Þjóðviljinn - 10.09.1964, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.09.1964, Blaðsíða 4
4 SIOA MðÐVILIINN Fimmtudagur 10. september 1964 Otgefandi: SósiaUstaflokk- Sameiningarflokkui alþýðti urinn — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjarnason. Fréttaritstjóri: Sigurður V Friðþjófsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19, Simi 17-500 (5 línur) Áskriftarverð kl 90,00 á mánuði // Ofsagróðinn" jþegar núverandi ríkisstjórn og ráðherrar hennar hafa verið að streitast við að telja mönnum trú um það, að kaupgjald launastéttanna mætti ekki hækka, — og sá söngur hefur oft kveðið við úr herbúðum stjórnarinnar á valdatíma hennar, hef- ur oft verið 'til þess vitnað, að úrtak úr skatta- framtölum launamanna sýndu og sönnuðu stór- bætt kjör vinnandi fólks. Fleiri og verðminni við- reisnarkrónur,' sem engan veginn hafa vegið upp á móti dýrtíðarholskeflu viðreisnarinnar og laun- þegar hafa orðið að afla sér með óheyrilegri yfir- vinnu, hafa verið metnar til beinna kjarabóta af ríkisstjórninni. f>að er líka í skálkaskjóli skattskrárinnar sem Mbl. birtir í fyrradag af miklu yfirlæti leið- ara undir fyrirsögninni: „Hvar er ofsagróðinn?" og er því þar haldið fram, að óhæfilegur gróði ein- staklinga eða fyrirtækja þekkist naumast lengur hér, „enda er það á allra vitorði, að tekjujöfnuð- ur er hér meiri en líklega í nokkru öðru þjóðfé- lagi", segir Morgunblaðið orðréttt. Það var einkar vel til fallið hjá Morgunblaðinu að grípa til þess að benda á skattskrána máli sínu 'til stuðnings að þessu sinni, þar sem niðurstöður hennar eru mönn- um áreiðanlega í f ersku minni ennþá. Það er vissu- lega hægt að „sanna" tekjujöfnunarkenningu Morgunblaðsins með ótal dæmum úr skattskránni. Málgagn hins stjórnarflokksins, Alþýðublaðið, lýsti þessari „tekjujöfnun" Morgunblaðsins m.a. á eftirfarandi 'hátt í leiðara 5. ágúst s.L: „Fjöldi hinna sönnu auðmanna þjóðfélagsins greiðir ekki meiri útsvör og skatta en miðlungs fas'tlaunamenn, þótt þeir hljóti að hafa margfalt meiri tekjur ... Mennirnir, sem eiga heildsölufyrirtæki og byggja skrifstofuhallir, greiða álíka mikið af sameigin- legum kostnaði borgar og ríkis og skrifstofumenn, verkstjórar og iðnaðarmenn. Fólkið, sem býr í milljónavillum og ekur Mercedes um lapdið, virð- ist géta sloppið við að greiða meira til hins op- inbera en allur f jöldi fastlaunamanna". þetta er sá „tekjujöfnuður", sem er „á allra vit- orði" og lesinn verður á síðum skattskrárinnar. Og Morgunblaðið getur að sjálfsögðu verið hreyk- ið, því að það veit sem er, að markmið (viðreisn- arinnar var einmitt að breyta tekjuskiptingu þjóð- arinnar fámennum hópi gróðamanna í hag; breyt- ingar víðreisnarstjórnarinnar á skattaíögunum voru í upphafi miðaðar við að hygla þeim og opna þeim leiðir til þess að stinga gróðanum undan. Þær leiðir eru að sjálfsögðu notaðar út í yztu æsar, en að auki eru skat'fsvikin eitt helzta ráðið til þess að fela ofsagróðann og Morgunblaðið er að hælast um yfir þessu. þegar það vitnar í skatt- skrána og spyr síðan: Hvar er ofsagróðinn? Því er fljótsvarað. að hahn er hjá þeim sem svíkja mest undan skatti, og skrif Alþýðublaðsins hafa borið það með sér, eins oe vitnað er til hér að framan, að ráðherrum og ríkisstjórn er fu]lkunn- ugt um. hvar þá er að finna. Og af þeim sökum m.a. á almenningur heimtingu á tafarlausri leið- réttingu skaítaránsins í ár. — b. Pedersea kastar 9172 m. Hér á myndinni sést, er Norðmaðurinn Terje Pedersen setti helmsmetið í spjótkasti 91,72 m. í landskeppni við Tékka nú fyrir skemmstu. Vinnur eiiinn fyrir 8 þás. keppendur :•:•:•:•:•:•:•:•:•:•:.%•.•.*.* í fimleikum, ein í Melbourne og þrenn í Róm. Einnig hefur fánaberi jap- anska liðsins verið valinn, 24 ára gamall sundmaður Makoto Fkui að nafni. Hann vann ein silfurverðlaun á síðustu- Ol ympíuleikum. 'mzz Japanir hafa nú valið fyrir- liða keppenda sinna á Olympíu- leikunum, sem hefjast hinn 10. október n.k., og fellur það i hans hlut að vinna Olympíu- eiðínn fyrir hönd allra þátt- takenda, sem eru yfir 8000 talsins. Nafn þessa manns, Takashi Ono, er vel þekkt frá fyrri Olympíuleikum. Hann er 32 ára gamall og hefur tekið þátt í Olympíuleikunum frá því í Helsingfors árið 1952, og hefur1 unnið fern gullverðlaun Bikarkeppni KSl KRb sigraði Breiðablik KR-b sigraði Breiðablik í Kópavogi með 2:1 í fyrrakvöld. Breiðablik setti fyrsta markið en KR kvittaði á síöustu, mín. í fyrri hálfleik. Sigurmarkið skoruðu KR-ingar beint úr frí- sparki utan vítateigs. Dómari var Carl Bergmann. Næsti leikur í bikarkeppn- inni fer fram á Akureyri næsta sunnudag kl. 4, þar msetast ÍBA og Fram-b. Það lið sem sigrar í þeim leik heldur svo áfram keppni asamt KR-b og 1. deildarliðunum. , Unglingamót Norðurlanda Stjórn Handknattleikssam- i bands Islands hefur ákveðið þátttöku í Ungíingakeppni Norðurlanda, sem haldið verður í fyrsta skipti í Svíþjóð næsta sumar. Miðað er við að kepp- endur séu ekki eldri en 18 ára. Þá eru ákveðnir tveir lands- leikir við Danmörku og verð- ur hinn fyrri hér á landi í júlí næsta sumar en hinn síðari í Danmörku þar næsta sumar. Radíótónar Laufásvegi 41 a Drengir og angl- ingar á FRI-móti Eins og sagt var frá í Þjóðviljanum í gær verður ung- lirigakeppni FRÍ haldin á Melavellinum hér í Reykjavík um næstu helgi. Keppt er í fjórum aldursflokkum pilta og einum stúlknaflokki. Hér á eftir fara nöfn þeirra drengja og unglinga sem unnið hafa sér rétt til þátttöku. ÐRENGIR: 100 m. hlaup: Ölafur Guðmunsson, KR. Reynir Hjartarson, IBA. Einar Gíslason,/KR. Haukur Ingibergsson, HSÞ. 400 m. hlaup: Ólafur Guðmundsson, KR. Einar Gíslason, KR. Halldór Guðbjörnsson, KR. Þorsteinn Þorsteinsson, KR. 800 m. hlaup: Halldór Guðbjörnssón, KR. Þorsteinn Þorsteinsson, KR. / Marinó Eggertsson, UNÞ. Guðmundur Guðjónsson, IR. 1500 m. hlaup: ( Halldór Guðbjörnsson, KR. Marínó Eggertsson, UNÞ. Guðmundur Guðjónsson, ÍR. Þorsteinn Þorsteinsson, KR. 110 m. grindahlaup: Reynir Hjartarson, ÍBA. Erlendur Valdimarsson, ÍR. Halldór Guðbjörnsson, KR. Haukur Ingibergsson, HSÞ. Hástökk:' Erlendur Váldimarsson, IR. Ölafur Guðmundsson, KR. Haukur Ingibergsson, HSÞ. Sigurður Hjörleifsson, HSH. Langsíökk: Olafur Guðmundsson, KR. Einar Gíslason, KR. Sigurður Hjörleifsson, HSH. Haukur Ingibergsson, HSÞ. Stangarstðkk: Erlendur Valdimarsson, ÍR. Ölafur Guðmundsson, KR. Valgarður Stefánsson, ÍBA. Ellert Kristinsson, HSH. Kúluvarp: Erlendur Valdimarsson, IR. Arnar Guðmundsson, KR. Ólafur Guðmundsson, KR. Sigurður Hjörleifsson, HSH: Kringlukast: Erlendur Valdimarsson, IR, Olafur Guðmundsson, KR. Arnar Guðmundsson, KR. Samúel Jóhannsson, ÍBA. Spjótkast: Sigurður Þ. Jónsson, HSH. Erlendur Valdimarsson, ÍR. Ölafur GuSmundsson. KR. Ólafur Hjaltason, HSK. UNGLINGAR: 100 m. hlaup: Skafti Þorgrímssön, ÍR. Kjartan Guðjónsson, IR. Þorvaldur Benediktsson, KR. Bergsveinn Jónsson. HSÞ. 200 m. hlaup: Skafti Þorgrímsson, ÍR. Kjartan Guðjónsson, ÍR. 400 m. hlaup: Þórarinn Ragnarsson, KR. Skafti Þorgrímsson, IR. Kjartan Guðjónsson, IR. Þorvaldur Benediktsson, KR. 800 m. hlaup: Þórarinn Ragnarsson, KR. Baldvin Þóroddsson, ÍBA. Þórður Guðmundsson, UBK. Jón H. Sigurðsson, HSK. 1500 m. hlaup: Þórarinn RagnarsSon, KR. Jón H. Sigurðsson, HSK. Þórður Guðmundsson, UBK. Jóel B. Jónasson; HSH. 3000 m. hlaup: Jón H. Sigurðsson, HSK. Þórður Guðmundsson, UBK 110 m. grindahlaup: Kjartan Guðjónsson, IR. Þorvaldur Benediktsson, KR. Langstökk: Karl Stefánsson, HSK. Kjartan Guðjónsson, IR. Skafti Þorgrímsson, IR. Þorvaldur Benediktsson, KR Þrístökk: Karl Stefánsson. HSK. Þorvaldur Benediktsson, KR. Sígurður Sveinsson, HSK. Reynir Unnsteinsson, HSK. Hástökk: Kjartan Guðjðnsson, ÍR. Jóhannes Gunnarsson, HSK. Gunnar Marmundsson, HSK. Arsæll Ragnarsson, USAH. Stangarstökk: Kjartan Guðjónsson, IR. Gunnar Marmundsson, HSK. Sigurður Kristjánsson, HSH. Kúluvarp: Kjartan Guðjónsson, IR. Guðm. Guðmundsson, KR. Gunnar Marmundsson, HSK. Kringlukast: Kjartan GuSjónsson, IR. Guðm. Guðmundsson, KR. Sigurður Sveinsson, HSK. Spjótkast: Kjartan Guðjónsson, IR. Framhald á 7 síðu. KVENSKÚ KARLMANNASKÚR Mjög góð kaup - Mikil verðlækkun SKÓVERZLUNIN FRAMNESVEGI 2. K Ó Ú A L A

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.