Þjóðviljinn - 18.08.1964, Side 7

Þjóðviljinn - 18.08.1964, Side 7
Þriðjudagur 18. ágúst 1964 HÖÐVIIIINN StÐA Hannibal Valdimarsson um skaftamálin: Ranglætið á ekki að þola Heiðruðu hlustendur! Svar mitt við fyrri spurn- ingunni er afdráttarlaust já. — Núverandi skattalöggjöf verður að breyta eins fljótt og við verður komið. Sú skattaálagning, sem þessa dag- ana hefur verið birt almenn- ingi, hefur sannfært alla rétt- sýna menn um nauðsyn þess. Ég skal verða fyrstur manna til að viðurkenna rétt og nauð- syn ríkis og sveitarfélaga til að afla sér tekna með skatt- lagningu á þegnana. Án slíkr- ar tekjuöflunar verður opin- ber þjónusta í nútíma þjóðfé- lagi ófullnsegjandi með öllu og kyrrstaða skapast. En þessi skattheimta verður að vera innan hóflegra tak- marka, miðuð við gjaldþol þegnanna, og umfram allt verða íögin og framkvæmd þeirra að vera þannig, að skattabyrðarnar leggist réttlát- lega á herðar gjaldþegnanna. — Það er ranglætið, sem verst er að þola í þessum efnum, og það á ekki að þola. Það er □ I útvarpsþætti í gærkvöld voru fulltrúar stjórnmálaflokkanna, þeir Eysteinn Jónsson, Gunnar Thoroddsen, Gylfi Þ. Gíslason og Hannibal Valdimarsson beðnir að svara þeim spurningum hvort þeir teldu ástæðu til að breyta lögum um skatta og útsvör og ef svo væri þá hvernig. Svar Hannibals Valdimars- sonar var svohljóðandi: alkunna, að árlega nöldra sum- ir gjaldendur yfir sköttum þeim, sem á þá eru lagðir. Þá skortir þegnskap til að bera sínar þjóðfélagsbyrðar • án möglunar. Eg tek ekki undir við hina sérhlifnu skattanöldr- ara. En eru hin almennu við- brögð skattborgaranna nú, á- stæðulaust nudd og nöldur eitt? — Nei, nú hefur reiðialda risið. Og hún fer hækkandi. meðdegi hverjum. Hér er um að ræða heilaga bræði þess fólks, sem sér sig rangindum beitt — horfir á réttlætið fót- um troðið og krefst réttlætis. Stjórnarvöldin eru blind, ef þau sjá það ekki og haga sér samkvæmt því. Menn sjá að skattsvikin vaða uppi. Menn sjá að stórgróða- mönnum og fyrirtækjum er -$> Sigríður Þormóðsdóttir F. 18/7 1942 — D 1/8 1964 Hún Sigga er dáin. Þessi ógnvekjandi setning hefur ver- ið sögð og hún verður ekki aft- ur tekin. Eftir stöndum við, vinir Siggu, hljóðir og ráða- lausir, því aldrei er maðurinn vanmáttugri en andspænis dauðanum. Við spyrjum spuminga. sem aldrei verður svarað. Hvers vegna hlífir ekki dauðinn ungri stúlku, sem svo margar vonir voru tengdar við? Hversvegna er tekin frá okkur góð vinkona, hversvegna er móðir svipt bami sínu? Hvar er réttlæti heimsins? Orðin fljúga út i buskann og gleymast. Sorginni fá engin orð breytt. Minningamar þyrlast fram i hugann. Minningar um hæg- láta, góða stúlku, sem alltaf var vinur í raun og kunni að gleðjast með öðrum. Við Sigga áttum saman margar ánægju- og yndisstund- ir á þeim 7 árum, sem við þekktumst. Það var vor í lofti og gaman að vera til þegar við gengum útúr Menntaskólanum í síðasta sinn með. stúdentshúf- ur á kollunum. Þá vár frámtið- in svo björt og vegurinn svo beinn, ekkert virtist geta stöðv- að' okkur. Við völdum okkur framhaldsnám, hvor við sitt hæfi. Eftir það hlttumst við tvisvar í Kaupmannahöfn, þar sem Sigga var við nám i sál- fræði. Og nú er hún horfin. í hjörtum okkar býr þungur harmur og sár. Móður Siggu, þeirri góðu og göfugu konu, og fjölskyldu hennar allri votta ég mína ein- lægustu samúð. Ingibjörg Haraldsdóttir. hlift við réttmætum skatta- byrðum. Menn sjá, að skatta- bjrrðarnar hafa ranglega verið færðar til, yfir á herðar laun- þega, en breiðustu bökunum hlíft. — Það er þetta ráng- læti, sem verst er að þola. Á það var bent í ályktun, sem stjórn Alþýðusambands íslands sendi frá sér nýlega um þessi mál, að andi þess griðasáttmála, sem gerður var í vor milli ríkisstjórnarinnar og verkalýðssamtakanna, hafi byggzt á því, að lífskjör laun- þega skyldu ekki skert á samningstímanum. Fyrirheit þöfðu verið gefin um skatta- lækkanir, en efndimar hafa orðið ofsalegar skattahækkanir á almenning. Þar er réttilega sagt, að hækkun skattanna jafngildi verulegri kauplækk- un og ógni þeim friði, sem samið var um. Væri all alvar- legt, ef ríkjandi stefna í skattamálum yrði til að rjúfa þau grið og vekja ófrið og á- tök á ný. Á því er ekki vafi, að greiðsluþoli vel flestra laun- þega er nú álgerlega ofboðið, og tek ég fyllilega undir kröf- ur, sem fram hafa komið um að fresta beri nú innheimtu skattanna að verulegu leyti, meðan unnið sé kappsamlega af fulltrúum allra flokka að endurskoðun skattalaga. Kem ég þá að síðari spurn- ingunpi. Þær breytingar, sem gera verður á útsvars- og skatta- lögum eru fyrst og fremst þessar að mínu áliti: 1. Koma verður í veg fyrir hin almennu skattsvik, svo að'" þeir, sem breiðust bökin hafa, sleppi ekki undan að bera sínar réttmætu skattabyrðar, eins og nú á sér stað. 2. Hækka verður til mikilla muna skattfrjálsar tekjur, svo að lágmark þurftartekna verði ,, ekki skert með skattgreiðslum til ríkis og sveitarfélaga. Þetta er naucjsynleg breyting, vegna sívaxandi dýrtíðar. Hannibal Valdimarsson. 3. Hækka verður einnig til mikilla muna lögleyfðan fjöl- skyldufrádrátt með tilliti til- stórhækkaðs framfærslukostn- aðar. 4. Taka ber mun meiri hluta skattabyrðanna en nú er gert af félögum, fyrlrtækjum og stofnunum, sem fengið hafa þjóðfélagsaðstöðu til mikillar gróðamyndunar, en létta hluta einstaklinga af heildarskatta- byrðinni að sama skapi. 5. Koma ber innheimtu skatt- anna í það horf, að þeir séu greiddir jafnóðum og tcknanna er aflað. 6. Þá er ég enn þeirrar skoðunar, að taka eig aftur i útsvars- og skattalög heimild til að taka mannleg tillit við álagningu skattanna, eða eins og það var orðað, að taka til- lit til efna og ástæðna manna. 7. Skýr ákvæði þurfa að koma í útsvars- og skattalög um, að hlífa þeím, sem mest og bezt leggja sig fram við framleiðslustörfin, við skatt- lagningu. Þannig svara ég þeim tveim- ur spurningum sem stjórnend- ur þáttarins hafa fyrir mig lagt. Fasisminn í S-Afríku JÓHANNESARBORG 1478 — Suður-afríkanskur hæstaréttar- dómari kvað í dag upp dóm þess efnis, að menn, sem dæmdir eru samkvæmt skemmdarverkalög- am stjómarinnar um fangelsun í 90 daga án dóms og laga, fái ekki mál sitt tekið fyrir meðan þessir þrír mánuðir eru að líða. Dómarinn kvað upp dóm þenna í sambandi við áfrýjun konu einnar, sem gift er manni er dæmdur hefur verið sam- kvæmt lögum þessum. Hafði frúin farið þess á leit, að maður hennar fengi fyrir dómstóli að skýra frá misþyrmingum þeim er hann hefði orðið fyrir f fang- elsinu. Nýtt Morg- uns-hefti í nýjasta, hefti Morguns, tímarits Sálarrannsóknafélags Islands, ritar ritstjórinn, séra Sveinn Víkingur, m.a. grein- amar Fjarhrif og spíritismi, Ufidrin að Saurum. Spíritism- inn, Líkamningafyrirbæri og Ritstjórarabb. Þá eru greinam- ar Framhaldslífið eftir séra Pétur Magnússon, Þankabrot eftir Rabindranath Tagore. Þú ert aldrei einn Rolf Carlson. Sagt frá Magnúsi Guðmunds- syni eftir Sigurð Magnússon og fleira. Blaððmanni vísað úr Suður-Afríku JÖHANNESARBORG 13/8 — Stjóm Suður-Afríku hefur vísað úr landi fréttaritara ,,New York Times“, Robert Conley. Honum er gefið að sök að hafa sent rangar og villandi fréttir af at- burðum þar í landi. Skriðuföll í S-Kóreu SEUL 14/8 — Undanfama daga hafa verið miklar rigningar í S- Kóreu og hafa orsakað mikil skriðuföll. Aðfaranótt föstradags fórust 15 manns af þessum 6ök- um. N , 40. dagur. Ásmundur er maður nefndur, er sagt er, að væri systurson- ur Sveins konungs og fóstursonur hans. Ásmundur var allra manna götvilegastur. Unni konungur honum mikið. En er Ásmundur dróst á legg, var hann brátt ofstopamikill, og hann gerðist vígamaður. Konungi líkaði þaö illa og lét hann fara frá sér, fékk honum lón gott, það er hann mátti vel halda gig og sveit með sér. En þegar er Ásmundur tók við konungs fá, dró hann llð miklð að sér. En honum entlst ekki það fé til sins kostnaðar, er konungur hafði veitt honurp, þá tók hann annað miklu meira, þaö er konungur áttt. En er konungur spurði það, þá stefndi hann Ásmundi á fund sinn. En er þeir hittust, þá segir konungur, að Ásmundur skyldi vera í hirð hans og hafa enga sveit; og varð svo að vera sem konungur vildi. En er Ásmundur hafði verið litla hríð meö konungi, þá undi hann ekki þar og hljópst í brott um nótt og kom aftur til sveitar sinnar og gorði þá enn fleira illt en fyrr. En er konungur reið yfir land og kom þar nasr sem Ásmundur var, þá sendi hann liö til að taka Ás- múnd með valdi. Siðan lét konungur setja hann í jám 03 halda hann svo um hríð og hugöi, aö hann myndi spekjest, En er Ásmundur kom úr járni, þá hljóp hann þegar í brott og fékk sér lið og herskip, tók hann þá og herjaði bæði utan lands og innan lands og gerði ið'-mesta hervirki, drap margt. manna og rændi viða. En þelr menn, er fyrir þessum ófriðl urðu, komu til konungs og kærðu skaða sinn fyrtr honum. Hann svarar: „Hvað segið þér mér til þess? ,Hvi farið þér eigi til Hákonar ívarssonar. Kann er landvarnarma&ur minn og til þess settur að friða fyrir yður bændum, en hegna vík- ingum. Var mér sagt, að Hákon ■'•seri djarfur maður og frækn, en nú lizt mér sem hann vilji hvergi þar til leggja, er honum \ þykí mannhætta í vera“. / I

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.