Þjóðviljinn - 13.09.1964, Side 10
★ Með Þjóðviljanum í dag
fylgja Sunnudagur og
Oskastundin.
■jlri Af efni Sunnudags má
nefna viðtal við Gunnar
Ólafsson fóðurfræðing um
nýjustu rannsóknir á fóð-
urjurtum. Á grasafjalli
nefnist þriðji hluti frá-
sagnar Halldórs Péturs-
sonar um sumardvöl á
Kili. Deila sovézkra og
kínverskra um menning-
armál heitir sunnudags-
pistill Á.B. að þessu sinni.
Þá er þýdd grein er nefn-
ist Fólk sem gengur í
svefni og ennfremur eru
í blaðinu bridgeþáttur.
krosskáta, verðlaunaget-
raun, Bidstrupteikning og
fleira smærra efni.
•Jc Óskastundin flytur að
vanda fjölbreytt efni fyrir
bömin. sögur, Ijóð, mynd-
ir, teikningar og ýmsar
þrautir till að glíma við
um helgina.
Sluppu með
skrámur
Stolinni bifreið var ekið með
ofsahraða eftir Strandgötunni í
Hafnarfirði í fyrrinótt og að
sögn eins farþegans með 160 km
hraða á klukkustund.
Á þessum hraða óku þeir bíln-
um á steinvegg og molnaði hann
niður á átta metra kafla og
kastaðist síðan bíllinn 'öfugur
frá og gjörónýtur að framan.
Þrír menn voru í bifreiðinni
og lögðu þegar tveir á flótta
lítið skrámaðir og voru hand-
teknir í gærmorgun.
Einn farþeganna var hand-
tekinn á staðnum lítið meiddur.
Bifreiðinni var stolið héðan
úr Reykjavík j fyrrinótt, en bif-
reiðareigandinn er búsettur í
Kópavogi.
Bœtt kjör
Framhald af 1. síðu.
Lítið eftir af kaupinu
Vakin var athygli á því á
fundinum, að enda þótt ein-
staklingar væru bezt settir af
félagsmönnum að ýmsu leyti,
væru árslaun þeirra, miðað við
hæsta launaskala Sóknar, um
60 þúsund krónur, og athugun
hefði sýnt að af þeim tekjum
þyrftu félagsmenn nú að greiða
um 10 þúsund krónur í opinber
gjöld. Það gerði í flestum til-
fellum meira en 1000 krónur á
máriuði það sem eftir væri þessa
árs a.m.k. flestir myndu þurfa
að greiða einar 1500 krónur í
húsnæði, og mánaðarfæði á Rík-
isspítölunum sem þætti ódýrt
kostaði 1200 krónur á mánuði.
Þessi útgjöld gerðu samanlagt
um 3700 kr. á mánuði, og þá
væri ekki eftir nema um 2300
krónur af kaupi í hæsta Sóknar-
skala. Mættu allir sjá að ekki
yrði lifað neinu sældarlífi af
slíkum tekium.
HODVIUINN
Sunnudagur 13. septemtær 1964 — 29. árgangur — 207. tölublað.
Cengii / búiir.. .*
Fréttamaður og ljósmyndari
hjá Þjóðviljanum brá sér í
gönguferð um borgina í góða
veðrinu einn daginn fyrir
helgina til þess að skoða
bæjarlífið. 'Margt manna var
á ferli á götunum og bar
þar sérstaklega mikið á kven-
fólkinu, húsmæðrum ungum
og gömlum, sem notuðu góð-
viðrið til þess að skoða í
búðarglugga og reka ýmiskon-
\ar verzlunarerindi fyrir sín
heimili.
Niðri á Lækjart. var fullt
af fólki. Flest mun það hafa
verið að bíða eftir strætis-
vögriunum. Þarna stóð líka
einn andríkur predikari og
þrumaði yfir lýðnum með
biblíuna og refsivöndinn á
lofti en heldur virtist hann
tala fyrir daufum eyrum. Þó
lögðu einstaka unglingar við
á Lækjartorgi minnti okkur
óneitanlega talsvert á hale-
lújakór dagblaðanna í Rvik
þessa dagana sem undir ör-
uggri leiðsögn Eykons á Mogg-
anum hafa kyrjað fjálgum
rómi Moskvusálminn gamla
fullum hálsi. Og mikið mega
predikararnir á Lækjartorgi
öfunda Eykon og söfnuð hans
af því brennandi Natóofstæki
sem lýsir sér í því fádæma
einsýni að sjá aðeins Moskvu-
þjónkun í aðgerðum ís-
lenzkra sósíalista til þess að
reyna að afla íslenzkum út-
flutningsafurðum örugga
markaði í því skyni að efla
fiskiðnaðinn, auka verðmæti
framleiðslunnar og skapa at-
vinnulausu verkafólki í norð-
lenzku síldarbæjunum vinnu
sér til lífsframfæris. Hvers
vegna skjóta Varðbergsmenn
:..og predikað
á torgum
hlustirnar í von um eitthvað
skemmtilegt og jafnvel önn-
um kafnir erindrekar æðstu
menningarstofnana þjóðarinn-
ar, eins og Jón Eyjólfsson
hjá Þjóðleikhúsinu dokuðu
við andartak tii þéss að fylgj-
ast með því sem fram fór.
Þessi heilagsandapredikun
ekki saman í kassa handa
Eykoni til þess að predika af
á Lækjartorgi svo hann megi
útbreiða þar fagnaðarboðskap
Nató og frelsa oss frá
Moskvu. Kannski mundi Jón
Eyjólfsson líka stanza við
kassann hans þótt önnum
kafinn sé?
rr
Kjörbúðarvagninn kemur aftur
««
Mikil andúðaralda er nú að rísa í Kópavogi gegn fyrir-
mælum bæjarfógeta um lokun kjörbúðarvagnsins í fyrra-
dag og á hún eftir að rísa hærra næstu daga.
Þ’jóðviljinn sneri sér í gær til Ólafs Jónssonar, bœjar-
fulltrúa í Kópavogi og fórust honum meðal annars svo orð:
Það er fjarri mér að ætla að
bæjarfógeti sé með aðgerðum
sínum gegn kjörbúðarvagninum
að þjóna kaupmannasamtökun-
•um, eins og fram hefur komið
í blöðum. Til slíkra þjónustu-
verka er hann ekki líklegur. En
þrátt fyrir það er afstaða hans
og aðgerðir aldeilis fráleitar.
Með þvi að neita þeirri stað-
reynd að, kjörbúðarvagninn er
sölubúð og flokka starfrækslu
hans undir torgsölu er auðvelt
að firina ákvæði í lögreglusam-
þykktinni, og fleiri reglugerð-
um, sem banna slíka starfsemi.
FL UGS ÝN hf.
Bóklegi-skóiinn veturinn 1964—1965
Námskeið fyrir einkaflugmenn (A-próf), hefst 1. október. Kennsla fer fram
á kvöldin í skólanum á Reykj av-íkurflugvelli.
Skóli fyrir atvinnuflugmenn (B-próf) hefst 5. janúar 1965, og verður dagskóli.
Bókleg kennsla fyrir blindflugs-réttindi, hefst 15. október.
Siglingafræði-námskeið verður haldið í vetur. Nánar auglýst síðar.
Námskeið fyrir flugstjóra-efni (ALTP), svo og kennsla fyrir þá sem vilja
öðlast réttindi á 2ja-hreyfla flugvélar (typerating)’ hefst 1. nóvember.
Þátttaka tilkynnist sem fyrst- Upplýsingar í símum 1-84-10 og 18823, eða í
skólanum á Reykjavíkur-flugvelli.
SKÓLASTJÓRI,
Hér er hinsvegar um algera
nýjung að ræða hér á landi og
því engin rök fyrir því að
flokka rekstur kjörbúðarvagna
undir ainhver úrelt ákvæði
gamaUa reglugerða sem samdar
voru við allt aðrar aðstæður.
Þannig held ég að bæjarfulltrú-
ar hafi litið á málin þegar þeir
veittu öll leyfi fyrir rekstri búð-
arinnar. Með afstöðu sinni og
ofstækisfullum aðgerðum er
bæjarfógeti að valda mörgum
bæjarbúum miklum óþægindum,
einkum húsmæðrum. og tefja
fyrir nýjungum í starfsemi
kaupfélaganna. Gagnvart bæjar-
stjóm eru aðgerðir bæjarfógeta
hinsvegar grófar og dónalegar
móðganir, Hann ætlar sér með
þessum aðförum að lítillækka
níu réttkjöma bæjarfulltrúa
Kópavogskaupstaðar og ómerkja
einróma samþykktir þeirra.
Bæjarráð samþykkti eimóma
að leyfa rekstur kjörbúðarbíls i
bænum. Bæjarstjórn staðfesti
það leyfi á fundi sínum í júlí,
einnig einróma. Meirih'luti heil-
brigðisnefndar mælti einnig með
rekstri kjörbúðarvagnsins, með
nánari tilteknum skilyrðum, sem
öUum var fullnægt. Héraðslækn-
irinn, sem í fyrstu hafði samúð
með afstöðu bæjarfógetans treysti
sér ekki til að standa með hon-
um þegar á reyndi. Bæjarfóget-
inn einn var á móti, eins og
Knattspyrnukappleikur
háður á skeiðvellil
Sauðárkróki. — Sl. miðviku-
dag hófst hér Norðurlandsmót
í knattspyrnu. Þeir komu hing-
að bæði frá Ólafsfirði og Siglu-
firði til að keppa gegn okkur
Skagfirðingum.' Það má teljast
óvenjulegt við þetta mót að ekki
var keppt á knattspyrnuvelli
eins og venjulegast er, heldur
á skeiðveUinum sem hesta-
mennirnir eiga hér og heitir
völlurinn Fluguskeið.
Leiftur heitir knattspjrrnufé-
lag þeirra Ólafsfirðinga og er
því óhætt að segja að þeir hafi
farið með leifturhraða eftir
fluguskeiði, enda sigruðu þeir
okkar menn þótt knáir séu með
því að skora fimm mörk gegn
fjórum okkar, og heitir þetta
víst á íþróttamáli að þeir hafi
rétt marið okkur. Svo komu
Siglfirðingar daginn eftir og
gerðu meira en að merja, þeir
skoruðu fimm mörk og brutu
eitt nef, en okkar menn skoruðu
ekkert mark og brutu ekkert
neí, svo að Siglfirðingar unnu
með yfirburðum eins og sagt er.
Er nú knattspyrnu lokið hér í
hi 'i en menn bíða þess með til-
hlökkun, að næstu kappreiðar
verði á knattspyrnuvellinum.
H.S.
náttröll. sem dagað hefur uppi.
Nú beitir hann því valdi, sem
hann einn ræður yfir — lögregl-
unni — til þess að ómerkja
samþykktir okkar allra.
Samvinnumenn og aðra
borgara í Kópavogi, sem nú
verða fyrir óþægindum af þess-
um nýstárlegu tiltækjum fóget-
ans, vil ég að lokum minna á
það að allar nýjungar og end-
urbætur á verzlunarháttum, sem
kaupfélögin hafa beitt sér fyrir,
hafa á einhverju skeiði rekið
sig á slíkt aftui’hald og kyrr-
stöðumenn. Fyrst danska ein-
okunarkaupmenn eða drembiláta
embættismenn og síðan íslenzka
arftaka þeirra, en slíkt afturhald
hefur alltaf orðið að víkja fyrir
samtökum fólksins og svo mun
enn fara. Kjörbúðarvagninn
kemur aftur.
Leiðréttingar
Tvær leiðinlegar villur urðu
hér í blaðinu í gær og má skrifa
a.m.k. aðra þeirra á reikning
prentvillupúkans. í niðurlagi Er-
lendra tíðinda ruglaðist ein setn-
ing. Rétt er hún þannig: „Ný
tæknibylting gengur yfir iðnað-
arlöndin en bylting vaknandi
vona geysar í vanþróuðu hlut-
um heims.” Þá var það missagt
að Ólafur Jensson væri forseti
bæjarstjómar Kópavogs, hann
er bæjarfulltrúi en hefur látið
af störfum sem forseti bæjar-
stjórnar. Eru hlutaðeigendur
beðnir velvirðingar á þesum
mistökum.