Þjóðviljinn - 22.09.1964, Page 6
g SlÐA
ÞIÓÐVILIINN
Þriðjudagur 22. septembej Í964
Nám og starf við
vinnuhagræðingu
Verkamannasamband Islands vill ráða mann til
náms og síðar starfa við vinnurannsóknir og
vinnuhagræðingu. Til greina koma aðeins þeir,
sem hlotið hafa góða undirstöðumenntun í stærð-
fræði og hafa gott vald á Norðurlandamálum —
verkfræðingar, tæknifræðingar etc. — Lágmarks-
menntun stúdentspróf úr stærðfræðideildum
menntaskóla eða hliðstæð menntun.
Þeir sem hug hefðu á þessu starfi, snúi sér til
Verkamannasambands íslands að Lindargötu 9
— sími 12977 — fyrir 1. október n.k-
Verkamannasamband íslands.
Sendla
drengi eða stúlkur vantar á ritsímastöðina í Reykjavik.
Vinnutimi fjórir tímar á dag, kl. 8—12, 13—17 og 18—22.
Nánari upplýsingar i Skeytaútsendingu ritsímans,
sími 22079.
Skipasmíðastöð
Njarðvíkur
óskar eftir smiðum og verkamönnum nu
þegar.
Upplýsingar hjá verkstjóra í síma 1250.
Skipasmíðastöð NJARÐVÍKUR
Hjúkrunarkonur
Tvær hjúkrunarkonur óskast að Farsóttar-
húsi Reykjavíkur 1. okt. n.k.
Uppl. í síma 22400 frá kl. 9—17.
Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur.
--------------------■
Jarðýta til sölu
Til sölu er Intematiomal jarðýta TD. 14. Upplýsingar
veittar í Áhaldahúsinu Borgartúni 5. Tilboðum sé skilað
fyrir laugardag 26. þ.m.
Vegagerð ríkisins.
Orðsending
frá Bókaútgáfunni Fjölvís
Þau fyrirtæki, iðnaðarmenn og aðrir, er kynnu að
vilja fá starfsemi sína skráða í „VIÐSKIPTI
DAGSINS", í Minnisbók FJÖLVÍS fyrir árið 1965.
eru vinsamlega beðnir að tilkynna það sem fyrst
og helzt ekki síðar en 5- okt. n.k. í síma 21-5-60
daglega kl. 10—12 og 13—15.
Einnig geta þau fyrirtæki er hafa hug á að kaupa
Minnisbók FJÖLVÍS 1965, og fá gyllingu á hana
fyrir sig, pantað hana í sama síma og a sama tíma.
Bókin kemur út í byrjun desember n.k.
Bókaútgáfan FJÖLVÍS.
Afurðaverðið til bænda hækkar um
20% frá því í september í fyrra
Sex-manna-nefnd hefur náð
samkomulagi um verðlagsgrund-
völl landbúnaðarvara fyrir verð-
lagsárið 1. september 1964 til 31.
ágúst 1965.
Felur hann í sér hækkun á
afurðaverði til bænda er nemur
11,7% frá því verði sem ákveðið
var 1. marz s.l., en um 21%
hækkun frá þeim verðlagsgrund-
vell'i. sem úrskurðaður var í
septembermánuði 1963.
Niðurstöðutölur verðlag&grund-
vallar, tekna og gjaldamegin,
eru kr. 305.438,00 og hefur verð-
lag á einstökum framleiðsluvör-
um verið ákveðið í samræmi við
það. En ull og gærur eru verð-
lagðar til bænda á því verði,
sem áætlað er að fáist fyrir þær
á erlendum markaði og er minni
hækkun á þeim en grundvellin-
um í heild og því meiri hækk-
un á kindakjöti. Hið áætlaða
verð er: 36,28 pr. kg. gæra og
32,23 pr. kg. ullar. Lítilsháttar
tilfærsla hefur verið gerð á milli
kindakjöts og nautakjöts ann-
arsvegar og mjólkur hinsvegar.
Af þessum tveim ástasðum hækk-
ar því kjötverð til bænda hlut-
fallslega meira en mjólkurverð.
Verð til bænda á 1. og 2. gæða-
flokki kindakjöts er ákveðið
46,15 pr. kg. og verð mjólkur til
bænda kr. 7,42 pr. ltr.
1 sambandi við þessa samn-
inga hefur ríkisstjórnin gert
samkomulag við fulltrúa bænda
í sex-manna-nefnd, sem felst í
eftirfarandi yfirlýsingu landbún-
aðarráðherra:
„I. Afúrðalán landbúnaðarins
úr Seðlabankanum miða&t við
sama hundraðshluta og afurða-
lán sjávarútvegsins. Lán frá við-
skiptabönkunum verði að hundr-
aðshluta sambærileg út á land-
búnaðarafurðir og sjávarafurðir.
II. Ríkisstjórnin leggur fyrir
næsta Alþingi frumvörp að bú-
fjárræktarlögum og jarðræktar-
lögum, sem feli í sér að jarð-
ræktarframlög hækki á næsta
ári um allt að 30% í heild mið-
að við sömu framkvæmdir og
1963. Jarðræktarstyrkurinn verði
greiddur samkvæmt sérstakri
vísitölu, sem miðast við fram-
kvæmdakostnað. Bráðabirgðaá-
kvæði við jarðræktarlögin tryggi
bændum fjárframlag til uppsetn-
ingar á súgþurrkunartækjum
með mótor og blásara, er nemi
að meðtöldum jarðræktarstyrk
1/3 kostnaðar. Sé um færanlega
vél að ræða skal styrkurinn mið-
ast v!ð hæfilega stóran raf-
magnsmótor Bráðabirgðaákv.
þetta gil'dir næstu 5 ár.
III. Verja skal árlega næstu 5
árin allt að 5 miljónum til að-
stoðar þeim bændum, sem verst
eru settir. eftir nánari ákvæðum
og í samráði við Búnaðarfélag
íslands, landnámsstjóra og stjórn
Stéttarsambands bænda.”
Fulltrúa bænda í sex-manna-
nefndinni gera ráð fyrir að aukn-
ing afurðalánanna geri slátur-
leyfishöfum og mjólkurbúum
fært að hækka fyrstu útborgun
til bænda um 10%.
Vegna samkomulags ríkis-
stjómar, verkalýðsfélaganna og
atvinnurekenda frá 5. júní s. 1.
koma verðhækkanir á landbún-
aðarvörum fram í hækkuðu
kaupi miðað við kaupgreiðslu-
vísitölu nóvembermánaðar, nema
til komi auknar niðurgreiðslur.
Ekki er búið að ákveða endan-
lega hverjar verða niðurgreiðslur
úr ríkissjóði og er því eftir að
ljúka útreikningi útsöluverðs
einstakra vörutegunda.
Lokið verður við þá útreikn-
inga og nýtt verðlag landbún-
aðarvara auglýst næstu daga.
Fiskibátur kom að landi
með flugvél á þilfarinu
Þórður Ilermannsson, skipstjóri á Ögra og kona hans Vigdís
Birgisdóttir.
Vélbáturinn Ögri var staddur
suður af Reykjanesi í fyrradag
þegar skipverjar heyrðu ávæn-
ing af að verið var að leita að
týndri flugvél og fengu þá að
vita frá Reykjavíkurradíó hvað
um væri að vera. Var talið að
ögri væri næstur staðnum sem
flugvélin lenti á, en bátar með
troll úti munu hafa verið nær
vestar. Var sagt að flugvélin
væri á floti og flugmaðurinn í
sjónum rétt við hana.
Frá þeim stað sem ögri var.
mátti gera ráð fyrir að hann
yrði röska tvo tíma á slysstað-
inn og var stefnan tekin þangað.
Sáu skipverjar brátt leitarflug-
vélamar á sveimi, þyrlu og tvær
stærri flugvélar. Þegar báturinn
var búinn að keyra í klukku-
tima kom tilkynning um að bú-
ið væri að bjarga flugmannin-
um, en flugvélin væri á reki.
Höfðu ögramenn samband við
flugtuminn á Reykjavíkurflug-
velli um það hvort líklegt væri
að vélin sykki fljótlega og var
það talið ólíklegt þar sem hún
væri með tóma bensíngeymana.
Skömmu síðar sáu skipverjar
reykjarsúlu sem þeim fannst í
átt til flugvélarinnar og kom til
hugar hvort flakið hefði verið
sprengt upp.
-jír Flugvélin á dekk!
Þeir héldu þó áfram og komu
að flugvélinni þar sem hún
flaut léttilega á sjónum á rétt-
um kili; hurðin á stjómklefan-
um var opin en þar vatnaði
ekki hærra en um setu flug-
mannsins.
ögri setti nú bát á flot og
fóru skipverjar að flugvélinni,
slógu stroffu um nefið á henni
og utanum skrokkinn fyrir aft-
an vængina, og tókst að svipta
henni upp úr sjónum. Erfitt var
að koma henni inn á þilfarið
svo hún skemmdist ekki vegna
þess hve vænghafið var mikið,
en loks tók&t að snúa henni svo
að stélið gekk á undan og koma
henni bannig fyrir á þilfariu
sem á myndinni sézt. Þótti þetta
vel tiL takast, því talsverð hreyf-
ing var í sjó.
Flugvélin virtist ótrúlega lítið
skemmd, þó hurðin á stjómklef-
anum væri opin. Klukka gekk
í mælaborðinu sem hafði ekki
blotnað að ráði og jakki flug-
mannsins sem hann hafði lagt
aftur fyrir sætið var þurr.
ir Stórt kast
ögramenn létu flytja vélina á
sinn kostnað suður á flugvöll í
gær og verður hún þveginn þar
vandlega og hreinsuð svo að
seltan nái ekki að skemma alú-
míníum flugvélarinnar.
-ár
ögri yar að koma af síldar-
vertíð og hefur aflað nálægt
15000 tunnum í sumar. I þessu
siðasta „kasti”. þegar flugvélin
var innbyrt, mun verðmæti „afl-
ans” hafa numið um 900 þús-
und krónum.
HÁSKÓLABÍÓ:
This sporting life
***** Kvikmyndin fjallar
um ungan mann, framgang
hans í ruddalegum knattleik
(Rugby) í veröldinni og sam-
band eða öllu heldur sam-
bandsleysi við annað fólk.
Hann er útlagi í samfélagi,
sem metur manninn aðeins í
reiðufé, það hefur mótað
hann svo að hann á ekki
lengur nema eitt svar við
umhverfi sínu: offors.
En þó hann sé vanaður til-
finningalega — elskar hann.
Elskar eina konu magnlausri
ást áf tilfinningalegri fátækt
sinni — og í athugun þessa
sahabands þeirra verður kvik-
myndin á köflum átakanlegt
og mannlegt dokument.
Handritið er framan af full
brotakennt, þó hugmyndin sé
„god nok“ að hefja myndina
þegar hann er barinn hrotta-
lega niður og rekja síðan for-
söguna í smáatriðum, sem
eru því miður oft ekki annað
en illagerð skýringaratriði —
sko svona stóð hann við bor-
inn, sko svona var hann reið-
ur, svona komst hann í liðið
o. s. frv. Þessi hluti hand-
ritsins nær saman endum,
þegar aðgerðinni á honum
eftir barsmíðarnar er lokið
og hann heldur í veizlu til
„vina sinna“ og verður þar
fyrir annars konar áfalli.
Hann heldur heim til kon-
unnar sem hann elskar, og þó
hún elski (?) hann einnig á
undarlegan máta — þá getur
hún alltént aumkvað hann.
Seinni hluti handritsins
sem hefst eiginlega á ofan-
nefndu atriði er mun betur
unnin; þar er meiri tíma
varið í hvert atriði eða ein-
faldlega þau betur unnin, svo
það er hægt að skapa það
samband milli persónanna
innbyrðis og þeirra við okkur
áhorfendur, sem verður ó-
hugnanlega sterkt á stundum.
Það eru frægir menn sem
standa að myndinni, Karel
Reisz er framkvæmdastjóri,
Lindsay Anderson leikstjóri
en ósköp er það vesældarlegt
og útkjálkalegt að geta
hvorki handritshöfundar,
kvikmyndara, né leiktjalda-
stjóra í leikskránni og hafa
þó þeir síðarnefndu unnið
hvað bezt; sér í lagi hefur
leiktjaldastjóri (art director)
unnið frábært verk.
En leikstjórn er undar-
lega ójöfn og leikurinn þá
um leið. Rachel Roberts ber
af öðrum leikurum — en val
leikara í aðalhlutverkið (Ric-
hard Harris) finnst undirrit-
uðum furðulega misráðið.
Hlutverkið er að vísu van-
þakklát, handritshöfundur
og leikstjóri leika alltof mik-
ið á einn tón, kaldhamrr á
því sama og leikarinn verð-
ur of oft að leysa vanda sinn
með leikhúsgeiflum.
En þrátt fyrir alvarlega
annmarka, er hitt þó meira
um vert, að í ýmsum atrið-
um sérstaklega í seinni hluta
myndarinnar leggja allir
saman og skapa atriði sem
eignast samstundis eilíft líf
í huga áhorfenda — og áleit-
in forvitni leitar á mann að
sýningu lokinni.
Við vildum, að við hefðum
fengið að vita meira um
þetta fólk. M.J.
GAMLA BÍÓ:
Hún sá morð
*** Þetta er óvenju góð og
prýðilega skemmtileg saka-
málamynd. ögötu .. gömlu
Christie þarf ekki að íýsa, og
sízt er gustuk að segja frá
efni myndarinnar. Margaret
Rutherford leikur prýðilega
slúðurkerlinguna og leynilög-
reglumanninn fröken Marple,
James Robertson Justice fer
með aukahlutverk og_ er
skemmtilegur að vanda. Ágæt
skemmtun eina kvöldstund.
J.Th.H.
\