Þjóðviljinn - 16.08.1964, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 16.08.1964, Blaðsíða 10
10 SÍÐA HÓÐVIUINN Sunnwdagur 16. ágúst 1954 — Ég er að leita að Robert Bresach, sagði Jack. Er hann heima? Hann gekk ögn nær, reiðubúinn að stinga fætinum í gættina, ef maðurinn reyndi að loka. En maðurinn hrópaði bara inn göngin: Kóbert. það er maður hér sem vill finna þig. Maður- inn talaði með erlendum hreim, ekki mjög áberandi en ekki auð- þekktum í svipinn. Ritvélarglamrið þagnaði. Segðu honum að koma inn, hrópaði rödd Bresachs. Maðurinn í peysunni brasti vingjamlega og hann hneigði sig örlítið, næstum riddaralega um leið og hann galopnaði dyrnar og gaf Jack merki um að ganga innfyrir. Ritvélin fór aftur að glamra meðan Jack var á leið- inni inn ganginn sem var fullur af fötum og þar hékk meðal annars khakiúlpa Bbesachs. Jack fór inn í herbergið. Það var lítið og óreglulegt í laginu en á því yoru tveir háir gluggar, sem yissu út að litlum svölum með jamrimlum fyrir og útum þá sást ringulreið af svölum, vin- viðir með rætumar uppi á þriðju hæð, þvotti, þökum og kvöld- himninum. þöktum mjúkum grá- um skýjum með dimmbláum blettum. Fyrir framan annan gluggann stóð lítið borð og Bre- sach sat við það og sneri baki inn í herbergið og skrifaði í ákafa, boginn yfir vélina og horfði í handrit sem hann virt- ist vera að afrita eða þýða. Hann sneri sér ekki við. Hann var að reykja og virtist hafa reykt mik- ið. því að loftið í herberginu var reykmettað og gluggamir lokað- ir. Inni var risastórt rúm og yfir það breidd dula úr gömlu bró- kaði og í horni var borð sem á var suðuplata og kaffikanna. Þar voru tveir eða þrír tréstóiar, einn þeirra brotinn og vaskur og á snögum á veggjunum hékk meira af fötum, snyrtilega og þokkalega. Það voru bækur á gólfinu. Stór teikning í gulu og svörtu af dýri sem erfitt var að bekkja og var annað hvort í fuilsælu eða fokreitt, hékk yfir rúminu og í horni stóð sprung- HÍRGREIÐSLAN Hárgreiðslu og snvrtistofu STEINU og DðDÓ Laugavegi 18. 111. h. (lyfta) — SÍMl 23 616. P E R M A Garðsenda 21. — SlMI: 33 9 68.' Hárgreiðslu og snyrtistofa. D ö M U R 1 Hárgreiðsla við allra hæfl — TJARNARSTOFAN. — Tjamar- ( götu 10 — Vonarstrætismegin — SlMI: 14 6 62. HÁRGREIÐSLUSTOFA AUSTURBÆJAR — OVtarfa Guðmundsdóttir) Laugavegi 13. — SÍMI: 14 6 56. — Nuddstofa á sama stað. inn og gylltur kross, næstum tveggja feta hár. Gy’llingin var næstum flögnuð af líkama Krists og útlimimir voru sérkennilega líkir raunverulegu hörundi. Ekk- ert í herberginu benti til þess að þar hefði búið kona. Þarna vom aðeins þessar einu dyr og. íbúðin var aðeins þetta eina herbergi. Ef stúlka' eins og Veronica settist upp hjá manni á svona stað, hugsaði Jack, hlyti hann auðvitað að halda að hún elskaði hann. — Róbert, sagði maðurinn með erienda hreiminn í mjúkri djúpri röddinni. Hann hafði komið inn á eftir Jack. Bresach lauk við að skrifa síðu, dró blaðið úr ritvélinni og lagði það efst í hlaða á gólf- inu. Svo sneri hann sér við. Hann horfði alvarlegur á Jack, skáhallt yfir gleraugun. Hann var órakaður og hann sýndist þreyttur, ungur og áhyggjufull- ur. — Nei, sjáum til,- hver kemur þama, sagði hann rólegá. Hvað er nú að? Líkaði yður ekki bréf- íð frá mér? Hann stóð ekki á fætur.—' 'r , — Ég verð að tala við yður. — Eins og þér viljið, sagði Bresach. Talið bara. Hann tók sígarettu úr kryppluðum pakka' og fleygði pakkanum til manns- ins í peysunni. Hann bauð ekki Jack að reykja. — Ég held við ættum að tala saman einir, sagði Jack og leit á manninn í peysunni sem kveikti í sígarettunni með óend- anlegri alúð og hélt um litlu vaxeldspýtuna eins og hann stæði úti í roki. — Max má heyra allt sem þér hafið að segja, sagði Bres- ach. Heima hjá sér var hann öruggur. kærulaus. dálítið háðs- legur. Ég leyni Max engu. Max þetta er herra Andrus. Ég hef sagt þér frá honum. — Gleður mig, sagði Max. Hann hneigði sig. Róbert hefur sagt mér mjög margt um yður. Það var hvorki háð né ásökun f rödd mannsins. — Max á heima hér, sagði Bresach. Hann flutti inn þegar helmingurinn af rúminu varð allt í einu laus. Þér farið varla að fleygja manni út úr hans eigin húsi. Andrus? — Róbert, sagði Max. Ég get hæglega farið fram í ganginn og reykt sígarettuna mína þar á meðan. — Vertu kyrr, sagði Bresach hátt. Jæja. Hann leit illgimis- lega á Jack gegnum gleraugun — Hvemig líður miðaldra manninum ástsjúka í dag? Jack gekk að stól í nánd við Bresach og settist. Þegar þér er- uð hættur að gera að gamni yð- ar, langar mig að tala við yður, sagði hann. — Frá því að Max flutti hing- að inn, sagði Bresach, hefur staðurinn endurómað af bama- legum hlá'tri. Max er Ungverji, og allir vita að Ungverjar eru þekktir að fjöri og kæti. Við emm að spara saman fyrir fiðlu, svo að við getum haft tónlist á heimilinu Ha-nr> ckildi allar fiðlumar sínar eftir í Búda- pest. — Bresacfí. sagðí Jack. Af hverju hafið þér ekki farið til Gildermeisters í þrjá daga? — Hvað þá? Bresach yppti öxlum dálítið yfirspenntur og hann drap í næstum óreyktri sígarettunni í öskubakkanum á borðmu. Um hvað eruð þér að tala? — Ég var hjá lækninum, sagði Jack. Þannig fékk ég heimilis- fangið yðar. Hann hefur áhyggj- ur af yður. — Jæja? sagði Bresach kæm- leysislega. Tja, ég hef svo sem áhyggjur af honum líka. Það er ékki nógu mikið af geðsjúkling- um í Italíu til að halda lífinu í sálkönnuði. Ég er búinn að lofa honum þvi þegar sá gamli hrekkur einhvem tíma upp af, þá skuli ég borga undir hann far til Bandaríkjanna. Fimmtíu dollara á tímann lofaði ég hon- um. Á Park Avenue. — Af hverju hafið þér ekki farið til hans í þrjá daga? end- urtók Jack og horfði rannsak- andi á unga manninn. — Hvem fjandann kemur yð- ur það við? sagði Bresach. Sjá- ið þér til — ég er önnum kaf- inn. Ég er að þýða sexhundmð blaðsíðna bók úr ítölsku og ég kann ekki of mikið í ítölsku. Ég hef lofað að Ijúka henni á fjómm vikum. Látið mig í friði. — Hvar er Veronica? spurði 45 Jack hljóðlega. Hvað hafið þér gert henni? — Ég? sagði Bresach. Um hvað emð þér að tala? — Hvar er hún? Jack reis á fætur. Hann langaði mest til að grípa um kverkamar á þess- um glottandi unga manni og neyða hann til að segja /sann- leikann. Á þessari stundu skildi hann í fyrsta skipti þá löngun sem greip stundum lögreglu- þjóna til að berja fanga til 6agna. — Hvemig ætti ég að vita hvar hún er? sagði Bresach. Ég hef ékki séð hana síðán daginn sem hún fór héðan. — Af hverju hættuð þér að fara til GHdermeister? — Hvem fjandann kemur yð- ur það við? Taugakippir komu við annað munnvik hans. Ef þér viljið endilega fá að vita það, þá varð ég Jeiður á karlinum. Hann var farinn að leika guð almáttugan. Mér fannst tími til kominn að veslings sálin í mér fengi smáfrí. Hann spratt allt í einu á fætur og reif upp glugg- ann. Það er svæla hér inni. sagði hann. Allur þessi reykur. Hann starði út yfir húsaþökin. Reynið að hafa upp á einhverj- um í þessari borg, sagði hann beisklega. Hann sneri sér að Jack. Ef eitthvað illt hefur kom- ið fyrir hana, þá skuluð þér fá að kenna á því, sagði hann. Það sver ég. Næst skuluð þér ekki sleppa. — Róbert, sagði Max hljóð- lega. — Ég er að reyna að glejrma öllu þessu fjandans máli. hróp- aði Róbert til Jacks. Ég er bú- inn að reyna allt og nú er ég að reyna þetta. Og þá þurfið þér að koma hingað og setja allt af stað aftur. Hvað viljiö þér eiginlega? Jack var þeirra skoðunar, að KRYDDRASPIÐ SKOTTA FÆST f NÆSÍU BÚÐ FERÐIZT MEÐ LANDSÝN • Seljum farseðla með flugvélum og skipum Greiðsluskilmálar Loffleiða: • FLOGIÐ STRAX - FARGJALD GREITT SÍÐAR • Skipuleggjum hópferðir og ein- staklingsferðir REYNiÐ ViÐSKIPTlN FERÐASKRIFSTOFAN LAND S YN nr TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — REYKJAVÍK. UMBOÐ LOFTLEIÐA. YOIDUÐ F U B Sfgtafórjfomm&co „ÞAKKA ÞÉR KÆRLEGA FYRIR Jonni að vera svo ELSKU- LEGUR að keyra mig í skólann!" FRAMTIÐARSTARF Flugfélag íslands h.f. óskar að ráða nú þeg- ar ungan mann 'til starfa við afgreiðslu félagsins að Egilsstöðum. Æskilegt er að umsækjandi hafi nokkra málakunnáttu og reynslu í skrifstofustörf- um. Eiginhandarumsóknir, er greini frá mennt- un og fyrri störfum, sendist fulltrúa Flug- félags íslands að Egilsstöðum, Guðmundí 'fiéhediktssyni^eða til Starfsmannahalds félagsins í Eeykjavík. íbúðir óskast 2 íbúðir með húsgögnum 2—4 herb óskast hið fyrsta til lengri tíma handa norskurti og bandarískum flugstjórum Loftleiða. WFMIDIF! Flugsýn hJ. simi18823 flugsköli Kennsla fjrrir einkaflugpróf — atvinnuflugprói. Kennsla í NÆTURFLUGI YFIRUANDSFLUGI BLINDFLUGI. Bókleg kennsla fyrir atvinnuflugpróf þyrjar i nóvember og er dagskóli. — Bókleg námskeið fyrir einkaflugpróf, vor og haust. FLUGSYN h.f. sími 18823. « i i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.