Þjóðviljinn - 30.08.1964, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 30.08.1964, Blaðsíða 12
30. ágúst tölublað. r Agætur fundur hernámsund- stæSingu á Se/fossi i fyrrud. ■ Hernámsandstæðingar úr flestum hreppum Árnessýslu voru saman komnir á héraðsráðstefnu á Selfossi á miðviku- dag. Upp undir 50 manns sóttu ráðstefnuna og var kjör- in héraðsnefnd fyrir sýsluna alla svo og 18 manna trún- aðarmannaráð, skipað hernámsandstæðingum úr öllum hreppum sýslunnar. Séö yfir samkomusalinn nýja í Lindarbæ. Kristján Jóhannsson krýpur við verk sitt á sviðinu, sem Þjóðleikhúsið mun nota næstu r . mánuði a.m.k. sem tilraunalei ksvið. (Ljósm. Þjóðv. A.K.) LiTAZT UM í LINDARBÆ ^etta er orðinn mikill bú- skapur niðri á Lindargötu, þar sem hús Dagsbrúnar og Sjómannafélagsins stendur. Á kjallarahæð hússins er verið að vinna að innréttingu allmikils samkomusalar. Það er búið að ganga frá gólfi og lofti og sýrubrennd fura hafði klætt stóra veggfleti. Og í salnum var þetta hlý- lega andrúmsloft, mettað af margvíslegri angan, sem fylg- ir timbri og timburvinnu. Kristján Jóhannsson stjórn- ar þessu verki sem og öðrum breytingum á húsinu. Og var heldur hress yfir ástandinu. — Við vonum, segir hann, að okkur takist að afhenda salinn fyrsta október, eins og áætlað var. Það hefur verið nokkuð bagalegt, að staðið hefur á ýmsu, sem þurfti að panta frá útlöndum. Og það var einnig töluverður höfuð- verkur að gera stóla, sem hæfðu þessum sal. Þeir þurftu bæði að vera leikhús- stólar, ganga sæmilega að veitingaborðum og þar að auki léttir í meðförum, svo auðvelt væri að stafla þeim upp. En nú hefur Þorvaldur Kristmundsson teiknað slíka stóla og það er verið að smíða þá. — En það var Sigvaldi Thordarson sem gekk frá inn- réttingunum — og það var reyndar hans síðasta verk. í áhorfendasal verða sæti fyrir 119 manns, og á veit- ingapalli til hliðar við hann geta setið rúmlega fjörutíu manns. Og eins og þegar hef- ur verið um skrifað, þá hef- ur Þjóðleikhúsið gert tölu- vert strandhögg inn á þessar lendur — í vetur mun leik- skóli þess hafa afnot af saln- um á daginn, en sýna þar 3 kvöld í viku smærri verk og viðaminni. V, ið göngum einnig upp a loft, en þar eru nú fullgerðir nokkrir prýðilegir salir og einstaklega bjartir og sér þaðan um víða veröld. Þar vantar nú ekkert nema hús- gögn. Þar er sjötiíu manng samkomusalur, húsnæði fyrir bókasafn Dagsbrúnar, lestrar- salur eða tómstundaiðju ann- arrar. Kristján leit yfir það sem hafði verið gert. Hann sagði, að enn væri margt óljóst um það, hvemig allir þessir salir, efra og neðra, yrðu nýttir í þágu þróttmikils félagslífs. En svo mikið væri að minnsta kosti víst, að nú væri ekki lengur hægt að hafa þá afsökun fyr- ir dauflegu félagslífi, að skil- yrði væru léleg eða engin. Já, það verður - ekki sagt lengur. Hitt er svo - annað mál, sagði hann, að það verður máske ekki auðvelt að fá fólk til þess að hagnýta sér þessa möguleika. Til þess liggja ýmsar ástæður — en þó fyrst og fremst þessi langi vinnutími, sem við höfum bú- ið við í allmörg ár. Hann hefur gert það að verkum, að fólkið hefur vanizt af því að nota frístundir sínar, gera eitthvað úr þeim. Það vantar í félagsstarfið samhengi, tengslin eru rofin — það eru varla ýkjur að segja, að nú verði að byrja upp á nýtt. V, ið gengum inn í sal þar sem verið er að koma fyrir bókasafni Dagsbrúnar. Þar lágu bækur og blöð og tima- rit í skemmtilegri, skipulagðri ringulreið á hillum, glugga- kistum, á gólfi. Það var á- kaflega freistandi að setjast á gólfið og grípa í einhvern bunkann. — Hér er margt skemmti- legt, sagði Kristján, gekk að borði, tók af því tvær litlar bækur sem lágu þar efstar, rétti mér, og spurði: Hefurðu nokkurntíma séð þetta? Þetta voru tvö stafrófskver frá miðri nítjándu öld. Sjald- gæfar menningarheimildir frá nítjándu öld. Og merkar. Annað kverið hét „Stafrófs- kver handa minhi manna börnum“. Hitt hét „Stafrófs- kver handa heldri manna börnum“. Og sólin og sagan glottu að þessum litlu bókum inn um glugga í húsi tveggja verka- lýðsfélaga. Á. B. Óskar Jónsson, fyrrv. alþm. setti ráðstefnuna með ræðu, og ávörp fluttu Ragnar Arnalds, alþm.. Páll Lýðsson, form. fél. ungra framsóknarmanna í Ár- nessýslu og Rögnvaldur Hann- esson, stud. jur. Síðan hófust almennar umræður um undir- búning landsfundarins við Mý- vatn og skipulagsmál. Samþykkt var að kjósa 5 manna héraðs- nefnd fyrir sýsluna alla og er hún þannig skipuð: Ólöf österby, Selfossi (form ), Páll Lýðsson, Littu Sandvík, Óskar Jónsson, Selfossi, Sigurð- ur Björgvinsson, Neistastöðum og Friðbjöm Gunnlaugsson. Stokkseyri. Til vara: Bergþór Finnbogason, Selfossi og Björg- vin Sigurðsson, Stokkseyri. Einn- ig var kjörið 18 manna trúnað- arráð skipað hemámsandstæð- ingum úr öllum hreþpum sýsl- unnar. 1 fyrrakvöld var héraðsráð- Skrifstofan í Mjóstræti 3 Skrifstofa hernámsandstæðinga í. Mjóstræti 3 er opin í dag kl. 14—19 og á morgun kl. 10—19. Allir hemámsand$tæðingar í Reykjavík sem hafa hug á að koma á landsfundinn við Mý- vatn verða tafarlaust að hafa samband við skrifstofuna í Mjó- stræti 3, sími 24701. Einnig er mjög áríðandi að menn styrki. samtökin fjárhags- lega með því að kaupa happ- drættismiða strax í dag því mik- ill kostnaður er við undirbún- ing fundarins. stefna í Borgamesi. Eftir helgina verða boðaðar ráðstefn- ur á Héraði og í Eyjafirði. Kópuvogur - biuðburður Þjóðviljann vantar unglinga til blaðburðar í austurbænum. — Hringið í síma 40319. BúiS aS seija 270 Trabanta hérlendis, ný árgerS komin , ■ í gær var blaðamönnum boðið að skoða Trabantbíl af árgerðinni 1965. Trabantinn hefur nú þegar náð mjög mikl- um vinsældum hér á landi og alls munu 270 bílar af gerðinni vera komnir á göturnar hér nú þegar. Innflutn- ingur á bílunum hófst í marz ’ síðastliðinn og eins og um- boðsmaðurinn, Ingyar Helgason, sagði í gær „hefur bíllinn unnið sér vinsældir hér á landi svo að ævintýri er líkast“. Helztu einkenni hinnar nýju árgerðar Trabantsins eru að bflnum fylgja tvö sólskyggni, vatnsúðun á rúðunum, hljóðein- angrun með trefjaspottum. teppi á gólfinu, vélarhlífin er nú lá- rétt. lengra þak, sem veitir skugga að aftan, farþegarýmið er stærra. miðstöðvarkerfið er betra, gefur 50% meiri hita en áður, farangursgeymsla 12%i stærri. Eins og útlit og gæði bílsins er nú má segja að hann sé jafn- gildi 130 þús. króna bíls. Viðgerðarþjónusta verður stöð- ugt betri og í október er von á sérfræðingi frá verksmiðjun- um, sem mun dveljast hér í tvo mánuði og ferðast um landið, einkum á Austfirðina og Siglu- fjörð. þar sem Trabantbilum fjölgar stöðugt. Eins og kunnugt er eru Tra- bantbílamir framioiddir í Zwic- au i Austnr T ' ' ’->->di Fram- leiðsla og sala á Trabantbílum hófst fyrst árið 1959 og er út- breiðsla þeirra þegar gífurleg. Einkum er fjöldi þeirra orðinn mikill á Norðurlöndum, sérstak-, lega í Finnlandi, og einnig í HoUandi, Belgiu, Frakklandi og Vestur-Þýzkalandi. Verðið á Trabantbfluryum 1964 var 67 og 79 þúsund, en nýja árgerðin 1965 er á 80 þúsund. Þessi gífurlegi verðmismunur Trabantbílanna og annarra bíla er fólginn í hversu einföld öll bygging þeirra er. engu er of- aukið en þó allt það, sem hafa þarf. Þannig Iítur nýi TÍabantinn út: lítill bíll og snotur — og ódýr miðað við söluverð á öðrum bifreiöum. Neptánus til hufnur Framhald af 1. síðu. borðsmeginn og magnaðist óð- fluga. Tveir olíugeymar eru þar með tvö hundruð tonn af olíu og léku logatungumar um ann- an geyminn, þegar hann yfir- gaf vélarúmið og einnig var sprengingarhætta af tveim gas- hylkjum í vélarrúminu. Eldur- inn náði þó aldrei að breiðast út fyrir vélarúmið. Biðu tvo tíma í hafi Þeir voru búnir að kasta einu sinni vörpunni og fara eina togferð þama á miðunum norðvestur af Garðskaga. þeg- ar eldurinn brauzt út, og sendu þeir þegar neyðarskeyti út í loftið. Eftir þrjú korter yfirgáfu þeir skipið á tveim, björgunaj;- bátum og biðu tvo tíma á haf- inu skammt frá togaranum áð- ur en varðskipin Albert og, Þór komu samtímis á vettvang. Voru þeir teknir um borð í Albert og skömmu síðar fóru sjö af á- höfninni um borð f togarann aftur. Togararnir Júpíter og Marz voru þá komnir á vettvang og festu þeir dráttartaug frá Júpi- ter við hið brennandi skip og dró Júpíter það til hafnar. Eftir að dráttartaugin hafði verið fest fóru hinir sjö skipverjar um borð í Júpiter. Farsælt fiskiskip Togarinn Neptúnus er smíð- aður í Aberdeen árið 1947, 684 brúttólestir að stærð. Þegar hann var fimmtán mánaða gamall. kom upp eldur í honum, er hann var staddur í Grimsby. Alla tíð hefur Neptúnus verið meðal aflahæstu togara íslenzka fiskiskipaflotans undir farsælli skipstjóm Bjarna Ingimarssonar. Árið 1948 setti hann sölumet f Bretlandi með ísvarinn fisk og stóð það óhnekkt í þrettán ár. Neptúnus hefur undanfarið verið í svokallaðri sextán ára flokkunarviðgerð hér í Reykja- víkurhöfn og mun hún kosta um 2'/? miljón króna. Erfitt er enn- þá að meta skemmdirskipsinsog er það vátryggt hjá Vátrygging- armiðstöðinni h.f. 7 Ækranesbátar með 4600 mál og tunnur síldar Akranesi, 29/8 — Góð sfld- veiði var hjá Akran<_sbátum í nótt þriggja til þriggja og hálfs tíma siglingu norðvestur frá Akranesi. Afli bátanna var sem hér segir: Sigurður 1200, Sigrún 900, Hffraldur 800, Höfrungur n. 600, Sólfari 500 Höfrungur III. 450 og Skímir 125 mál og tunn- ur. Síldin fór mest í bræðslu en sum: af henni var tekið til vinns’ í frystihúsinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.