Þjóðviljinn - 11.09.1964, Page 10
Hæstu viimingar
í Happdrætti HJ
Finjmtudaginn 10. september
1964 var dregið í 9. flokki Happ-
dnættis Háskóla íslands. Dregn-
ir voru 2.300 vinningar að fjár-
hæð 4.120,000 krónur.
Hæsti vinningurinn. 200,000 kr.
kom á hálfmiða númer 6689, sem
seldir voru í þessum umboðum:
Akranesi, Borgarnesi. Elís Jóns-
syni, Kirkjuteig 5, og Jóni St.
Amórssyni, Bankastræti 11.
100.000 krónur komu á hálf-
miða númer 3552. sem seldir
voru á Norðfirði og hjá Am-
dísi Þorvaldsdóttur, Vesturgötu
10. \
10.000 krónur:.
3934 4172 4788 8773 12651
14471 15627 19452 21906 23351
25165 26050 27323 29560 31326
32186 37775 40652 43050 48155
50732 55144 55959 57235 57782
59562 — (Birt án ábyrgðar).
26. Iðnþing Is-
lendinga háð á
Akureyri
í fyrradag var 26. Iðnþing Is-
lendinga sett í Sjálfstæðishúsinu
á Akureyri og sitja á annað
hundrað manns þingið.
Þingið stendur til 12. sept-
ember og er haldið í höfuðstað
Norðurlands vegna 60 ára af-
mælis Iðnaðarmannafélagsins
þar.
Guðmundur Halldórsson. for-
maður landssambandsins setti
þingið og kvað aðalmál þingsins
verða endurskoðun á iðnaðar-
fræðslunni í landinu. Þá er
fjallað um tæknimenntun, lána-
mál iðnaðarins, vinnuhagræð-
ingu og útflutningsmál.
Forseti þingsins var kjörinn
Jón G. Þorvaldsson, en hann er
formaður Iðnaðarmannafélags
Akureyrar.
m B W
Kjarnorkuráð-
stefnu lokið
GENF 10/9 — Á þriðju ráð-
stefnu um kjamorku til friðar-
þarfa, sem lauk í Genf í gær
voru allir á einu máli um það
að kjamorkan er eina svarið við
orkuvandamálum mannkyns
Forseti ráðstefnunnar sovézki
Framhald á 3. síðu.
DANSKIR BÍTLAR í REYKJAVÍK
1 fyrrakvöld kom hingað til Reykjavíkur með flugvél frá Kaupmannahöfn danska bítlahljómsveitin
The Telstar ásamt tveim söngkonum, Lecíu og Lucienne og efndu þau til hljómleika í Austurbæjar-
bíói kl. 11.15 í gærkvöld. Var uppselt á hljómleikana í gær og er ekki að efa að það hefur verið
líf í tuskunum ef marka má þær undirtektir sem kvikmyndin með hinum „ekta” brezku bítlum hefur
hlotið hjá reykvískum aðdáendum þessarar tónlistar. (Ljósm. Bj. Bj.).
Neyðarástandi lýst í
Malasíusambandinu
KUALA LUMPUR 10/9 — Þjóð-
þingið í Malasíu . samþykkti í
dag með yfirgnæfandi meirihluta
ákvörðun ríkisstjórnarinnar að
lýsa yfir neyðarástandi í land-
inu.
Tunku Abdul Rahman forsæt-
isráðherra sagði á þingfundinum,
að um 2500 ungir menn. flestir
af kínverskum ættum en einn-
ig Malajar hefðu haldið til Indó-
nesíu, þar sem þeir hefðu fengið
þjálfun í neðanjarðarstarfsemi
og skæruhemaði.
Forsætisráðherrann ákærði
nokkra stjómmálaflokka í land-
inu fyrir það, að þeir störfuðu
ósleitilega í samvinnu við Indó-
nesa til þess að brjóta Malasíu-
sambandið niður.
Hann skýrði frá því að til 31.
júlí í ár hefðu brezk-malajskar
öryggissveitir fellt 206 indónes-
íska skæruliða, tekið 150 fanga
og 50 hefðu gefið sig fram. ör-
yggissveitimar kvað hann hafa
misst 45 manns og 80 særða.
Hrynur Malasíusambandið?
Þjóðþingið samþykkti einnig
lagafrumvarp sem veitir ríkis-
stjórninni vald til þess að
stjóma með tiilskipunum.
Þessi sénstöku völd eru fengin
stjóminni til þess að styrkja
vamir landsins og tryggja ör-
yggi. Samkvæmt þeim er hægt
að fangelsa fólk vegna „öryggis
ríkisins” og reyndar væri einn-
ig hœgt að hengja mann fyrir
að stela kjúkling.
Flokkur vinstri sósíalista
greiddi einn atkvæði gegn frum-
varpinu.
Formaður hans Ghia Thye Poh
s.agði að það væri öllum Ijóst
að Malasíusambandið væri að
hruni komið.
Hann sagði að þetta gerviríki
sem Bretar hefðu stofnað. gæti
ekki staðizt vegna þess. að fólk-
ið kærði sig ekkert um það.
Orffrómur.
Dean Rusk utanríkisráðherra
Bandaríkjanna sagði í Washing-
ton í dag, að það væri mjög al-
varlegt mál að Indónesar hefðu
sent fallhlífalið til Malasíu og
enginn gæti sagt til hvers það
gæti leitt, ef þeir héldu svo fram.
Fréttir hafa borizt af því, að
Framhald á 7. síðu.
Föstudagur 11. saoíember 1964 — 29. árgangur — 205. tölubiað.
jT
Avarp landsf undar
hernáms-
andstæiinga 1964
Landsfuncfor hernámsandstæð-
inga, haldinn 5.-6. september 1964
að Skjólhrekku við Mývatn vekur
aíhygli íslenzku þjóðarinnar á eft-
irfarandi atriðnm:
DSamtökin hafa frá fyrstu tíð haft að markmiði brott-
flutning hins erlenda herliðs úr landinu og unnið að
því með öllum þeim aðferðum, sem tiltækilegar þóttu.
I
£V\ Fundurinn telur að þrátt fyrir það að hinn erlendi her
sitji hér enn þá hafi störf samtakanna haft þau áhrif,
að stórum munaði til hins verra, ef þeirra hefði ekki notið
við. Má benda á, að þeirra vegna hefur almenningur í land-
inu aldrei litið á hersetuna sem sjálfsagðan hlut, en samtökm
hins vegar haldið hugum landsmanna vakandi til andstöðu
við það ástand sem hér er ríkjandi og næmari fyrir hverju
því gerræði, sem í þessum málum hefur verið framið gegn
menningararfleifð og sjálfræði þjóðarinnar.
Q\ Fundurinn viU sérstaklega benda á þann stórhættulega
gjörning stjómarvaldanna að leyfa hér rekstur her-
mannasjónvarps, sem nær nú til meirihluta landsmanna, en
þeir geta þó engu um ráðið hversu beitt ér. Getur fundurinn
ekki látið hjá líða í þessu sambandi að minnast ávarps hinna
60 menntamanna til alþingis viðkomandi þessum atburði og
telur þau vinnuþrögð mikilsverðan stuðning við málstað sam-
takanna. Væntir fundurinn þess, að þeir ágætu menn geri allt
sem í þeirra valdi stendur til að fylgja fram sannfæringu
sinni.
A \ Samtök hernámsandstæðinga telja sér skylt að berjast
* af fremsta megni gegn allri þeirri fjármála- og siðferð-
isspillingu sem nú flæðir yfir þjóðfélagið og sannanlega á upp-
haf sitt og viðgang í því óheillafyrirþæri sem er seta erlends
Framrald á 7. síðu.
VINNINGAR Trabantbifreið (station-
gerð) verðmæti 82.000 • 20 vinn-
ingar vöruútekt á kr. 2.000 hver verð-
mæti 40.000 • 31 vinningur vöruút-
tekt á 1.000 kr. hver að verðmæti
31.000 krónur
Afgreiðsla happdrættisins er á Týs-
götu 3. Sími 17514. Opið 9-12 og 1-6
• takmarkið er að selja alla miðana
• styðjið ykkar eigið málgágn • ger-
ið skil sem fyrst
Dregiö 5. október
3. FLOKKUR
HAPPDRÆTTI
ÞJÓÐVI LJANS