Þjóðviljinn - 28.08.1964, Blaðsíða 1
Föstudagur 28. ágúst 1964 — 29. árgangur — ,193. tölublað.
Aldrei verra ástand vega —12. síða
KR-Fram jafntefli 0:0—5. síða
Enn róstusamt á Kýpur — 3. síða
Laft er allt lævi blandið í
höfuðborg Suður- Víetnam
Bandaríkin klambra saman þrístjóraveldi í Suður-Víetnam
í gær tókust enn heiftarlegir götubardagar í Saigon
Blóðugar óeirðir urðu í Saigon og annars staðar í Suður-
Vietnam í gær, er kaþólskir stuðningsmenn Nguyen Khanh
efndu til kröfugöngu. Talið er að hershöfðingjaklíkan hafi
í dag ætlað að leysa vanda sinn með því að gera Tran
Thiem Kiem hershöfðingja að forseta og Doung Dan Minh
forsætisráðherra, en hafi ráðagerðin strandað á mótspymu
Bandaríkjanna, sem ekki vildu styðja stjórn, sem spark-
aði Khanh og var því gripið til þess að hafa hann með.
SAIGON 27/8 — í dag voru
völd í Suður-Víetnam fengin í
hendur þremenningastjórn og er
fyrrverandi forseti Nguyen
Khanh einn stjórnenda. Þetta
var kunngert í Saigon í dag
skömmu eftir að herinn tók að
skjóta á mikinn fólksfjölda, sem
safnaðist saman í kröfugöngu
KRON með kjörbáðarbíl í Kópavogi
Ingólfur Ólafsson kaupfélagsstjóri KRON, Guðmundur Jónsson og Hadda Halldórsdóttir við
kjörbúðarbílinn er verzlun hófst í honum í gær. — (Ljósm. Þjóðv. J.Th.H.)
Þjóðviljinn . hafði spumir
af því í gær, að KRON ætlaði
að fara af stað með kjörbúð-
arbíl í Kópavogi. Það fylgdi
og fréttinni. að bæjarfógetinn
í Kópavogi, Sigurgeir Jóns-
son, væri í andstöðu við
framtak þetta og hyggðist
banna sölu úr bílnum. Tíð-
indamaður Þjóðviljans brá
sér á staðinn er bíllinn lagði
af stað frá KRON-verzlun-
inni að Álfhólsvegi 32 <
Kópavogi um klukkan 2 e.h.
í gær.
Bíllinn tók sér fyrst stöðu
við Lyngbrekku og þegar i
stað hópaðist fólk að til að
verzla. Ekki bólaði neitt á
því að fógetinn myndi banna
verzlun í bílnum.
Snerum við okkur þá til
fógetaembættisins og spurðist
þar að ekkert yrði aðhafzt i
bili og hefði fógeti skipað
undirmönnum sínum að
fresta aðgerðum, a.m.k. um
sinn.
Heilbrigðisnefnd Kppavogs-
bæjar og bæjarstjóm höfðu
samþykkt verzlunarleyfið fyr-
ir sitt leyti, en fógeti var
einn í andstöðu.
Starfsfólk í kjörbúðarbíl
þessum eru Hadda Halldórs-
dóttir og Guðmundur Jóns-
son.
fyrir framan höfuðstöðvar hers-
ins í Saigon.
Blóðsúthellingar
Sex manns létu lífið í óeirð-
unum og minnsta kosti 30
særðust. Brynvarðir herbílar
komu á vettvang og um rÖO fall-
hlífaliðar hófu skothríð að
mannfjöldanum, sem reyndi að
brjótast inn í höfuðstöðvar hers-
ins vopnaður stöfum. hnífum,
flöskum og öxum. Þarna voru
samankomnir um 3000 kaþólikk-
ar og hrópuðu þeir slagorð og
kröfðust þess, að herforingja-
klíkan héldi áfram að vera við
völd og styðja Khanh hershöfð-
ingja, en ganga hvergi að kröf-
um Búddista að fara frá.
í þremenningastjóminni eru
Khanh, Duong Dan Minh hers-
höfðingi sem var forseti næst á
undan honum og fyrrverandi
vamarmálaráðherrá og yfirmað-
ur herforingjaráðsíns Tran Thi-
en Khiem.
StraX þegar herforingjaklíkan
hafði skýrt frá myndun þrí-
stjóraveldis áttu hershöfðingj-
amir þrír fund með sér og skor-
uðu síðan á þjóðina að virða
lög og reglu.
Hgrforingjaklíkan leyst upp
I yfirlýsingu sem gefin var út
í dag, er því lýst yfir að hers-
höfðingjaklíkan verði nú leyst
upp og muni hershöfðingjamir
aftur taka upp störf sín í hem-
um. I
Þá er skýrt frá því að bráða-
birgðastjórnin sem nú er við
völd haldi þeim. og eigi að kalla
saman þing innan tveggja mán-
aða til þess að kjósa nýjan
þjóðarleiðtoga.
Bandaríkin styája Khanh
Traustir heimildarmenn í
Saigon skýra frá því, að áður
en þrístjóraveldið var tekið upp
aftur hefði Thiem Kiem hers-
höfðingi óskað þess að verða út-
nefndur forseti Suður-Víetnam
og 'hafa Minh hershöfðingja í
stöðu forsætisráðherra. En
Bandaríkin vildu ekki styðja
stjórn, sem Khanh ætti ekki að-
ild að, og eftir að óeirðimar
brutust út í dag og kröfugöngur
Framhald á 3. síðu.
49 nrnnns hafa faríit af slysförum
hér á landi fyrstu 8 mánuði ársins
■ Samkvæmt upplýsingum Slysavarnafélags íslands hafa
49 íslendingar látizt af slysförum hér á landi eða hér við
land það sem af er þessu ári- 17 hafa drukknað í sjó eða
vötnum, 17 farizt í bifreiðaslysum, 2 farizt af völdum
bruna og 1 í flugslysi. Loks hafa 12 farizt í ýmsum slys-
um- í þessum tölum eru ekki meðtaldir þeir íslendingar
sem farizt hafa af slysförum erlendis eða útlendingar sem
farizt hafa hér á landi.
1 fyrra var óvenju mikið um I banaslys hafa verið komin upp
slysfarir hér á landi og munu í um 90 um þetta leyti í fyrra.
Alls urðu 105 banaslys á árinu
1963 og skipbust þau þannig. I
svigum tölur frá árinu 1962: 52
drukknuðu í ám og vötnum eða
í sjó, (35), 18 fórust í umferðar-
slysum (11), 14 fórust í flug-
slysum og 21 í öðrum slysum
(11). Alls fórust því 105 menn í
slysum á árinu 1963 en .57 árið
1962.
I
Af þessum tölum sést að á
tæpum átta mánuðum sem af
eru þessu ári hafa farizt nálega
jafnmargir menn í umferðarslys-
um hér á landi og á öllu árinu
í fyrra og 6 fleiri en á árinu
1962. Er hin síhækkandi tala
dauðsfalla af völdum umferðar-
slysa hér á landi vissulega á-
hyggjuefni og segir hún þó
ekki alla söguna því tala þeirra
sem slasast meira eða minna í
umferðarslysum þótt þeir haldi
lífi fer einnig síhækkandi og
jafnframt vex tjón það á verð-
mætum er af umferðarslysum
leiðir ár frá ári.
FÝLL í HREIDRI
Myndin er af fýl á hreiðri efst i bjarginu á Barðsnesshorni sem
er austan megin við mynni Norðfjarðarflóa. Myndin er tekin í ferð
sem Sósialistafélag Neskaupstaðar efndi til í sumar og er frásögn
af henni og fleiri myndir birtar á 7. síðu í dag. — (Ljósm. H.G.).
Sfldveiðin er aftur
ai glæðast
Góðar horfur eru á því að
sfldveiði fari nú að glæðast fyrir
norðan. I gær fréttist af því,
að Ægir hefði fundið allstórar
torfur um 90 mílur austur af
Langancsi. Síldin stendur þar
djúpt á daginn en leitar upp
undir myrkur og dreifir sér.
I gærdag kastaði einn bátur á
þeim slóðum og fékk 200 mái.
Ennfremur fann Pétur Thor-
steinsson töluvert af síld um 120
sjómílur út af Dalatanga. Enn-
fremur fannst allmikið síldar-
magn um 80—90 mílur undan
landi. og var kastað- á þeim
slóðum en með litlum árangri,
því síldin var stygg.
Þá er og kunnugt um að
Fanney fann nokkrar allgóðar
torfur í Isafjarðardjúpi, en ekki
er enn- vitað til hvers sú síld
gæti reynzt nýt.
I gærkvöldi hafði Síldarleitin
þær fréttir að færa, að allmörg
skip væru komin á vettvang og
hefðu kastað á , svæðinu 60—120
mílur út af Ðalatanga. En aðeins
eitt skip hafði tilkynnt úm afla.
og var það Jörundur III. og
hafði fengið 1100 mál. Veður
var heldur leiðinlegt og háði það
skipunum. Einnig höfðu mörg
skip farið á svæðin austur af
Langanesi. þar sem Ægir hafði
fundið síld, sem fyrr segir, en
enn var engar fréttir að þeim
aflabrögðum að fá.
flðgerðum frest-
að í máli flg-
ústs Sigurðss.
Klukkan 10 í gærmorgun
var enn einu sinni tekið til
við uppboðið á íbúð Ágústs
Sigurðssonar að Drápuhlíð
48 hér í bæ. Voru hlutað-
eigandi boðaðir á skrifstofu
borgarfógeta að Skólavörðu-
stíg 12.
Mættir voru borgarfógeti
og skrifari hans, Jón B.
Jónsson, Ágúst Sigurðsson
og aðstoðarmaður hans.
Bergur Sigurbjömsson, og
Kristján Eiríksson, fulltrúi
uppboðsbeiðanda. Jóhann-
esar Lárussonar, ásamt
blaðamönnum.
Kristján Eiriksson lagði
fram mótmæli gegn mót-
mælum Ágústs Sigurðsson-
ar um réttmæti uppboðs-
kröfunnar. Bergur Sigur-
björnsson fór fram á viku-
frest til að athuga mót-
mælaskjal Kristjáns Ei-
ríkssonar og var hann
veittur.
Aðgerðum verður því
frestað enn einu sinni e