Þjóðviljinn - 18.08.1964, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.08.1964, Blaðsíða 4
— ÞlðÐVILIINN Þriðjudagur 18. ágúst 1984 Otgefandi: Samemingarflokkur alþýöu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19, Simi 17-500 (5 linur) Áskriftarverð kl 90,00 á mánuði. Kýpur j fyrradag voru rétt fjögur ár liðin síðan Kýpur var lýst fullvalda ríki eftir löng og harðvítug átök eyjarskeggja við brezka nýlenduherra, en þessa afmælis var ekki minnzt af fögnuði heldur ugg og kvíða eftir ný umfangsmikil átök sem ýmsir hafa óttazt að leiða kynnu til alvarlegrar og víðtækrar styrjaldar. Á ytra borði er því ein- att haldið fram að átökin á Kýpur stafi af því að grísku og tyrknesku þjóðarbrotin geti ekki unn- ið saman í sátt og eindrægni, vegna einhverra annarlegra kynþáttafordóma, en í raun og veru eru allt önnur öfl að verki. Meðan _ Bre’tar fóru með völd á eynni beittu þeir hinni sígildu aðferð sinni að deila og drottna, egna Tyrki gegn Grikkj- um, og lýstu sér síðan sem óhjákvæmilegum sátta- semjara. Eftir að Bretar neyddust til að veita Kýpur. fullveldi hafa þeir og Bandaríkjamenn haldið sömu iðju áfram og hagnýtt í því skyni herstöðvar sínar á eynni. í stjórnarskránni frá 1960, sem aldrei var samþykkt af Kýpurbúum heldur neydd upp á þá af öðrum ríkjum, voru ýms ákvæði sem gerðu sjálfstjórn óframkvæmanlega til lengdar og hlutu aðdeiða til vaxandi óvildar milli þjóðarbrotanna, m.a. hafði tyrkneski minni- hlutinn raunverulegt neitunarvald í' hinum mik- ilvægustu málum. Það eru þessi ólýðræðislegu á- kvæði og barátta Kýpurbúa fyrir nýrri stjórnar- skrá sem valdið hafa átökunum á þessu ári. Þau átök hafa síðan verið nötuð af Bretum og Banda- ríkjamönnum til þess að reyna að ná fullum völd- um á eynni á nýjan leik; þau hafa verið höfð að átyllu fyrir tillögum um að Atlanzhafsbandalag- ið hertæki eyjuna eða að bandarískur her stigi þar á lStnd til þess að „halda uppi friði“ eins og það er orðað. Hafa Bretar og Bandaríkjamenn notað tyknesku stjórnina sem handbendi í þessari bar- áttu sinni gegn sjálfstjórn Kýpurbúa; til að mynda dregur enginn kunnugur í efa að þau s'tórveldi hafi staðið á bak við hinar svívirðilegu loftárásir Tyrkja á eyjuna, er varnarlitlir borgarar voru elt- i uppi með híðskotabyssum og napalmspengjum, enda var sú árás alger stæling á ofbeldisverkum Bandaríkjamanpa í Norður-Vietnam. Hefur Kýp- urstjórn nú snúið sér til Sovétríkjanna, beðið þau aðstoð ef hún verði fyrir nýjum árásum af hálfu NATO-ríkja og fengið jákvæð svör. Qrlög Kýpur sýna ljóslega hversu lítils sjálfs- ákvörðunarréttur smáþjþðanna er metinn af því hernaðarbandalagi sem þykist þó 'til þess kjör- ið að vernda þau réttindi. Séu hernaðarhagsmunir annarsvegar er ekki hikað við að hafa lífshags- muni smáþjóðar að leiksoppi. En s’taðreyndirn- ar sýna einnig að svo er nú komið valdahlutföllum í heiminum að Bretar og Bandaríkjamenn dirf- ast ekki að láta kné fylgja kviði, eins og þau ríki hefðu gert fyrir nokkrum áratugum, þannig að -máríkið á þess kost að halda sínum hlut andspæn- ■- risunum. Vonandi tekst Kýpurstjórn að hag- vta þá aðstöðu til þess að tryggja sér óskorað! "ullveldi. lýðræðislega stjórnarskrá og það íhlut- imarleysi annarra sem á skömmum tíma myndi tryggja eðlilega sankbúð landsmanna. — m. | Þóroddur Guðmundsson sextugur Þóroddur frá Sandi í Aðal- dal, sonur Guðmundar Frið- jónssonar, er sextugur í dag. Þess vegna munu hugir vina hans vera „þétt á sveimi” i kringum hann þessa stundina og þeir sem því geta viðkomið veita sér það tillæti að njóta ' návistar og risnu þeirra ágætu hjóna. Og ekki mun hann Þór- oddur þurfa að standa einn í því að taka á móti yinum og vandamönnum, því það skal sagt strax að hún Hólmfríður konan hans tekur þannig á móti gestum að það er stórum vandgerðara við mann eftir en áður. Þóroddur er löngu þjóðkunn- ur maður. Hann er skáld ágætt og rithöfundur, en að lífsstarfi kennari og uppfræðari ungs fólks. Vel mætti segja mér að atvik fremur en óskir hafi bor- ið hann inn í það lífsstarf og að upphaflega hafi hann ætl- að sér annað, því að ungur nam hann erlendis þau frséði er heyra landbúnaði. Hitt veit ég, að í þessu starfi, sem öðr- um, mun hann inna af hendi með ágætum sína þegnlegu skyldu og þjónustu við tilver- una, því velviljaðri mann og hjartahreinni getur ekki. Sá sem les ljóð Þórodds frá Sandi, hlýtur fliótt að gera sér ljóst hversu rík þau eru af mannást og fegurðardýrkun. Þar fyrirfinnst ekkert sem er ljótt, beiskt eða særandi. Þó er Þóroddur harður og þolinn baráttumaður fyrir hverju þvi máli seiÁ hann veit sannast og réttast og lætur sig þá engu Skipta þó að honum sé vegið af þeim sem telja sér vald- ið og meirihlutann, enda aldrei kunnað þá list að standa á varðbergi til þess að skyggn- ast um eftir því hvar vænleg- ast væri til vinnings að ganga í fylkingu. Þóroddur GuSmundsson. Þóroddur er mikill náttúru- skoðari og náttúruunnandi, enda svo elskur að þessu okk- ar landi og sögu þess, að bet- ur væri margir slíkir. Ég hygg hann viti ekki aðra skemmtan meiri en gönguferðir og fjalla- príl í óbyggðum og öræfum, enda svarar sá hreinleiki ( sem þar er að finna til hugarfars hans og hjartalags. ÞeSs vildi ég óska honum að hann ætti eftir að klífa mörg fjöll sértil yndis og sigra jökulinn sjálf- an. Þessi fáu orð áttu aldrei að verða bókmenntaleg ritgerð um verk Þórodds eða ævisögu- skráning í líkræðustil, heldur fyrst og fremst handtak og vinarkveðja og margföld þökk til þessara elskulegu hjóna, Hólmfríðar og Þórodds, fyrir öll kynnin og allar samveru- stundir. Til hamingju með daginn, kæru vinir. Lifið vel og lengi. Gnðm. Böðvarsson. Þóroddur Guðmnudsson skáld frá Sandi á í dag sextugs- afmæli. 1 því tilefni vil ég með örfáum orðum votta hon- um einlæga virðingu og þakk- læti okkar samherja hans í Samtökum hemámsandstæð- inga. Ég hef ekki kunnáttu til að ræða um bókmenntastörf og kennslu Þórodds Guðmunds- sonar, en í Samtökum hernáms- andstæðinga höfum við um fjögurra ára skeið átt mikið samstarf, án þess skugga hafi borið þar á. Ég hygg, að samtök okkar eigi engum einum meira að þakka en Þóroddi Guðmunds- syni. Hann hefur frá því á Þingvallafundinum góða 1960 átt sæti í framkvæmdanefnd og miðnefnd samtakanna, verið þar hafinn yfir allan innbyrðis flokkadrátt, en gegnt hlut- verki mannasættis og aldrei skorazt undan að taka að sér þau verkefni, er að höndum hafa borið. Þóroddur hefur talað á fjölda funda víða um land á vegum samtakanna, og minnist ég sérstaklega funda- ferðalags okkar um Austurland 19(62, er við fórum ásamt uvg- um félaga okkar, sem nú er látinii. Hér eru háð tvísýn átök um íslenzka þjóðartilveru. Þá sárs- aukafullu staðreynd gerir Þór- oddur Guðmundsson sér Ijósa, og hann bregzt við af reisn og hetjuskap, samkvæmur sjálf- um sér. I miskunnarlausri hríð, er mögnuð hefur verið að þjóð- ernislegum innviðum Islend- inga nú um skeið, hefur marg- ur lotið lágt, blindað augu sín fyrir uggvænleik þess. sem er að gerast, og kosið frið við formyrkvaða ráðamenn. Þannig hefur farið ótrúlega mörgum úr þeim glæsilega hópi vel menntaðra Islendinga, er hér fögnuðu lýðveldi fyrir 20 ár- um. En til eru þeir, sem harðna við hverja raun, og þar er að finna Þórodd Guðmundsson frá Sandi. Seiglan, sem gaf forfeðrum okkar líf f 1000 ár er runnin honum í merg og blóð. Ást Þórodds á landi okkar og þjóð. íslenzkri menningu og sögu, gefur honum þrek til að vinna afrek jafnt í ósigri sem sigri. Ég óska afmælisbaminu góðr- ar heilsu og þess, að hann lifi þann dag að standa á Kili vit- andi Island hreinsað af sora erlendra herstöðya. Kjartan Ólafsson /# Dömurinn í Vaglaskógi" Það var mishhermi í Lands- hornasyrpu Þjóðviljans sunnu- aagmn z. águst, að sýslumað- urinn í Húsavík hefði bannað samkomuhald „í Vaglaskógi og víðar í sýslunni“ um s.l. verzlunarmannahelgi. Það gerði hann ekki. En hann bannaði .,dans|leik,‘ í Vaglaskógi og víðar um verzlunarmannahelg- ina í fyrra a.m.k. En einmitt um nýliðna verzl- unarmannahelgi var haldið svonefnt bindindismannamót í Vaglaskógt, sem hófst á laug- ardag og lauk á mánudag og voru böll tvö haldin. Þetta þótti allt takast vel, en ekki komst fólk óhindrað þarna inn fremur en ríkt fólk í himna- ríki. Sonur minn flýtti sér úr heyskapnum í mjaltirnar óg síðan í skóginn. Fyrst rakst hann á „bifreiðaeftirlitið,“ og varð að sýna skilríki, siðan rakst hann á lögregluþjón sem spurði: „Er ekki allt í lagi með þig góði!“ „Jú, það helcj ég“, svaraði pilturinn. ,,Já, við skulum vona það,“ sagði lög- regluþjónninn. Loks rakst hann á „Lykla-Pétur“ og varð að greiða kr. 75.00. Blöðin skrifa um þessa verzlunarmannahelgi og þykir sérstaklega frásagnarvert að víðast skyldi takast að halda samkomur án ofdrykkju og skrílsláta. Blaðið „Dagur“ á Akureyri birtir leiðara um málið sem nefnist: „Dómurinn í Vaglaskógi". Þar segir m.a.: „-----For- eldrar gátu nú tjaldað og búið þar með börnum sínum án þess að eiga á hættu að drykkjuóðir menn ryfu frið- helgi slíkra bráðabirgðaheim- ila með öskrum og jafnvel of- beldisverkum. Þar var hátíð án víns. Þetta er mjög umhugsunar- vert af þeirri ástæðu, að slíkt hefur ekki áður verið unnt, a.m.k. hin síðari ár, á fjölda- samkomum í Vaglaskógi —“. (Leturbreyting mín O.L.). En ég spyr: hafði slíkt verið reynt? Einu fjöldasamkomurn- ar, sem ég minnist í Vagla- skógi hin síðari ár, eru nætur- stundarböll, haldin í gróða- skyni, og engum meinuð frjáls meðferð og drykkja áfengis á staðnum, hvorki innan húss né utan, fyrr en jafnóðum að menn gerðust drykkjuóðir; þá fyrst kom lögreglan að halda uppi „reglu“. Það var sú tíð að haldnar voru fjöldasamkomur með menningarbrag í Vaglaskógi. Að slíkum samkomum stóð t.d. ungmennafélagsskapurinn hér í sveitinni flest sumur í ára- tugi, og fram að heimsstyrj- öldinni síðari. En þá urðu mikil umskipti. Spilling hern- aðarandans sagði fljótt víða til sín. og þegar amerískar her- stöðvar voru leyfðar til fram- búðar í landinu eftir stríðið, sköpuðust enn auknar hættur fyrir okkar litla lýðveldi. Andi varðbergshreyfingarinnar tók víða að grafa um sig, m.a. í ungmennafélögunum, og krvað svo rammt að, að hin sígildu ákvæði í stefnuskrá ungmennafélagshreyfingarinnar, um þjóðernis- og sjálfstæðismál, urðu mörgum feimnismál. Var þjóðernisleg vakningarbarátta víða bönnuð og hvarvetna tor- velduð af áhangendum varð- bergshreyfingarinnar. Mig langar til, út frá þessu skrafi um samkomur i Vagla- skógi, að birta hér lýsingu á skemmtisamkomu sem u.m.f. „Bjarmi“ hér í sveit hélt í skóginum 17. júní 1911. Þá var félagið aðeins tveggja ára. Og ég birti þetta orðrétt úr gerða. bók félagsins: „Ár 1911. Laugardaginn: hinn 17. júní hélt félagið ,,Bjarmi“ al- mennan skemmtifund í Vagla- skógi, til mlnningar um 100 ára afmæli Jóns forseta Sig- urðssonar. Nefnd sú, er kosin hafði verið til að hafa fram- kvæmdir í þessu máli, hafði útbúið fundarsvæðið snotur- lega. Fnjóskdælir fjplmenntu mjög og talsvert var þar af utansveitarfólki. Klukkan tólf á hádegi hófst skrúðganga inn á fundarsvæð- ið og var þá sungið: „Frjálst er í fjallasal“ o.s.frv. Síðan var fylgt dagskrá fundarins og var hún þannig: 1. Fundarsetning: Sigurður Helgason (Skógum). 2. Söngur: 1. Hvað er svo glatt. 2. Ó, Guð vors lands. 3. Séra Ásmundur Gislason (Hálsi): Minni Jóns forseta Sigurðssonar. 4. Söngur: 1. Þá komst á tím- um, 2. Vormenn. 3. Heyrðu yfir höfin gjalla. 5. Pétur Einarsson (Skógum); Minni íslands. 6. Söngur: 1. Þú gamla mæra móðurgrund. 2. Töframynd í Atlandsál. 3. Þér risajökl- ar. 7. Ingólfur Bjarnarson (Fjósa- tungu): Minni sveitarinnar. 8. Söngur: 1. Blessuð sértu sveitin mín. 2. Fjallkonan. 3. Vorið er komið. <$> 9. Stefgn Kristjánsson: (Vögl- um). Minni skógarins. 10. Söngur: 1. Æðstur drottinn. 2. Heyrið vella. 3. Eg reið um sumar. 11. Fundarhlé í klukkutíma. 12. Kappreiðar. 13. Glímur og aflraunir, hlaup og stökk. 14. Frjálsar umræður: 1. Ólaf- ur Pálsson (Sörlastöðum): Minni; ,,Bjarmafélagsins“ og flutti kvæði fyrir minni sveitarinnar, næst á eftir að Ingólfur Bjarnarson tal- aði. 2. Leifur Kristjánsson (Vöglum): íþróttir, 3. Egill Olgeirsson (Kambsmýri): Kvæði. 4. Kristján Jónsson (Nesi): Minni Kuflaflotar (þ.e. samkomust.) Auk þess utansveitarmenn: 1. Sig- urður Jónsson í Yzta-Felli. 2. Grímur Friðrikss. Rauðá. 15. Söngur: 1. Nú rennur sólin. 2. Kveðja. 16. Páll G. Jónsson (Garði): Kvaddi fundarmen. Þegar.' hér var komið var dagur að kveldi kominn og fóru menn því að búast heim, og var að sjá, sem dagurinn hefði varpað gleði og ánægju yfir þá sem þar voru staddir, — enda var veður hið ákjósan- legasta og samkomustaðurinn í fegursta sumarskrauti sínu, og menn að minnast sinnar mestu og beztu Þjóðhetju, eem uppi var á næstliðinni öld. Fundarstjórnendur: Sigurður Helgason, Páll G. Jónsson, Guðný Bjarnardóttir. Skrifarar: Pétur Einarsson, Eiður Sigtryggsson.“ Síðan þetta gerðist hafa margar stjörnur hrapað, en Vaglaskógur er enn á sama stað og umf. „Bjarmi“ er enn til. En árið 1961, hinn 17. júní, var engin hátíð í skóginum á 150 ára afmæli Jóns forseta Sigurðssonar. Engar ræður voru þar haldnar af fátækum en frjálshuga bændum, enginn söngur frá einlægum brjóstum fólks, sem þráði fullt frelsi lands og þjóðar. 17. júní 1961 var það heldur ekki andi Jóns Sigurðssonar Framhald á 9. síðu. Enn fjölgar fórnardýr- um í Hiro- shima Þann 6. ágúst sl. minnt- ust Japanir þeirra þús- unda manna er létu lífið, er Bandaríkjamenn vörp- uðu atómsprengjunni á Iliroshima, sólskinsbjartan morgun fyrir 19 árum. Tilkynnt var i Hiros- hima. að á fyrra helmingi þessa árs hafi 28 manns látizt af völdum geisla- verkunar er frá sprengj- unni stafaði. Tala þeirra, er látizt hafa vegna þess- arar viðurstyggilegu sprengjuárásar er nú kom- in upp í'60.974, og verður lítið úr Heródes barna- morðingja i samanburði við lýðræðishetjurnar í í vestri. * ' i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.