Þjóðviljinn - 22.09.1964, Side 5
Þriðjudagur 22. &c<atenaft«ni 1964 --------------------—--------------------------- — -------------------------------------- ÞJÖÐVILJINN
SÍSA 5
Keflvíkingum reyndist ekki þung þraut að ná því eina
stigi sem á vantaði til að íslandsmeistaratignin félli í
þeirra.hlut en ekki KR að þessu sinni. Keflvíkingar eru
vel að sigri komnir í mótinu, og verður bikarinn vafalaust
torsóttur í hendur þeirra aftur, því að liðið er ungt
og á framtíðina fyrir sér. Þá nýtur það stuðnings og
hvatningar allra bæjarbúa sem eru að vonum stoltir
af frammistöðu piltanna — Þetta er styrkur sem Reyk'ja-^
víkurfélögi^i fara ævinlega á mis við en er ótrúlega
mikils virði hverju liði, eflir samheldnina og eykur bar-
áttugleðina. Þetta er önnur íslandsmeistaratignin sem
Keflvíkingar vinna í ár, en eins og menn muna varð
ungur Keflvíkingur íslandsmeistari í skák fyrr á þessu
ári.
Jóhannsson gat ekki verið með
vegna meiðsla sem hann hlaut
í leiknum gegn Val um dag-
inn. Framlínan lék of þröngt
og einhliða, t.d. var hægri út-
herji altof lítið með í leiknum
og of sjaldan að nann fékk
boltann.
í lið KR vantaði Gunnar
Guðmannsson og sást það bezt
í þessum leik ^að þá vantar
liðið mikið. KR-ingar sóttu sig
nokkuð er á leikinn leið en
vantaði samt þann kraft sem
maður hefði búizt við að sjá
Framhal’d á 8. síðu.
Óli B. og Iæknirinn stumra yfir Rúnari sem meidðist á íaeti í
leiknum. — (Ljósm. Bj. Bjk
Mikill mannfjöldi lagði leið
sína á knattspyrnuvöllinn til
að sjá þennan úrslitaleik í ís-
landsmótinu, og mun yfir 4
þús manns hafa verið þar sam-
an kominn, meiri mannfjöldi
en nokkru sinni hefur sést þar
áður og aldrei fyrr hefur um-
ferðarlögreglan þar haft svo
miklu að sinná, því að bílaum-
ferð var geysileg.
Annars er tæplega hægt að
nefna þennan leik úrslitaleik,
til þess voru KR-ingar of von-
lausir um sigur, og var leik-
urinn því heldur daufur og lít-
ið skemmtilegur. Það var ekki
fyrr en rétt síðast í leiknum að
KR-ingar virtust átta sig á
því að þeir yrðu að sigra í
þessum leik til að hafa von
um að halda titlinum.
Heldur erfitt er að lýsa
leiknum svo að gagn sé að,
kemur þar tvennt til: leikurinn
gaf heldur fá tilefni til frá-
sagnar og svo hinsvegar að
íþróttafréttariturum er engin
aðstaða búin við völlinn, svo
að í slikum mannfjölda vilja
höfuðin skyggja á og ekki er
gott að treysta á að geta not-
að axlir áhorfenda sem skrif-
borð til að punkta niður. Þessu
verður að kippa i lag fyrir
næsta sumar, því að búast má
við að þá verði margt þar suð-
urfrá um stórleiki.
Keflvíkingar byrjuðu vel og
áttu meir í leiknum í fyrri
hálfleik, áttu þeir margar
snarpar sóknarlotur en herzlu-
mnninn vantaðli, hefur þar
kannski munað miklu að Jón
Þróttur tapaði fyrir Fram
og fellur niður í 2. deild
| | Á laugardagskvöldið fór fram úrslitaleikur um það
hvaða lið félli niður í aðra deild að þessu sinni. Þróttur
vann sem kunnugt er Fram um fyrri helgi og urðu lið-
in að leika aftur. Var mikil eftirvænting um það hvem-
ig leikar mundu fara, og almennt munu menn hafa ver-
ið mjög óráðnir um spár sínar fyrir leikinn.
Ef til vilt mundi heppni
ráða hvor bæri sigur af hólmi.
Tækist Þrótti vel upp í byrjun
hefðu þeir meiri möguleika, en
ef svo færi að á móti blési
fyrir þeim í upphafi mundi
Fram sigurstranglegra. Þetta fór
nokkuð eftir.
Þróttur tapaði hlutkestinum
DmsskéH Hermanns Ragnars
Kennsla hefst 5. október n,k.
KENNT VERÐUR:
Barnadansar fyrir byrjendur og framhald.
Nýir og gamlir samkvæmisdansar.
Hinir tíu dansar sem eru í hinu vinsæla Heimskerfi.
Upplýsingarit liggur frammi í bókabúðum.
Innritun daglega frá kl. 9—12 og 1—6
í síma 33222 og 38324.
ATH: Sama gjaldskrá og var síðastliðinn
vetur.
og lék Fram undan norðan-
stinningskalda í fyrri hálfleik,
og eftir 8 mínútur fékk Þrótt-
ur á sig fyrsta markið sem
var heldur „ódýrt“. Þórður
virtist ekki vel fyrir kallaður
og missir knött til Ásgeirs sem
stendur fyrir opnu ma-rki og
skorar óverjandi. Með þessu
voru í rauninni örlög Þróttar
ráðin.
Með vindinn í bakið hafði
Fram ailt frá byrjun haldið
uppi sókn á hendur Þrótti,
sem þeim tókst aldrei veru-
lega að hrista af sér. öftustu
vöm Þrótt-ar tókst aldrei að
ná taki á sóknarmönnum'Fram.
og hvað eftir annað var sem
hún ©pnaðist óeðliiega, þanmg
að Framarar gátu lifað og leik-
ið sér um hættusvæði Þrótt-
ar. Sóknarlotur Framara hornu
oft skyndilega, og með all-
góðum hraða, en sérst-aklega
framverðir Þróttar voru ekki
nógu fljóti-r að koiaa öftustu
vörninni til aðsteðar. Það var
eins og allur leikur Þróttar
væri lausari í reipum en vana-
lega, og Framarar notuðu sér
það fyTlilega og réðu mestu
um gang leiksins.
Á 20. mín. verja Þróttarar
tvisvar á línu, og tveim mín-
útum síðar kemur svo annað
mark Fram. Baldur Scheving
sendir vel fyrir til Helga
Númasonar sem óhindraður
getur athaínað sig og sneitt
knöttinn í markið af stuttu
færi, mjög laglega. Aðeins 3
mín. síðar gera Framarar
skyndiáhlaup þar sem knött-
urinn gengur milli fjögra
manna. en Helgi Númason
endar moð þrumuskoti sem
Þórður fær ekkert ráðið við.
Þarna virtist vöm Þróttar
helöur stöð.
Þrótti tókst aldrei að ógna
marki Fram að neinu ráði all-
an fyrri háifleik og það var
óheppni að Fram skyldi ekki
skora fleiri. Þannig varði Jón
Björgvinsson á línu, og þegar
5 mín. voru eftir var Holgl
Númason fyrir opnu marki en
skotið fór fyrir ofan.
Þróttur skorar
I síðari hálfleik þegar Þrótt-
ur hafði vindinn í bakið héldu
þeir «ppi allmilsla sókn, ®g á
8. mínútu tekst þeim að skora,
var það Jens Karlsson sem
það gerði, eftir að knötturinn
hafði gengið á miJii fjögra
Þróttara moð hraöa, <sg var að-
dragandinn að morki þessu
molíkuð skemnj'tilegur, þannig
leikur Ölafur Bi-ynjólfsson það
að hoppa yfir knöttinn sem
síðan hélt áfram til Jens.
Á 23. mínúutu á Axei mjög
gott skot en það fór aðeins
framhíá.
Þó Þróttarar héldu uppi
sókn. svöruðu Framarar við og
við með áhlaupum og á 25.
mín. einleikur Baldur Schev-
ing fram hægra megin nokk-
uð inn á velli, Grétar fer nú
og fser knöttinn upp að enda-
mörkum, sendir hann fyrir til
Guðjóns sem skallar innaná
stöngina og skorar fjórða
markið. Eftir það færðist nokk-
ur deyfð yfir leikinn. Þrótt-
arar eiga nokkuð góð skot, en
þau hittu íæst á markið, og
þeim tókst efcki að sameinast
um virkan leik sem gat ógn-
að Fram.
Nokkru fyrir leikslok komst
Helgi Númason inn fyrir, en
Þórður kemur út og reynir
að ioka, og skotið fer í stðng
og út á völlinn aftur og mæt-
ir Þórði á leið sinni í markið.
Þar við sat. Fram vann verð-
skuldaðan sigur.
Fram tókst þó ekki að sýna
neitt sérstakt, og munar ef
til vill mestu að Þróttur lék
langt undir því sem þeir geta
og hafa gert í leikjum sínum
undanfarið. Baráttuvilji var í
liðinu, og fyrir brá snotrum
samieik. Vömin var nokkuð
þétt með Sigurð Friðriksson
sem bezta mann. I framlínunni
voru beztir þeir innherjamir
Guðjón Jónsson og Helgi
Nómason.
Þróttarliðið hefur ekki enn
öðlazt það öryggi í erfiðum
st«ndum, sem er nauðsynlegt
hverju liði sem ætlar sér að
dvelja í fyrstu deild. Það tek-
ur oft langan tíma, og krefst
mikúlar alvöru af þeim sem
skipa liðið hverju sinni. St-und-
um finnst manni eins og þessa
alvöru vanti, jafnvel þegar
hennar er mest þörf.
Þrótti tókst ekki að sam-
einast um þetta alvarlega verk-
efni að berjast um það að
halda sér i fyrstu deildinni.
Þeim tókst ekki að fá fram það
sem liðið getur, og þó er mun-
ur liðanna Fram og Þróttar
þegar báðir ná sínu bezta lít-
ill eða enginn. Þeir sem sluppu
einna bezt í liði Þróttar voru
Axel, Ómar og Jón Björgvins-
son.
Dómari var Haukur Óskars-
son. Áhorfendur voru margir.
— Frímann.
ísiandsmeistarar ÍBK 1964 — eftir röð talij frá vinstri: Geirmundur Kristinsson, Gísli Ellerup, Hólmhert Friðjónsson, Sistirður AI-
bertsson, Grétar Magnússon, Einar Magnússon, Magnús Torfason, Jón Ólafur Jónsson, Magnús Hara.iidsson og öli B. Jónsson
þjálfari liðsins. Neðri röð talið frá vinstri: Rúnar Júlíusson, Karl Hermannsson, Gottskálk Ólafsson, Kjartan Sigtryggsson, Ólafur
Marteinsson, Jón Jóhannesson og Högni Gunnlaugsson fyrirliði. — (Ljósm. Bj. Bj.).
Keflvíkingar urðu Is-
landsmeistarar 1964