Þjóðviljinn - 02.09.1964, Page 5
MiðvíTcudagur 2. september 3964
ÞJðÐVILIINN
SÍÐA 5
Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur:
elmsstyrjöldin síðari
herforingjaráði sínu, að þýzki
herinn yrði, áður en stríðinu
væri lokið við England, að
gjörsigra Rússkind í leiftur-
sókn. Undirbúningi þessa stríðs
skyldi lokið fyrir 15. maí 1941.
Rússneska ríkinu skyldi steypt
og veldi þess hrakið austur að
mörkum Asíúlanda hérumbil
eftir linu frá Volgu til Arkang-
elsk. Það koma hér íram sem
Síðari
grein
Griðasáttmáli Sovétríkjanna
og Þýzkalands olli mikilli for-
virringu meðal manna, jafnt
fjandmanna kommúnismans
sem vina. kannski var beiskjan
samt einna mest meðal hinna
síðamefndu. Árum saman
höfðu þessir menn fylkt sér
undir merki andfasismans. nú
vissu margir þeirra ekki hvað-
an á sig stóð veðrið. En reið-
astir voru þó þeir pólitÍ6kir
valdhafar vestræns lýðræðis,
er höfðu vonað og vænzt þess
sýknt og heilagt, að Hitler léti
nú loks hendur standa fram úr
ermum og reiddi sinn góða
germanska brand að höfði
hins bolsjevíska dreka. Chamb-
erlain tuskan brá Hitler um
svik. Það var líka orð að
sönnu. Hitler hafði svikið hann
— um stund. Hann treysti sér
ekki að svo búnu að ráðast inn í
Pólland og eiga von á að mæta
fjandsamlegum Rauðum her í
landinu miðju. Því Rússar
hefðu ekki setið hjá í slíkri
innrás. þeir hefðu þegar í stað
haldið í vestur og tekið hin
úkraínsku héruð, sem þeir
höfðu misst 1919 í hendur Pól-
verjum. Nú fengu þeir þessi
héruð með samkomulagi við
Hitler. Þeir sömu menn sem
höfðu fómað hverju þjóðrík-
inu á fætur öðru í greipar
Hitlers ráku nú upp mikið vein
og sögðu allt pólitískt siðlæti
tröllum gefið. En enn var það
Churchill, sem skildi eðli máls-
ins. Hann sagði í enska þing-
inu. að Rauði herinn hefði heft
sókn Hitlers austur um Evrópu
og kvaðst vona að hann stæði
sem fastast á settum mörkum.
Eins og framvindu málanna
var komið áttu Rússar blátt
áfram ekki annarra kosta völ
en ganga áð þeim griðasátt-
mála, sem Hitler hafði boðið
þeim af svo mikilli skyndingu.
Hvorki pólska stjómin né vest-
urveldin höfðu viljað taka
neinum sönsum meðan kostur
var á að stöðva Hitler — nú
urðu þessir herrar að súpa
seyðið úr soðkatli sínum.
En hvað gerðu hinir nýút-
skrifuðu bandamenn Pólverja.
Bretar og Frakkar, þegar naz-
istaherirnir geystust inn í Pól-
land og lögðu her þess að velli
á fáum dögum? Þeir gerðu
ekki neitt. Hinn óvígi her
Frakka hafði andspænis sér
þessa daga aðeins 26 þýzk her-
fylki, en hann sat aðgerðarlaus
í stálbentum virkjum sínum.
Brezkar flugvélar vörpuðu á-
róðursseðlum yfir þýzkar borg-
ir. Þetta var öll hjálpin. Sá
maður. sem gerzt mátti þekkja
landa sína í stjórn og her
Frakklands, de Gaulle hers-
höfðingi. skrifaði síðar í end-
urminningum sínum: „Þegar
franska stjórnin í september
1939 tók að sér að fordæmi
brezku stjórnárinnar að sker-
ast í þann leik. sem þegar var
hafinn í Póllandi, var ég ekki
í neinum vafa um að hún gekk
út frá því. að þrátt fyrir
styrjaldarástand mundi ekki
verða barizt í fullri alvöru ”
Eftir hrun Póllands var allt
kyrrt enn sem fyrr á vestur-
vígstöðvunum. Vetur gekk í
garð og veturinn leið. en ekki
var hleypt af skoti. Almenning-
ur á Bretlandi og á Frakklandi
kallaði þetta „skrítna stríðið”,
og það var orð að sönnu. Það
''Virðist alls ekki hafa verið
ætlun hinnar brezku og
frönsku stjórnar að heyja neitt
stríð við Þjóðverja. Hins vegar
voru þessar stjómir ólmar i að
fara í stríð við Rússland!
Þessa mánuði stóð vetrar-
stríð Rússa og Finna. Finnland
var bundið Þýzkalandi
leynilegum hernaðarsamningi.
Landamæri Finnlands lágu
tæpa 40 km frá Leningrad.
annarri höfuðborg Rússlands,
miðstöð Eystrasaltsflotans og
mikilli stóriðjuborg. Sovét-
stjómin fór fram á það við
Finnland, að það færði landa-
mæri sín 20—30 km frá Lenin-
grad, en fengi í staðinn stór
landsvæði í hinni sovézku
Karelíu. 1 fyrstu virtust Finn-
ar þessu ekki afhuga, en sner-
ist hugur fyrir erlend áhrif og
steíðið hófst í lok nóvember-
mánaðar 1939. Brezka og
franska stjómin ákváðu þá að
hefja sjálfar það stríð við
Rússa. sem vininum Hitler láð-
ist að heyja þessa stundina. 150
þúsundir brezkra og franskra
hermanna skyldu sendir á
finnsku vígstöðvarnar. 1 sama
mund höfðu Frakkar 150 þús-
und manna her á Sýrlandi
undir stjórn Weygands hers-
höfðingja, sem halda skyldi
gegn Kákasíulöndum Rússa og
ákveðið var að varpa spreng.i-
um á Bakú. Bretland og
Frakkland voru sem sagt kom-
in á fremsta hlunn með að fara
í styrjöld við Rússland. Finn-
ar björguðu vesturveldunum
úr voðanum með því að semja
frið við Rússa í marz 1940.
Þau ættu að hafa ástæðu til
að muna Finnum lengi þetta
vinarbragð. En allt þetta at-
ferli stjórnarherra vesturveld-
anna bar vott um einhvern
fábjánaskap, sem leitun er að í
allri sögu þeirra.
En nú rann upp sú stund. er
„skrítna stríðinu” var lokið. I
apríl tók þýzki herinn Dan-
mörku og Noreg. í maí sótti
hann í vesturátt og 22. júní
gafst franska stjórnin upp,
leiðangursher Breta og nokkr-
um frönskum herstyrk tókst
með herkjum að komast yfir
Ermasund, og nú . hófust hinar
voðalegu loftárásir Þjóðverja á
England., Churchill. hin aldna
stríðshetja. Vók við stjómar-
taumunum úr gemaknennis-
höndum Chamberlains. Loft-
árásií- Þjóðverja ollu gífurlegu
tjóni, en fengu ekki bugað
þjóðina og ( október linnti
þeim að mestu. England varð
ekki unnið úr lofti.
öll Evrópa meginlandsins lá
nú óvíg fyrir fótum Hitlers lið.-.
þjálfa, frá Ermasundi austur á
Balkan, England var lasnað og
gat lítt aðhafzt annað en tóra
Hitler var þessa stundina óum-
deilanlega voldugasti herstjóri
Evrópusögu. Erfðafjandinn
Frakkland var fallinn, en Hitl-
er hafði ekki gleymt sinni
æskuhugsjón: að leggja heims-
kommúnismann að velli. Þegar
í ágúst 1940 var hann farinn
að senda herfylki austur á bóg-
inn, og 18. deaember tjáði hann
oftar í ljós söguleg örlaga-
tengsl milli Engjands og Rúss-
lands. Bæði eru þessi lönd út-
jaðraríki Evrópu. eyveldi og
landveldi. Þegar stórveldi í
Vesturevrópu ógnar öðiu þess-
ara ríkja, er hitt í hættu. Það
kemur ekki til mája, að Rúss-
land hefði þolað Hitler að
leggja undir sig England og
bæta svo við ríki sitt hinu
mikla sjóveldi. Það hefði án
alls vafa orðið að skerast í
leikirm. Og sama máli gegnir
um dæmið, ef það er sett upp
á hinn veginn. Þess vegna
gerðu þessi ríki bandalag með
sér á dögum Napóleons. og
sagan endurtók sig í tveimur.
heimsstyrjöldum vorra tíma.
Hitler fann það glögglega, að
hann hafði ekki svigrúm til að
leggja undir sig England með-
an Rússland stóð að baki hon-
um með sinn óvíga óþreytta
her og ótakmarkaðar auðupp-
sprettulindir. Það var ekki að-
eins hatur á heimsbolsjevism-
anum, sem olli því að Hitler
hélt á austurslóðir. A bak við
1 upphafi innrásar Þjóðverja í Pólland. Þýzkir hermemi brjóta niður vegarhlið á landamær-
unum og ryöjast inn á pólska grund.
ákvörðun hans lágu herstöðu-
leg og söguleg rök.
En áður en Hitler gæti at-
hafnað sig á rússnesku sléttun-
um var honum nauðugur einn
kostur að tryggja veldi sitt í
Suðausturevrópu og á öllum
Balkanskaga. Ungverjaland,
Rúmenía og Búlgaría gengu í
bandalag við hann, en Júgó-
slavíu og Grikkland varð hann
að taka með hervaldi. 1 júní
1941 var öll Evrópa á valdi
hans og brynvarðar sveitir
hans stóðu óþolinmóðar á
mörkum Rússlands og biðu
skipunarinnar. Hernaðaráætl-
unin Rauðskeggur var tilbúin.
Hitler valdi 22. júní til innrás-
arinnar. Á þeim degi hafði
Napóleon mikli farið með stór-
her sinn inn í Rússland 1812.
Það spáði kannski ekki góðu.
en Hitler hefur þótzt vera þess
megnugur að ögra örlögunum,
nú er hann stóð á hátindi
valds síns.
Það er ein af furðúlegustu
ráðgátum styrjaldarinnar hve
andvaralaus sovétstjómin var
þessar vikur. sem á undan fóru
innrásinni. Hafi einhver rúss-
nesk leyniþjónusta verið til, þá
vissi hún ekki það, sem talað
var um á húsaþökunum að
Hitler undirbyggi innrás í
Rússland. í marz og apríl
komu Bretar og Bandaríkja-
menn þeim boðum til rúss-
nesku stjórnarinnar. að innrás
væri í aðsigi. En tortryggni
Stalíns var slík. að hann hélt
þetta brellu einna til að etja
saman Þjóðverjum og Rússum.
Síðari tima sagnfræðingar
rússneskir. kenna Stalín ein-
um um fyrstu ófarir stríðsins,
en jafnvel þótt það væri fétt,
þá sýnir þetta ekkert annað en
pólitíska úrkynjun hins rúss-
neska stjórnarfars. er einum
manni hafði verið veitt slíkt
vald til að meta ástandið óháð-
ur öllum öðrum En hvað sem
því líður. þá var landamæra-
lið Rússa sýnilega óviðbúið
innrás óvígr%a herja. sem höfðu
hrannað sig meðfram öllum
vesturlandamærum Rússaveld-
is. ,-j
Sama dag og innrásin var gerð
lýsti Churchill fullum stuðn-
ingi Stórabretlands við Rúss-
land og tveim dögum síðar
sagðist Roosevelt mundu
styrkja Rússland með vopna-
og vörusendingum. Hið lang-
þráða bandalag gegn nazism-
anum var um síðir orðið að
veruleika Þó voru til þeir
menn, sem túlkuðu þetta
bandalag með sérstæðum hætti.
Bandarískur stjórnmálamaður
skrifar í stórblað eitt í Ame-
ríku eftirfarandi orð tveim
dögum eftir innrás nazista í
Framhald á 7. síðu.
áiViiiiiiirii'i
54. DAGUR.
,,Þeir segja að þaö mundi mest happ hans er hann hafði
rekið á flótta marga af Dönum.” Sá sami svarar: „Meira happ
var það er hann gaf líí Sveini konungi." Einhver svaraði honum:
„Það muntu eigi vita er þú segir”. Hann svarar: ,,Þetta veit
ég allgjörla, því að sá sagði mér sjálfur er konung flutti til
lands.”
En þá var sem oft er mælt, að mörg eru konungs eyru. Var
konungi þetta sagt og jafnskjótt lét konungur þegar taka
marga hesta og reið þegar um nóttina með tvö hundruð
manna. Reið hann alla þá nótt og eftir um daginn. Þá riðu
í mót þeim menn þeir er fóru til bæjar með mjöl og malt.
Maður hét Gamall er í för var með konungi. Hann reið að
einum bóndanum. Sá var kunningi hans. Þeir mæltu einmæli.
Segir Gamall: ,,Ég vil kaupa af þér að þú ríðir sem ákafleg-
ast launstigu þá er þú veizt skemmsta og komnir til Hákonar
jarls. Seg honum að konungur vilji drepa hann því að kon-
ungur veit nú að jarl hefur skotið Sveini konungi á landi
fyrir Nizi.” Kaupa þeir saman. Reið sá bóndi og kom til jarls,
sat hann þá og drakk og var eigi sofa genginn.
i
1
á
* i
t
é