Þjóðviljinn - 19.08.1964, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.08.1964, Blaðsíða 2
2 SlÐA ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 19. ágúst 1964 Stefna brezka Verkamanna- flokksins í utanríkismálum AF ERLENDUM VETTVANGI 1 nýlegu hefti af Foreign Affairs gerir einn leiðtoga brezka Verkamannaflokksins, P. C. Gordon-Walker, grein fyrir stefnu flokksins í utan- ríkismálum. Hér verður skýrt frá helztu atriðunum í grein hans: „Ef Verkamannaflokkurinn vinnur þingkosningarnar, verð- ur fyrsta sjónarmið ríkisstjórn- ar Verkamannaflokksins að viðhalda Vesturlandabandalag- inu. og umfram allt nánum tengslum Bretlands við Banda- ríkin ...” „Mér er framvinda mála i Atlanzhafsbandalaginu mikið áhyggjuefni. Hvað sem öðru líður, fer samningur þessi að renna 20 ára skeið sitt á enda, og bráðlega verðum við allir að fara að íhuga gaumgæfilega endurnýjun hans ...” .,Ég tel, að Kúbu-kreppan hafi markað mikils háttar tímamót. Á þeim dögum þol- raunar litu Kennedy forseti og Krústjoff sem fulltrúar' mann- kyns yfir hyldýpi kjamorku- styrjaldar. Báðir tveir hörfuðu ekki aðeins til baka frá brún- inni og sýndu talsvert pólitískt hugrekki, heldur héldu báðir !'opihni leið fyrir hinn tiil að hörfa.” — „Það var sökum þess. að staðið var frammi fyr- rrir notkun kjamorkuvopna' Ef í heiminum hefðu aðeins ver- ið vopnin sem notuð voru i annarri heimstyrjöldinni, er nokkumveginn víst. að til vopnaviðskipta hefði komið. EJn kjarnorkuvopn eru sjálfsmorðs- vopn. — það kom ótvíræðar fram og með meiri sanninda- merkjum en nokkru sinni fyrr í Kúbu-deilunni. Að lokum höfðu vopn. ný að eðli, haft í för með sér hliðstæða eðlis- breytingu í utanríkismálum. Það varð auðsætt, að ekki yrði nokkru sinni unnt að beita kjamorkuvopnum af ráðnum hug að settu marki. 1 fyrsta sinn í sögunni var ókleift að leysa mikils háttar deilu, sem varðaði lífshagsmuni, milli stórvelda með því að beita afli.” „Brezki Verkamannaflokkur- inn hefur endurmetið stefnu sína í landvamarmálum og ut- anríkismálum í ljósi þessarar stórkostlegu þróunar. . . . Við föllumst afdráttar- ■ laust á þörfina á vestrænum ógnvaldi meðan Rússland hefur kjamorkuvopn. Við erum reiðubúnir að takast á herðar til fullnustu siðferðilegar og stjómmálalegar afleiðingar þátttöku í bandalagi, sem hef- ur vfir þess háttar vopnum að ráða. Það örlar ekki á hlutleys- isstefnu í viðhorfum okkar og stjórnarstefnu. Við erum samt sem áður ekki þeirrar skoðun- ar, að Bretland sjálft eigi að reyna að framleiða eða eignast slík vopn. Að því leyti höfum við breytt um stefnu. 1 þeim efnum markaði tímamót á- kvörðunin um að hætta fram- leiðslu bláu strikanna. Það varð auðsætt að Bretland hafði ekki efni á að halda áfram i kiamorkukapphlaupinu”. — .Með tilliti til hernaðramáttar Bretlands höfum við komizt að beirri niðurstöðu. að eftir Kúbu-kreppuna hafi orðið auð- sætt. að hin einu voDn. sem nötúð ’ verða eiu hefðubuhdin vopn. Þetta gi'ldir engu síður um vfirveldin.” „Verkamanhaflokkurinn lítur sVö ái áð Bretláhd géti' 'ekki 'S ' okkar dögum snúið baki við kiarnorkuvopnunum. Við höf- um ekki í hyggju að afsala okkur þeim kjamorkuvopnum. sem við þegar eigum, V- sprengjuflugvélunum. Það vandamál, sem við stöndum andspænis, er. hvað við eigum til bragðs að taka, þegar V- sprengjuflugvélamar verða úr- eltar. Við teljum, að við eigum Baráttan við maðkana Viðbrögð stjómarvaldanna við sendingu þeirri af möðk- um og skorkvikindum sem hingað barst fyrir skömmu í komi frá Bandaríkjunum hafa verið næsta kynleg. í upphafi var látið svo sem það væri eðlilegt og óaðfinnanlegt að drýgja á þennan hátt korn sem sent væri hingað til lands. Þegar vakin var opin- berlega athygli á ófögnuði þessum var þó hafizt handa um að reyna að uppræta maðkana, einkanlega eftir að menn tóku að óttast að eitt- hvað af þeim kynni að ber- ast aftur til föðurhúsanna í freðfiskssendingu með Brú- arfossi og spilla þannig áliti ■ íslendinga fyrir vestan haf! Var fyrst hleypt blásýru í kornið í Brúarfossi, en þegar bað bar ekki tilætlaðan ár- angur var eiturgufa látin leika um skorkvikindin í vöruskemmu nokkurri. en því ekki að kaupa i þeirra stað vopn frá Bandaríkjunum.” ,,Þessi stefna okkar er að sjálfsögðu komin undir sam- komulagsgerðum við Bandarík- in. í fyrsta lagi viljum við endurskoða Nassau-samkomu- lagið . . . Við viJjum eiga á- samt Bandaríkjunum raun- verulega hlutdeild í því að móta stefnuna í kjamorkumál- Harold Wilson. um og herstöðulegum vanda- málum, sem tilkoma þeirra veldur, og við föllumst í senn á það, sem orðinn hlut og æskilegan, að hinztá ákvörðun í þessum efnum sé i höndum forseta Bandaríkjanna. Við viljum líka reyna að gera samkomulagsgerðir þess efnis, að við innum af hendi nægi- lega mörg sérhæfð verk til þess að hagnast á iðnaðarlegri reynslu sem hlýzt af fram- leiðslu kjamorkuvopna.” „. . . Verkamannaflokkurinn er rrtótfallinn hinum fyrirhug- aða ;,margra landa herafla.” Það væri ekki viturlegt að okk- ar dómi að grípa til margbrot- inna áætlana um notkun lítil- vægs vopns til að leysa til bráðabirgða þýzka vandamál- ið.” „Þar til að marki hef- ur þokazt áleiðis til myndunar Atlanzhafssamfélags, mun ó- sennilega verða nein mikils háttar breyting í sambúð Bret- næst var hið eiturhreinsaða korn sett á markað. En hin- ir vestrænu maðkar virðast býsna lífseigir, t>vi fregnir hermá að þeir séu enn i fullu fjöri, tímgist ört og séu vel á veg komnir að leggja land- ið undir sig eins og hvert annað hernámslið. Eru heil- brigðismáttarvöldin nú að athuga hvað til bragðs skuli taka, og hver veit nema blá- sýruhemaðurinn frá Reykja- víkurhöfn verði upp tekinn á miklu víðtækari vettvangi, þótt eitur þetta virðist að vísu hættulegra mönnum en skordýrum. Baráttan við maðkana hef- ur þegar kostað hundruð þús- ., unda króna, og hver veit nema hann nemi miljónum um það er lýkur, ef styrjald- araðgerðirnar eiga eftir að verða margfalt umfangsmeiri En hver á að greiöa þennan kostnað? Um það fást engin svör að því er Þjóðviljinn greindi frá í gær, en svo er þó að sjá sem til þess sé ætl- azt að einhverjir íslenzkir að- ilar borgi hann, til að mynda tryggingarfélög. Þá myndi kostnaðurinn smám saman lenda á almenningi og maðk- érnir, dauðir eða lifandi, verða einhver dýrasti neyzlu- varningur sem til landsins hefur verið fluttur. Ef íslenzkur frapileiðandi 'leyfir sér að hafa á boðstól- um maðkaða eða skemmda vöru eiga viðskiptavinir hans ekki aðeins rétt á fullum skaðabótum, heldur er hann og að sjálfsögðu kærður og dæmdur fyrir lögbrot. Hvers vegna er ekki farið eins að þegar erlendur óþverri er fluttur til landsins, hvaðan sem hann kemur? Hvers vegna var seljendum erlenda kornsins ekki gert að hirða það aftur umsvifalaust á sinn kostnað eftir að ófögnuðurinn fannst og greiða allar nauð- synlegar ráðstafanir til þess að firra íslendinga maðkainnp rás? Er það skilyrði að fs- lendingar verði að taka hin- unr ófrýnilegasta kaupbæti með þökkum ef þeir fá að njóta þeirrar „efnahagsað- stoðar” að kaupa korn úr of- framleiðsluhaugum Banda- ríkjastiórnar? Eða er hér- landsmönnum ef til vill ætl- að að laga gömul vísuorð í hendi sér og lifa samkvæmt þeim: Bara ef lúsin amrisk •r / er þér bitið sómi? — Austri. lands og Efnahagsbandalags Evrópu. Stjórn Verkamanna- flokksins mundi ekki æskja nýrra slita í samningaviðræð- um um inngöngu Bretlands í Sameiginlega markaðinn, sem kynnu að hafa hrapallegar af- leiðingar. — Við mundum hefj- ast handa um að bæta sam- skiptin við Frakkland. Við get- um ekki hugsað okkur brezka stefnu í utanríkismálum, sem framkvæmd væri með óvild og kaila gagnvart Frakklandi.” „t höfuðatriðum fælist stefna okk- ar í því að skapa eins náin tengsl og unnt væri milli sjálfra okkar og Efnahags- bandalags Evrópu. Við mun- um láta framkvæmd þessarar stefnu ráðast af reynslunni. Hvar sem fært væri, mundum við vilja hafa tolla okkar jafn háa tollum Sameiginlega markaðsins, Við mundum hvetja tiil gagnkvæmrar fjár- festingar.” „Við viðurkennum, að við höfum skyldum að gegna á meginlandi Evrópu. En við höf- um einnig hlutverki að gegna á Indlandshafi, — hlutverki, sem kemur heim við herstöðu- legar þarfir Bandaríkjanna. Við hyggjumst koma upp tveimur eða þremur fljótandi stöðvum, sem gerðu okkur kleift að veita hernaðarlega aðstoð vinum okkár við Persíu- flóa og annars staðar. Með þessum hætti mundum við inn- an tíðar geta látið af hendi hinar fullvalda herstöðvar okkar i Aden og í Síngaporé.” ,,Við mundum sýna umburð- arlyndi gagnvart þjóðfélagsleg- um byltingum, í löndum. þar sem þær eru fyrir löngu orðn- ar tímabærar, — jafnvel þótt þær taki á sig óskemmtilegar myndir á stundum.” „Við munum leggja okkur fram um að ná alþjóðlegum samningum um vöruskipti.” „Stjóm Verkamannaflokksins mundi reyna að endumýja og styrkja tengsl Bretlands við löndin í Suður-Ameríku. Við viðurkennum öndvegi banda- rískra hagsmuna í Suður-Am- eríku . . . Okkur fellur mið- ur viðleitni Bandaríkjanna til að hindra lögmæt viðskipti við Kúbu . . . við teljum ekki, að dregin verði markalína miilli þess að selja hveiti til Rúss- lands og að selja strætisvagna til Kúbu.” „Stjóm Verkamannaflokks- ins mundi æskja nánari sam- skipta við Kína , og mundi leggja sig fram um að fá Kína tekið upp í Sameinuðu þjóð- irnar.” „I stefnu Verkamannaflokks- ins í utanríkismálum væri haft að leiðarhnoða að víkka út svið sameiginlegra hagsmuna Banda- ríkjanna og Ráðstjómarríkj- anna. Við mundum leggja okk- ur alla fram til að stuðla að bví, að það tækist“. „Ég viil bæta við, að við mundum standa staðfastlega vörð um sjálfstæði Vestur- Berlínar og réttindi banda- manna til aðflutninga til borg- arinnar. Við mundum ekki við- urkenna Austur-Þýzkaland . .. Við föllumst á að Oder-Neisse landatnærin komi ekki til um- ræðu nema við gerð endanlegs þýzks friðarsamnings. en eins og við höfum oft tekið fram, getum við ekki hugsað okkur þess háttar samning, þar sem þessi landamæri væru ekki við- urkennd.” ,,í allri stjómarstefnu okkar mundum vif leitast við að styrkja ' Sameinuðu bióðirnar Við teljum útvíkkun Samein- uðu þjóðanna aðdáunarverða bróun; þau hafa lagt til raun- verulégan vettvang myndunar heirnsalmenningsálits.” (Haraldur Jóhannsson þýddi) BERJAFERD Verður sunnudaginn 23. ágúst kl. 8.30 f.h. Farið verður á Dragháls. Berjaleyfi innifalið. Lagt verður af stað frá Týsg. 3, stundvíslega. Þátttakendur þurfa að hafa með sér nesti. Þátttaka tilkynnist í skrifstofuna. Getum séð hópum fyrir berjaferðum í ágætis berjalönd Hafið samband við okkur tímanlega. FERÐ ASKRIFSTOF AN LANDSÝN h.f. Týsgata 3. Sími 22890. HEW Steypustyrktarjárn í 12 me'tra lengdum og Þakjám no. 24 nýkomið. Helgi Magnússon & Co. Hafnarstræti 19 — Símar: 13184 - 17227. Elzta byggingavöruverzlun Iandsins. ^BlTtRÍAVStfit .111012810 FERÐABÍLAR 9 til 17 farþega Mercedes-Benz hópferðabílar af nýjustu gerð, til leigu i lengri og skemmri ferðir. — Afgreiðsla alla virka daga. kvöld og um helgar i síma 20969. HARALDUR EGGERTSSON, Grettisgötu 52. FERÐIZT MEÐ LANDSÝN Seljum farseðia með flugvélum og skipum Greiðsluskilmálar Loftleiða: FLOGIÐ STRAX - FARGJALD GREITT SÍÐAR Skipuleggjum hópferðir og ein- stakliitgsferðir ugn 6' FERÐASKRIFSTOFAN LAND’SYM TÝSGÖTU 3. SÍ1.H 22890. — P.O. BOX 465 — REYKJAVÍK UMBOÐ LOFTLEIÐA. ( 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.