Þjóðviljinn - 30.08.1964, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 30.08.1964, Blaðsíða 3
Sunmidagur 2*. ágúst 1984 HðBvnmra SSBA Utför Togliattis Útför Palmiro Togliattis sem gerð var í Róm á þriðjudaginn yar ein sú f jölmenn- asta sem sögur fara af og er talið að um ein miljón manna hafi þá kvatt hinn ástsæla leiðtoga ítalsks verkalýðs hinztu kveðju. Hundruð þúsunda gengu á eftir kistu hans, en önnur hundruð þúsunda stóðu meðfram götunum sem líkfylgdin fór um eða biðu þess að hún kæmi á torg Heilags Jóhannesar þar sem minningarat- höfnin fór fram. Myndirnar gefa nokkra hugmynd um hið gífurlega mannhaf í miðbiki Rómar á þriðjudaginn. Á efri myndinni sést yfir Jóhannesartorg áður en líkfylgdin kom þangað, en myndin t, h. er af líkfylgdinni á Via Giovanni Lanza. við Braga h7f, og er stefnt að því, að bók séra Sigurðar verði gefin út þegar á næsta ári. Stjórn Braga h/f Stjóm BRAGA h'/f, en hún hefur verið óbreytt síðan í árs- byrjun 1957. skipa eftirtaldir menn: Magnús Víglundsson, ræðis- maður, formaður, Jón Eldon, fulltrúi. Pétur Sigurðsson, pró- fessor, og dr. phil. Alexander Jóhannesson, prófessor. A síðastliðnu ári réði stjórn Braga h.f. hr. Þóri Ólafsson, hagfræðing, til að hafa umsjón með daglegum framkvæmdum, ásamt öðrum störfum. er Þórir hefur með höndum. Skrifstofa Braga h/f er að Bræðraborg- arstíg 7, 5. hæð. sími 21557. Mínnismerki eftir Ásmnnd Sveinsson Svo sem áður hefur verið skýrt frá opinberlega, hefur Bragi h/f ákveðið að reisa Ein- ari BenedCrtssyni minnismerki á aldarafmælinu. Hefur Ásmund- ur Sveinsson myndhöggvari gert mynd skáldsins. Borgarstjóm Reykjavíkur hefur ákveðið minn- ismerkinu stað í hinum fyrir- hugaða skemmtigarði borgar- innar á Klambratúni. sbr. með- fylgjandi teikningu af minnis- merkinu, er frú Elvira Ólafs- son hefur gert. Svo er ráð fyrir gert, að þess- um framkvæmdum verði lokið fyrir aldarafmælið í haust, og hefur bcrgarstjórinn í Reykja- vík, Geir Hallgrímsson, og sam- starfsmenn hans. unnið kapp- samlega að framgangi þessa máls, og sýnt í þeim efnum velviljaðan áhuga og góðan ' skilning. Teikníng af fyrirhuguðu minnismerki um Einar skáid Benedikts- son, sem reisa á við Miklubraut á Klambralúni. Minnismerkið ger- ir Ásmundur Sveinsson myndhöggvari. Framhald af 1. síðu. sambandi við útgáfuna. Svo sem að líkum lætur, telur félagið sér mikinn ávinning að sam- staríinu við þennan mikilsvirta fræðimann. Að athuguðum öllum aðstæð- um, og eftir vandlegan saman- burð á tilboðum, hefur verið samið við Hafstein Guðmunds- son prentsmiðjustjóra fyrir hönd Prentsmiðjunnar Hólar h/f um prentun kvæðasafnsins. einnig um bókband. Miðar þessum framkvæmdum vel áfram, setn- ingu að mestu lokið. en þegar hafa verið gerð sýnishom af bókinni, í samráði við stjóm Braga. Innan skamms mun verða hafizt handa um söfnun áskrif- enda að Kvæðasafni Einars Benediktssonar, bæði að við- hafnarútgáfunni og hinni al- mennu útgáfu. Eru útgefendur vongóðir um árangur af þeirri starfsemi. Bók um kvæði Einars Auk þess, sem nú hefur ver- ið talið, hefur Bragi með hönd- um undirbúning ýmissa fram- kvæmda. í samræmi við tilgang og markmið félagsins. Ber bví fyrst að nefna útgáfu á bók eft- ir séra Sigurð Einarsson skáld í Holti, en þessi bók mun hafa að geyma skýringar á 25 viða- mestu og torráðnustu kvæðum Einars Benediktssonar. Með út- gáfu hennar er stefnt að því ag skýra á einfaldan hátt það, sem skýringa þarf við í þessum kvæðum, en leiða jafn- framt í Ijós meginhugsun skálds- ins, gera grein fyrir listrænum vmnubrögðum þess og fegurð verksins í heild. Séra Sigurður hefur unnið að samningu þess- arar bókar um nokkurt árabil. samkvæmt sérstökum samningi i * á 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.