Þjóðviljinn - 30.08.1964, Blaðsíða 2
I
SÍÐA
ÞJÖÐVILJINN
Sunnudagur 30. ágúst 1964
Senn er veturíhæ...
KVENPEYSA MEÐ KAÐLA-
PRJÓNI. STÆRÐ 42
Efni:
DRALON FAVORITE 550
gr. hringprj. og sokkaprj. nr.
2V2 og 4V2 mega vera V2 nr.
fínni eða grófari, ef prjón-
að er mjög fast eða laust
12 lykkjur = 7 cm.
Munstur:
1 umf. 4sl., lr., 2sl., lr.
2 og 3 umf. eins og lykkjurn-
ar vísa.
4 umf. 4sl., lr.. 2sl. saman,
en áður en lykkjunni er lyft
af vinstra prjóni er 1 lykkj-
an prjónuð sl., lr.
Nú nálgast veturinn óðum og þá er að fara að leita í
búðum, áð gami og uppskriftum í peysur, vettlinga og
húfur, þvi ekki dugar annað en að vera velbúinn í norð-
angaddinum. Eins og með flest fylgja því nokkrir erfið-
leikar, svo sem það að fá garn sem á á allan hátt við þá
uppskrift, sem maður hefur fengið augastað á, bæði hvað
snertir lit, þykkt og gerð garnsins.
En nú hefur verið ráðin bót á þessu. Þórður Sveinsson
& Co h.f. umboðsmenn hins þekkta danska Sönderborgs-
garns tilkynntu á blaðamannafundi fyrir skömmu, að þeir
myndu á næstunni dreifa í þær búðir hér á landi er selja
Sönderborg gárn pésum, er hafa að geyma uppskriftir,
sem eingöngu eru miðaðar við garn þetta.
Verður þá hægt að fá í einni og sömu verzluninni upp-
skriftir og garn sem eiga við þær.
Hér við hliðina birtum við eina slíka uppskrift og svona
til gamans vil'jum við geta þess í sambandi við myndina^
sem fylgir, að þó peysan sé dönsk, ljósmyndarinn danskur
o- s. frv. þá er Ijósmyndafyrirsætan engin önnur en hún
Thelma Ingvarsdóttir.
ÍSLANDSMÓTIÐ
I. DEILD
Á AKRANESI, sunnudag kl. 16 fer fram
leikur milli
Akranes — Kefíavík
Ferðir á leikinn frá B.S.R. kl. 13, og með
Akraborginni kl. 14.
Ferðir til Reykjavíkur strax að leik loknum.
Spennandi leikur. Hvor sigrar?
MÓTANEFND.
Endurtakið þessa 4. umf. 2 ■
■sánum í viðbót, síðan byrj-
að aftur á 1. umf með 2 sl..
lr., 4sl. þannig að munstrið
færist fram.
Bolurinn: x
slá.ð 160 lykkjum upp á
hringprjón nr. 2V2 og prjón-
ið 5 cm stroff Isl. lr., skiptið
um til hringprjóns nr. 4V2
og aukið jafnt út í 1. umf. svo
að lykkjumar verði 176,
haldið áfram með munstur
35 crrí, eða eins langt og
þér óskið og setjið svo 9
lykkjur á hvorri hlið upp á
aukaprjóna. Geymið bolinn.
Ermarnar:
Sláið 40 lykkjur upp á prjóna
nr. 2V2 og prjónið 5 cm.
stroff. skiptið um til prjóna
nr. 4V2 og aukið jafnt út í
1. umf. 8 lykkjum. Haldð
áfram með munstur og auk-
ið út 2 lykkjur á 2V2 cm
bili, þar til 76 lykkjur eru á
1 prjóninum og þegar ermi.n
er orðin 40 cm eru 9 lykkj-
Of ssttar á aukaprjón og
geymdar. Prjónið hiná erm-
ina alveg eins.
Setjið ermarnar og bolinn á
einn og sama hringprjón nr.
4V2 (i réttri röð) og takið
úr í öllum fjórum homum.
2sn. sl. saman, 4 sl„ 2sl.,
saman aðra hverja umferð,
þangað til 128 lykkjur eru
á prjóninum, þá er tekið úr
í hverri umferð, þangað til
92 lykkjur em á prjónin-
um. Skiptið til prjóna nr. 2V2
og prjónið 12 cm slétt og
brugðið, fellið af mjög laust.
Ekki má pressa peysuna,
Saumið hana saman í hand-
veginum og brjótið helm-
inginn af kantinum í hálsinn
inn á röngunni og festið nið-
ur með nál og enda.
Heilsubót eða tjón?
□ Það líður ekki langt á milli þess nú til dags sem reykingamenn
verða fyrir hrellingum. Alltaf öðru hvoru eru vísindamenn víðsvegar um
heim að senda frá sér hrollvekjandi skýrslur um niðurstöður rannsókna á
skaðsemi tóbaksreykinga. Þeirra sem reykja bíður ekkert nema krabbi og
aftur krabbi segja vísindamennirnir, og meira að segja geta fæturnir dott-
ið undan þeim einn góðan veðurdag, ef þeir sjá ekki að sér og hætta að
reykja eins og skot. Já ekki er hún fögur vor framtíðarspá. — En tóbakið
hefur ekki alltaf verið talinn svona mikill bölvaldur. Einu sinni var því
meira að segja trúað að það gæti vakið menn upp frá dauðum og hrifs-
að menn úr logum helvítis.
í Evrópu var í ?V:;;
fyrstu litið á tóbak-
ið sem töfralyf gegn
hvers konar sjúk-
dómum. Fyrsti mað-
ur sem vitað er um
að hafi ræktað tó-
bak í álfunni er don
Francisco Hernandez,
líflæknir Filips II
Hann lýsti töfra-
mætti tóbaksins svo:
Tóbakið er uncþra-
lyf sem kemur í veg
fyrir þreytu og sljó-
leika. Það er kvala-
stillandi og fyrir
fólk sem þjáist af
höfuðverk er það
hreint og beint ó-
missandi. Það hef-
ur styrkjandi og góð áhrif á
magann og bætir brjpstþyngsli.
— En hóflaus notkun tóbaks
getur valdið bólgu í lifrinni. '
Reykur frá helvíti
Katharína frá Medici fylgdi
þessum læknisráðum út f yztu
æsar. Hun atti vanda til að fá
þrálátar höfuðkvalir og það
eina sem virtist slá á þær var
tóbakið, já mikill er máttur
trúarinnar,
Jakob I. Englandskonungur
var aftur á móti sömu skoð-
unar og læknavisindi nútím-^
ans. Hann sagði tóbakið óþægi-
le^t fyrir nefið. skaðlegt heil-
anum og þar y að auki eyði-
leggði það lungun ,,Hin svörtu
reykjarský líkjast gufustrókum
helvítis". sagði hann.
Enskur prestur sem hafði þá
bjargfötsu trú að allir reyk-
ingamenn yrðu fyrr eða seinna
að mannætum, prédikaði gegn
tóbakinu og bað fyrir reyk-
ingamönnum. En prédikanir og
fyrirbænir dugðu skammt.
Menn trúðu því sem þeir vildu
«(,!• HMM
V - \ t
ý-i' ‘ "'Je***
trúa og þrælum tóbaksnautn-
arinnar fór sífjölgandi.
Hcilinn niður í háls
Á 17. öldinni var uppi dansk-
ur læknir að nafni Simon
Paulli. Hann var svarinn fjand-
maður. tóbaksins og lét ekkert
fækifæri ónotað til áð koma
fólki í skilning um skaðsemi
þess. Hann hélt því fram að
heilabú reykingamanna myndi
með tímanum líkjast tilreykt-
um pípuhaus, verða skorpið af
tóbakstjöru og ösku. Af þessu
leiðir að menn verða fávitar,
heilinn þornar upp og rénnur
niður í hálsinn! Þetta ' ' ’-’r
svo hinum illræmda rev
hósta. Ennþá verra er það
samt þegar heilaskorpan kemst
áfram niður í brjóstholið og
tærir upp lungun!
Endurminningar úr Víti
En eins og hefur komið fram
voru skiptar skoðanir um tó-
bakið. Árið 1650 kom út merki-
legt rit sem hét „Poetiske Dict
um Hellufuedis. Tortur og de
Fordómtes Pine“. 1 riti þessu
heldur höfundurinn, sern að
öllum líkindum hefur fengið
rifleg laun frá tóbaksframleið-
endum. því fram að lækninga-
mætti tóbaksins séu engin tak-
mörk sett. Það geti meira að
segja vakið fólk upp frá dauð-
um Hann lýsir því á áhrifa-
mikinn hátt hvemig 'tekizt
hefði, með tóbaksreyk, að lifga
við mann sem hafði verið lát-
inn i þrjá' sólarhringa. Maður
bessi var franskur, hafði þessa
þrjá sólarhringa átt heldur
dauflega vist í helviti og
mundi gerla, er hann vaknaði
til lífsins aftur, hvemig þar
hafði verið umhorfs og hafði
lítið gott um þann stað að
segja.
MEÐ KAFFINU
2 bollar hveiti
,4 tesk. lyftiduft
14 tesk. salt
5 matsk. bráðið smjörlíki
% bolli mjólk
114 bolli bláber
14 bolli sykur
V2 tesk. kanill.
Blandið saman hveitinu, lyfti-
duftinu og salfinu. Bætið
mjólkinni og smjörlíkinu út í.
Hrærið þessu lauslega saman.
Hellið deiginu i grunnt smurt
mót svo að verði u.þ.b. IV2
cm. á þykkt. Blandið saman
berjunum. sykrinum og kaneln-
um og stráið því yfir. Bakað
við meðalhita 1 12 mínútur —
skorið í ferhyminga og bor-
ið fram með smjöri.
Kreólakaka
14 bolli smjörlíki
1 bolli púðursykur
h/, bollí sýróp
2 þeytt egg
214 bolli hveiti
14 tesk. salt
114 — lyftiduft
14 — sódaduft
14 bolli súr mjölk
14 — múskat
V, negull
V2 kanill
Hrærið vandlega saman smjör-
líkið og sykurinn, látið eggin
út í; hrærið vandlega. Hrærið
hveitið og hin þurru efni sam-
anvið og bætið mjólkinni í
smátt og smátt. — Bakið í
tveim krínglóttum tertumðt-
um við meðalhita í 25—30
mínútur Krem eða sulta látið
á milli laganna. Skreytt með
kremi eða þeyttum rjóma.
NámskeiB í eðlisfræði
fer fram á tímabilinu 1.—20. sept. fyrir Lands-
prófsnemendur, tæknifræðinemendur og aðra sem
þess kynnu að óska.
Innritun verður sunnudag og mánudag, milli kl.
6 og 8 s.d. hjá Sigurði Elíassyni, Sólheimum 23
1. hæð, sími 36831.
SKRÁ
yfir útsvör, fasteignaskatt og aðstöðugjöld í.Vatns-
leysustrandarhreppi fyrir árið 1964 liggur frammi
mönnum til athugunar í barnaskólanum, verzl-
unum í Vogum, og hjá oddvita frá 31.. ágúst til
15. september.
Kærur vegna útsvara skulu sendai- oddvita, en
vegna aðstöðugjalds til Skattstjóra Reykjanesum-
dæmis •
Kærufrestur er til 15. september 1964.
Oddvitinn í Vatnsleysustrandarhreppi.
Samvimaskólim, Bifröst
Matsvein eða ráðskonu vantar við Samvinnuskól-
ann, BifrÖst, á komandi vetri.
Upplýsingar í síma 17973 e. h. á mánudag.
Samvinnuskólinn, Rifröst.