Þjóðviljinn - 15.09.1964, Blaðsíða 3
I
Þriðjudagur 15. september 1964
HÓÐVILIINN
SlÐA 3
Kosningabarátta
STOKKHÖLMI - 14/9 —
Kosningabaráttan í kosning-
unum til neðri deildar sænska
þingsins (Rigsdagen) sem
verða haldnar á sunnudaginn
kemur færist nú mjög í auk-
ana.
Fyrst og fremst er barizt
um atkvæði þeirra kjósenda
sem eru enn tvístígandi og
samkvæmt skoðanakönnun
sem var birt um helgina voru
16% kjósenda ekki enn bún-
ir að ákveða • í ágústlok.
hvernig þeir ætluðu að kjósa
í kosningunum innan þriggja
vikna.
San Marino
SAN MARINO 14/9 —
Kristilegir Demókratar og
Sósíaldemókratar, sem hafa
síðari ár setið við völd í
elzta lýðveldi heims, sem
jafnframt er það minnsta San
Marino á Ítalíuskaga styrkt-
ust enn í sessi í kosningunum
sem þar voru haldnar í gær.
í kosningunum höfðu konur
í fyrsta skipti kosningarétt
í 1600 ára sögu lýðveldisins.
Úrslit kosninganna urðu
þau að Kristilegir Demókrat-
ar hlutu 29 þingmenn og hafa
bætt við sig tveim þingsæt-
um síðan 1959. Sósíaldemó-
kratar fengu 10 höfðu áður
9. Kommúnistar töpuðu tveim
og hafa nú 14 og vinstri
sósíalistar einnig tveim hafa
nú 6. Nýr flokkur Frelsis-
flokkurinn fékk einn þing-
mann.
Pugwash
PRAG 14/9 — 13. Pugwash
ráðstefnan tekur til starfa í
Karlovy Vary í Tékkósló-
vakíu í dag og talið er Iík-
legt að tillögurnar um sam-
eiginlegan kjarnorkuflota
NATO verði höfuðumræðu-
efni á ráffstefnunni.
Ráffstefnan var sett í gær.
þegar um 90 vísindamenn
m.a. frá Bandaríkjunum,
Sovétríkjunum og Bretlandi
héldu með sér fund til að
ganga frá dagskrá.
Meffal annarra mála scm
tekin verða fyrir, eru almenn
afvopnunarmál, öryggi landa-
mæra í Mið-Evrópu og þýzk-
ur friðarsamningur.
Fréttamenn telja að flestir
bátttakendur munu lítt hrifn-
ir af fyrirhuguðum Nato-
flota.
Pugwash-ráðstefnan heitir
eftir þorpi í Nova Scotia, þar
sem hún var haldin í fyrsta
skipti.
Tito og Kadar
BUDAPEST 14/9 — Tito
forseti Júgóslavíu og Janos
Kadar forsætisráðherra Ung-
verjalands urðu á fundi á
sunnudag sammála um öll
atriði. sem þeir ræddu um
viðskipti ianda sinna, en
hafa mismunandi skoffanir
um klofningn í röffum komm-
únista.
Tito, sem er í opinberri
heimsókn i Ungverjalandi sat
á sunnudag í tvo og hálfan
tíma á einkafundi með Kad-
ar. Þeir urðu sammála um
allt, sem lýtur að efnahags-
legri þróun landanna bcggja,
en Tito staðfesti aff hann
væri andvígur alþjóðlegri
ráðstefnu kommúnista, sem
yrði aðeins til þess að kljúf*
hreyfinguna enn frekar.
Janos Kadar lýsti aftur S
móti fullu samþykki sinu viff
tillögur Krústjoffs forsætis-
ráffherra um fundinn í
Moskvu.
MISHEPPNUÐ UPPREISN-
ARTILRAUN í S-VÍETNAM
SAIGON 14/9 — Khanh hershöfðirigi er aftur kominn til
Saigon og tekinn til við að stjórna á ný eftir að uppreisn-
artilraun sem hófst gegn honum aðfararnótt sunnudags fór
gjörsamlega út um þúfur. I Saigon er talið að helzta mark-
r/iið uppreisnarinnar hafi verið að veita hershöfðingjum
meiri völd á kostnað stjórnmálamanna. Næstum allir hers-
höfðingjarnir sem tóku þátt í uppreisnartilrauninni hafi
nýlega misst stöður sínar vegna kröfugerða Búddista og
stúdenta. Fréttamenn í London telia þessa uppreisnartil-
raun alvarlegt áfall fýrir tilburði Bandaríkjanna til þess
að halda styrkri stjórn í landinu. Jafnframt er bent á að
engin stjórn geti setið við núverandi. aðstæður í Suður-
Víetnam án þess að Bandaríkin sprauti daglega hálfri ann-
arri milión dollara inn í efnahagslíf landsins og herkostnað.
Aðfaranótt sunnudags héldu
hersvcitir og brynvarðir vagnar
inn í Saigon og tóku hernaðar-
Icga mikilvæga staði án nokk-
urra blóðsúthellinga.
Herforingjakiíka sú sem stóð
að uppreisnartilrauninni voru
flestir kaþólskir og margir hafa
verið sviptir stöðum sínum ný-
Iega.
Foringi þeirra var Lam Van
Phat hershöfðingi sem Khanh
rak nýlega úr stöðu innanrfkis-
ráðherra og sagði hann í út-
varpsávarpi í Saigon á súnnu-
dagsmorgun, að uppreisnin hefði
verið gerð vegna almennrar óá-
nægju með stefnu stjórnarinnar
sérstaklega þó samvinnu hennar
við Búddista.
Lam Van Phat skýrði frá því
að handtökutilskipun hefði ver-
ið gefin út á Khanh því upp-
uppreisnarmenn hefðu tekið
völdin vegna þess að stjórn
Khanh hefði stefnt öllu í voða
og ástandið væri orðið, slíkt að
landið hefði lent í höndum
kommúnista innan nokkurra
daga.
Klianh tai&ði til þjóðafinnar
í útvarp í Dalat og skoraði á
hana að styðja sig og stjórn
sína. Sérstaklega ávarpaði hann
herinn og skírskotaði til heil-
brigðrar skjmsemi og kvaðst
treysta því að herinn stæði með
honum.
Herinn klofinn
Það kom brátt í ljós að her-
inn var klofinn í afstöðunni til
uppreisnarmanna og var meiri-
hluti flaighersins og sjóhersins á
bandi lýhanh.
Fulltrui uppreisnarmanna flaug
á sunnudag til Dalat þar sem
Khanh dvaldist til viðræðna við
hann.
Allt var með kyrrum kjörum
í Saigon á súnnudag. en hers-
höfðingjar hlynntir Khanh báru
saman ráð sín og boðuðu blaða-
mannafund á mánudagsmorgun.
Ky styður Khanh
Seint í gærkvöld kom Khanh
hershöfðingi til Saigon og átti
viðræður við hershöfðingja í
höfuðstöðvum flughersins oghélt
síðan aftur frá Saigon með Van
Minh hershöfðingja.
Yfirmaður flughersins Ky
hershöfðingi varaði uppreisnar-
menn við frekari aðgerðum og
alla nóttina voru flugvélar á
sveimi yfir Saigon og köstuðu
Ijóssprengjum til að fylgjast
með ferðum uppreisnarmanna.
Ky sagði f útvarpsávarpi að
menn sfnir væru með stjóminni
og reiðubúnir að láta til sín
taka. Um sama leyti gáfu leið-
togar uppreisnarmanna, hluta af
liðssveiium sínum skipun um að
draga sig ti.1 baka úr höfuðborg-
inni.
Yfirmaður flughersins stjóm-
aði öllum trj'ggum hersveitum
í Saigon og snemma f dag var
skýrt frá því í útvarpinu í Sai
gon að hensveitir stjómarinnar
hefðu öll ráð í landinu og hefðu
þegar tekið útvarpsstöðina aftur
ír höndum uppreisnarmanna.
Uppreisninni gegn Khanh var
síðan alveg lokið þegar yfirmað-
ur uppreisnarmanna gekk f lið
með þeim hershöfðingjum sem
styðja Khanh og lýsti yfirstuðn-
ingi sínum við ríkisstjómina.
I yfirlýsingu sem var útvarpað
snemma í dag í Saigon er sagt
að vissir andbyltingarsinnaðir
hershöfðingjar hefðu gert upp-
reisn í þeim tilgangi einum að
breiða yfir eigin mistök og
hindra byltinguna og endurreisn
lýðræðisins. Þessar aðgerðir
þeirra, sem var stefnt gegn þjóð-
inni og föðurlandinu yæru óaf-
sakanlegar.
Herinn hefur ákveðið að út-
rýma þeim, sem hafa svívirt
hann. segir í yfirlýsingunni.
1 Saigon er sagt frá því að
þeir sem skrifuðu undir yfirlýs-
inguna séu sömu hershöfðingj-
amir sem útvarpið í Saigon
sagði í gær, er það var í hönd-
um uppreisnarmanna, að styddu
uppreisnina.
1 dag kom Nguyen Khanh
hershöfðingi aftur til Saigon og
gegnir störfum forsætisráðherra
áfram. Áður en hann kom til
Saigon ræddi hann lengi við
sendiherra Bandaríkjanna Max-
well.Taylor og eftir komuna hélt
hann fund með hóp yngri liðs-
foringja.
Gert er ráð fyrir að þeir hafi
beðið hann að styrkja stjórnina
og taka hart á uppistandi trú-
flokka.
Á blaðamannafundi i Saigon
í dag hét Khanh hershöfðingi
að l.iúka ætlunarverki sínu.
Bandaríkjastjóm hefur lýst
því yfir, að henni hafi létt mjög
og sé ánægð með það að upp-
reisnartilraunin í Saigon fór út
um þúfur.
Málgagn Kommúnistaflokks
Norður-Vfetnam dagblaðið Nhan
Dan sagði i dag. að leppstjóm
Bandaríkjanna í Saigon leystist
upp í endalausum óskapnaði og
væri sunnudagsuppreisnin ekki
sú síðasta sem gerð yrði.
Vaxandi stríðsótti í
höfuðborg Malasíu
NEW YORK OG KUALA
LUMPUR 14/9 — Malasíu-sam-
bandið hefur kært Indónesíu
fyrir ábirgðarlausar og heims-
valdasinnaðar árásir á sam-
bandsríkið og hélt því einnig
fram á nýjum fundi Öryggis-
ráðs SÞ í kvöld um Malasíu-
deiluna. að fyrri miðvikudag
hefðu Indónesar sett nýjar
skæruliðasveitir á land á Malas-
íuskaga.
Innanríkis- og dómsmálaráð-
herra Maralsíu Dato Ismail sem
er fulltrúi ríkisins á fundinum
gaf engar frekari upplýsingar
um þessa skæruliða, en lagði á-
herzlu á það. að fulltrúi Indó-
nesa hefði opinberlega játað. að
indónesískar sveitir hefðu verið
settar á land í Suður-Malasíu.
Hann sagði einnig að Malasíu-
sambandið hefði engar árásará-
ætlanir í huga þó það tryggði
sér brezka hemaðaraðstoð.
Á laugardaginn gerðu brezkar
flugvélar hvað eftir annað árás-
ir á indónesíska fallhlífaliða og
stöðvar þeirra á Malakkaskaga
BlaðafréHir í Bretlandi og
Bandaríkjunum þess efnis, að
Bretar hafi i hyggju að ráðast á
indónesískar herstöðvar hafa
enn aukið á spennu í Kuala, en
þar er óttast að stríð brjótist út.
Vamarmálaráðherra Malasíu
Tum Abdul Razak ræddi þessar
fréttir við yfirmenn brezka hers-
ins í landinu á laugardagskvöld.
Hann sagði að Malasía áskyldi
sér rétt til þess að grípa til
nauðsynlegra ráðstafana til að
verja sig og stöðva árásaraðila,
ef öryggisráðinu takizt ekki að
stöðva innrás Indónesa.
FERÐIZT
MEÐ
LANDSÝN
• Seljum farseðla með flugvélum og
skipum
Greiðsluskilmálar Loftleiða:
• FLOGIÐ STRAX - FARGJÁLD
GREITT SÍÐAR
• Skipuleggjum hópferðir og ein-
staídingsferðir
REYNIÐ VIÐSKIPTIN
FERÐASKRIFSTOFAN
L/\ N □ SVM Ir
TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — REYKJAVÖC.
UMBOÐ LOFTLEIÐA.
Bifreiðar til sö/u
Á bifreiðaverkstæði lögreglunnar við Síðumúla
eru til sýnis og sölu Ford Station 1955, tveggja
dyra, og Willys jeppi 1954. Upplýsingar á staðnum.
Tilboð sendist Skúla Sveirissyni, varðstjóra, fyrir
20. þ.m.
Lögreglustjórinn í Reykjavík,
14. september 1964.
CONSUL CORTiNA
bllalelga
magnúsat*
skipholti 21
símar: 21190-21185
eflaukur ^u&mundóóOK \
HEIMASÍMI 21037
Skrifstofur vorar
%
verða lokaðar í dag frá kl. 12 til kl. 15.30.
H/F EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS.
SKRIFSTOFUSTÚLKA
óskast til ýmissa starfa, þar með vélritunar.
Skipaútgerð ríkisins.
Vegna jarðarfarar forse’tafrúar Dóru Þór-
hallsdóttur verður skrifstofum vorum og
fyrirtækjum í Reykjavík lokað í dag
kl. 13 til 15.30.
SAMBAND ÍSLENZKRA SAM-
VINNUFÉLAGA.
Vegna útfarar
forsetafrúarinnar
verða bankarnir lokaðir frá kl. 12 á há-
degi, þriðjudaginn 15. september.
SEÐLABANKI ÍSLANDS
LANDSBANKI ÍSLANDS
BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS
ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS
IÐNAÐARBANKI ÍSLANDS h/f
VERZLUNARBANKI fSLANDS h/f
SAMVINNUBANKI ÍSLANDS h/f
t .