Þjóðviljinn - 02.09.1964, Page 7

Þjóðviljinn - 02.09.1964, Page 7
Miðvikudagur 2. september 1964 HOÐVIUINN SIÐA 7 Heimsstyrjöldin síðari Pramhald af 5. síðu. Rússland: ,.Þegar við sjáum, að Rússum gengur betur, eig- um við að hjálpa Þjóðverjum, þegar við sjáum, að Þjóðverj- um gengur betur skulum við hjálpa Rússum. og með þeim hætti mega þeir drepa hverir aðra svo sem mest má verða”. Höfundur þessara hugleiðinga hét Harry Truman, síðar for- seti. Hemaðarsérfræðingar Banda- neskri grund. Þeir áttu eftir að bíða marga og stærri ósigra á rússneskri grund áður en lauk. Degi síðar en gagnsókn Rússa hófst, 7. desember. gerð- ust þau tíðindi, að japanski loftflotinn réðst á flotastöð Bandaríkjanna Pearl Harbour sökkti miklum hluta Kyrra- hafsflota þeirra. Á örskömm- um tíma flæddi japanski her- inn yfir Indónesíu. Xndókína, Thailand, Hongkong. Singápur, upp í hlíðar Kákasusfjalla, og hjá Stalíngrad stungu þeir nið-' ur fótum á Volgubökkum. Enn var Hitter sannfærður um. að * rússneski herinn væri kominn að fótum fram. En 6. her Þjóð- verja var umkringdur í geysi- legri tangarsókn og varð að gefast upp snemma á árinu 1943. Þýzki herinn missti 31 herfylki í þessari sókn sinni og orustan hjá Stalíngrad olli algerum þáttaskilum í styrj- Adolf Hitler við matborðið í hópi nokkurra herforingja sinna. manna voru flestir á einu máli um það, að stríðinu í Rússlandi yrði skjótt lokið. Stimson her- málaráðherra Bandaríkjanna sagði Roosevelt það 22. júní, að Þjóðverjar mundu sigra Rússa að minnsta kosti á einum mán- uði; þó gæti það dregizt um þrjá. Og að sjálfsögðu var sig- urvissan ekki minni hjá Þjóð- verjum. Halder. herráðsforingi Hitlers, trúði dagbók sinni fyr- ir því 3. júlí, að ekki væri of- sagt að herförinni í Rússland yrði lokið á hálfum máhuði. Sigrar Þjóðverja voru miklir og glæsilegir. Á hinum fyrstu vikum urðu rússnesku herimir að hörfa undan til Leningrad, Moskvu og Rostov hjá Dori. En þegar hinn 11. ágúst varð Halder að játa 1 dagbók sinni, að .,við höfum vanmetið ris- ann Rússland. Þessu gegnir bæði um skipulagsöfl landsins, atvinnuleg öfl þess, en þó sér- staklega hemaðarlegan mátt þess”. Og Rundstedt marskálkur játar að loknu stríði: „Ég komst brátt að raun um eftir að sóknin var hafin. að það var allt eintóm lygi, sem skrif- að hafði verið um Rússland.” Fram til þessa höfðu hinir þýzku herir farið að nokkru leyti að alþjóðalögum í þeim orustum, sem þeir höfðu háð víðs vegar um Evrópu. En 1 Rússlandi var þeim beinlínis ' skipað að láta allt velsæmi nið- ur falla. Þeir voru komnir til að útrýma •' framandi þjóð- flokki, án náðar og miskunnar. Þegar þýzku herirnir höfðu umkringt Leningrad skipaði Hitler herforingjum sínum að jafna borgina við jörðu f bók- staflegum skilningi. Hér var styrjöld háð, þar sem grið voru ekki gefin. Hinn 3. október sagði Hitler þýzku þjóðinni, að „þessi fjandmaður hefur verið brot- inn á bak aftur og mun aldrei framar rísa uppréttur.” Tveim- ur mánuðum síðar, 6. desem- ber 1941 hóf rússneski herinn sókn hjá Moskvu og hrakti Þjóðverja vestur á bóginn og þýzka herstjórnin varð að gefa út þá stuttorðu yfirlýsingu, að þýzki herinn hefði nú lagað sig að aðstæðum vetrarhemað- ar. Þetta var upphaf að enda- lokunum. Þetta var fyrsti ósig- ur þýzka hersins ( síðari heim«,'’”’iö',-,’>-ini. Þjnðverjar biðu 'þennan ósigur á rúss- Malaja, Birma, Filipseyjar og mikinn hluta Kína. Þetta voru alls 4 miljónir ferkílómetra lands. Japanar voru komnir vel á veg með að framkvææma hina gömlu Tanakaáætlun. én þeir hikuðu við að ráðagt á Rússland í þessari lotu. Á sömu stundu voru Bandaríkin orðin aðili að síðari heimsstyrjöld- inni. Sumarið 1941 voru 90°/(, þýzka hersins á austurvfgstöðv- unum, 147 herfylki þýzk tóku þar þátt í orustum. Sumarið 1942 gengu 179 þýzk herfylki þar til atlögu og sumarið 1943 voru þau 212 að tölu. Hér eru ekki taldar með ungverskar. rúmenskar, og ítalskar her- sveitir, né heldur „Bláa her- sveitin”, sem vinurinn Franco hafði sent. Hinn 18. júlí 1941 krafðist Stalín þess í bréfi til Churc- hills, að komið yrði á vígstöðv- um á Frakklandi til þess að neyða þýzku herstjómina að senda lið frá austurvígstöðvun- um. Hinn 12. júní 1942 var því lýst yfir sameiginlega af Bret- um og Rússum, að aðrar víg- stöðvar yrðu reistar á því ári. Þegar Churchill kom til Moskvu í ágúst sama ár sagði hann að áætluninni um aðrar vígstöðvar hefði verið frestað til vorsins 1943. Þessu næst var nýjum vígstöðvum frestað til haustsins 1943. Að lokum var sóknin inn á meginlandið að vestan ákveðin að vori 1944. í þrjú löng ár varð Rússland að bera eitt saman meginsókn- arþunga þýzka hersins. Vestur- veldin, einkum Bandaríkin, sendu Rússum hergögn. mat- væli og hemaðarhráefni. Þetta var mikilvæg hjálp og miklar fómir voru (Arðar í manns- lífum og skipum til að koma þessum vamingi til Rússlands. En þessi hjálp gat ekki komið í staðinn fyrir vesturvíg- stöðvar, sem hefðu létt á vörn- um Rússa. Vesturveldin flýttu sér ekki að koma upp vesturvígstöðv- um, sem táknuðu sókn inn á meginlandið. í þessari tregðu kom fram dulin viðleitni vest- urveldanna að þjarma að Rúss- um, létta þeim ekki alltof mik- ið okið. Sumarið 1942 hóf þýzki her- inn mikla sókn á suðurvíg- sföðvunum. Þjóðverjar æddu yfir Úkraínu og komust allt öldinni, enda einhver mesta or- usta hernaðarsögunnar. Eftir, Stalíngradorustuna náði þýzki herinn aldrei afturfrum- kvæði sínu í styrjöldinni. En þessi orusta breytti einnig styrkleikahlutföllum stríðsað- ilanna. Einn af háttsettum starfsmönnum í utanríkisráðu- neyti Breta, Sir Robert Bruce Lockhart, hefur ságt frá þvi, að eftir Stalíngradorustuna hafi vaknað sá uggur hjá brezku og bandarísku stjóminni. að Rússland mundi ef til vill vinna sigur í styrjöldinni án þeirra hjálpar. Hemaðarmátt- ur vesturveldanna hafði nú aukizt mjög. Þau höfðu um þetta leyti, 1942. unnið sigur á Þjóðverjum í orustunni um Atlanzhafið og þau höfðu i nóvember sama ár gersigrað Þjóðverja og ítali í hinnií> miklu orustu hjá E1 Alamein. 1 júlí 1943 stigu herir vestur- veldanna á land á Sikiley. Italska stjómin samdi um vopnahlé og þá hemámu Þjóð- verjar Italíu og herir Banda- manna urðu að þumlunga sig norður eftir skaganum í hörð- um orustum. Það var að visu mikill ávinningur þegar Italía var dæmd úr leik, en þetta jafngilti ekki þeim nýju víg- stöðvum, sem Rússar höfðu jafnan krafizt. Aðeins 10% hins þýzka liðsafla var stadd- ur á ítalíu og í Norðurafríku. I nóvember 1943 hittust þeir þrír Ipiðtogamir. Roosevelt, Churchill og Stalín í Teheran og þar ákváðu þeir allsherjar sókn inn á meginlandið um vorið 1944. En nú tók þegar að bera á ágreiningi milli þessara bandamanna um skipan mála i Evrópu að lokinni styrjöld. Einkum spunnust harðar deilur um ríkisstjóm Póllands: Stalín gerði það að ófrávíkjanlegu skilyrði, að í Póllandi ríkti stjóm vinsamleg Sovétríkjun- um. Þegar hin mikla sókn Banda- manna hófst inn á meginland Evrópu í júni 1944 urðu Þjóð- verjar að senda þriðjung her- fylkja sinna ‘á vesturvígstöðv- amar og eftir því sem lengra var sótt inn í Þýzkaland úr vestri og austri jukust viðsjár með stríðsaðilum, ekki sízt vegna þess, að Þjóðverjar beittu öllum brögðum til að kljúfa þá og raddir voru uppi um að semja sérfrið við vest- urveldin. en verjast af öllum mætti á vígstöðvum Rússa. En enn voru vesturveldin, þrátt fyrir hemaðarmátt sinn á meginlandinu, háð sókn Rússa. I byrjun árs 1945 hóf Rund- stedt mikla sókn í Ardenna- fjöllum og'olli tvístringi í liði vesturveldanna. Churchill sendi þá Stalín skeyti 6. janúar og grátbað hann að hraða sókn- inni að austan. Þegar Stalín varð við þessu sendi brezki forsætisráðherrann , honum svo- látandi þakkarskeyti: „1 nafni ríkisstjórnar Hans Há- tignar og af hjartans grunni þakka ég yður og samfagna yður með hina geysilegu sókn- arlotu. sem þér hafið byrjað á austurvígstö3vunum“. En Churc- hill gerði bæði sárt og klæja vegna framsóknar Rauða hers- ins. Hann vildi fyrir hvem mun láta heri vesturveldanna sækja fram til Berlínar og taka hana á undan Rússum, en fékk því ekki ráðið. Eftir því sem leið nær stríðslokunum vaknáði í Churchill hið foma bolsjevikahatur frá þeim tíma, er hann ungur stjómmálamað- ur hafði unnið að því öllum árum að „kyrkja bolsjevismann í vöggunni”. Hann fann æ sárar til þeirrar illu nauðsynj- ar. er meinleg söguleg örlög höfðu gert hann að banda- manni bolsjevismans iil að bjarga hinu kæra gamla Stóra- bretlandi úr bráðum háska. Hinn 8. maí 1945 gafst þýzki herinn upp skilyrðislaust. En enn var styrjöldinni ekki lokið á Kyrrahafi 1 ágústmánuði réðst Rauði herinn á Kvantungsveit- ir Japana í Mandsjúríu og gjör- sigraði þær á tíu dögum. En þrem dögum áður, 6. ágúst vörpuðu Bandaríkjamenn fyrri kjamorkusprengju sinni yfir Hirosima og þremur dögum síðar, 9. ágúst, hinni annarri kjarnorkusprengju yfir Naga- saki. Og þannig lauk manft skæðustu styrjöld veraldarsög- unnar. Hún hafði tekið með sér í gröfina 50 miljónir mannslífa. Henni lauk með nýju vopni, sem breytti öllu eðli styrjalda. Það er hald fróðra manna. að kjamorku- sprengjunum hafi ekki verið varpað úr háloftunum til að knýja Japana til að gefast upp. Þeir voru þegar albúnir til að gefast upp. Þeim var varpað til þess að sýna Rússum í tvo heimana. Alla stund síðan hef- ur mannkynið lifað undir hin- um dimma skugga kjamorku- sprengjunnar-. En ef henni verður varpað aftur eru litlar líkur til að saga hinnar þriðju heimsstyrjaldar verði nokkum- tíma skrifuð. Bæði sögunni og sagnfræðinni verður búin sama gröf. Kínveriar eru bölsýnir PEKING 31/8. — Á sunnudag var opinberlega birt bréf frá kínverskum kommúnistum til Kommúnistaflokks Sovétríkj- anna og segir þar, að 15. des- embers, en þann dag á undir- búningsráðstefna 25 kommún- istaflokka að hefjast í Moskvu, muni minnzt í sögunni sem dags hins mikla klofnings alþjóða- hreyfingar kommúnista. Áannað hundrað íbuðir og einbýl- ishús Við höfum alltaf til sölu mik- ið úrval af íbúðum og ein- býlishúsum af öllum stærð- um. Ennfremur bújarðir og sumamústaði. Talið við okkur og látið vita hvað ykkur vantar. MílflvInlnfljskrlf»*of«: Þofvaríur K. borsfeirisíorV MUdubríuf 74. •, .Fá.V<*|l0navlSiklptÍi Guðrpundur TrYS9va*ðr' £>Iml ÚhO. TIL SÖLU 3ja herb. íbúðir við Hraun- teig, Njálsgötu, Laugaveg. Hverfisgötu. Grettisgötu. Nesveg. Kaplaskiólsveg, — Blönduhlíð Miklu- braut, — Karlagötu og víðar. 3ja herb. íbúðir við Hring- braut Lindargötu Ljós- heima. Hverfisgötu, Skúlagðtu. Melgerði Efstasund, Skipasund. Sörlaskjól. — Mávahlíð. Þórsgötu og víðar- 4ra herb íbúðir við Mela- braut Sólheima. Silfur- teig. öldugötu Leifsgötu. Eiríksgötu, Kleppsveg. Hringbraut. Seljaveg Löngufit, Melgerði. Laugaveg, Karfavog og víðar. 5 herb ibúðir við Máva- hlíð. Sólheima. Rauða- læk Grænuhlíð Klepps- veg Asgarð, Hvassaleiti. óðinsgötu. Guðrúnargötu, og víðar. Ibúðir í smíðum við Fells- múla Granaskjól 1 Háa- leitl Ljósheima, Nýfcýla- veg Alfhólsveg. Þinghóls- braut og víðar. Einbýlishús á ýmsum stöð- um, stór og lítil. Fasteirnasalan Tjamargötu 14. Símar: 80196 — 80625. AIMENNA FASTEIGNASfllAN HNDARGATA 9 SÍMI 71150 LÁRUS Þ. VAIPIMARSSON ÍBÚÐIR ÓSKAST: 8-Ú3 hérb. íbúð 1 úthverfi borgarinnar eða í Kópa- vogi. með góðum bílskúr. 8—5 herb. íbúðir og hæð- jr ! borginni og Kópa- vogi. Góðar útborganir. TIE SÖLTJ: 3 herb. íbúð á hæð f timb- urhúsi f Vesturborginni hítaveita útb. kr. 150 þús., laus strax. 3 herb nýstandsett hæð við Hverfisgötu, sér inngangur. sér hitaveita. laus strax. 4 fcerh hæð við Hringbraut með rb. o. fl f kjaR- ara. sér inngangur sér hitaveita. ffóð kjör. 4 fcerb. nýleg hæð á fallegum stað f Kópa- vogi. sér bvottahús 5 hæðinni, suðursvalir. sér hiti. bllskúr, mjög góð kjör 5 fcerfc. vönduð fbúð 135 ferm. á hæð við Ásgarð ásamt herb. f fcjallara, svalir, teppi. 5 fcerb. ný og glæsileff f- ' búð f háhýsi við Sól- heima, teppalögð og full- frágengin. laus strax. HAFNARFJÖRÐTTR: 3 fcerfc hæð f smíðum Á fallegum stað, sér irm- gangur. sér hitaveita, frá- gengnar. Sanngiöm út- borgun. kr. 200 bús lán- aöar tjl 10 ára. 7% árs- vextir. Einhvlishás við Hverffs- gotu. 4. herb nýleffar innréttingnr. tpnpalagt bflskúr. eignarlóð 5 herb ný og glæsileg hæð við Hringbraut, stért vinnuherberffi f kiaflara ailt sér. Glærileg lóð Laus strax «4RBðmiRi»prR: Við Lðngufit 3 herh fcæð. fcomin undir tréverk og fofcheld rishæð ea. 80 ferm. Góð ðhvhandi lán. sanngjamt verð Kvöldsími: 33687. HÖFUM KAUPENDUR AÐ: 2 herbergja nýlegri ibúð. Til mála kemur tilbúið .undir tréverk. Stað- greiðsla. 4 herbergja íbúð í sambýl- ishúsi. > 3 herbergja nýlegri íbúð í sambýlishúsi í Háaleit- ishverfi, eða Hlíðahverfi. Mikil útborgun. TIL SÖLU: 3 herbergja íbúð í Ljós- heimum. Nýleg. 3 herbergja kjallaraibúð 1 Vogunum. Tveggja íbúða hús. Allt sér. þar á með- al þvottahús. Bflskúrs- réttur, skíptur garður, ef. þess er éskað. 3 herbergja vönduð íbúð á glæsilegum stað í nýj- asta hluta Hlíðahverfis. Harðviðarmnréttingar 2. hæð. Lóð frágengin, og gata malbikuð. 4 herbergja íbúð í nýlegu sambýlishúsi í Vestur- bænum. 5 herbergja íbúð með sér- inngangi í 10 ára gömlu húsi 1 Vesturbænum. 1. hæð. 5 herbergja glæsileg enda- íbúð í sambýlishúsi við Kringlumýrarbraut. Sér hitaveita. íbúðin seist fuilgerð til afhendingar 1. október næstkomandi. 3—4 svefnherbergi. Harð- viðarinnréttingar, tvenn- ar svalir og bílskúrsrétt- ur. Aðeins 8 fbúða hús. Stórt lán til langs tíma og með lágum vðxtum getur fylgt. 4 herbergja ca. 120 ferm. fbúð á 2. hœð í nýlegu steinhúsi við Kvísthaga. Tvennar svalir, hitaveita. Stór bílskúr af vönduð- ustu gerð fylgir. 6 herbergja fullgerð fbúð f tvíbýlishúsi á Seltjamar- nesi. Övenju glæsileg efri hæð. Góður staður. Tir, SÖLU I SMfBUM: 810 fermetra einbýlishús í borginni er til sölu. Selst uppsteypt Aiit á eijmi hasð. Glæsilegt umhverfi. snjöll teikning eftir kunnan arkitekt. 150 fermetra lúxusíbúöir. Tvær í sama húsi S hita- veitusvæðinu f Vestur- bænum. Seljast fokheld- ar. Tveggja íbúða hús. 150 fermetra fokheldar hæðir í Kópavogi og á Seltjamarnesi. 5 herbergja hæðir á faileg- um stað á Nesinu. Sjáv- arsýn. Bílskúr 6 jarðhæð. Allt sér 3 íbúða hús. 8 herbergja fokheldar hæð- ir f austurborginní. 3 herbergja fokheldar hæð- ir á Seltjamarnesi 4 herfcergja fokheldar hæð- ir á Seltiamamesi. 4 herfcergja íbúð tiibúin undir tréverk og máln- ingu í Heimunum. 6 herbergja lúxusfbúð f Heimunum. Selst tilbúin undir tréverk oe máln- ingu með fullgerðri sam- eign. Til afhendingar nú begar. 180 fermetra hæð f húsi við Borgargerði. Selst fokheld. Óvenju glæsi- leg hæð. Áskriftarsíminn er 17-500 i

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.