nú annaðhvort bugaðar af breytu eða af slæmri sam- vizku eða hvorttveggja. Ann- aðhvort finni þær til nagandi óánægju yfir að hafa uppfyllt hið margumtalaða verkefni konunnar eða yfir því að hafa algerlega fórnað sér, fyrir það. Slíkt s.é hið mikla frelsi, sem konunni á að hafa hlotnast á síðustu árum og jafnréttið milli kynjanna. Og frk. Moberg heldur á- fram og ræðst á þrælkun kon- unnar á heimilinu og telur það alveg fráleitt að konan eigi að bera aðalábyrgð á upp- elci bamsins. því: ..Ekkert líf- fræðilegt samband er milli þess verknaðar að ala bam og gefa því brjóst og þess verknaðar að þvo föt þess, elda mat ofan í það, og reyna að gera það að góðum og heið- virðum manni. Vernd og upp- eldi bamsins er siðferðileg á- byrgð, sem á ekert skylt við kynhlutverk konunnar, en á að hvíla á þjóðfélaginu í heild“. Eva Moberg beinir ekki að- Eva Moberg eins skeytum sínum að karl- þjóðinni heldur leggur hún og töluverða áherzlu á það, að misrétti það ér konur búav við, sé að vérulegu leyti þeim sjálf- um að kenna, þeim hafi ekki tekizt að skoða sitt eigið' hlufe- verk og hlutverk karlmanns- ins 1 sama ljósi, — þær geri sjálfar ráð fyrir því að starf mannsins sé þýðingarmeira en þeirra eigið. i4 JT MEÐ KAFFINU Snúnir kransar 300 gr. smjörl., 150 gr syk- ur, 1 egg, 465 gr. hveitl. Hrærið smjörl. og sykurinn saman þar til það er hvítt og gljúpt, setjið eggið og hveitið út í og hnoðið deigið vel. Geymið deigið á köldum stað nokkurn tima og rúllið þvi síðan í lengjur er hafa álíka þykkt og litlifingur, skiptið lengjunum í ca. 15 cm. löng stykki og snúið þau saman tvö og tvö. Myndið kransa úr snúnu lengjunum. Lagðir á smurðar plötur og bakaðir í ca. 10 mínútur við 225 gr. hita. Úr þessu magni verða ca. 65 kökur. Heimabakað franskbrauð 14 kg. hveiti. 30 gr. perluger. 60 gr. brætt smjörl. ca. 14 Itr. mjólk. sléttfull tsk. salt. 1 matsk. sykur 1 eggjarauða (til þess að pensla með). Hveitið er sigtað. Gerið er leyst upp í nokkrum hluta mjólkurinnar. Syigui;, smjörlíki og ger sett saman við hveitið og öllu síðan bnoð_ að létt saman. Bakað í 20 mín- útur. Deigið er einnig hægt að nota í rúnstykki. Sykurkaka 3 egg, 214 dl. sykur, T dl rjómi (gjarnan súr), V2 dl. bráðið smjörl. 314 fll. hveiti, 1. tsk. gerpúlver, rifinn sítrónu- börkur. , Eggin þeytt vel, sykurinn settur út í og haldið áfram að þeyta unz blandan er orðin hvít og létt. Brædda smjörlík- inu og rjómanum blandað út í og rifna sítrónuberkinum. Að lokum er hveitið og gerið sett saman við. Deiginu hellt i vel smurt, breitt form og þakáð við ca. 175 gr. hita. Henríettu-kökur 100 gr. smjörl., 1O0 ér. sykur, 1 egg, 210 gr. hvéiti, 1 tsk. gerpúlver. 1 matsk. kakó, 1 tsk kanell, 50 gr. hakkaðar möndl- ur. Smjörl. brætt og kælt síð- an nokkra stund. Sykur og egg hrært í og hveitið, sem er blandað gerpúlverinu, kakóinu Og kanelnum. Hrærið aefgið vel áður en möndlurnar eru settar út í. Látið kólna í ca. klukkutíma, flatt út og; fer- hyrndar kökur skornar út úr því. Bakaðar við 225 gr. hita í ca. 10 mín. Úr þessu magni verða ca 75 kökur. H íií Kannizt þér við þennan kartöflurétt? Kartöflurn- ar eru afhýddar, bakaðar í ofni, teknar ýt, hól- aðar að innan, fylltar með kjötfarsi og settar aftur inn í ofninn og bakaðar nokkurn tíma í viðbót. i é

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.