Þjóðviljinn - 28.08.1964, Blaðsíða 6
g SlÐA
ÞIÓÐVILIINN
Föstudagur 28. ágúst 1964
Warren-skýrslan
liggur á lausu
Talsmenn hinnar svonefndn
Warren-nefndar, sem rannsak-
ar morðin á Kennedy forseta
og Lee Oswald, hefur nú skýrt
svo frá, að hafin verffi rétt-
arrannsókn á því, hvernig
bandaríska blaðið New York
Joumal American hafi komizt
yfir frásögn sína af leynileg-
um viðræðum og yfirhcyrsl-
um nefndarinnar.
Joumal American hefur birt
vitnisburð Jack Rubys, morð-
ingja Oswalds, við yfirheyrsl-
Mikið herlið hefur veriff
flutt til Saigon Yfirleitt
bera menn kvíðboga fyrir
horfunum og óttast jain-
vel að borgarastyrjöld
kunni að brjótast út i
landinu.
(Dbl. Vísir á þrlðjudag).
Hönd listamannsins skalf
örlítið þegar hann kveikti
í vindlinum fyrir mig og
viff kvöddumst meff djúpri
virðingu hvor fyrir öðrum.
(Vignir Guðmundsson,
viðtal við Kjarval).
Réttlæti er aðeins hugs-
anlegt milli tveggja jafn-
sterkra aðila.
(Thucydites).
ur nefndarinnar og kveðst
blaðið birta vitnisburðinn orð-
réttan. Greinamar um vitnis-
burð Rubys hafa vakið mikla
athygli. Lögfræðilegur ráðu-
nautur Warren-nefndarinnar,
Lee Ranking, hefur lýst þeirri
skoðun sinni, að útilokað sé,
að nokkur af meðlimum henn-
ar eða starfsliði hafi látið blað-
inu þessar upplýsingar í té,
og verði að leita til lögregl-
unnar til að komast til botns
í málin”,
I síðustu greininni, sem birt
var í Joumal American, er
það sagt vera vitiiisburður
Rubys, að hann neiti því að
um samsæri hafi verið að
ræða þegar Lee Oswald var
ráðinn af dögum. Morðið hafi
verið á augnaþlikinu ráðið til
þess gert að hlífa Jacqueline,
ekkju hins myrta forseta, við
þjáningum í væntanlegum rétt-
arhöldum yfir Lee Oswald.
Nýjar Hand-
tökur
JÓHANNESARBORG 26/8 —
Tíu hvítir menn, sem Suður-
Afriku leynilögreglan hefur
handtekið á undanförnum tveim
mánuðum í samræmi við svo-
nefnd 90 daga lög hafa nú ver-
ið ákærðír í Jóhannesarborg
fyrir að vera félagar í kommún-
istaflokknum eða tekið þátt í
kommúnistískri starfsemi.
Sex hinna tíu eru konur.
Samkvæmt 90 daga lögunum
geta yfirvöldin haldið borgurun-
um í fangelsi í þrjá mánuði án
dómsúrskurðar eða ákæru.
Enskir vísindamenn flýja
iand hver af öðrum
Margur vandinn steðjar nú að stjórn íhalds-
flokksins enska. Skýrsla Robbins-nefndarinnar
leiddi það í ljós, hve gjörsamlega hefur brugð-
izt stefna stjórnarinnar í menntamálum yfir-
leitt. Þar við bætist, að undanfarið hefur færzt
mjög í vöxt flótti vísindamanna úr landi, og þá
einkum til Bandaríkjanna. Þykir Englendingum
sem nemi vísindalegri landauðn af þessum sök-
um. í eftirfarandi frásögn er skýrt nokkru nánar
frá þessu og stuðzt við grein í tímaritinu World
Student News.
-4>
Nýskeður landflótti tveggja
heimskunnra vísindamanna
hefur varpað ljósi á þá að-
búð, sem fremstú vísindamenn
Englendinga. og starfslið þeirra
eiga við að búa. Menn þessir
eru Ian Bush, prófessor í líf-
fræði við háskólann í Birm-
ingham, og John Polpc. einn
fremsti eðlisfræðingur landsins.
Báðir fluttust menn þessir til
Bandaríkjanna. 1 skýrslu sem
ráðgefandi nefnd menntamála í
Englandi gerði og birt var i
október 1963. er ríkisstjórnin
vöruð við því, ,,að við séum
að missa talsverðan hluta af
þjálfuðum vísindamönnum okk-í>.
ar og tæknifræðingum úr landi
til Norður-Ameríku, og þá
einkum til Bandaríkjana. Síð-
ustu tíu ár hefur aukizt greini-
lega þessi flótti. sem nú nem-
ur 7—8% af öllum okkar dokt-
orum“.
Kennaraskortur
En það er ekki eingöngu vís-
indaálit Englands, sem hnekki
bíður af þessum sökum. Jafn-
framt því, sem færir vísinda-
menn og efnilegir sækja úr
landi, eykst skoi-turinn á hæf-
um kennslukröftum við há-
skóla landsins. Ekki þarf að
lýsa því, hver áhrif slíkt kann
að hafa á enskan iðnað, og
framleiðslugetu hans. Þannig
er talið, að fróðustu manna
yfirsýn, að þessi landflótti
geti valdið enskum vísindum
óbætanlegum skaða, sé ekki
ráð í tíma tekið. Og bersýni-
legt þykir, að íhaldsstjómin
enska sé ekki fær um að ráða
fram úr vandanum. Gildir hér
hið fomkvena, að „þeir sem
aldrei þekktu ráð. þeir eiga
að bjarga hinum“.
Og hversvegna flýja svo
visindamennimir land? Að
sjálfsögðu er launamismunur
mikilvægt atriði. En hér kem-
ur annað atriði til, jafnvel
enn mikilvægara, Aðbúnaður og
aðstaða til vísindastarfa er svo
bágborin víða í Englandi. að
til háðungar er. Kunnugir
menn telja, að þetta sé jafn-
vel enn þyngra á
metunum þegar skýra skal or-
sakir landflóttans. Þess má
geta, að það er víðar en í
Englandi, sem þessu er þannig
farið. Islenzkir vísindamenn
hafa þannig enga teljandi að-
stöðu margir hverjir ef ekki
flestir til að sinna fræðigrein
sinni, en þurfa að draga fram
lífið við ítroðslu og aukastörf.
Peningaþvarg
Prófessor Bush lýsti því, að
svo mikill hluti af tíma hans
hefði farið í allskonar peninga-
þvarg fyrir vísindastofnup
hans, að sáralítið næði hefði
orðið til að sinna venjulegum
vísindastörfum. Stúdentar hans
hefðu mátt notast við kennslu-
tæki, sem voru þetta tuttugu
til fjörutíu árum eftir tíman-
um. Fred Hoyle. stjömufræð-
ingurinn heimsþekkti, hefur
lýst því yfir, að hann muni
einnig flýja land. Hoyle lýsti
því yfir um leið, að hver ein-
asti vísindamaður að heita má
velti því nú fyrir sér, hvort
ekki sé rétt að yfirgefa sem
skjótast þá vísindalegu dauðs-
mannsey. sem England sé orð-
ið.
Vígbúnaðaræði
Enska íhaldsstjórnin virðist
hugsa sem svo — ef hún hugs-
ar þá nokkuð um málið yfir-
leitt — að ,.syndaflóðið komi
eftir vom' dag“. Hún hefur
enga lausn fram að færa og
hefur jafnvel neitað að skipa
nefnd til þess að gera tillög-
ur til úrbóta. Enda er það
mála sannast, að til þess að
ráða bót á því öngþveiti, sem
skapazt hefur í enskum
menntamálum, þarf slíkt meg-
inátak, að engin von er til
þess. að íhaldsflokkurinn sé
þess megnugur. Prófessor Bush
beridir á það. að með 20 milj-
ón punda fjárveitingu árlega
megi stórbæta ástandið og
með 60—70 miljónum gjör-
breyta því. En slíkar fjárveit-
ingar eru gjörsamlega óhugs-
andi vegna þess gífurlega fjár-
magns, sem íhaldsstjórnin und-
anfarinna ára h'afa veitt til
vígbúnaðar. Síðasta Hvítbók um
varnarmál leiddi það í ljós,
að á yfirstandandi ári verður
hvorki meira né minna en
2.000 miljónum punda —
240.000 miljónum íslenzkra
króna — ausið í vígbúnað. Að-
eins smávægilegur hluti þess
fjár myndi að dómi prófess-
ors Bush nægja til þess að
gjörbreyta. til hins betra að-
búnaði enskra vísinda, en að
sjálfsögðu eru morðtól látin
ganga fyrir vísindum.
En það er ekki fjárskortur-
inn einn, sem amar að ensk-
um vísindum, og er hann þó
ærinn. Þeim er bezt til þekkja
ber saman um það. að tak-
markaðar umbætur komi aff
engu haldi. Gjörbreyta þurfi
fræðslukerfi Englands og það
frá grunni. Þess er engin von.
aff ráðherrar íhaldsstjórnar-
innar, komnir bcint úr yfir-
stéttaskólum Englands, hafí
nokkurn skilning á því, að
slíkra breytinga sé þörf. Þar
þurfa aðrir að koma til.
Bandaríkjaforseti birtir fjár-
reiéur fjölskyldu sinnar
Eins og kunnugt er af frétt-
um, hefur Johnson Bandarikja-
forseti séð sig tilneyddan aff
skýra opinberlcga __ frá fjárhag
fjölskyldu sinnar, en í hita
kosningabaráttunnar hefur þrá-
faldlega verið að því atriði
vikiff. Samkvæmt greinargerð
forsetans er fjölskylda hans að
heita má beiningarmenn miðaff
við aðra auðkýfinga Banda-
ríkjanna. á .,a.ðeins“ sem svar-
ar tæpum 150 miljónum ís-
lenzkra króna.
Mikill hluti þessara eigna
eru fasteignir, svo sem jarð-
eignir. einnig hlutir í útvarps-
stöðvum og svo hlutabréf alls-
konar. Það er forsetafrúin sem
bezt er stæð af fjölskyldunni,
á um 90 miljónir. Dætumar
eru heldur ekki á flæðiskeri
staddar ef pabbi kynni að detta
út úr pólitíkinni, þær eiga
nokkrar miljónir hvor.
Kosningabaráttan hefur að
undanförnu harðnað í Banda-
ríkjunum og neytt forsetann til
þess að gefa þessa yfirlýsingu.
Hið svonefnda ,,Baker-
hneyksli" frá því í fyrra. þeg-
ar einn af nánustu samstarfs-
mönnum Johnsons var sakað-
ur um fjársvik, hefur gefið
repúblikönum aukinn byr i
seglin. Barry Goldwater, sem
er nánast smáþjófur við hlið
Bandaríkjaforseta, hefur áður
lagt fram skýrslu um fjárhag
sinn og þannig óbeinlínis neytt
Johnson til þess að fara og
gera. slíkt hið sama.
Það framgengur af skýrslu
forsetans, að honum er líka
vel kunn sú list að fela bak
við skuldir. bæði skuldar
hann skatt og ýmislegt fleira.
Eignir forsetafjölskyldunnar
hafa fjórfaldazt á siðasta ára-
tug, og fer ýmsum sögum af
því. hvemig svo hafi mátt
verða. Víst er um það að John-
son hefur ekki skirrzt við að
nota sér aðstöðu sína í Öld-
ungadeild Bandaríkjaþings til
þess að afla sér fjár, enda
virðist slíkt álitið nánast sjálf-
sagt vestan hafs líkt og á ís-
landi nú orðið.
— Þess má að lokum geta,
að Johnson hefur nýlega lýst
stríði á hendur allri fátækt.
90 miljóna virði.
Bannað að aka tveim bílum samtímis!
— Það er hvergi bannað í umferðarlögunum að aka
tveim bílum samtímis, sagði ung, lagleg óg ljóshærð
stúlka í Arlington, Gayle Andrews að nafni, þegar lög-
regluþjónn stóð hana að umræddu verki.
— Hversvegna, spurði vörður laganna, hversvegna ak-
ið þér tveim bílum í einu?
— Af því einu, svaraði unga stúlkan, undrandi á
pessu skilningsleysi mannsins, að rnér þykir þettó
þægilegra en að aka fyrst öðrum bílnum heim og fara
svo íótgangandi eftir hinum.
— Þér eruð hérmeð handtekin! sagði löggan.
— Hvers vegna? spurði stúlkan.
Lögregluþjónninn gat ekki svo fyrirvaralaust svarað
því, en eitthevrt sjötta skilningarvitið hvíslaði þvi að hon-
um, að eitthvað væri við þeáa að athuga. Ungfrúin hafði
bá aðferð að setja aftari bílinn í gang, hlaupa síðan út
og inn í hinn fremri, sem hún setti svo frígír og stýrði
meðan aftari bíllinn ýtti á.
Dómarinn sá sig tilneyddan að dæma ungfrú Andrews
i sekt fyrir brot á — að vísu í þessu dæminu óskráðum
- umferðarlögum.
— Og þetta er nú íþróttaandinn hjá þessum lögfræð-
ingum, tautaði þessi tvöfaldi kvenekill. um leið og hann
gekk út úr réttarsalnum — 25 dölum fátækari (