Þjóðviljinn - 16.09.1964, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.09.1964, Blaðsíða 4
4 SIÐA ÞJÓÐVILJINN Miðv'kudagur 16. september 1964 Otgefandi: Sameinlngarflokkur alþýöu — Sósialistaflokk- urinn. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V Priðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19, Sími 17-500 (5 linur). Áskriftarverð kl- 90,00 á mánuði Hvert fer AlþýBufíokkurinn? ^lþýðublaðið befur undanfarið birt um helgar hugleiðingagreinar um Sósíalistafl. sem mjög minna á málflutning og „fréttamennsku" Mánu- dagsblaðsins, Morgunblaðsins og Nýrra vikutíð- inda. Þar er því haldið fram að Sósíalistaflokkur- inn sé búinn að vera vegna innra ósættis og svo auðvitað tuggið á kenningu Morgunblaðsins um „Moskvuþjónustu" sósíalista. Núverandi ritstjór- ar Alþýðublaðsins eru að vísu það ungir að þeir minnast þess vart sjálfir að nákvæmlega þess- um sama áróðri beitti íhaldið á íslandi gegn Al- þýðuflokknum og. flestum af brautryðjendum hans, og gæti verið fróðlegt að rifja upp orðaleppa íhaldsblaðanna um menn sem síðar þóttu jafn- virðulegir og Haraldur Guðmundsson og Finnur Jónsson, Vilmundur Jónsson og Ólafur Friðriks- son. Og það er ekki viðkunnanlegt að skrifa verka- lýðsblað samkvæmt þjálfun í stofnun með dálítið vafasamt mannorð í heiminum, Upplýsingaþjón- ustu Bandaríkjanna, né heldur samkvæmt þjálfun og lærdómi í þeirri sérkennilegu tegund blaða- mepnsku sem víða er iðkuð í Bandaríkjunum. 0®: sízt fer það málgagni Alþýðuflokksins vel að hneykslast á því að íslenzkir verkalýðsflokkar skiptist á skoðunum við erlenda verkalýðsflokka. Líklega hefur enginn íslenzkur flokkur iðkað jafn- náin skoðanaskipti við erlenda flokka eða flokk og Alþýðuflokkurinn, og það svo í mikilvægum málum íslenzkum að ýmsir hafa talið stappa nærri ótilhlýðilegum áhrifum, svo sem í aðdraganda lýðveldisstofnunarinnar. Og einhvern tíma færði erlendur verkalýðsflokkur í grannlandi á reikn- inga sína styrk til Alþýðuflokksins í kosningabar- áttu, og því hefur verið haldið fram opinberlega að lengi vel hafi rödd Alþýðuflokksins því aðeins komizt til landsmanna að Alþýðublaðið hafi ver- ið prentað á vél sem fátækir erlendir verkamenn gáfu íslenzkum í því skyni að létta undir bar- áttu alþýðusamtakanna. Enn í dag iðkar Alþýðu- flokkurinn náin skipti við alþýðuflokka erlendis og er aðili að Alþjóðasambandi sósíaldemókrata, sækir þing þess og ráðstefnur, gefur skýrslur um starfsemi flokksins hér heima. J^eiðtogar Alþýðuflokksins hafa með núverandi bandalagi við afturhald landsins gengið svo langt í íhaldsátt að margir fylgjendur flokksins hafa þungar áhyggjur af því hvort Alþýðuflokk- urinn eigi sér framtíð sem sjálfstæður flokkur eða verði einnig hér eftir hjáleiga íhaldsins. Ein hættulegasta afleiðing af þessu bandalagi og það sem sósíalistar í Alþýðuflokknum hafa þyngstar áhyggjur af, er það hvernig íhaldið neytir færis samvinnunnar við Alþýðuflokkinn til að troða sér til áhrifa í verkalýðshreyfingunni. Gegn þeirri hættu væri eðlilegt að þeir menn og flokkar sem bezt ættu að skilja eðli og íilgang verkalýðshreyf- ingar og hafa átt mestan hlut að skipulagningu hennar og starfi. fyndu-leiðir til samstöðu, en létu ekki etja sér saman til ófriðar. — s. sitt mn?MiTTi ★l Um síðustu helgi fór fram landskeppni í frjálsum íþrótt- um milli Svía og Finna á Olympíuleikvartginum í Hels- inki. Finnar sigruðu með 210,5 st. gegn 199,5 og er þetta í 11. sinn í röð sein ■þeir sigra Svía í frjálsum í- þróttum en alls hafa þe r, sigfað 16 sinnum. Svíar sigr- uðu hinsvegar í kvennagrein- um með 64 stigum gegn 53, Veður var gott fyrri daginn en á sunnudag var rigning og árangur því lakari. Sigurveg- arar í einstökum greinum urðu þessir. 100 m. hl.: Aarno Musku, (F) 10,8 sek — 200 m. hl.: Timo-Jaakko Virkkala, (F) 21.6 sek. — 400 m. hl.: Juu- tilainen (F) 48,5 sek. — 800 m. hlaup: Stig Lindback (Sv) 1.48.6 mín. — 1500 m. hl.: Karl Olafsson (Sv.) 3.47,0 mín. — 500 m. hl.: Esso Larsson (Sv.> 13.51,2 mín. — 10.000 m. hl.: Esso Larsson (Sv.) 30.14,8 mín. — 110 m. grhl.: Bo For^ ender (Sv.) 14,5 sek. — 400 m. grhl.: Hannu Ehoniemi (F) 52,9 sek. — Kúluvarp Seppi Simola (F) 17,69 m. — Spjót- kast Jorma Kinnunen (F) 79,82 m. — Kringlukast: Lars Haglund (Sv.) 56.45 m. — Sleggjukast: Birger Asplund (Sv.) 64,31 m. — Langstökk: Aarre AsialeS(F) 7,69 m — Hástökk: Stig Pettersson (Sv.) 2,13 m. — Þrfstökk: Asko Ruuskanen (F) 15.50 m. — Stangarstökk: Taisto Laitin- en (F) 4,80, Pentti Nikula varð annar með 4,60 m. — 3000 m. hindrunarhl.: Lars-Erik Gust- afsson (Sv.) 8.46.2 mín. — 4x100 m. boðhl.: Svíþjóð 41,0 sek en Finnar hlupu á 41,5 sek. ★ Romuald Klim hefur ný- lega sett sovézkt met í sleggjukasti. Hann kastaði 69.67 m. og bætti gamla met- -ið- m 12 . cm. M. Jazy sigraði' í 5000 m. hl. ★ Englendingar sigr- uðu Frakka í landskeppni í frjálsum íþróttum, sem fram fór í London um síðustu helgi, með 110 stigum gegn 102. Fred Alsop setti brezkt met í þristökki 16,13 m. Michel Jazy (Fr) sigraði í 5000 m. hlaupi á 13.56,4 mín., en Evr- ópumeistarinn Bruce Tulloh náði aðeins fjórða sæti og hljóp á 14.47,6 mín. ★ Stúlka frá Norður-Kóreu, Snin Keum að nafni, hefur nýlega hlaupið 800 m. á 1.58,0 mín, sem er 3.2 sek. betri tími en gildandi heims- met, af því að Norður-Kórea er ekki í alþjóðlega frjálsi- þróttasambandinu. utan úr heimi UNGUNGAMÓT í • • SUNDIIKVOLD Unglingameistaramót íslands í sundi 1964 hefst í Sund- höll Reykjavíkur í kvöld kl. 8. Keppendur eru 95 talsins og er þetta fjölmennasta sundmót sem hér hefur verið haldið. Þetta er í annað sinn sem slíkt mót er haldið, en í fyrra var það haldið að Selfossi. Keppt verður í 14 greinum einstaklinga og tveim boðsund- um. Keppendur eru 95 talsins frá 10 félögum, héraðssam- böndum og félögum. Vegna hins mikla fjölda þátttakenda var keppt í undanrásum í gær- kvöld, en 8 keppendur í hverri grein komast i úrslitin í kvöld. Mótið er stigakeppni milli félaganna og fá 6 fyrstu menn í hverri grein stig, fyrsti mað- ur 7 stig, annar 5 o.s.frv. í fyrra sigraði Ármann í stiga- keppninni með 101 st. en Sei- fyssingar voru í öðru sæti með 95 stig. Það félag sem sigrar í stigakeppninni hlýtur að launum veglegan silfurbikar sem SSÍ gaf. Búizt er við að aðalkeppnin standi milli Ár- manns og Selfyssinga, einnig koma góðir sundmenn frá 'Vestra á’ * fsafirði1 og Sundfélagi Hafnarfjarðar. Gestur Jónsson SH verður. meðal keppenda í kvöld. * •. ■ , / w k , ytv ’ ri Ölöf Halldórsd. HSK 23,36 m. Berghildur Reynisd. HSK 17,27 Kringlukast sveiUa: Steinþór Torfason UHS Ulfljótur 42,27 m. Þórður Ólafsson USVH 42,26 m. Ölafur Gunnarss. ÍR 38,93 m. Gestir Ingvar Einarsson ÍBÍ 40,97 m. Jón Stefánsson IBÍ 1 40,29 m. Hástökk sveina: Jón Magnússon KR 1,60 m. Einar Þorgrímss. IR 1,55 m. Valg. H. Valg.s. UMSS 1,45 m. Gestur: Ingvar Einarsson IBÍ l 1,50 m, Hástökk drengja: Erlendur Valdimarsson. IR 1,75 Haukur Ingibergsson HSÞ 1,75 Ólafur Guðmundss. KR 1,70- m. Sigurður Hjörleifsson, HSH 1,65. Hástökk unglinga: Kjartan Guðjónss. ÍR 1,87 'm. Framhald á 6. síðu. Úrslit í 200 m hlaupi kvenna á unglingamóti FRl sem haldið var um síðustu helgi. Talið frá hægri: Sigríður Sigurðardóttir ÍR (28.0 sek), Halldóra Helgadóttir KR (28.1 sek) og Linda Ríkharðs- dóttir IR (28.3 sek). Sigríður hlaut flest stig í kvennagreinum. (Lj. Bj. Bj.). Úrslitin í unglingamóti FRÍ sem fram fár um helgina 1 gær var sagt frá unglingameistaramóti FRÍ, sem HSH 13,32 pi. haldið var um síðustu helgi, og birt úrslit í nokkrum greinum. Hér fara á eftir þau úrslit, sem ekki var rúm til að birta í gær: Kringluka»t drcngja: tSH, 13,32 m. Erlendur Valdemarsson IR 52, Lt> Ólafur Guðmundsson KR 40,64 Þrístökk ungiinga: Arnar Guðmundsson KR 37,46 Þorvaldur Benediktsson KR 12,25 Gcstur: Sigurður Hjörleifsson, Gestur Sigurður Hjorleifsson. Hástökk stúlkna: Guðrún Öska^sdóttir HSK 1,40 Sigríður Sigurðard. IR 1,35 m. ")löf Halldórsdóttir HSK 1,30 m Kringlukast stúlkna: Ása Jacobsen HSK 29,43 m. Guðrún Óskarsd. HSK 24.59 m. Liverpool — KR 6 gegn 1 I fyrrakvöld lék KR síðari leikinn gegn Liverpool í Evr- ópukeppni meistaraliða. Keppt var í flóðljósum á Anfield- leikvanginum í Liverpool. Svo sem vænta mátti vann Liverpool yfirburðasigur og skoraði 6 mörg gegn einu. í hálfleik var stgðan 2:1. Gunn- ar Felixson skoraði mark KR er 25 mínútur voru liðnar af leik, eftir góðan sámleik við Gunnar Guðmannsson. 1 síð- ari hálfleik varð sókn L;ver- pool þyngri og skoruðu þeir 4 mörk, þrátt fyrir mjög góða markvörzlu Heimis. Dómari var frá Hollandi, A. van Leeuvan. Áhorfendur voru úm 33 þúsund, og er það rúmlega helmingur þess sem þar géta rúmazt t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.