Þjóðviljinn - 02.09.1964, Side 10

Þjóðviljinn - 02.09.1964, Side 10
Uppboðið er úr sögunni, en „yfiríýsing'" komin í staðinn □ Eins og kunnugt er hefur Ágúst Sigurðsson, verkamaður, Drápuhlíð 48, staðið í miklu þrasi og málaferlum undanfarið við Jóhannes Lárusson hrl. og fleiri vegna víxillána, sem á íbúð hans hvíldu. — „Frjáls þjóð“ gerði mál Ágústs upp- haflega að blaðamáli, og hefur Ágúst að heita má verið sérstakur skjólstæðingur blaðsins frá þeirri stundu. í gær birtir Morgunblaðið svo yfir- lýsingu frá Ágúst, þar sem hann snýr heldur bet- ur við blaðinu. Ræðst hann með stórýrðum að fyrrverandi verndurum sínum, en þeir sem hann áður lýsti óalandi og óferjandi, fá nú siðferðis- vottorð hans sem nær hreinir englar. Q Um leið og Morgunblaðið birtir þessa yfirlýs- ingu frá Ágúst, er þess getið að honum hafi verið „framselt boðið í húseign sína“, og sé uppboðið á henni því úr sögunni. DiomnuiNN Miövikudagur 2. september 1964 — 29. árgangur — 197. tölublað. Ung stúlka féll í stiga og beið bana Mál þetta verður ekki rakið hér til neinnar hlítar, en mála- ferlin spruttu sem kunnugt er út af víxli, sem Ágúst fékk hjá Jóhannesi Lárussyni hrl., er sá fyrmefndi leitaði til hins síðar- nefnda í peningavandræðum. Lagði Ágúst í málarekstrinum hvorttveggja að veði húseign sína og heiður sinn, og var ekki annað séð en málið á hendur Jóhannesi væri sótt af miklu kappi. Hinsvegar lýsti hann við- skiptum sínum við réttvísina eitt sinn svo í viðtali við „Frjálsa þjóð“, að eina vonin væri að réttlæti fyrirfinndist hinum megin. Eftir yfirlýsingu Ágústs að dæma hefur þetta nú snúizt á þann veg, að hann hef- ^ jfppdið réttlætið hjá Jóhann- esi Lárussyni 'en Ágúst segir í Mbl. í gær: ..hef'ég nú leit- að loks (svo!) til Jóhannesar Lárussonar hrl. og hefði és bet- ur gert það fyrr“! Fógetinn Þjóðviljinn hafði í gær sam- band við nokkra einstaklinga sem komið hafa við sögu í þessu furðqlega máli og spurði fyrst Kristján Kristjánsson, yfirborg- arfógeta, hvort rétt væri það sem stóð í Morgunblaðinu í gaerdag, í kynningu á fyrr- greindri yfirlýsingu Ágústs: „Þess má geta, að Ágústi hefur verið framselt boðið í húseign sína og er uppboðið þar með úr sögunni...“ Fógeti sagði að við fyrsta uppboð á húseign Ágústs Sigurðssonar hefði komið fram eitt boð frá Jóhannesi Lárussyni hrl. 180 þús kr. >á hefði þess verið krafizt að notuð yrði laga- heimild um annað og síðasta uppboð. Ágúst hefði síðar fallið frá þessari kröfu og boð Jó- hannesar því staðið, en lögmað- urinn hefði framselt Ágústi boðið, þannig að hann fengi uppboðsafsal fyrir eign sinni gegn greiðslu áfallins kostnaðar við rekstur málsins fyrir fógeta- rétti. Um málið að öðru leyti vildi yfirborgarfógeti ekkert segja. Jóhannes Jóhannes Lárusson var léttur í máli í símanum í gaer og fór- ust orð á þessa leið: — Ég er mjög ánægður með yfirlýsingu Ágústs í Morgun- blaðinu, þar sem upplýst er frá fyrstu hendi, hverjir eru hinir raunverulegu árásaraðilar á okk- ur feðga og Hilmar Stefánsson. Mér virðist ljóst, að Frjáls- þýðingar hafi ætlað að láta Ág- úst standa eignalausan á göt- unni. Þeir hafa haft ótal tækifæri til þess að hjálpa honum. En þeir buðu ekki einu sinni í íbúð- ina fyrir hann á unpboðinu op ætluðu að láta selja o:fan af honum fyrir 180 þúsund krónur. Aðalatriðið hjá Frjálsþýðing- um var að gera blaðamat úr öllu þessu máli og láta hlut hins fá- tæka verkamanns sitja á hakan- um. Þeim hjónum var orðið þetta ljóst, þar sem þau sneru sér til mín og báðu mig liðsinnis. Mér hefur aldrei dottið í hug að hagnast á þeim, því að ég veit, að þau hafa verið notuð sem verkfæri annarra. Ég fram- seldi þeim því tilboð mitt í íbúð- ina og ætla að aðstoða þau við að selja hana á sæmilegu verði. PáLl... Páll Magnússon, lögfræðingur, veijti Ágústi lögfræðilega aðstoð á sínum tíma í málarekstri Á- gústs við þá feðga Jóhannes og Lárus. ^ Páli fórust orð eitthvað á þessa leið: — Ég er ekki í neinum vafa, að vígstaða þeirra feðga var orðin vonlaus og að þeir hafi talið rétt að hörfa frá kröfunni um nauðungaruppboð og ekki kosið að láta fjalla um þetta mál í Hæstarétti. Hvað Ágúst hefur borið úr býtum læt ég fjármálamönnum eftir að dæma þessa stundina. Þá sýna skattaframtöl árið 1962 og 1963, þar sem hann tel- ur fram afföllin á víxlinum, — greidd Jóhannesi Lárussyni, og skattstofan tók þá til greina, að kæra hans hafði við full rök að styðjast. Af þessu sést, að ég og Frjáls þjóð höfðum ekki frumkvæðið í þessu affallamáli. Páll_ sagði ennfremur: — Út af fyrir sig er það gleði- legt. að Ágúst mun hafa náð rétti sínum fjárhagslega séð. Benedikt Benedikt Guttormsson, fulltrúi í Búnaðarbankanum er rólegur og æðrulaus í símanum, tekur þessu máli með heimspekilegri ró og segist þekkja mannleg við- brögð í ýmsum myndum frá starfi sinu um ævina. — Þegar ég kom saklaus sveitamaður utan af landsbyggð- inni hingað til höfuðstaðarins, segir hann, þá ofbauð mér sú okurstarfsemi, sem ég heyrði, að ætti sér stað hér í borg. Er Ágúst Sigurðsson talaði við mig á sínum tíma, þá var ég aldrei í vafa, að hann skýrði rétt frá öllum gangi mála, þó að hann sé nú búinn að snúa við blaðinu. Það sem Ágúst Sigurðsson hefur áður borið fyrir rétti um samfundi okkar er rétt. Annars furðar mig á meðferð- inni á Ágústi, fyrst eru teknir af honum fjármunirnir og nú með þessari yfirlýsingu að mín- um dómi, — æran. Bergur Bergur Sigurbjömsspn, banka- fulltrúi sagði: — Ég varð mjög undrandi að sjá nafn Ágústs og konu hans undir þessu plaggi. Enn meira undrandi varð ég á því að lög- fræðingur skyldi senda svona gagnsætt plagg frá sér og að Mbl. skyldi birta það, nema þá að blaðið geri það í þeim til- gangi að fletta ofan af Jóhann- esi Lárussjmi. Hinu gladdist ég yfir að sjá það svart á hvítu, að Ágúst hef- ur nú fengið einhverja leiðrétt- ingu mála sinna, þó að ég hefði vissulega óskað þess, hans vegna að það væri með meiri myndarbrag fyrir hann sjálfan, sem gat orðið. Staðreyndin er sem sé sú, að Ágúst hefði unnið mál- sitt í uppboðsrétti, og ef dómur hefði gengið í því þar og í Hæstarétti hefði þar með verið fengið fordæmi um það, hvemig allir þeir, sem lent hafa í okrara klóm, gátu náð rétti sínum, og þakkað Ágústi það. Þetta sáu auðvitað lðgfræðing- ar og þess vegna er þessi kú- vending reynd, þó að hún bjargi vissulega engu. Það er t.d. auð- velt að sanna þáð, að Ágúst hef- ur ekki skrifað greinina í Mbl. því að hún er nær orðrétt tek- in upp úr greinargerðum Lár- usar Jóhannessonar, setn liggja í Borgardómi í málaferlunum gegn Frjálsri þjóð, og hver sem er getur fengið að sjá, auk þess sem þessi grein í Mbl. stangast í meginatriðum á við eiðfestan framburð Ágústs og konu hans í sakadómi. Augljóst er, að Jóh. Lárussyni hefur Sézt yfir einn alvarlegán fingurbrjót. Daginn sem annað og síðasta uppboð hjá Ágústi átti að fara fram kl. 2.30. komu margir blaðamenn og fleiri á heimili hans kl. 2. Tímann frá M- 2—2.3® notaði Ágúst til að skýra viðstöddum frá öllum sín- um málum og viðskiptum við uppboðsbeiðanda o.fl. með sín- um eigin orðum, og mun við- stöddum vottum að þeirri frá- sögn sýnast sem hún komi ekki vel heim við Morgunblaðsgrein- ina. Rétt áður en Ágúst hóf að segja blaðamönnum og öðrum sogu sína, spurði blaðamaður mig, hvort ekki væri unnt að bjarga Ágústi. Sagði ég honum þá, að Ágústi viðstöddum, það sem við Ágúst höfðum rætt um og orðið sammála um, en það var að leggja fram mótmæli Framhald á 3. síðu. Rannsóknarráð Norðurlanda er sameiginleg stofnun hinna tækni- legu og vísindalegu rannsókná- ráða og vísindafélaga í Dan- mörku. Finnlandi, fslandi, Nor- egi og Svíþjöð. Verkefni þess er að efla og sidpuleggja nor- rænt samstarf á sviði vísinda- legra rannsókna. Starfseminni er stjómað af framkvæmdastjóm og í henni eiga sæti fulltrúi frá hverju landL Þeir eru nú: Thorkild Franck, verkfræðing- ur, framkvæmdastjóri hins Jóhannes: — hver hagnast á hverjum? Páll: — vígstaða þeirra er vonlaus. Benedikt: — fyrst peningamir, — svo æran danska tæknilega og vísinda- lega rannsóknaráðs. Prófessor Edvard WegeKus. forstjóri Rannsóknaráðs ríkisins í Finnlandi. Steingrímur Hermannsson, verkfræðingur, framkvæmda- stjóri Rannsóknaráðs ríkisins. Robert Major, Gand.real., fram- kvæmdastjóri hins norska tækni- lega og vísindalega rannsókna- ráðs, en hann gat því miður ekki sótt þennan fund. Gösta Lagormalm, Tr'm.lic., ritari Ranr.sóknaráðs riidsins í Um hádegi í fyrradag varð það slys hér í Reykjavík að 21 árs gömul stúlka, Elínrós Jó- hannsdóttir til heimilis að Stað- arhóli við Dyngjuveg hrapaði í stiga með þeim afleiðingum að hún lézt af völdum byltunnar síðar um daginn. Stúlkan var á leið niður stiga í húsinu heima hjá sér er slysið vildi til. Mun hún hafa fest skóinn sinn í stiganum og fallið fram yfir sig og komið niður á höfuðið. enda var sóli á hægri fótar skó Elínrósar rifinn upp að framan. Var hún flutt á slysa- varðstofuna og síðan í Landa- kotsspítala og lézt þar um kl. 4 síðdegis. ■ Samkvæmt upplýsingum er síldarleitin gaf um kl. 22 í gærkvöldi voru allmörg skip að veiðum austur af Langanesi og horfði vænlega um afla hjá þeim- ■ Kaldi hafði verið á mið- unum, en um það leyti var farið að lygna. Þó var það nokkuð til ama að þoka var á þessum slóðum. ■ Ekki höfðu önnur skip tilkynnt afla en Jón Kjart- ansson og hafði báturinn fengið fimmtán hundruð Evrópuráðið veitir á árinu 1965 styrki til náms í læknis- fræði og hliðargreinum hennao. Tilgangur styrkjanna er, að styrkþegar kynni sér nýja tækni í læknavísindúm eða búi sig undir og taki þátt í rannsóknum, sem hafa sameiginlegt gildi fyr- ir Evrópulöndin. Styrkur er veittur hverjum einstaklingi í 3—12 mánuði og á að nægja fyrir dvalarkostnaði og nauðsyn- legum ferðalögum. Svíþjóð. Elin Törnudd, verkfræðingur. ritari Rannsóknaráðs Norður- landa. Á fundum framkvæmdastjórn- arinnar er fjallað um stjórn ráðsins, reikninga og fjárhags- áætlun, og gefnar eru skýnslur um sameiginleg rannsóknarverk- efni, sem að er unnið, og einnig er ákveðið á hvaða svið skulu lögð sérstök áherzla í framtíðinni. Mikilvægasta verkefnið nú er tillaga um stofnun norræns vís- indasjóðs. Rannsóknaráð Norð- urlanda hefur ekki áður haft afskipti af fjárveitingum til rannsókna í meðlimaríkjunum. Markmið sjóðsins á að vera að veita styrki til rannsóknaverk- efna, sem framkvæmd eru sam- eiginlega af tveimur eða fleiri Framhald á 3. síðu. Sjónarvottur að slysinu varð sjö ára gamall drengur sem var á leið niður stigann með stúlk- unni, er betta hörmulega óhapp vildi til. Lík fannst í höfn- inni á Seyðisfirðí í fyrradag fannst lík I höfn- inni á Seyðisfirði og var það af manni sem búið var að sakna í um það bil viku. Var hann heimilisfastur á Seyðisfirði. Er blaðið átti tal við bæjarfóget- ann á Seyðisfirði í gær vildi fógeti ekki gefa upp nafn hins Iátna að svo stöddu. tunnur. En vitað var, að þau skip sem náð höfðu að kasta, höfðu fengið mjög sæmileg- an afla. Skipin höfðu dreift sér á svæði s'jötíu ,til hundr- að og fimmtán mílur austur og austur að norðri frá Langanesi. Skólaganga lengist Um 6000 böm í fjórum neðstu bekkjum bamaskólanna í Reykjavík hófu skólagöngu sína í gær. En 15. september hefst kennsla í ellefu og tólf ára deildum skólanna og gagnfræða- skólarnir hefja svo starfsemi sína hinn 25. þ.m. Eldri bekkjardeildir skólanna þurfa að þessu sinni að mæta fyrr til náms en verið hefur. Þessi lenging skólatímans á að miða að því að gera námið létt- ara og jafnara, og ennfremur stendur hún í nokkru sambandi við breytingar á launakjörum kennara. Sumir foreldrar telja þessa lengingu óþarfa — og furðu oft virðist vitnað til þess. að nú geti börnin ekki lengur farið í réttir á haustin. Fundur í kvöld hjá Samtckum hernámsand- stæðinga I kvöld efna Samtök Her- námsandstæðinga til stuðn- ingsmannafundar í Dags- brúnarhúsinu að Lindar- götu 9 og hefst fundurinn klukkan 21. Á dagskrá fundarins er undirbúningurinn fyrir landsfimd samtakanna, sem haldinn verður við Mývatn á næstu helgi, þ.á.m. kosn- ing kjörnefndar til að ann- ast val fulltrúa úr Reykja- vík á landsfundinn. Stjórn Rannséknarráðs Norð- urlanda á fundi í Reykjavík Framkvæmdastjórn hinnar norrænu samstöðustofnunar á sviði tæknilegra og vísindalegra rannsókna, NORD- FORSK, eða Rannsóknaráð Norðurlanda, kemur til fund- ar hjá Rannsóknarróði ríkisins í Reykjavík dagana 2.—3. september n.k. Þetta er í fyrsta sinn, sem Rannsóknar- ráð Norðurlanda efnir til fundar á Islandi. AHgóð veiði í gær austur af Langanesi

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.