Þjóðviljinn - 08.09.1964, Side 4
/
4 SIÐA
ÞTónviniwN
Þriðjudagur 8. september 1964
Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokk-
urinn. —
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson,
Sigurður Guðmundsson.
.Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjarnason.
Fréttaritstjóri: Sigurður V Friðþjófsson.
Ritstjóm, afgreiðsia, auglýsmgar, prentsmiðja, Skólavörðust 19.
Sími 17-500 (5 linur) Áskriftarverð kl 90,00 á mánuði
#■
Eru Islendingar afkrístnaðir?
yj^tla mætti að nú sé búið að sanna það fyrir ís-
lendingum svo ekki verði um villzt að Lút-
herstrúarmenn séu víðar til en á íslandi, en hér
hefur því verið haldið fram að hægt sé með ör-
uggri vissu að telja eina konu hérlenda Lúthers-
trúar. Og Morgunblaðið hefur í leiðara boðað
lærdóm sem villryráfandi íslendingar gætu haft
af visiterandi erlendum Lútherstrúarmönnum um
baráftuna gegn kommúnismanum. Nú ey Morgun-
blaðið vant því að kalla flesta stjórnmálaandstæð-
inga íhaldsins kommúnista þegar mikið liggur við,
að minnsta kosti alla fylgjendur Sósíalistaflokks-
ins og Alþýðubandalagsins. Og nú vill blaðið í
nafni hins lútherska heimssambands vara alvar-
lega við guðleysi þessa íslenzka kommúnistagrúa,
alveg sérstaklega verði kirkjan og yfirvöldin að
vera á verði hér eftir gegn því skaðræði að menn
af því sauðahúsi stundi nám í guðfræðideild Há-
skólans og séu meira. að segja vígðir til prests-
embætta. En hér slær raunar út í fyrir leiðarahöf-
undi Morgunblaðsins, svo hann virðist álíta að á
íslandi gildi nýfasistísk lög um skoðanakúgun
eins og í Bandaríkjunum og-Vestur-Þýzkalandi,
og skal í góðu minntur á, að allir íslenzkir þegn-
ar hafa sama rétt til náms í guðfræðideild og til
prestsembætta, svo og til allra annarra opinberra
starfa og embæ'tta ú landinu, hverjar svo sem
stjórnmálaskoðanir þeirra eru. Þar á menntun
þeirra og hæfni að ráða ein.
jyú vill svo til að þennan sama dag gefur annar
ritstjóri við Morgunblaðið, Sigurður A. Magn-
ússon, nánari skýringu á því hvers vegna trúar-
ástandinu á íslandi sé illa komið. Hann segir
m.a.: „íslendingar eru án alls efa fjarlægastir
kirkju og kristnum dómi allra þeirra þjóða sem
kenna sig við Krist, . . . En það kynni vel að
vera að trúarástand þjóðarinnar sé að verulegu
leyti sök kirkjunnar sjálfrar, sem áratugum sam-
an hefur gengið með krabbamein alls kyns ann-
arlegra 'trúarbragða og frumstæðingsskapar í lík-
ama sínum, að ekki sé talað um beint trúleysi
fjölda presta. Kirkja sem svo er sundruð og átta-
villt að yfir helmingur þjóna hennar telur játn-
ingar hennar og arftekinn boðskap óþarfakredd-
ur og jafnvel hégiljur — hvers er hún megnug?
Sennilega hafa nýguðfræði, spíritismi, guðspeki,
Bakkusardýrkun, Ásatrú og annað fleira engri
kirkju á jarðríki tröllriðið sem þeirri íslenzku
— og merkin sýna verkin: á einum tveim manns-
öldrum hefur þjóðin svo að segja verið afkristn-
uð.“ Greinarhöfundur telur að íslenzkum prest-
um hafi „hnykkt við“ þegar hinir erlendu
gestir stigu í stólinn í íslenzkum kirkj-
um og tóku að boða ómengaða Lúthers-
trú í stað þess að tala um tíðarfarið, heyskap-
inn, gæftirnar eða síðustu fréttir af Gíslínu
miðli“. Sé hér rétt farið með, virðist heimatrú-
boð Lútherstrúarmanna á íslandi eigi mikið verk
fyrir höndum, svo vandséð verði hvenær þeir fá
tóm til að snúa sér að því að kristna kommúnist-
ana og þeirra lið. — s.
KEFLVIKINGAR £RU NÆR 0RUGG-
IR SIGURVEGARAR í 1. DEILD
□ Þeir unnu Val 5:1,
en KR gerði jafntefli
við Þrótt 2:2.
★ KR verður að vinna Akúr-
nesínga. og Keflvíkinga tvíveg-
is. til að halda Islandsmeistara-
titlinum.
★ Þróttur veriur að vinna
Fram tvívegis til að halda sæti
í 1. deild. (
Keflvíkingar voru aðeins
tíu náestum allan siðari
hálfleik, en með hraða og
krafti brutu beir niður vörn
Vals og er langt síðan ís-
lenzkt lið hefur svnt eins
skemmtilegan sóknarleik,
og mörkin sem þeir skor-
u ðu voru hvert öðru fal-
legra. Islandsmeistaratitiil-
inn blasir nú við Keflvík-
ingum og virðast þeir sann-
arlega vel að honum komn-
ir. Það spillti þó mjöe
léiknum á lausardag, að
framan við mörkin þurftu
léikmenn að vaða sandinn
upp fyrir skóvörp.
Fyrsta markskotið kom á
10. mín.. Rúnar gaf fyrir til
Einars en boltinn fór yfir þver-
slá. Upp úr markspyrnunni
nær Valur sókn, allt upp und-
ir mark en Keflvíkingar bjarga
í hom. A 13. mín. er Jón
Ólafur með boltann rétt utan
markteigs Vals og skaut á
mark en yfir markið. Þrem
mín. síðar var Rúnar í góðu
færi eftir góða sendingu frá
ékríi eri' skot'ð var laust og
Gylfi varði auðveldlega. Næstu
mín. eiga Valsmenn góðar
sóknartotur, hægri útherjí ein-
lék upp völlinn og h. innh
fékk boltann í allgóðu færi
en skotið geigaði, og tveim
mín. síðar er sami maður enn
í dauðafæri við markið en
allt rann út í sandinn í orðs- '
ins fyllstu merkingu.
Fram að þessu hafði leik-
urinn verið nokkuð jafn, en .
nú fara Keflvíkingar að láta
meir til sin taka og áttu Vals-
menn fá marktækifæri það
sem eftir var hálfleiksins. Á
22. mín. lagði Jón Jóhannsson
boltann fyrir Karl sem skaut
föstu skoti yfir. Á næstu mín.
varð enn hætta við Valsmark-
ið. boltinn stefndi út fyrir
endamörk er Einar tók á sprett
og náði honum og var þá einn
fyrir innan vörnina en mis-
tókst markskotið. Það er sjald-
Sveinn Jónsson, scm sést lengst til hægri á myndinni, skorar fyrra mark
Ieiknum gegn
Þrótti á sunnudag. (Ljósm. Bjarnleifur).
Vegna þrengsla í
blaðinu í dag verðurj
frásögn af leik KR
og Þróttar að bíða
til morguns.
gæft orðið að sjá slíka spretti
eftir boltanum og minnti helzt
á Ríkharð er hann var upp
á sitt bezta, margt markið
setti hann með því að hlaupa
uppi knöttmn er aðrir töldu
vonlaust að hlaupa á eftir hon-
um. Á 28. mín. eru Keflvík-
ingar komnir fast upp að
Valsmarkinu vinstra megin er
vamarmaður slær til knattar-
ins og dómari flautar og still-
ir knettinum upp í sandhrúg-
una miðja. Högni tók vita-
spymuna en skaut svo til
beint á markmann, minnstu
munaði þó, að Keflvíkingum
tækist að skora er boltinn
hrökk af markverði. Nú snúa
Valsmenn vörn upp í sókn,
hægri innherji nær að skjóta
en framhjá og skömmu síðar
er þvaga við Keflavíkurmark-
ið, en Kjartan markvörður
grípur inn í. Á 33. mín. er
Rúnar fyrir opnu marki, en
Valsmenn bjarga í hom. Á
35. mín. var Jón Jóhannsson
í góðu færi upp við mark en
boltinn þvældist^ fyrir honum
í sandinum. Tveim mín. síðár
lagði Jón boltann mjög vel
fyrir Karl en hann lyfti yfir
markið. Á 40. mín. bjargaði
Gylfi vel með réttu úthlaupi.
Lauk svo fyrri hálfleik að
ekkert mark var skorað.
Síðari hálflcikur.
Strax í upphafi síðari hálf-
leiks var auðséð að Keflvík-
ingar ætluðu ekki að láta sér
nægja jafntefli í þessum leik,
þeir léku af auknum hraða og
þess var ekki langt að bíða að
það bæri árangur. Á 8. min.
kom fyrsta markið. Ámi Njáls-
son hafði hindrað Rúnar ó-
löglega, svo að fríspark var
dæmt utan vítateigs til hliðar
við markið. Rúnar skaut að
markinu og tókst Einari að^
skalla knöttinn inn 5 minút-
um síðar varð Jón Jóhannsson
að yfirgefa völlinn eftir að
hann lenti í návígi við Áma
Njálsson, hann mun þó ekki
hafa meiðzt alvariega. Eftir
þetta léku Keflvíkingar aðeins
tíu á vellinum.
Á 22. mín. settu Keflvíking-
ar annað mark sitt heldur ó-
vænt. Homspyma var tekin
frá hægri og smaug knöttur-
inn með marksúlunni og í
fang Gylfa markvarðar sem
stóð á marklinu, einn og ó-
hindraður, en boltinn hrökk af
brjósti hans og inn. Þetta
mark verður að skrifast á
reikning Gylfa og kannski öllu
fijemur á bakvörðinn, sem átti
að standa við súluna. Það sem
eftir var leiksins voru Kefl-
víkingar í svo til látlausri
sókn og vamarmenn Vals
fengu ekki ráðið við hraða
þeima og kraft.
Þriðja markið skoraði Magn-
ús Torfason hægri framvörð-
ur mjög laglega. Hann fékk
knöttinn utan vítateigs hægra
megin og skaut efst í blá-
hom marksins fjær, óverj-
andi fyrir Gylfa. Jón Ólafur
skoraði fjórða markið tveim
Framhald á 7. síðu.
Staðan
L U J T Mörk Stig
Keflavík 9 6 2 1 24:12 14
KR 8 4 2 2 14:10 10
Akranes 9 5 0 4 23:20 10
Valur 10 3 2 5 19:24 8
Fram 9 2 3 4 15:18 7
Þróttur 9 13 5 12:23 5
OTRULEGA
LÁGT
VCRD
ÚTSALA Á
SKÓFATNAÐI
HEFST í FYRRAMÁLIÐ.
Seljum m.a. karlmannaskó úr leðri.
Fjölmargar gerðir. — Kvenskófatnað
ýmiskonar, þar á meðal kuldaskó úr
leðri fyrir kr. 198,00. Kuldaskó úr
Leðri fyrir drengi, stærðir 35—40 fyr-
ír kr. 198,00 og margt, margt fleira.
Skóbúð Austurbœjar Laugavegi 100
l
1
I