Þjóðviljinn - 22.08.1964, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 22.08.1964, Qupperneq 5
taugardagur 22. ágúst 1964 ÞIÖÐVILJINN SÍÐA 5 Þcssi mynd birtist í Dagbladet daginn eftir hinn sögulega leik G jövik/Lyn gcgn Eik. Þar sést greinilcga að övind Andcrsen leið- togi Eik, scm stendur við marksúlu, setur fót fyrir boltann og hin drar að boltinn fari í mark. Þetta mark hefði getað nægt Gjövik/ Lyn til að vinna sig upp í 1. deild. Eitt mesta hneyksli í norskri knattspyrnu I knattspyrnuleik, sem fór fram í Gjövilt í Noregi *.l. laugardag, kom fyrir atvik, sem hefur orðið mjög umtalað í Noregi, og margir tala um það sem mesta hneyksli sem komið hafi upp í sögu knattspyrnunn- ar í Noregi. KR-mót í köstum ★ Frjálsíþróttadeild KR held- ur innanfélagsmót í köstum í dag og á morgun. (Stjórnin). Það voru tvö annarrar deild- • ar lið sem áttust við. Eik og Gjövik/Lyn, leikar stóðu jafn- ir 2:2 er einn framherji úr liði heimamanna skaut að marki og framhjá markverði, þá gerðist það að einn leiðtogi hins liðsins. sem stóð . þar við marksúluna, . skaut fæti fyrir boltann áður en hann rann yfir markalínuna. Þar með missti Gjövik/Lyn af sigri í leiknum og eitt dýrmætt stig sem getur munað því að það verður að sitja áfram í 2. deild. Flestir áhorfendur og kepp- -------------------------------<s> Skrífstofahúsnæði Tvö mjög góð skrifstofu- herbergi til leigu, SÍBS Bræðraborgarstíg 9. endur sáu hvað gerzt hafði og Ijósmyndir hafa staðfest þetta. en dómari virtist ekki taka eftir neinu og raunar hefði það ekki miklu breytt. þótt svo hefði verið, því að skv. knatt- spyrnulögunum getur dómari undir engum kringumstæðum dæmt mark nema boltinn fari yfir markalínuna. Hann hefði látið henda boltanum upp og ekki er að vita hvað úr því hefði orðið. Ekki er enn vitað hvað, knatt- spyrnusambandið gerir í þessu máli. úrslitum leiksins verður ekki breytt. en fullsannað er að leiðtogi Eiks hefur gripið inn í leikinn og hindrað að Giövik/Lyn skoraði mark. Menn líta þetta mál mjög al- varlegum augum sem eðlilegt er og er slíkt framferði íbrótta- leiðtoga algert einsdæmi í Nor- egi. Þetta minnir okkur Islend- inga á.atvik er varð hér fyrir nokkrum árum er þýzkt lið var hér á ferð. þá stóð 4:0 fyrir íslendinga, en einn Þjóðverji úr fararstjóm liðsins sem stóð utanvallar hljóp í markið og stöðvaði boltann á síðustu stundu. Þetta breytti angu um úrslit leiksins og menn höfðu aðeins gaman af. Þetta atvik og það sem gerðist í Noregi minnir okkur á hvað getur gerzt ef áhorfendum er leyft að standa við marksúlur eins og oft sést hér. einlcum þegar yngri flokkar eru að leika. íþróttasíðunni er ekki kunn- ugt um að önnur atvik þessu lík hafi komið fyrir í knatt- spyrnunni hér á landi, en gam- an væri ef einhverjir lesendur blaðsins vita til þess. að þeir sendu blaðinu frásögn af því. sitt af hverju ★ 22 ára gamall japanskur atvinnuhnefleikamaður lézt í gær af völdum áverka sem hann hlaut 1 keppni sl. sunnudag. ★ Alþjóðlega olympiunefndin tilkynnti opinberlega á þriðjudag, að Suður-Afríka fái ekki að taka þátt Olymp- íuleikunum í Tokio i haust. Ástæðan fyrir þessu banni er að sjálfsögðu sú, að stjórn- in í Suður-Afríku hefur neit- að að hverfa frá aðskilnaði hvítra manna og svartra inn- an íþróttanna. ★ Ástralska sundsambandið mun hafa ákveðið að heims- methafinn Murray Rose verði ekki tekinn i lið Ástraliu á Olympíuleikunum. Murray Rose er 25 ára gam- all og hefur unnið fern gul- verðlaun á Olympíuleikunum, hann hefur þjálfað af kappi að undanförnu. og hinn 2. ágúst sl. setti hann nýtt heimsmet i 1500 m skriðsundi 17:01,8 mín. Hann hefur aftur á móti ekki tekið þátt í úr- tökumótum í Ástralíu. af því að hann dvélst í Kalifomiu. þar sem hann er við nám og freistar gæfunnar sem kvik- myndaleikari í Hollywood. Rose hefur sjálfur sagt að með því að setja heimsmetið hafi hann gert úrslitatilraun til að komast i olympíuliðið. en það virðist ekki hafa nægt til að sambandið geri undan- tekningar frá þeim reglum sem það hefur sett um úr- tökumótin. ★ 62. aðalfundur alþjóðlegu olympíunefndarinnar verður kallaður saman í Tokio 6. okt. n.k Hirohito keisari og kona hans verða viðstödd setningu fundarins Aðalfundurinn verður haldinn í Nissei leik- húsinu i Tokio. Þetta er í annað sinn sem Alþjóðlega olympíunefndin heldur aðal- fund sinn f Japan. Síðast var hann haldinn þar fyrir 6 ár- um í sambandi við Asíuleik- ana. utan úr heimi íslandsmeistarar FH í 9. sinn Mfl. FH sem 9. sinn í röð. ússon, Geir I v : : sigraði á fslandsmótinu I handknattleik utanhúss 1964 og varð fslandsmeistari í Efri röð f.v. örn Hallsteinsson, Auðunn Óskarssr.n, Gils Stefánsson, Kristófer Magn- aúr C-'-'ison, Krirtián Stefánsson, Páll Eiríksson, Hjalti Einarsscn. Fremri röð f.v.: o»\ Guðjón Ir.gi Súturðsson, Ragnar Jónsson, Birgir Björnsson (fyrirliði), Þorsteinn Björnsson, Rúnar PáJssoa. Tveir fulStrúar Irá HSÍ á al^jó&aþing í Biðdapest Tveir fulltrúar frá flandknattleikssambandi íslands munu sitja þing Alþjóðlega handknatt- leikssambandsins, sem haldið verður í Búdapest dagana 18. og 19. sep't n.k. Búizt er við að.um 100 fulltrúar frá 37 þjóðum mæti til þingsins. Þing Alþjóðahandknattleiks- sambandsins eru haldin annað hvort ár, og hafa íslendingar átt fulltrúa á þingum þess síð- an 1956. Fulltrúar HSÍ á þing- inu í Budapest verða formaður sambandsins, Ásbjörn Sigur- jónsson, og varaformaður, Axel Einarsson. fslendingar hafa samstöðu með öðrum Norðurlandaþjóð- um á þinginu og við undirbún- ing þess, og komu forystumenn handknattleikssambandanna á Norðurlöndum saman til skrafs og ráðagerða hér í Reykjavík þegar Norðurlandamót kvenna var haldið hér í sumar. Nær 40 þjóðir eru nú i Al- þjóðlega handknattleikssam- bandinu, en fyrir þinginu liggja upptökubeiðnir frá 9 þjóðum. Munu þær allar vera utan Evr- ^ ópu, en flestar Evrópuþjóðir eru þegar i sambandinu, nema Bretland og ftalía. Helzta verkefni sem fyrir Valur siqraði í 5. flokki Valur varð Islandsmeistari í 5. fl. í knattspyrnu. Úrslitaleik- urinn fór fram á Melavellinum í fyrrakvöld, og sigruðu Vals- drengimir þá jafnaldra sína frá Akranesi með 2:0. Hinir ungu Islandsmeistarar Vals eru: Aron Bjömsson, Ámi Geir Jónsson, Bergur Bene- diktsson. Einar Óskarsson, Guðmundur Jóhannesson, Gúst- af Níelsson. Helgi Benedikts- 1 son, Hörður Hilmarsson, Ingi B. Albertsson. Jón Gíslason, Reynir Vignir. Sigurður Har- aldsson, Tryggvi Tryggvason. Vilhjálmur Kjartansson og Þorsteinn Helgason. Þjálfari liðsins er Róbert Jónsson. þinginu liggur eru tillögur sem fram hafa komið um breyting- ar á fyrirkomulagi heimsmeist- arakeppninnar. Fram að þessu hafa 16 lið komið til úrslita- keppninnar, en nú eru tillög- ur um að fækka þeim niður í 12 eða jafnvel 9. Þá er einnig rætt um, að framvegis komist ekki aðrar þ.ióðir beint í úr- slitakeppni en heimsmeistari og sú þjóð sem heldur mótið hverju sinni, en til þessa hafa þær þjóðir sem voru í 6 efstu sætum i síðustu keppni kom- izt beint i úrslit í hinni næstu án þátttöku í undankeppni. Einnig verða rædd á þinginu vandamál þjóða utan Evrópu í sambandi við þátttöku i und- ankeppni, Tillaga hefur komið fram um að fjölga leikjum í Evrópukeppni meistaraliða, þannig að þau félög sem lenda saman leiki tvo leiki sín á milli eins og er í sambærilegri keppni í knattspyrnu. >á má nefna að komið hafa fram hug- myndir um að efna til nám- skeiðs rétt fyrir heimsmeistara- keppni hverju sinni fyTÍr þá dómara sem dæma í keppninni. Öll þessi mál verða rædd á þinginu og má búast við að um þau verði skiptar skoðanir. Ekki er þess að vænta að stór- vægilegar breytingar verði gerðar á leikreglum, þau mál voru tekin til rækilegrar end- urskoðunar á síðasta þingi, og miklar breytingar gerðar á reglunum. Þá hefur komið fram tillaga um áð ekki þurfi að bíða eftir að dómari flauti þegar fríkast er tekið. Loks verður kosin stjórn fyr- ir næsta tímabil og tekin á- kvörðun hvar norsk heimsmeist- arakeppni verður haldin. Þau lönd sem talin eru koma helzt til greina eru Danmörk, Frakk- land og Sovétríkin. Stúlka óskast til afgreiðslustarfa, einnig kona til eldhússtarfa. MATSTOFA AUSTURBÆJAR Laugavegi 116 — Sími 10312. Júrniðnaðarmenn— Aðstoðarmenn Okkur vantar nú þegar nokkra járniðn; armenn og aðstoðarmenn. VÉLSMIÐJA NJARÐVÍKUR H.F. Njarðvík, sími 1750 Koflavík.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.