Þjóðviljinn - 08.09.1964, Page 2

Þjóðviljinn - 08.09.1964, Page 2
2 SlÐA ÞJÖÐVILIINN Þrriðjudagur 8. september 1964 FISKIMÁL — Eftir Jóhann J. E.Kuld ísland vantar verzlunar- erindreka í Vestur-Afríku Margar þjóðir, sérstaklega þær sem framleiða fiskafurð- ir, leggja nú mikla áherzlu á, að tryggja sér framtíðarmark- aði í Vestur-Afríku. Hvert rík- ið af öðru í þessum heimshluta hefur annað hvort nýlega öðl- azt fullveldi eða mun öðlast það á næstunni. Þama er mik- ill skortur á eggjahvítuefni í fæðunni, og öruggasta og bezta leiðin til að fullnaegja þessari þörf er að auka neyzlu fisk- afurða. Danir hafa nýlega sent til Vestur-Afríku verzlunar- sendinefnd sem ætlað er það hlutverk að kynna þar dansk- ar fiskafurðir, og flestar þjóð- ír sem eru aflögufærar á sviði fisakfurða vekja nú á sér at- hygli í þessum heimshluta. Við íslendingar höfum um langt árabil átt mikil viðskipti við Nígeríu sem er eitt þeirra ríkja Vestur-Afríku, sem fékk fullt sjálfstæði fyrir fáum ár- um, og er í miklum uppgangi, enda er nú utanríkisverzlun þessarar þjóðar óðfluga að faerast yfir á þarlendar hend- ur. Samkvæmt Hagtíðindum er útflutt héðan til Nigeríu sl. ár fyrir 143 miljónir 466 þús. krónur, Þetta mun eingöngu vera skreið. En í þessari tölu er ekki sú skreið sem íslenzk verzlunarfyrirtæki hafa keypt hér. en síðan selt áfram til Nigeríu, svo raunverulega er útflutningur okkar til Nigeríu allmiklu hærri, en talan hér að framan bendir til. Ég hygg að flestir geti verið mér sammála um, að skreiðarmarkaðurinn í Nigeríu hafi á undangengnum árum veríð okkur hagkvæmur markaður. Það má segja að kynni okk- ar af þessu mikla markaðs- landi séu harla lítil enda hef- ur hreint ekkert verið gert af opinberri hálfu hér til að auka þau kynni, Og svo mikill yar spamaður íslenzkrar utanrík- isþjónustu gagnvart Nígeríu að enginn opinber fulltrúi mætti héðan við hátíðahöldin þegar hún öðlaðist sjálfstæði fyrir fáum árum. Mér er þó kunn- ugt um að skreiðarútflytjend- um var það talsvert áhugamál að héðan mætti opinber full- trúi, en því var bara ekki sinnt. Norðmenn höfðu meiri skiln- ing á að vekja á sér athygli við þetta tækifæri, þvx þeir sendu þá til Nigeríu opinbera sendinefnd tuttugu til þrjátíu manna. Fyrir fámenna þjóð eins og okkur fslendinga þá væri það eðlilegast að stór hluti af kostnaði við utanríkisþjónust- una gengi tit þess að afla nýrra markaða og vekja at- hygli á fiskafurðaframleiðslu okkar, en þessu virðist nú bara ekki vera þannig varið hjá okkur í reyndinni og er það illa farið. Innflufnmtrur okkar frá Nígeríu Hagtíðindi segja frá því að innflutningur okkar frá Niegr- íu á sl. ári hafi numið 595 þús. krónum. En á sama tíma fluttum við inn frá Suður- Afríku fyrir 6 miljónir og 302 þús. krónur, en seldum á sama tíma vörur þangað .fyrir, segj- um og skrifum 2 þúsund krón- ur Það má segja að hér sé á ferðinni dálítið skrítin verzl- unarpólitík. En það var ekki þetta sem ég ætla sérstaklega að ræða, hér, heldur ætla ég að benda á þá miklu mögu- leika serr' ^afp !°gjð ónotaðir frá okkar hendi gagnvart inn- flutningi frá Nígeríu hingað. í Vestur-Afríku og þá ekki hvað sízt í Nigeríu vaxa margvís- legar harðviðartegundir, og hvergi í heiminum er verð sagt jafn hagstætt til trjáviðarkaupa sem einmitt þar, miðað við gæði. Þaðan að sunnan getum við flutt inn margs konar gæðavið til húsgagnafram- leiðslu. Og ef við viljum ger- ast útflytjendur húsgagna, verðum við að kaupa trjávið- inn þaðan sem hann er beztur og verðið hagkvæmast. Þá telja sérfræðingar á sviði tréskipasmíða erlendis að bezt- an efnivið og mest úrval tJl þeirra hluta sé nú hægt að fá frá Vestur-Afríku. f því sam- bandi er talað um þeirra góða og harða „mahogny“ sem ágæt- is efni í tréskip, og er talið ódýrt þar miðað við gæði. Það hefur komið til tals að Norð- menn flyttu inn slíkt efni til skipasmíða og búa þeir þó ekki í viðarlausu' landi. Hér mun þetta efni lítið hafa sézt á markaði, þó eru til úr því nokkrar skilrúmsfjalir í lest- um sumra togaranna, keyptar í Bretlandi. En skilyrðin til þess að hag- stæðari verzlunarviðskiþti geti myndazt milli íslands og Vest- ur-Afríkulanda eru þau að sendur verði duglegur verzlun- arerindreki þangað og síðan yrðu teknar upp beinar skipa- ferðir sem flyttu fiskafurðir þangað en kæmu heim aftur með trjávið í heilum förmum til húsgagnaframleiðslu og til skipasmíða. Það er varla nokk- ur vafi á því, að slík trjá- viðarinnkaup, án allra milli- liða, gætu orðið mikil lyfti- stöng fyrir báðar þessar þýð- ingarmiklu iðngreinar okkar íslendinga. Fréttir af Græn- lancLsmiðum Aflamagn var mikið á mið- unum við Vestur-Grænland nú í vor og gengu línuveiðar norskra og færeyskra skipa þar yfirleitt mjög vel. Sama má segja um togveiðar fram- an af sumri. En i júlímánuði brá svo við þama á miðunum, að jogveiðamar gengu frekarv illa, ekki þó sökum þess að fiskmagnið væri lítið á miðun- um, heldur vegna hins, að fisk- urinn hélt sig þá ekki við botn, heldur var hann upp um allan sjó. Þetta kom harðast niður á togurunum sem þarna voru þá að veiðum, en línuveiðararnir voru margir að losa saltfisk- farma ýmist i Noregi eða í Esbjérg i Danmörku. Saltfiskverð á fiski af Græn- landsmiðum var alveg fast í Noregi í júlímánuði kr. 13,20 íál. fyrir kg. upp úr skipi, fyrir málsfisk og undirmálsfisk upp til hópa. Nokkrir norskir línuveiðarar eru nú að byrja haustvertíð á miðunum við Vestur-Grænland og er búizt vlð'mikilli þátttöku norskra línuveiðara í þeim veiðum i ár. Þetta er j stórum dráttum það sem er að frétta af út- hafsveiðinni við Vestur-Græn- land í sumar. En þótt úthafs- veiðamar hafi yfirleitt gengið vel þá er ekki sömu sögu að segja frá veiðinni á grunnmið- um. Þar hefur afli báta fram- an af sumri verið frekar rýr sökum stöðugra ógæfta og ill- viðra, en fiskimagn í sjó talið mikið. Þessar veiðar eru mest stundaðaT af litlum dekkbát- um og trillum. X byrjun ágúst- mánaðar, þegar ég fékk siðast fréttix að vestan voru komin góð veður við ströndína og afli sagður góður. I júlímánuði meðan fiskur- inn hélt sig mest uppi i sjó á djúpmiðunum við Vestur- Grænland - sendu Norðmenn þangað vestur tilraunaskip með þorskanót og krafblökk. en fréttir af þeirri tilraun lágu ekki fyrir síðast þegar ég frétti en margir voru spenntir að vita árangur þeirrar ferðar. Að síðustu vil ég geta þess, að norskir handfærabátar hafa verið í sumar á miðum austur af Hvarfi á Grænlandi og eru sagðir hafa fengið þar dágóð- an afla. Síðustu fréttir af Grænlandsmiðum Samkvæmt skeytum sem bár- ust til Noregs frá norska fiski- skipaflotanum við Vestur- Grænland 25. ágúst sl. þá var þar ágætur afli Veðrið í ág- úst mánuði var mjög gott á miðunum bæði djúpt og grunnt. Afli þá, hjá Grænlend- ingum á grunnmiðum var sagður góður. Sérstaklega var getið um mikinn afla suður undir Hvarfi. Verksmiðjutogarinn Longva sem var á Vestur-Grænlands- miðum í þriðju veiðiferðinni á árinu, sendi skeyti heim til Álasunds 25. ágúst og var þá búinn að fá 135 tonn af fisk- flökum á stuttum tíma. Sagði skipstjórinn að þeir hefðu fengig að meðaltali 6 tonn af flökum á dag þá að undan- fömu. Þennan dag lauíc togarinn Longva áætlun sinni um afla fyrir árið 1964 og var skeytið sent heim til útgerðarmanns- ins af þvi tilefni, Það ætti því að vera tryggt að útgerðin á verksmiðjutogaranum Longva skili arði þetta árið, þar sem ársáætlun togarans var miðuð við þann afla sem skiláði arði og þessari áætlun er lokið og Framhald á 7. síðu. SKIPATRYGGINGAR Tryggingar á vörum í flutningi á eígum skipverja * Heimistrygging hentar yður Veiðarfa Aflatryggingar TRYGGINGAFÉLAGIÐ HEIMIRS IINDARGATA 9 REYKJAVÍK SlMI 2 1 260 SlMNEFNI t SURETY Almannatryggingar í Gullbríngu- og Kjósarsýslu t Útborgun bóta almannatrygginganna í Gullbringu- og Kjósarsýslu fert fram sem hér segir: Þriðjud. 8. sept. kl. 2—4 í Kjalameshreppi Miðvikud. 9. sept. — 2—5 í Mosfellshreppi Miðvikud. 16. sept. — 1—5 í Seltjamarneshreppi Föstud. 18. sept. — 9—12 í Gripdavík Föstud. 18. sept. — 2—5 í Njarðvík Föstud. 18. sept. — 2—5 í Gerðáhreppi Ménud. 21. sept. — 2—5 í Miðneshreppi. Á öðrum stöðum fara greiðslur fram eins og venju- lega. Athygli skal sérstakiega vakin á því, að fyrirfram- greiðslur upp í þinggjöld ársins 1964 eru fallnar í gjald- daga og verða innheimtar um leið. Sýslumaðurinn í GuIIbringu- og Kjósarsýslu. Hvers vegna kaupa bíl fyrir 130*40 þúsund krónur þegar hœgt er að fó nýjan Trabant '65 ntódel fyrir 80 þúsund kr. TRABANT ’65 módel er nú fyrirliggjandi með FJÖLMÖRGUM endurbótum og GERBREYTTU útliti. Bíllinn er til sölu og sýnis hjá Bílavali, Laugavegi 90. Sími 19092. — Leitið upplýsinga. Einkaumboð: Ingvar Helgason, Tryggvagötu 4 — Reykjavík. Umboðsmenn úti á landi eru: Bifreiðaþjónustan Akranesi, — Gunnar Ámason Akureyri — Elís H. Guðnason Eskifirði —* Tryggvi Guðmundsson Vfcstmannaeyjum. Meðal helztu endurbóta má telja: /1. 26% stærri rúður. 2. 50% betri hitagjöf frá miðstöð. 3. Rúðusprautur. 4. Hljóðeinangrun með trefjamottum. 5. Gerbreytt útlit, þak lárétt með skyggni að aftan. \ 6. Nýir glæsilegir litir. 7. Stuðari að aftan. 8. Tvö sólskyggni. 9. Fatasnagar og þrír öskubakkar. 10. 2 útispeglar og einn tvöfaldur innispegill. 11. Afturhluti bílsins lengdur. afturliós innibyggð. 12. Upphalarar á stórum hliðarrúðum 13. Þægilegri sæti, og rúmbetra aftursæti. 14. Kistulok læst með lykli. 15. Húnar á hurðum gerbreyttir. 16. Stærri rafgeymir. 17. Míklu býðari á vondum vegi. 18. Auk óteljandi annarra breytinga og endurbóta. 19. Hefur einnig alla kosti Trabant 600. á vél. brems- um og gírkassa. sem reynzt hefur afburða vel hér 6

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.