Þjóðviljinn - 26.08.1964, Page 7
Miðvikudagur 26 ágúst 1964 -----
ÞJÓÐVILJANUM hefur bor-
izt fréttabréf frá Siglingamála-
stofnun Same\nuðu þjóðanna,
IMCO, sem aðsetur hefur 'í
Lundúnum. Er þar sagt frá
sérfræðinganefnd þeirri sem
sett hefur verið á laggimar
að fmmkvasði stofnunarinnar
til að vinna að athuguhum og
rannsóknum á stöðugleika
fiskiskipa, gefa ráðleggingar í
þeim efnum o.s.frv.
Á fyrsta fundi nefndar þess-
arar í síðasta mánuði var Hjálm-
ar R. Bárðarson skipaskoð-
unarstjóri kjörinn nefndarfor-
maður. Hann gerir svofellda
grein fyrir störfum sérfræð-
inganefndarinnar:
— Starf þessarar sémefndar
um stöðugleika fiskiskipa r-r
rétt að byrja og þau leiðbein-
ingaratriði, sem fram koma í
fréttatilkynningu IMCO ber
því aðeins að skoða sem aug-
ljós frumatriði. sem þó mega
verða að gagni. Flest þessara
atriða eru þegar í íslenzkum
reglum eða í umburðarbréfum
Skipaskoðunar ríkisins. Mörg
eru í rauninni líka kunn
hverjum reyndum sjómanni.
en þó skaðlaust að vekja á
þeim athygli
Fyrir nefnd þessari liggur
mikið og margþætt verkefni.
Því ber ekki að neita að með
því að Island hefur tekið að
sér formennsku i nefndinrú
verður ekki hjá því komizt að
taka mjög virkan þátt í störf-
um hennar. Auk þess sem for-
maður stjómar fundum kemur
einnig í hans verkahring að
skipuleggja starfsemi nefndar-
innar í samræmi við starfs-
skrána. Næsti fundur nefndar-
innar verður i janúar 1965,
en á milli hafa hinar einstöku
þátttökuþjóðir skipt með sér
verkum, athuga einstök verk-
efni að skila árangri þeirra
athugana fyrir næsta fund.
Allar þjóðirnar þuría að ieggja
fram ýmis frumgögn, hver yfir
sinn fiskiskipastól, t.d. stöð-
ugleikaútreikninga einstakra
fiskiskipa. Þar sem stöðugleiki
fiskiskipa hefur almennt ekki
verið reiknaður út, þurfa
margar þjóðir að framkvæma
þetta atriði sérstaklega. en það
kostar mikinn tíma og mikla
vinnu.
Nýrri íslenzku fiskiskipin
hafa verið reiknuð út eips
og kunnugt er samkvæmt um-
burðarbréfi Skipaskoðunar rík-
isins frá 5. des. 1962, en 'pó
þarf að umreikna þessi grund-
vallaratriði til samræmir.gar
vegna starfa nefndarinnar.
Minni og eldri íslenzku fiski-
skipin hafa hinsvegar ekki
verið reiknuð út. og þyrfti að
gera það fyrir nokkur þeirra
ÞJÖÐVILIINN
SlÐA 7
Stdðualeiki fiskiskipa
til að fá samanburð við sams-
konar skip annarra þjóða
Þótt alþjóðasamstarf sem
þetta krefjist eins og fyrr seg-
ir mikillar vinnu, þá er það
okkur til svo ómetanlegs gagns
að njóta þess samstarfs þjóða.
sem við svipuð. vandamál eiga
að stríða að ég fullyrði að
ekki verði hjá því komizt
vegna eigin hags að leggja af
mörkum það framlag, sem fært
er til þessara mála. —
Þetta segir skipaskoðunar-
stjóri, en hér á eftir fer frétta-
tilkynningin. sem getið var <
upphafi nokkuð stytt:
Fyrsti fundur sérfræðinga-
nefndarinnar um stöðugleika
fiskiskipa var haldinn i aðal-
stöðvum IMCO Siglingamála-
stofnunar Sameinuðu þjóðanna
í London dagana v 13. til 17
júlí sl.
Fundinn sóttu fulltrúar eft-
irtaldra landa: Danmerkur-
Sámbandslýðveldisins Þýzk'a-
lands, Finnlands. Frakklands.
Islands, Italíu. Japan, Hol-
lands. Noregs. Póllands, Sví-
þjóðar, Sovét-Rússlands (USSR).
Bretlands, Bandaríkja Norður-
Ameríku og fulltrúi frá FAO,
Matvæla- og landbúnaðarstofn-
un Sameinuðu þjóðanna.
Nefndin kaus Hjálmar R.
Bárðarson, Islandi, sem form.
og G. C. Nickum (Bandaríkiv
Norður-Ameríku). sem vara-
formann
Þessi sérfræðinganefnd var
stofnsett samkvæmt ályktun er
gerð var á þriðja aðalfundi
IMCO, þar sem sagt er að
„IMCO skuli halda áfram at-
hugunum sínum á stöðugleika
fiskiskipa, og hraða þeim eftir
föngum”, sem sémefnd vinnu-
nefndar varðandi stöðugleika
allra skipa , í óskemmdu á-
standi. þar með talin fiskiskip.
Hlutverk sérfræðinganefndar-
innar var skilgreint á fyrsta
fundi hennar þannig: „Að
safna upplýsingum og rann-
saka þær, að hvetja til frek-
ari rannsókna og dreifa upp-
lýsingum og ráðleggipgum
varðandi stöðugleika fiskiskipa
af ýmsum gerðum og stærð-
um. með það lokatakmark að
finna mælikvarða til að dæma
stöðugleika eftir, og að tryggja
að skipstjórinn fái í hendur
nægjanlegar og skiljanlegar
upplýsingar sér til leiðbeining-
ar“
Nefndin. samþykkti starfs-
skrá í þrettán liðum og athug-
aði síðan hvaða verkefni væri
begar hægt að hefja starf við
í samræmi við þessa starfs-
skrá. I því sambandi tóku
nokkrir nefndarmenn að sér að
starfa að einstökum rannsókn-
arefnum og gefa síðan skýrslu
þar um til nefndarinnar á
næsta fundi hennar.
Hjálmar R. Bárðarson.
Nefndin gekk frá fyrstu leið-
beiningum sínum til fiski-
manna. þar sem fjallað er um
nokkrar tillögur varðandi ráð-
stafanir sem til gagns mega
verða og því rétt að fylgja til
að hindra minnkun á stöðug-
leika fiskiskipa í notkun.
Þótt mörgum reyndum sjó-
mönnum séu þessi öryggisat-
riði eflaust þegar ljós, þá lagði
nefndin þó til að vakin verði
athygli þeirra á þessum at-
riðum
Nefndin lagði einnig til að
þessara atriða yrði getið við
kennslu í skipstjórn og sjó-
mennsku fyrir fiskimenn.
Á það var sérstaklega bem,
að þessi ráðleggingaratriði skuli
skoða sem leiðbeiningar til
bráðabirgða. og þá haft i huga
að þær myndu væntanlega
verða endurbættar frekar síð-
ar,
Þessar tillögur hafa enn ekki
verið teknar til athugunar af
yfirstjórn innan IMCO, en
framkvæmdastjórinn vill þó
þegar vekja athygli IMCO á
þeim, í þeirri von að þær megi
koma að gagni.
Tillögur nefndarinnar. sem
um er getið hér að framan,
eru eftirfarandi:
Nokkrar ábendingar til
athugunar fyrir fiskinrenn
Eftirfarandi atriði skulu
skoðast sem bráðabirgðar. leið-
beiningar varðandi atriði, sem
hafa almenn áhr.if á öryggi
fiskiskipa og sjérstaklega að því
er varðar stöðugleika þeirra.
Lagt er til að öllum fiski-
mönnum verði gefinn kostur
á að kynna sér þessi atriði,
og þau þ: sett fram á þann
hátt. að notuð verði hugtök
sem auðskilin eru hverjum
manni, þótt reyndar flest þess-
ara atriði séu þegar kunn
hverjum reyndum sjómanni. <i>
Lagt er einnig til, að þess-
ar ábendingar verði kynntar
við kennslu í fiskiveiðaskólum
við þjálfun sjómanna á fiski-
skipin
1) Allar dyr og önnur op,
sem sjór getur runnið inn um
niður í skipið eða inn í þil-
farshús, bakka og þessháttar,
skulu vera vandlega lokuð í
slæmu veðri, og þessvegna skal
þess vandlega gætt. að allur
lokunarbúnaður fyrir þessar
dyr og op sé vel varðveitt-
ur um borð og ávallt hafður
í góðu lagi.
2) Lestar-lokunarbúnaður og
boxalok skulu alltaf höfð
vandlega lokuð og tryggilega
fest nema þegar opna þarf við
fiskveiðar.
3) ÖIl öryggislok fyrir kýr-
augu skulu ávallt vera í góðu
ástandi og þeim skal. alltaf
lokað í slæmu veðri.
4) Allur fiskVeiðaútbúnaður
og annar álíka verulegur þungi
skal tryggilega frágenginn og
staðsettur eins neðarlega og
hægt er.
5) Sérstaklega skal fara var-
lega þar sem togátak frá veið-
arfærum getur valdið minnk-
un á stöðugleika. t.d. þegar
nót er dregin með kraftblökk
eða botnvarpan festist í botni.
6) Búnaður til að losna við
þilfarsfarm. t.d. síld á þilfari.
skal ávallt vera í góðu lagi
og tilbúinn til notkunar fyr-
irvaralaust þegar þörf krefur
7) Austurop með lokunar-
búnaði skulu ávallt vera til-
búin til notkunar fyrirvara-
laust og skulu ekki vera fest. *
og þá alls ekki í slæmu veðri.
8) Þegar aðalþilfar er út-
búið fyrir þilfarsfarm með
stíum. skulu ávallt .vera nægj-
anlega stórar rifur á milli
stíuborðanna. þannig að sjór
geti runnið hindrunarlaust að
austuropunum, og þannig sé
útilokað að sjór bindist á þil-
fari.
9) Setjið aldrei lausan fisl-c
eða síld i lest. án þess að
hafa gengið úr skugga um að
skilrúm í lestinni séu tryggi-
lega uppstillt.
10) Gætið þess ævinlega að
eins fáir geymar og mögulegt
er séu hálffullir.
11) Athugið vandlega allar
handbærar upplýsingar um á-
íyllingu á sjó-ballestargeyma.
og verið ávallt minnugir þess,
að hálffylltir geymar geta
verið hættulegir.
12) Lokunarbúnaður loftrása
frá olíugeymum skal sérstak- \
lega aðgættur i slæmu veðri.
13 Það er hættulegt að
treysta sjálfvirkri stýringu S
slæmu veðri, því að hún get-
ur hindrað að hægt sér að
grípa nægjanlega fljótt til
stýris, sem þá getur verið
nauðsynlegt.
14) Gætið sérstakrar varúðar
á lensi og með sjó aftan við
þvert. Ef skipið hallast eða
geigar óvenjulega mikið,
minnkið þá strax hraða skips-
ins. áður en nokkuð annað er
aðhafzt.
15) Við hvaða hleðslu-ástand
sem er skal aðgætt að fríborð
sé nægjanlegt til að tryggja
sjóhæfni skipsins.
16) Gætið sérstaklega vel að
yfirísingu. sem hleðst á skip-
ið. og notið alla möguleika til
að minnka hana.
Nefndin benti á hve þýð-
ingarmikið væri samstarf milli
IMCO og FAO, varðandi stöð-
ugleika fiskiskipa, og lýsti yf-
ir ánægju sinni yfir því að
FAO skuli vera reiðubúin að
taka þátt í þessu starfi
Haustfargjöidin
hjá Fí 25% lægri
HaUstfargjöld Flugfélags ís-
lands ganga senn í gildi. Frá
þeim er sagt i cftirfarandi
fréttatilkynningu frá félaginu:
Á fargjáldaráðstefnu I.A.T.A,
flugfélaganna, sem haldin var
fyrir tveim árum. beitti Flug-
félag íslands sér fyrir því að
tekin yrðu upp ódýr vor- og
haustfargjöld frá Islandi til
margra staða í Evrópu.
Þessi ódýru sérfargjöld hafa
orðið mjög vinsæl og hefur
mikill fjöldi fólks notfært sér
þau til þess að fá sér ,,sum-
arauka“ í útlandinu
Hinn 1. september næstkom-
andi, ganga haustfargjöldin
enn í gildi og lækka þá far-
gjöldin um 25 af hundraði. ekki
einungis á flugleiðum Flugfé-
félags Islands, heldur og einnig
á ýmsum framhaldsleiðum
eins og t.d. til Parísar og til
margra borga í norðanverðri
Evrópu.
Haustfargjöldin gilda í tvo
mánuði. frá 1. -september til
31. október.
Gildistími farmiða er einn
mánuður frá því ferð er haf-
in, þannig, að farþegi sem t.d.
fer frá íslandi 31. október get-
ur komið til baka 30. nóvem-
ber. Skilyrði er að keyptur sé
tvímiði og notaður báðar leið-
ir.
Sýnilegt er, að margir munu
notfæra sér haustfargjöldin í
ár. Miklar farpantanir liggja
fyrir og t.d. eru aðeins mjög
fá sæti laus í flugvélum Flug-
félags Islands til útlanda fyrstu
viku september.
En er merki Sveins konungs var fallið og autt skip hans,
þá flýðu allir hans menn, en sumir féllu. En á þeim skipum,
er tengd voru, hlupu menn þar á kaf, en sumir komust á
önnur skip, þau er laus voru. En allir Sveins menn reru þá
undan, þeir er því komu við. Þar varð allmikið mannfall. En
þar er konungarnir sjálfir höfðu barizt og tengd voru flest
skipin, þar lágu eftir auð skip Sveins konungs meir en sjö
tugir.
47. dagur
Haraldur konungur reri eftir Dönum og rak þá, en það var
eigi hægt, því að skipafloti var svo þröngur fyrir, að varla
mátti fram koma. Finnur jarl vildi eigi flýja, og var hann
handtekinn. Hann var lítt syndur.
Hákon jarl lá með skip sitt eftir, er konungur og annað
lið rak flóttann, því að jarls skip mátti eigi þar fram fara
fyrir skipum þeim, er fyrir lágu. Þá reri einn maður á báti
að skipi jarls og lagði að lyftingu. Sá var mikill maður og
haíði víðan hött. Sá kallar upp á skipið: „Hvar er jarl?1'
i