Þjóðviljinn - 22.09.1964, Side 10

Þjóðviljinn - 22.09.1964, Side 10
JO SlÐA Hafði hún verið örvingluð fyrr um kvöldið, þá hafði henni að minnsta kosti tekizt að fjarlægja merkin tim það vandlega úr kuldalegu, fríðu andlitinu, sem hún sýndi nú heiminum og eig- inmanni sínum. Veronica, sagði Jack með lágri röddu þegar hann kom að borð- inu. Hvem fjandann ert þú að gera hér? Hún leit upp skelkuð á svip. Ö, Jack, sagði hún. Hún leit kvíðandi framhjá honum og á dymar sem maður hennar hafði gengið útum. Ó, þú verður að fara. Maðurinn minn kemur undir eins aftur. Ég get ekki talað við þig núna. — Þú verður að hverfa héðan, sagði Jack. Undir eins. — Heyrðu mig nú, Jack, sagði hún. Viltu ekki gera svo vel að hætta þessu. Þú ert búinn að særa mig nógu djúpt i dag. Ég kæri mig ekki um að kynna þig fyrir manninum mínum. Við vomm með vinafólki hans alveg þangað til núna, og það var nógu erfitt að svara spuming- um þess um það hverja ég þekkti i Róm .... — Hlustaðu á mig, sagði Jack hásum rómi og greip í hönd hennar. Bresach er þarna hin- tim megin. Hinum megin í saln- um. — Ég trúi þér ekki, sagði Ver- onica og gaut augunum hræðslu- lega til dyranna. Róbert hefur aldrei á ævinni komið á svona stað. — Jæja, en hann er nú samt héma í kvöld, sagði Jack. Ég segi þér þetta sjálfrar þín vegna. Nú sá hann eftir að hafa drukk- ið alla þessa kokkteila og kampavín. Hann sagði ekki það sem hann hefði viljað segja, Hann vildi ekki tala við hana um Bresach. Hann vildi tala við hana um sjálfan sig. Hann hefði viljað segja: Við skulum byrja aftur á því andartaki á gistihús- inu mínu þegar þú kysstir mig og ég taldi upp að sex og þú sagðir: Eins og lifan^J mann- eskjur. Innilega ogW hlýlega. Hann sá sjálfan sig allt í einu í óeðlilegu Ijósi sem áhorfanda og milligöngumann, áhorfanda að ástríðum annarra, umboðs- mann fyrir hatur þeirra og þrár, náunga sem hlustaði á játning- ar þeirra. kippti í lag sam- HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu og snyrtistofu STEINU og DÓDÓ Laugavegi 18. III h Oyfta) SÍMI 2 46 16 P E R M A Garðsenda 21 — STMI: 33 9 68 Hárgreiðslu og snyrtistofa. D O M U R 1 Hárgreiðsla við allra hæfi — TJARNARSTOFAN, — Tlaraar götu 10 — Vonarstrætismegin - SIMI: 14 6 62 HARGREIÐSLUSTOFA AUSTURBÆJAR - fMaria Guðmundsdóttirl Laugavegi 13 — STMT- 14 6 56 — Nuddstofa 4 sama stað. ; böndum þeirra, en var aldrei þátttakandi sjálfur, gaf aldrei, var aldrei heill, alltaf reiðubú- inn til að draga sig i hlé. Heill, mundi hann úr kvöldboðinu með Morrisonhjónunum; heill, mundi hann úr ásökunum konu sinnar. — Hvað á ég að gera? sagði Veronica. Röddin var lág en næstum móðursjúk. Ég sagði manninum mínum að mig lang- aði út að dansa. Hann langaði ekki einu sinni til þess sjálfan. Og við erum ekki búin að vera hér í tíu mínútur. Við eigum fulla kampavínsflösku og .. Hún þagnaði. Hún gaf frá sér lágt hljóð sem minnti á kjökur. Maðurinn hennar kom útum dymar og gekk í átt til þeirra eftir dansgólfinu. Hann kom að borðinu og stóð og brosti kurt- 76 eislega til Jacks og beið þess að Veronica kynnti hann. Tucino og Bertha dönsuðu hægt fram- hjá. — Já, sagði máður Veronicu dálítið hikandi, því að Veronica var ekki enn farin að segja neitt. Hann var hávaxinn, herðabreiður og ljóshærður, ung- ur og mjög fríður, með spyrj- andi, varfæmisleg blá augu. Veronica? Hann horfði beint á Jack og undirstrikaði spurning- armerkið á eftir nafni hennar. — Ó, fyrirgefðu, George, sagði hún og tók andköf. Ég .. Þetta er herra Andrus. Vinur minn. Hann kom hingað til að óska mér til hamingju. Maðurinn minn — George Strooker. — Gott kvöld, sagði Strooker. Rödd hans var djúp og það heyrðst enginn hreimur þegar hann mælti þessi tvö orð að minnsta kosti. Hann rétti fram höndina. Jack tók í hana. Hönd- in var hörð og sterkleg. — Ég ... vona. að þið Ver- onica verðið mjög hamingjusöm, sagði Jack. Hann var ringlaður. Hann hafði drukkið of mikið þetta kvöld, og of mikið hafði gerzt. — Kærar þakkir, sagði Strook- er kurteislega. Það er ég viss um að við verðum. Nú heyrðist Ziirich-hreimurinn greinilega, en hann var ekkert hlægilegur. Það var ekkert létt eða hlægilegt í fari þessa hávaxna, hörkulega unga manns með skarpleita, ljósa andlitið og ísköldu. bláu augun. Kraft durch Freude, hugsaði Jack, svissneska deildin. Strooker settist ekki og bauð ekki Jack sæti heldur. — Ég .. ég sendi herra Andr- us tilkynningu um brúðkaupið okkar, sagði Veronica alltof hátt. Frá Ziirich. Hann er .... Hún þagnaði og Jack sá að hún glennti upp augun og það komu viprur um munninn á henni þegar hún horfði framhjá hon- um. — Nei, nú hef ég aldrei, sagði rödd Bresachs bakvið Jack. Með nýja hárgreiðslu. Velkomin til borgarinnar eilífu. — Róbert, sagði Veronica. Hún reyndi að sýnast kát og eðlileg. en það var kvíðaskjálfti í rödd hennar. þegar hún nefndi nafn Róberts. Ég hefði eldrei búizt ÞJðÐVILJINN Þriðjudagur 22. september 1964 við að sjá þig á svona stað. — Það hafa orðið miklar breytingar. sagði Róbert og star- blíndi á Veronicu, síðan ég sá þig síðast .... — Veronica, sagði Strooker. Viltu gera svo vel og kynna mig fyrir þessum manni. — Já, auðvitað. sagði Veron- ica í skyndi. Fyrirgefðu. Ég er ekki komin niður á jörðina enn- þá. Hún hló óeðlilega. Þetta er maðurinn minn, Robert George Strooker .... — Það er gaman að hitta yð- ur, George, gamli félagi, sagði Bresach án þess að snúa sér við og hann starði enn á Veronicu. Hvemig var brúðkaupið? Skemmtilegt? Þá vissi Jack, að Bresach ætl- aði ekki að láta neinn fara á mis við neitt. Komdu nú, hvísl- að hann og tók í handlegginn á Bresach. Gerðu nú enga vitleysu. Bresach hristi Jack af sér með ofsa. Strooker stóð og horfði á hann, kuldalegur, tortrygginn og undrandi. — Mér finnst bara, sagði Bresach, sem einblíndi ennþá á Veronicu, að við ættum öll að fá tækifæri til að drekka brúð- hjónunum til. Með snöggri hreyfingu teygði hann sig fram- hjá Jaek og tók kampavíns- flöskuna úr kælinum. Hann stóð með hana fyrir framan sig og vaggaði henni við brjóstið án þess að skeyta um rakablettinn sem kom á skyrtuna af blautri flöskunni. Ég skíri þig Fyrsta Kokkál, sagði hann hátt og hægt. Hann lyfti flöskunni hátt upp yfir höfuð sér og hallaði henni hátíðlega og hellti víninu yfir sig. Það freyddi í hárinu á honum og lak niður í flibb- ann hans. Allan tímann starði hann á Veronicu án þess að depla auga eða sýna nokkur svipbrigði. — Hættu nú, sagði Jack hvössum rómi og bjóst til að ganga í milli Bresachs og Strookers, ef Strooker hreyfði sig. En þessa stundina var Strooker alltof undandi til að hafast nokkuð að. Hann stóð bara og horfði spyrjandi á Bresach meðan hann reyndi að átta sig á því hvort Bresach væri ekki annað en meinlaus fylliraftur eða náungi sem bráð- lega þyrfti að taka föstum tök- um. — Og nú góði vinur, sagði Bresach og sneri sér að Strook- er, er röðin komin að yður að fá aðild að hátíðahöldunum. Áður en Jack næði að lyfta hendi til að stöðva hann, var hann búinn að lyfta flöskunni á ný og hella kampavíninu yfir fallega greitt ljóst hárið á Strooker. — Robert! hrópaði Veronica. — Hérmeð skíri ég þig Kokkál númer tvö, sagði Bresach. And- artak hreyfði sig enginn. Búið var að stöðva tónlistina og dansinn og það var dauðaþögn í salnum. Alls staðar sat fólk kyrrt og beið og starði á Bres- ach og Strooker. Strooker sjálf- ur virtist ringlaður og agndofa, eins og hann stæði og horfði blíðlega á Bresach og sem snöggvast var eins og hann væri viljugur þátttakandi í leiknum. En svo hreyfði hann sig svo snöggt að það gafst enginn tími til að bjarga Bresach. Hnefinn á Strooker þaut fram og hitti handlegginn á Bresach. Kampa- vínsflaskan sentist gegnum loft- ið og skall á dansgólfið og brotnaði. Svo sló Strooker Bres- ach tvisvar í andlitið og það kvað við brothljóð. Gleraugu Bresachs brotnuðu og blóð tók strax að streyma um- hverfis augun á honum. Hann gerði enga tilraun til að verja sig. Hann stóð þama bara, al- varlegur og hreyfingarlaus, eins og þetta væri allt fyrirfram á- kveðið og óumflýjanlegt. Jack þreif í axlimar á honum og fór að draga hann burt, en Strooker kom á eftir Bresach og barði hann enn í andlitið. Meðan Jack reyndi með erfiðismunum í þrengslunum milli borðanna að toga Bresach burt frá hættu- staðnum, birtist Max eins og fyrir galdra á milli mannanna tveggja og þreif í handleggina á Strooker. Strooker var miklu stærri maður og hann sleit sig af honum og sló Max á munn- inn. Max féll utaní borð, sem kom í veg fyrir að hann dytti i gólfið. En tmflunin dugði. Nokkrir þjónar þutu að Strook- er og héldu honum og sögðu býsnin öll á ítölsku til að róa hann. Holt og Tucino komu á vettvang og leiddu Bresach burt, meðan Jack stóð andspænis Strooker, reiðubúinn að berjast við hann, ef hann slyppi burt frá þeim sem héldu honum og reyndi enn að ráðast á Bresach. Hljómsveitin hóf aftur leik sinn og Veronica sat og grét og grúfði höfuðið niður á borðið. Allt í einu hætti Strooker að berjast um. Hann sagði eitthvað á þýzku, en þjónamir skildu hann ekki. Sleppið mér, sagði hann á ensku. Hikandi viku þjónarnir ögn frá honum. Strooker var fölur og hárið á honum var rennblautt af kampavíni, en hann gekk kring- um borðið og settist við hliðina á Veronicu án þess að líta á hana. Hann starði kuldalega í hringum sig. á fólkið sem ein- blxndi á hann. Það blæddi úr hendinni á honum eftir gleraugu Bresachs, en hann skeytti ekk- ert um blóöið sem blettaði kampavínsflekkaðan dúkinn. Ég er hræddur um að við verðum að fá aðra flösku af kampavíni, sagði hann við yfirþjóninn sem stóð álútur hjá honum með vandræðasvip. Jack gat ekki að sér gert að dást að honum þetta andartak. — Mér þykir þetta mjög leitt, sagði Jack við Strooker, með hann vin minn. Ég er hræddur um að hann hafi fengið full- mikið að drekka í kvöld. — Já, sagði hinn kuldalega. Það held ég líka. Svo sneri hann sér að Veronicu. Réttu úr þér, sagði hann hljómlaust. Vertu ekki svona barnaleg. Með hægð rétti hún úr sér með augun full af tárum. Fyrir- gefðu .... hvíslaði hún. — Réttu úr þér, sagði Strook- er aftur, meðan hann starði út í salinn og upphóf ævilanga refsingu hennar. Það var ekki hægt að gera neitt meira við þetta borð, og Jack sneri sér frá og gekk yfir dansgólfið og augu allra hvíldu á honum. Jack sagðist skyldu aka Bres- ach og Max heim í leigubíl. Hann hafði þvegið blóðið fram- anúr Bresach í snyrtiherberginu í næturklúbbnum og athugað FERÐIZT MED LANDSÝK 9 Seljum farseðla með flugvélum og skipum Greiðsluskilmálar Loftleiða: • FLOGIÐ STRAX - FARGJALD GREITT SÍÐAR • Skipuleggjum hópferðir og ein- staklingsferðir REYNIÐ VIÐSKIPTIN FERÐASKRIFSTOFAN LA N O SVN nr TÝSGÖTU 3. áíMI 22890. — P.O. BOX 465 — REYKJAVÍK. UMBC© LOFTLEIÐA. Auglýsið í Þjóðviljanum • Ritarustörf. Störf ritara og vélritunarstúlku við saka- dóm Reykjavíkur eru laus til umsóknar. Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf sendist 'fyrir 1. október n. k. til skrifstofu sakadóms í Borgartúní 7, þar sem gefnar eru nánari upplýsingar um störfin. YFIRSAKADÓMARI. BAUER-reiðhjói PHILLIPS KARL- OG KYEN- REIÐHJÓL Varahlutir í flestar ÖRNINN Drengja og telpna □ LUKTIR □ DYNAMOAR □ F A C O gerðir hjóla. Spítalastíg 8 — Pósthólf 671

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.