Þjóðviljinn - 22.09.1964, Side 1
Þriðjudagur 22. september 1964 — 29. árgangur — 214. tölublað.
BLAÐBURÐUR
Þjóðviljann vantar nú þegar fólk til blaðburðar í þessi hverfi:
SKJÖL — KVISTHAGA — LÖNGUHLÍÐ — BRÚNIR —
ÞÖRSGÖTU — LAUFÁSVEG — NJÁLSGÖTU — MEÐ-
ALHOLT — HÖFÐAHVERFI — DRÁPUHLlÐ — TJARN-
ARGÖTU.
Siglufjarðarráðsteínan krefst effíngar síld-
aríðnaðar og nýtingu afíra markaða
Ráðste'fnan um atvinnumál Siglufj arðar sem haldin var nú um helgina
samþykkti einróma ályktanir um eflingu síldariðnaðarins og fjölbreytt at-
yinnulíf staðarins og nærliggjandi byggðarlaga. Ráðstefnan sem haldin
var að frumkvæði verkalýðsfélaganna á Siglufirði var einhuga um nauð-
syn þess að nýta til fulls alla markaðsmöguleika fyrir fullunnar síldar-
vörur sem til væru í Sovétríkjunum og annars staðar og að hinn nýi
stóraukni síldariðnaður yrði skipulagður og rekinn af opinberum aðilum.
Um helgina, 19. og 20. s. 1.
var haldin á Siglufirði ráðstefna
um atvinnumál á staðnum.
Verkalýðsfélögin siglfirzku boð-
uðu til ráðstefnunnar, en hana
sátu auk stjóma verkalýðsfé-
laganna fulltrúar frá ríkis-
stjórninni, fulltrúar allra stjórn-
málaflokka landsins, forseti Al-
þýðusamíbands íslands, þingmenn
Norðurlandskjördæmis vestra,
bæjarstjórn Siglufjarðar, fram-
kvæmdastjóri SR og fram-
kvæmdastjórar annarra stærri
fyrirtækja á Siglufirði.
Ráðstefnan samþykkti álykt-
anir um uppbyggingu síldariðn-
aðar, um síldarleit og síldar-
flutninga, um uppbyggingu
þorskútgerðar í bænum, upp-
byggingu lýsisherzlustöðvar,
lagningu Strákavegar og fleiri
hagsmunamál Siglufjarðar og
nærliggjandi byggðarlaga. Sam-
AFURÐAVERÐ TIL BÆNDA HÆKKAR
UM 20% FRÁ í SEPTEMBER 1963
■ Eins og skýrt var frá hér í blaðinu á sunnudaginn náð-
ist samkomulag í sex manna nefndinni um verðlagsgrund-
völl landbúnaðarvara fyrir verðlagsárið 1. september 1964
til 31. ágúst 1965.
ÍM í gær barst Þjóðviljanum
fréttatilkynning frá nefrrdinni
Fulltrúakjör
til
ASÍ-þings
Um helgina fóru fram
kosningar fulltrúa á Alþýðu-
sambandsþing í nokkrum
verkalýðsfélögum, þar af
tveim stórum félögum, Starf-
stúlknafélaginu Sókn í Rvik
er kaus 9 fulltrúa á fundi
í félaginu samkvæmt tillögu
stjórnar og trúnaðarráðs og
Iðju, félagi Verksmiðjufólks
á Akureyri en þar varð listi
stjórnar og trúnaðarmanna-
ráðs sjálfkjörinn. Sendir Iðja
8 fulltrúa á þingið.
Þá varð listi stjórnar og
trúnaðarráðs í Verkalýðsfé-
lagi Húsavíkur sjálfkjörinn
en félagið sendir 4 fulltrúa
á þingið. Sömuleiðis var
sjálfkjörið í Bjarma á Stokks-
eyri er kýs 2 fulltrúa og í
Verkalýðsfélagi Patreksfjarð-
ar voru 3 fulltrúar kjömir
á fundi. Nánari fregnir af
fulltrúakjörinu eru á 12. síðu.
síðu 12
um samkoimilagið og segir þar
að verðlagsgrundvöllurinn feli i
sér 11,7% hækkun afurðaverðs
til bænda miðað við verð það
sem ákveðið var 1. marz s.l. en
21 % hækkun miðað við verð-
lagsgrundvöllinn frá í septem-
ber í fyrra.
★i Þá er í fréttatilkynningunni
skýrt frá samningum sem ríkis-
stjómin hefur gert við ' fulltrúa
bænda í sex manna nefndinni.
★i Loks er frá því skýrt í
fréttatilkynningunni að enn sé
ekki búið að ákveða endanlega
niðurgreiðslur úr ríkissjóði á
landbúnaðarvörur og er því
Hafnarfjarðar-
„dómi“ áfrýjað
Á s.l. vori var mikið talað um
svokallaðan ..Hafnarfjarðardóm”
í máli sem sjómaður höfðaði út
af vangreiddu kaupi, og reyndu
sum blöð að mistúlka dóminn í
málinu þannig, að samkvæmt
honum væri útgerðarmönnum
heimilt að gera upp fyrir þorsk-
nótaveiðar samkvæmt netasamn-
ingi, enda þótt sú túlkun væri
fjarri lagi.
Dómurinn gekk á móti sjó-
manninum, þar sem byggt var á
villandi skráningu á bátinn.
Sjómaðurinn, Jóhann Guðmunds-
son hefur nú áfrýjað dómnum
til Hæstaréttar.
eftir að ljúka útreikningi útsölu-
verðs á einstakar vörutegundir.
Verður hið nýja verð landbúnað-
arvara auglýst einhvem næstu
daga þegar þeim útreikningum
er lokið.
★ Fréttatilkynning sex-manna-
nefndarinnar er birt í heild á
síðu 0
þykktir þessar, ef framkvæmdar
verða, geta gjörbreytt atvinnu-
ástandi bæjarins.
Á ráðstefnunni var lögð mik-
il áherzla á uppbyggingu síldar-
iðnaðar, niðurlagningu og niður- ^
suðu síldar. í samþykkt þar um
segir m. a.: „Ráðstefnan leggur
áherzlu á að reynt verði að ná
sölusamningum við Sovétríkin
og síðan fleiri ríki í Austur-
Evrópu“. Þá segir ennfremur í
samþykktinni: „Treystir ráð-
stefnan því að nýleg samþykkt
stjórnar SR verði framkvæmd
og gangskör gerð að því að hag-
nýta þá möguleika sem von er
um að nú hafi opnazt í Sovét-
ríkjunum“. Ennfremur segir í
samþykktinni: „Jafnframt verði
”nnið að því að vinna fram-
leiðslu verksmiðjunnar markað í
Norður-Ameri'ku, Vestur-Evrópu
og víðar stig af stigi með auk-
inni auglýsingastarfsemi og sölu-
tækni, líkt og markaður var
unnmn fyrir freðfiskflök á liðn-
um árum.“
í samþykktinni um síldarleit
og síldarflutninga segir m. a.:
„Ráðstefnan samþykkir að beina
þeim tilmælum til sjávarútvegs-
málaráðherrá að hann beiti sér
fyrir því, að á næsta vori verði
síldarleit fyrir Vestur- og Norð-
urlandi hafin fyrr en verið hef
ur, eða eigi síðar en um mán-
aðamótin apríl-maí“. „Þá telur
ráðstefnan nauðsynlegt að veiði-
skip fylgi rannsóknarskipunum
við framangreinda leit“.
Ráðstefnan beindi þeim til-
mælum til síldarútvegsnefndar
að hún láti á komandi sumri
hefja tilraun með flutning sölt-
unarhæfrar síldar til Siglufjarð-
ar af fjarlægum miðum.
Ályktanir ráðstefnunnar og
frekari fréttir af henni verða
birtar næstu daga.
Tveir þrettán ára
piltar í villum
I gær var saknað tveggja
ungra pilta, sem voru í göngum,
annar vestur á Snæfellsnesi. en
hinn á Mosfellsheiði. Báðir
komu piltarnir fram af sjálfs-
dáðum, en óljósar spurnir voru
þó af piltinum sem týndist á
Mosfellsheiðinni og engar áreið-
anlegar upplýsingar að fá hvorki
hjá Slysavamafélaginu né Lög-
rcglunni í Reykjavík.
Þrettán ára piltur að nafni
Hjalti Oddsson frá Kolviðamesi
í Eyjahreppi, lenti í villum við
smalamennsku í gærmorgun á
fjallgarðnum vestan megin á
Snæfellsnesi. en kom fram að
Dúnk í Hörðudal í Dalasýslu.
Ráðstafanir höfðu verið gerð-
ar að senda flugvél á vegum
Slysavarnafélagsins til leitar að
drengnum og einnig ætlaði leit-
arflokkur frá Borgamesi að
leita.
Drengurinn lagði upp klukkan
sjö um morguninn með fjárleit-
armönnum í Eyjahreppi og átta
þeir að hittast í byggð klukkan
tíu um morguninn; átti drengur-
inn að leita á Svínafelli. Mætti
strákur ekki í byggð' og varþeg-
ar hafin leit að honum. Hinsveg-
ar náði hann mannabyggð f
Hörðudal og fór þaðan með bil
til Skógarstrandar og gisti hluta
úr degi að Vörðufelli.
Þaðan fór hann svo í gærdag
til heimabyggðar og náði heim
í Eyjahrepp í gærkvöld.
Framhald á 3. sfðu.
Þing BSRB mælti einróma með
uppsögn á gildandi samningum
Óðinn tekur 2 brezka togara
í landhelgi út af Barða
■ Skömmu eftir miðnætti í fyrrinótt kom varðskipið Óðinn að
tveim brezkum togurum að ólöglegum veiðum innan fiskveiði-
takmarkanna út af Barða. Tók Óðinn báða togarana og hélt með
þá til ísafjarðar þar sem réttarhöld hófust í máli skipstjóranna
kl. 4 síðdegis í gær.
■ Togarar þessir heita James Barrie frá Hull og Wyre Vanguard
frá Fleetwood og er skipstjórinn á þeim fyrrnefnda gamall kunn-
ingi landhelgisgæzlunnar Qg íslenzk-a yfirvalda, Taylor að nafni.
Hefur hann tvívegis áður verið tekinn fyrir landhelgisbrot og
einu sinni hlotið dóm fyrir líkamsárás á mann á ísafirðl.
Stjórnarkjörið traustsyfirlýsing fyrir
núverandi forystumenn — litlar
breytingar á stjórninni
■ 23. þingi BSRB lauk í Hagaskólanum um kl. 5 síðdegis
á sunnudag. Var stjórn bandalagsins endurkjörin að mestu
leyti; hana skipa 11 menn, en þrír af fráfarandi stjórnar-
meðlimum báðust undan endurkosningu. Formaður var
kjörinn Kristján Thorlacius, 1- varaformaður Júlíus Björns-
son og 2. varaformaður Haraldur Steinþórsson. Var lagt
kapp á að fella þá Kristján og Harald af pólitískum ástæð-
um, en endurkjör þeirra sýnir hið mikla traust, sem þeir
njóta innan samtakanna.
■ Þingið gerði margar ályktanir m.a. um launamál og
skattamál. Mælir þingið einróma með uppsögn gildandi
kjarasamninga, og hvetur félögin til þess að setja fram
kröfur sínar fyrir væntanlega samninga hið allra fyrsta-
I-Iaraldur
Kristján
Þingstörf gengu mjög greiðlega
og voru allar ályktanir þingsins
samþykktar einróma. Verða þær
birtar í Þjóðviljanum næstu
daga. Auk ályktananna um
launamál og skattamál gerði
þingið m.a. ályktanir um eftir-
talin efni: Samstarf við erlend
stéttarsamtök opinberra starfs-
manna, lífeyr-'ssjóði opinberra
starfsmanna, samningsrétt opin-
berra starfsmanna. starfsmat,
hagstofnun launþegasamtakannn
o. fl.
sem fyrr segir var stjórn
bandalagsins endurkjörin með
litlum breytingum. Varð kjör-
nefnd þingsins ammála um upp-
stillingu 9 stjórnarmanna af 11.
Framboð kom gegn formanni
bandalagsins, Kristjáni Thorlaci-
us og 2, varaformanni þess,
Haraldi Steinþórssyni. Var lagt
kapp á að félla þessa tvo menn
af stjórnmálaástæðum. Við for-
mannskjörið fékk Kristján Thor-
lacius 64 atkvæði, en Ólafur H.
Einarsson, gagnfræðaskólakenn-
ari hlaut 51 atkvæði og einn
seðill var ógildur. 1. varaformað-
ur var sjálfkjörinn, en hann er
Júlíus Björnsson frá Starfs-
mannafélagi Reykjavíkurborgar.
í sæti 2. varaformanns var
þeir nutu trausts
Ólafi H. Einarssyni stillt upp
að nýju gegn Haraldi Stein-
þórssyni. Hlaut Haraldur 61 at-
kvæði, en Ólafur 54 og einn seð-
ill var auður.
Aðrir stjómarmenn urðu
sjálfkjömir samkvæmt uppstill-
ingu kjömefndar og eru þeir
þessir: Anna Loftsdóttir, Hjúkr-
unarfélagi Islands, Ágúst Geirs-
son, Félagi Isl. símamanna,
Bjami Sigurðsson Prestafélagi
Islands, Einar Ólafsson, Starfs-
mannafél. ríkisstofnana, Guðjón
B. Baldvinsson Starfsmannafé-
lagi ríkisstofnana, Magnús Egg-
ertsson Lögreglufélagi Reykja-
vikur, Teitur Þorleifsson, Samb.
ísl. bamakennara, Valdimar 01-
afsson Fél. flugmálastarfsm.
1 varastjóm voru kjömira
Þorsteinn Öskarsson, Félagi ísl.
símamanna. Sigurður Sigurðsson,
Starfsmannafélagi Ríkisútvarps-
ins, Jakob Jónsson, Prestafélagi
Islands, Sigurður Ingason,
Póstmannafélagi Isl og Ingi-
bergur Sæmundsson Starfs-
mannafél. Kópavogs.
Þrír fyrrverandi stjórnarmeð-
limir báðust undan endurkosn-
ingu, en það voru: séra Gunnar
Árnason, Jón Kárason. og Ól-
afur Björnsson prófessor.
I lok þingsins ávarpaði hinn
nýkjörni formaður bandalagsins
þinghilltrúa og Björn Bjömsen
frá Noregi þakkaði góðar mót-
tökur fyrir hönd hinna eriendu
gesta, sem sátu þingið.
v
)