Þjóðviljinn - 26.08.1964, Síða 4
SIÐA
ÞIÖÐVILJINN
Miðvikudagur 26. ágúst 1964
Ctgeíandi: Sameinlngarflokkur alþýðu — Sósiatistaflokk-
urinn —
Ritstjórar: Ivar H Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.),
Sigurður Guðmundsson.
Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason.
Fréttaritstjóri: Sigurður V BYiðþjófsson.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, SkólavQrðust. 19,
Simi 17-500 (5 línur) Áskriftarverð kl 90,00 á mánuði
Bandarísk sýnikenns/a
JJvað er öflu^ur bandarískur her að gera í Suð-
ur-Víetnam, búinn fullkomnustu nútíma-
drápstækjum? Einhver kann að segja að ófróðlega
sé spurt, því ekki standi á svörum valdamanna
Bandaríkjanna. Bandaríkjaherinn í Víetnam er að
þeirra sögn að verja lýðræðið og frelsið, mannhelgi
og manngöfgi, siðferðilegan sjálfsákvörðunarrétt
smáþjóðar, og síðasf en ekki sízt, að berjast hinni
göfugu baráttu gegn kommúnismanum.
JjYegnirnar undanfgrna daga frá þessu fjarlæga
landi stinga einkennilega í stúf við yfirlýsing-
ar hinna bandarísku stjórnmálamanna. Gegnum
ströngustu ritskoðun komast fregnirnar um frum-
kvæði stúdenta og menníamanna Suður-Víetnam,
sem krefjast lýðræðis af fasistískum einræðiskúg-
urum, er sitja að völdum vegna þess að banda-
rískur innrásarher er í landinu. Stúdentarnir
telja sig andsnúna kommúnismá en þeir segjast
vilja öðruvísi „lýðræði“ en iðkað hefur verið. And-
staða Búddhatrúarmanna sýnir einnig hve mót-
spyman gegn hernaðareinræðinu er víðtæk. For-
ystumenn Búddhatrúarmanna í Suður-Víetnam
hafa gripið til þess áður sem mófmæla'gegn kúg-
unaraðgerðum Bandaríkjaleppanna að hella benz-
íni yfir sig á torgum og kveikja í, þegar allt ann-
að brást til þess að ná athygli þéss heims'ér'Kosfað
‘hefur hið ægilega stríð innlendra fasista og er-
lends innrásarhers Bandaríkjanna gegn friðsöm-
um borgurum Suður-Víetnam. Og baráttan gegn
kommúnismanum virðist hafa eitthvað einkenni-
leg áhrif í þessu-landi, ef miða má við fregn sem
íslenzka ríkisútvarpið flutfi fyrir nokkrum dög-
um, að núverandi valdhafar teldu ekki óhætt að
láta fara fram kosningar í Suður-Víetnam af ótta
við að kosið þing yrði baráttutæki kommúnista!
^kæruhernaður og þjóðfrelsisbaráttan sem háð er
í Suður-Víetnam hófst ekki fyrr en einræðis-
herrann og fasistinn sem Bandaríkin studdu þar til
valda eftir að þjóðfrelsisher landsins hafði sigr-
azt á nýlenduveldi Frakka, sveik Genfarsamkomu-
lagið um almennar kosningar, en hóf í þess stað
ógnarstjóm og útrýmingarherferð gegn þeim sem
bezt og drengilegast höfðu barizt gegn frönsku
nýlendukúgúrunum. Sú þjóðfrelsisbarátta hefur
verið háð með sívaxandi árangri og Bandaríkja-
stjórn hefur þurft að skipta oftar en einu sinni um
leppstjórneridur í hópi Víetnamfasista, sfundum
nokkuð hastarlega. En síaukin bein og blygðunar-
laus þátttaka bandarísks hers í baráttunni gegn
þjóðfrelsishernum, samfara morðöld og pyndinga,
fangabúðum og gereyðingartilraunum hefur ekki
nægt til að brjóta niður frelsisþrá og sjálfstæðis-
vilja víetnamþjóðarinnar. Líklegas't er að Banda-
ríkjaauðvaldið vinni það eift með hinu hryllilega
árásarstríði gegn þjóð Víetnam, að þjóðir Asíu
fái enn sýnikennslu í því Hvað valdamenn Banda-
ríkjanna eiga við þegar þeir boða „vestrænt lýð-
ræði“ og „frelsi smáþ'jóða“. „vestraena mannhelgi
og manngöfgi“. Og þjóðir Asíu munu kunna að
bakka fvrir þá sýnikennslu svo sem verðugt
Byggða-, bóka-r og málverka-
safn í Safnhúsi Arnessýslu
□ Hinn 5. júlí síðastliðinn var opnað Safnhús Ámes-
sýslu í nýju húsi á Selfossi. í húsi þessu er héraðsbóka-
safn Ámessýslu á neðri hæð, en byggðasafn héraðsins
á efri hæðinni.
Ekki er enn að fuilu búið
að skipuleggja starfsemi bóka-
safnsins, opnunartíma o.þ.h.,
en söfnin á efri hæðinni eru
opin dag hvem og er Kjartan
Magnússon safnvörður. Skúli
Helgason hefur unnið að söfn-
un munanna í byggðas&fnið
og er hann sjór af fróðleik
um sögu gripa þeirra sem
þarna er að finna.
Náttgagn
Friðriks áttunda
Það er margt sem ber fyrir
augun á göngu gegnum
Byggðasafn Ámessýslu og ekki
sízt, ef maður eins og Skúii
Helgason er leiðsögumaður og
útskýrir sögu hlutanna,
Þama er þvottasett, nætur-
gagn. þvottaskál og kanna.
sem Friðrik konungur 8. not-
aði fyrstur manna, en var síðan
í eigu l ÓJafs Magnússonar í
Arnarbæli. Þarna hangir á
veggnum sýslukvarði Ámes-
sýslu löggiltur.
Þama stendur á miðju gólfi
furðutæki eitt mikið úr tré.
en grjóthnullungum er hrúg-
að saman í skúffu, sem unnt
er að færa fram og aftur á
þrem keflum. Skúli segir okk-
ur, börnum atómaldarinnar, að
þetta sé taurulla.
Ymsir munir eru í safninu
úr kirkjum og kirkjugörðum
sýslunnar. Þar er biblía, prent-
uð á Hólum 1728. grátur úr
Laugardælakirkju þeirri er rif-
in var 1957, altaristafla frá
Stokkseyri. altari frá Hruna,
smíðað af Illuga Jónssyni.
Verzlunarstarfið á Eyrar-
bakka á sínar minjar í safn-
inu. Ullarvog, krani af ó-
hemjustórri brennivínsámu en
á hann er letrað ártalið 1802.
Lífsbjargartól
Lífsbjargartól alþýðunnar í
Árnessýslu er þarna að finna
eins og reipi, klyfberar, söðlar,
hagldir, ballansbor, sauma-
vélar, þ. á. m. sú elzta
á íslandi, skeifur. blóðtökubild-
ar, hrossabrestur, plógur frá
Torfa í Ólafsdal, reizla frá
Skálholti, kistur, hesprutré o.fl.
o.fl. sem fyrir aðeins hálfri
öld var nauðsynlegt til að
draga fram lifið frá degi til
dags en nú er álitið ónýtt
nema ef ,,einkennilegir“ menn
berja upp á sveitabæjum' og
spyrja um gamlan hlut.
Tónlistin á Eyrarbakka er
landskunn. Þama er langspil,
sem Ebeneser Guðmundsson á
Eyrarbakka smíðaði sjálfur.
Flygill úr ,,Húsinu“ á Eyrar-
bakka, taktstokkur.
Framhald á 9. síðu.
Regíur settar um eftírlit
með geislavirkum tækium
□ í nýútkominni reglugerS dómsmálaráSuneytisjns
um skoSun tækja, sem hæf eru til aS framleiSa jónandi
geisla, er kveSiS svo á aS skoSun þessa skuli framkvæma
eigi sjaldnar en annaS hvert ár.
Reglugerð þessi er útgefin 12.
ágúst sl. og öðlas.t þegar gildi.
en aðalefni hennar er þetta:
Framkvæma skal, eigi
sjaldnar en annað hvort ár.
er.
s.
í
CATULLUS:
T/L LESBÍU
Gerum oss lífiS aS gamni,
gamalla manna
sinnum ei svæsnu og præsnu
siSvendnisnöldri.
Upp koma aSrar sólir
aS hinum fyrri gengnum:
ævisól okkar hnigin
áSur en varir
upp kemur aldrei framar
aS eilífu slokknuS.
Kysstu mig þúsund kossa,
kysstu mig hundraS aS auki,
auktu svo enn þá tölu
um ellefu hundruS,
eftir þaS þúsund og ennþá
einu hundraSi betur.
Eftir þaS ótaldri mergS,
svo enginn sá viti þá tölu,
er megnaSi aS gera okkur galdur.
ef gæti hann þaS vitaS. .
Málfríður Einarsdóttir
þýddi.
skoðun á þeim tækjum, sem
hæf eru til að framleiða jón-
andi geisla og leyfi ráðherra
þarf fyrir.
Skoðunin skal framkvæmd af
mönnum. sem til þess eru sett-
ir af landlækni.
Þeim skal heimill frjáls að-
gangur að sérhverjum þeim-ý
stað, þar sem þau tæki, sem
reglugerð þessi tekur til, eru
notuð eða geymd, í því skyni
að framkvæma á þeim skoðun,
enda ber að gæta þess, að
skoðunip valdi sem minnstri
röskun á daglegri starfsemi við-
komandi tækja.
Skoðunarmenn skulu athuga
ástand tækjanna og hvort við-
eigandi öryggisráðstafana sé
. gætt við notkun þeirra. og þeir
gefa landlækni skýrslu um at-
huganir sínar og gera tillögur
um úrbætur. þar sem þeir
telja þeirra þörf.
Landlæknir fyrirskipar eig-
anda tækis að framkvæma þær
lagfæringar, sem skoðunar-
menn telja nauðsynlegar. og
séu lagfæringar eigi fram-
kvsemdar innan þess frests,
sem landlæknir tiltekur. getur
landlæknir bannað notkun tæk-
isins þar til lagfæring hefur
farið fram.
Eigandi tækis, sem skoðun
gera grein fyrir því til land-
læknis.
Brot gegn reglugerð þessari
varða sektum eða varðhaldi,
ef miklar sakir eru, nema
þyngri refsing liggi við sam-
kvæmt öðrum lögum.
Reglugerð þessi, sem sett er
samkvæmt heimild í 4. gr, laga
um öryggisráðstaf&nir gegn
jónandi geislum frá geislavirk-
um efnum eða geislatækjum,
nr. 95, 20. desember 1963, öðl-
ast þegar gildi.
Kiarnasprenging
!
WASHINGTON 24/8 — Enn ein
kjarnasprengja var sprengd neð-
anjarðar í Nevadaeyðimörkinni
í Bandaríkjunum á laugardaginn
og var það þrettánda kjarna-
sprengingin þar vestra á þessu
ári.
Þrjó Kosmostungl
enn send á loft
MOSKVU 28/4 — Þremur gervi-
tunglum af gerðinni Kosmos var
skotið á loft frá Sovétríkjunum
í gær, 41., 42. og 43. tunglinu af
þeirri gerð. Tveim þeim síðar-
nefndu var skotið á loft með
arskylt er samkvæmt reglugerð sömu eldflauginni.
þessari, skal greiða sérstakt
skoðunargjald. sem varið ska’ ZERMATT 24/8 — Ungur
til að stand&st kostnað við Frakki beið í dag bana þeg-
skoðunina, ar hann reyndi að klífa tind-
Skoðunarmenn innheimta nn Matterhorn að norðan-
skoðunargjaldið. um leið og verðú. Hann missti fótfestu og
þeir framkvæma skoðunina og I hrapaði hundrað metra fall.
*
<